Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Lagasafn. Íslensk lög 1. febrúar 2006. Útgáfa 132a. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga
1981 nr. 27 25. maí
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 9. júní 1981. Breytt með l. 41/2001 (tóku gildi 1. júní 2001).
1. gr. [Rétt til að kalla sig viðskiptafræðinga, hagfræðinga eða nota heiti sem felur í sér orðin viðskiptafræðingur eða hagfræðingur hafa þeir menn hér á landi sem fengið hafa til þess leyfi viðskiptaráðherra. Þeir sem lokið hafa BS- eða cand. oecon.-prófi úr viðskiptadeild eða BS-prófi úr hagfræðideild viðurkennds íslensks háskóla eða meistaranámi úr framangreindum deildum, sbr. lög nr. 136/1997, um háskóla, þurfa ekki slíkt leyfi ráðherra.] 1)
1)L. 41/2001, 1. gr.
2. gr. Engum má veita leyfi það, sem um ræðir í 1. gr., nema hann hafi lokið fullnaðarprófi í viðskiptafræði eða hagfræði við háskóla eða annan æðri skóla.
Þó má veita mönnum, sem starfað hafa sem viðskiptafræðingar eða hagfræðingar eigi skemur en sex ár, leyfi til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga, enda þótt þeir fullnægi eigi prófskilyrðum þeim, sem um ræðir í 1. mgr. þessarar greinar.
[Áður en leyfi er veitt skv. 1. og 2. mgr. þessarar greinar skal leita álits þriggja manna nefndar sem ráðherra skipar á eftirfarandi hátt: Einn nefndarmaður samkvæmt tilnefningu Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga og tveir samkvæmt tilnefningu ráðherra og skal annar þeirra vera formaður nefndarinnar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.] 1)
1)L. 41/2001, 2. gr.
3. gr. Ráðherra sker úr ágreiningi, sem rísa kann um notkun starfsheita, sem fela í sér orðin viðskiptafræðingur eða hagfræðingur.
4. gr. Hver sem notar heiti, er leyfi þarf til samkvæmt lögum þessum, án þess að hafa fengið slíkt leyfi, skal sæta sektum. Sektirnar renna í ríkissjóð.
5. gr. Með mál út af brotum þessum skal fara að hætti opinberra mála.