Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 1. október 2004.  Útgáfa 130b.  Prenta í tveimur dálkum.


Reglugerð um Stjórnarráð Íslands

2004 nr. 3 1. febrúar


Tók gildi 2. febrúar 2004.

1. gr. Stjórnarmálefni ber undir ráðuneyti eftir ákvæðum reglugerðar þessarar.
2. gr. Forsætisráðuneyti fer með mál, er varða:
    1. Stjórnskipan lýðveldisins og stjórnarfar almennt.
    2. Embætti forseta Íslands og embættisbústað.
    3. Ríkisráð Íslands.
    4. Alþingi.
    5. Skipun ráðherra og lausn.
    6. Skiptingu starfa milli ráðherra og ráðuneyta.
    7. Ríkisstjórn og Stjórnarráð Íslands í heild, þar á meðal ráðstöfun skrifstofuhúsa og gestahúsa ríkisstjórnarinnar.
    8. Fána Íslands, ríkisskjaldarmerki og þjóðsöng Íslendinga.
    9. Hina íslensku fálkaorðu og önnur heiðursmerki.
    10. Þjóðlendur.
    11. Þingvelli og Þingvallaþjóðgarð.
    12. Hagstjórn almennt.
    13. Vísinda- og tækniráð.
    14. Seðlabanka Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF).
    15. Embætti ríkislögmanns.
    16. Umboðsmann barna.
3. gr. Dóms- og kirkjumálaráðuneyti fer með mál, er varða:
    1. Lögsagnarumdæmi, dómaskipan, dómstóla, aðra en Félagsdóm, réttarfar og málflutningsmenn.
    2. Meðferð ákæruvalds, er það ber undir dómsmálaráðherra að lögum, og eftirlit með framkvæmd ákæruvalds annars.
    3. Fullnustu refsingar, fangelsi og fangavist, reynslulausn refsifanga, samfélagsþjónustu, náðun, sakaruppgjöf, uppreist æru og framsal sakamanna.
    4. Lögreglu og löggæslu.
    5. Gæslu landhelgi og fiskimiða, sjómælingar og sjókortagerð.
    6. Eftirlit með innflutningi, framleiðslu, sölu og meðferð skotvopna, skotfæra og sprengja.
    7. Framkvæmd áfengislöggjafar, sem eigi ber undir annað ráðuneyti.
    8. Skipströnd og vogrek.
    9. Útlendinga, að frátöldum atvinnuréttindum.
    10. Vegabréf, önnur en diplómatísk vegabréf.
    11. Sifjarétt, erfðarétt, persónurétt og yfirfjárráð.
    12. Eignarrétt og afnotarétt fasteigna og framkvæmd eignarnáms, sem eigi ber undir annað ráðuneyti.
    13. Ríkisborgararétt.
    14. Prentfrelsi og prentrétt.
    15. Mannréttindi.
    16. Kjör forseta Íslands, kosningar til Alþingis, þjóðaratkvæði og aðrar almannakosningar, sem eigi ber undir annað ráðuneyti.
    17. Birtingu laga og stjórnvaldserinda, útgáfu Stjórnartíðinda, Lagasafns og Lögbirtingablaðs.
    18. Staðfestingu á skipulagsskrám sjóða og stofnana.
    19. Happdrætti, veðmálastarfsemi, hlutaveltur, getraunir og almennar fjársafnanir.
    20. Niðurjöfnunarmenn sjótjóns, fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu, dómtúlka og skjalaþýðendur.
    21. Almannavarnir, björgunarmál, samræmda neyðarsímsvörun og öryggisþjónustu í atvinnuskyni.
    22. Kirkjumál og safnaða, þar á meðal embætti biskups og skipan prestakalla.
    23. Grafreiti og útfararstofnanir, þar á meðal bálstofur.
    24. Skaðabætur utan samninga.
4. gr. Félagsmálaráðuneyti fer með mál, er varða:
    A. Sveitarfélög, þar á meðal:
    1. Stjórnsýslu og verkefni sveitarfélaga sem ekki eru lögð til annars ráðuneytis.
    2. Tekjustofna og fjármál sveitarfélaga.
    3. Sveitarstjórnarkosningar.
    4. Mörk sveitarfélaga.
    B. Velferðar- og fjölskyldumál, þar á meðal:
    1. Félagsþjónustu sveitarfélaga
    2. Málefni fatlaðra.
    3. Barnavernd.
    C. Húsnæði, þar á meðal:
    1. Íbúðalánasjóð og varasjóð húsnæðismála.
    2. Húsaleigumál, þ.m.t. stuðningsaðgerðir við uppbyggingu félagslegra leiguíbúða á vegum sveitarfélaga og félagasamtaka og húsaleigubætur.
    3. Húsnæðissamvinnufélög, byggingarsamvinnufélög og fjöleignarhús.
    D. Vinnumarkað, þar á meðal:
    1. Réttindi og skyldur á vinnumarkaði, stéttarfélög launafólks og atvinnurekenda, orlof, starfsmenntun í atvinnulífinu.
    2. Félagsdóm.
    3. Sáttastörf í vinnudeilum.
    4. Aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustöðum.
    5. Vinnumarkaðsaðgerðir og úrræði fyrir atvinnulausa.
    6. Atvinnuleysistryggingar.
    7. Atvinnuréttindi útlendinga.
    8. Ábyrgð á launum við gjaldþrot.
    9. Fæðingar- og foreldraorlof.
    E. Jafnrétti kvenna og karla í samfélaginu.
5. gr. Fjármálaráðuneyti fer með mál, er varða:
    1. Fjármál ríkisins, að því leyti sem þau eru ekki fengin öðrum aðilum.
    2. Eignir ríkisins, þar á meðal verðbréf og hlutabréf, svo og fyrirsvar þeirra vegna, meðal annars að því er tekur til stjórnar fyrirtækja í eigu ríkisins að öllu leyti eða nokkru, nema lagt sé til annars ráðuneytis.
    3. Skatta, tolla og aðrar ríkistekjur. Tollgæslu.
    4. Bókhald ríkisins.
    5. Almennt eftirlit með framkvæmd fjárlaga.
    6. Lánsfjármál ríkissjóðs, lántökur ríkisstofnana og ríkisábyrgðir.
    7. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.
    8. Launa-, kjara- og lífeyrismál starfsmanna ríkisins, réttindi þeirra og skyldur.
    9. Lífeyrissjóði.
    10. Endurskoðendur og framkvæmd bókhalds- og ársreikningalaga.
    11. Skráningu fyrirtækja.
    12. Norræna fjárfestingarbankann.
    13. Undirbúning og samning frumvarps til fjárlaga.
    14. Mat á þróun og horfum í efnahagsmálum.
    15. Fasteignaskráningu og fasteignamat.
    16. Húsnæðis- og bifreiðamál ríkisins.
    17. Opinberar framkvæmdir ríkisins.
    18. Opinber innkaup.
    19. Almennar umbætur í ríkisrekstri.
6. gr. Hagstofa Íslands fer með mál er varða:
    1. Tilhögun, samræmingu og framkvæmd opinberrar hagskýrslugerðar.
    2. Söfnun gagna um landshagi, úrvinnslu þeirra, miðlun tölfræðilegra upplýsinga og útgáfu hagskýrslna.
    3. Gerð þjóðhagsreikninga.
    4. Vísitölur.
    5. Samskipti við alþjóðastofnanir um hagskýrslu- og tölfræðimál.
    6. Þjóðskrá og almannaskráningu.
7. gr. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti fer með mál, er varða:
    A. Heilbrigðisþjónustu, þar á meðal:
    1. Lýðheilsu og forvarnir, þ.m.t. geislavarnir.
    2. Heilsugæslu.
    3. Sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir.
    4. Hjúkrunarheimili.
    5. Endurhæfingar- og meðferðarstofnanir.
    6. Lyf og lækningatæki.
    B. Almannatryggingar og félagslega aðstoð, þar á meðal:
    1. Lífeyristryggingar.
    2. Sjúkratryggingar.
    3. Slysatryggingar.
    4. Félagslega aðstoð ríkisins.
    C. Málefni aldraðra.
8. gr. Iðnaðarráðuneyti fer með mál, er varða:
    1. Iðnað og stóriðju. Nýsköpun og tækniþróun.
    2. Starfsréttindi í iðnaði og löggildingu starfsheita í tækni- og hönnunargreinum.
    3. Orku, þ. á m. grunnrannsóknir á orkulindum, nýtingu orku og orkufyrirtæki.
    4. Jarðrænar auðlindir á landi og á hafsbotni.
    5. Svæða- og byggðamál, svæða- og byggðarannsóknir, atvinnuþróun og atvinnuþróunarfélög.
    6. Hugverkaréttindi á sviði iðnaðar, m.a. einkaleyfi, vörumerki og hönnun.
    7. Staðla.
9. gr. Landbúnaðarráðuneyti fer með mál, er varða:
    1. Landbúnað og starfsemi tengda landbúnaði.
    2. Menntun, rannsóknir og eftirlit í landbúnaði.
    3. Landgræðslu og skógrækt.
    4. Jarðir í eigu og umsjá ríkisins, þ.m.t. kirkjujarðir.
    5. Landnotkun í þágu landbúnaðar og önnur jarða- og ábúðarmál.
    6. Áveitur, fyrirhleðslur og framræslu.
    7. Framleiðslu- og markaðsmál í landbúnaði, inn- og útflutning landbúnaðarafurða.
    8. Inn- og útflutning dýra og plantna og erfðaefnis þeirra, varðveislu erfðaauðlinda í landbúnaði og yrkisrétt.
    9. Aðbúnað búfjár og heilbrigði dýra, varnir gegn dýrasjúkdómum, gæði og heilnæmi aðfanga og landbúnaðarafurða.
    10. Veiði í ám og vötnum, eldi vatnadýra og önnur veiðimál.
    11. Lán og stuðning við nýsköpun og starfsemi á sviði landbúnaðar.
    12. Hagrannsóknir og áætlunargerð í landbúnaði.
10. gr. Menntamálaráðuneyti fer með mál, er varða:
    1. Kennslu og skóla á leikskóla-, grunnskóla, framhaldsskóla- og háskólastigi, auk sérskóla, sem eigi ber undir annað ráðuneyti.
    2. Símenntun, almenna fræðslustarfsemi og námsefnisgerð.
    3. Námslán og námsstyrki.
    4. Rannsókna- og vísindastarfsemi, sem eigi ber undir annað ráðuneyti.
    5. Söfn og minjar.
    6. Listir, stuðning við þær og kynningu innan lands og utan.
    7. Menningarstarfsemi hvers konar, stuðning við hana og kynningu innan lands og utan.
    8. Höfundarétt.
    9. Íslenska tungu, örnefni og bæjanöfn.
    10. Útvarp og aðra fjölmiðla.
    11. Íþrótta- og æskulýðsstarfsemi.
11. gr. Samgönguráðuneyti fer með mál, er varða:
    1. Skipulag samgangna og flutninga á landi, í lofti og á sjó.
    2. Vegi og vegagerð.
    3. Umferð og eftirlit með ökutækjum.
    4. Flug og flugvelli.
    5. Siglingar, þ. á m. atvinnuréttindi og lögskráningu sjómanna.
    6. Vita-, hafnir og sjóvarnir.
    7. Öryggi í samgöngum og slysarannsóknir þeim tengdum.
    8. Ferðaþjónustu.
    9. Fjarskipti.
    10. Póstþjónustu.
12. gr. Sjávarútvegsráðuneyti fer með mál, er varða:
    1. Sjávarútveg.
    2. Rannsókn, verndun og nýtingu fiskistofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins, sem og stjórnun svæða þar sem þær eru nýtanlegar.
    3. Eftirlit með verndun og nýtingu fiskistofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins, sem og stjórnun svæða þar sem þær eru nýtanlegar.
    4. Rannsóknir og eftirlit með framleiðslu og innflutningi sjávarafurða.
    5. Eldi nytjastofna sjávar.
    6. Stuðning við rannsóknir, þróun og nýsköpun í sjávarútvegi.
    7. Verðlagsstofu skiptaverðs og verðlagsráð sjávarútvegsins.
    8. Þróunarsjóð sjávarútvegsins.
13. gr. Umhverfisráðuneyti fer með mál er varða:
    1. Náttúruvernd, þ.m.t. vernd vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni og erfðaauðlinda, þjóðgarða, aðra en Þingvallaþjóðgarð, og friðlýst svæði.
    2. Friðunar- og uppgræðsluaðgerðir á sviði gróður- og skógverndar í samráði við landbúnaðarráðherra.
    3. Rannsóknir á sviði umhverfismála og umhverfisvöktun, sem ekki er lögð til annars ráðuneytis.
    4. Mengunarvarnir, meðhöndlun úrgangs, hollustuhætti, heilbrigðiseftirlit, eiturefni og hættuleg efni.
    5. Matvæli og matvælaeftirlit, sem ekki er lagt til annars ráðuneytis.
    6. Skipulagsmál, mat á umhverfisáhrifum og gerð landnýtingaráætlana.
    7. Byggingarmál og brunavarnir.
    8. Veðurþjónustu, varnir gegn ofanflóðum og fjarkönnun.
    9. Dýravernd og stjórnun veiða á villtum fuglum og villtum spendýrum öðrum en sjávarspendýrum.
    10. Loftslagsvernd.
    11. Landmælingar og kortagerð.
14. gr. Utanríkisráðuneyti fer með mál, er varða:
    1. Skipti forseta Íslands og annarra þjóðhöfðingja.
    2. Sendiráð, fastanefndir og ræðisskrifstofur Íslands erlendis.
    3. Sendiráð og ræðisskrifstofur erlendra ríkja á Íslandi.
    4. Skipti við erlend ríki.
    5. Réttindi Íslendinga og íslenska hagsmuni erlendis.
    6. Samninga við önnur ríki og gerð þeirra.
    7. Aðild Íslands að alþjóðlegum samtökum, stofnunum, ráðstefnum og fundum, er varða opinbera hagsmuni og eigi ber undir annað ráðuneyti, samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar eða eðli máls.
    8. Diplómatísk vegabréf, þjónustuvegabréf og áritun vegabréfa.
    9. Kynningu Íslands og íslenskra efna með öðrum þjóðum, nema slík mál séu lögð til annars ráðuneytis.
    10. Framkvæmd varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna, þar á meðal innan marka varnarsvæðanna, lögreglumál, dómsmál, tollamál, póst- og símamál, flugmál, radarstöðvamál, heilbrigðismál, félagsmál og önnur þau mál, er leiðir af dvöl hins erlenda varnarliðs í landinu, sbr. lög um yfirstjórn mála á varnarsvæðunum.
    11. Útflutningsverslun.
    12. Undirbúning og framkvæmd viðskiptasamninga.
    13. Skipti Íslands við alþjóðleg viðskiptasamtök.
    14. Vörusýningar erlendis.
    15. Þróunarsamvinnu, friðargæslu og neyðarhjálp.
15. gr. Viðskiptaráðuneyti fer með mál, er varða:
    1. Verslun og viðskipti með vöru og þjónustu, aðra en útflutningsverslun.
    2. Fjármálamarkað. Vátryggingar og vátryggingastarfsemi.
    3. Vexti og verðtryggingu.
    4. Fjárfestingar erlendra aðila. Gjaldeyri.
    5. Samkeppnismál og óréttmæta viðskiptahætti.
    6. Neytendavernd.
    7. Vog, mál og faggildingu. Vöruöryggi.
    8. Hlutafélög, einkahlutafélög, samvinnufélög og önnur félög og sjálfseignarstofnanir, sem stunda atvinnurekstur, þó ekki skráningu þeirra. Firmu.
    9. Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD).
16. gr. Málefni, sem eigi er getið í 2..15. gr., skulu lögð til ráðuneytis, þar sem þau eðli sínu samkvæmt eiga heima, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 73/1969.
17. gr. Nú leikur vafi á, hvaða ráðuneyti skuli með mál fara, og sker forsætisráðherra þá úr.
18. gr. Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 8. gr. laga nr. 73/1969, öðlast þegar gildi. …