Lagasafn. Íslensk lög 1. janúar 2008. Útgáfa 135a. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um sóknargjöld o.fl.
1987 nr. 91 29. desember
Ferill málsins á Alþingi.
Frumvarp til laga.
Tóku gildi 1. janúar 1988. Breytt með l. 124/1997 (tóku gildi 30. des. 1997), l. 148/2001 (tóku gildi 1. jan. 2002), l. 51/2002 (tóku gildi 1. júlí 2002), l. 95/2002 (tóku gildi 31. maí 2002) og l. 129/2004 (tóku gildi 31. des. 2005).
I. kafli.
Um hlutdeild þjóðkirkjusafnaða, skráðra trúfélaga og Háskólasjóðs í tekjuskatti.
1. gr. Þjóðkirkjusöfnuðir, skráð trúfélög samkvæmt lögum um
trúfélög, nr. 18/1975, og Háskólasjóður skulu eiga ákveðna hlutdeild í tekjuskatti álögðum samkvæmt ákvæðum [
laga nr. 90/2003, um tekjuskatt],
1) eftir því sem lög þessi ákveða.
1)L. 129/2004, 73. gr.
2. gr. Ríkissjóður skal skila 15. hvers mánaðar, af óskiptum tekjuskatti, fjárhæð er rennur til þjóðkirkjusafnaða, skráðra trúfélaga og Háskóla Íslands. Fjárhæð þessi reiknast þannig að fyrir hvern einstakling, sem er 16 ára og eldri í lok næstliðins árs á undan gjaldári, greiðist ákveðin upphæð sem ákvarðast þannig:
1. [Á árinu 1997 skal gjaldið vera 400,24 kr. á einstakling á mánuði.]
1)
2. …
1)
3. Á árinu [1998]
1) og síðar ákvarðast gjaldið af endanlegri ákvörðun gjaldsins frá fyrra ári, að viðbættri hækkun er samsvarar þeirri hækkun er kann að verða á meðaltekjuskattsstofni einstaklinga á öllu landinu milli næstliðinna tekjuára á undan gjaldári.

Nú verða gerðar breytingar á útreikningi tekjuskattsstofns og skal þá taka tillit til þess við ákvörðun gjaldsins hverju sinni.

Hækkun á gjaldi samkvæmt þessari grein skal ákvarðast af kirkjumálaráðherra í samræmi við upplýsingar frá ríkisskattstjóra …
2) eigi síðar en 1. ágúst ár hvert. Þar til ákvörðun þessi liggur fyrir skal ráðherra ákveða uppígreiðslu gjaldsins fyrir mánuðina janúar til júlí ár hvert á grundvelli spár um tekjuþróun tveggja næstliðinna ára.
1)L. 124/1997, 1. gr. 2)L. 51/2002, 2. gr.
3. gr. Gjald skv. 2. gr. skiptist þannig:
Vegna einstaklings, sem skráður er í þjóðkirkjuna, greiðist til þess safnaðar sem hann tilheyrir og miðast við 1. desember næst á undan gjaldári.
Vegna einstaklings, sem tilheyrir skráðu trúfélagi samkvæmt
lögum nr. 18/1975, greiðist gjaldið til hlutaðeigandi trúfélags.
Vegna einstaklings, sem hvorki er í þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi samkvæmt
lögum nr. 18/1975, greiðist gjaldið til Háskóla Íslands.
Vegna einstaklinga, sem eru í þjóðkirkjunni og eru óstaðsettir á landinu samkvæmt þjóðskrá, greiðist gjaldið til Jöfnunarsjóðs sókna, sbr. 5. gr.

Trúfélagsskráning miðast við 1. desember næst á undan gjaldári.
4. gr. [Fjársýsla ríkisins]
1) annast skiptingu gjaldsins skv. 3. gr.
1)L. 95/2002, 7. gr.
II. kafli.
Um Jöfnunarsjóð sókna.
5. gr. Auk gjalds skv. 2. gr. ber ríkissjóði að skila af tekjuskatti gjaldi er nemur 18,5% af gjöldum er renna til þjóðkirkjusafnaða skv. 2. og 3. gr. í sjóð er nefnist Jöfnunarsjóður sókna. Gjald þetta greiðist mánaðarlega.
6. gr. Hlutverk sjóðsins er:
a. Að veita styrki til þeirra kirkna sem sérstöðu hafa umfram aðrar sóknarkirkjur.
b. Að leitast við að jafna aðstöðu og styrkja sóknir þar sem lögmæltar tekjur skv. 2. gr. laga þessara nægja ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum að dómi sóknarnefndar og sóknarprests og að fenginni umsögn héraðsnefndar.
c. Að auðvelda stofnun sókna í nýjum byggðahverfum.
d. Að styrkja kirkjulega félags- og menningarstarfsemi.

Heimilt er að veita héraðssjóðum styrki til verkefna er undir þá falla, sbr. 8. gr.
7. gr. Kirkjuráð hinnar íslensku þjóðkirkju hefur á hendi umsjá og stjórn Jöfnunarsjóðs sókna og ber ábyrgð fyrir kirkjuþingi á stjórn hans. Kirkjuráð semur árlega fjárhagsáætlun fyrir sjóðinn er kynnt skal dóms- og kirkjumálaráðuneytinu fyrir lok maímánaðar ár hvert. Áætlun skal einnig kynnt kirkjuþingi.

Reikningshald sjóðsins skal vera í höndum biskupsstofu og reikningsleg endurskoðun framkvæmd af Ríkisendurskoðun.
III. kafli.
Um héraðssjóði og framlög til þeirra.
8. gr. Héraðsfundi er heimilt að ákveða að allt að 5% af innheimtum sóknargjöldum skv. I. kafla laga þessara renni í sérstakan sjóð, héraðssjóð, í vörslu prófasts. Sjóðnum er ætlað að standa undir kostnaði af sameiginlegum kirkjulegum verkefnum innan prófastsdæmisins eftir ákvörðun héraðsfundar og héraðsnefndar. Jafnframt er heimilt að veita styrki úr sjóðnum til einstakra sókna.

Ríkissjóði ber að greiða héraðssjóði þá fjárhæð er héraðsfundur ákveður, skv. 1. mgr., áður en sóknargjaldi er skipt milli sókna í hlutaðeigandi prófastsdæmi.

Stjórn héraðssjóðs er í höndum héraðsnefndar sem skipuð er þremur mönnum. Formaður hennar er prófastur, en héraðsfundur kýs tvo nefndarmenn, leikmann og prest, til fjögurra ára í senn og varamenn með sama hætti. Héraðsfundur kýs enn fremur tvo endurskoðendur reikninga sjóðsins til fjögurra ára í senn og tvo til vara.

Héraðsnefnd ákveður úthlutanir úr sjóðnum á grundvelli samþykkta héraðsfunda og sér um reikningshald hans. Hún gerir grein fyrir starfsemi sjóðsins á héraðsfundi og leggur þar fram endurskoðaða reikninga til samþykktar.
IV. kafli.
Stjórnvaldsreglur, gildistaka og brottfallin lög.
9. gr. Kirkjumálaráðherra setur með reglugerð
1) nánari ákvæði um framkvæmd laganna að fengnum tillögum biskups og kirkjuráðs og að höfðu samráði við fjármálaráðuneytið.
1)Rg. 206/1991, sbr. 81/1999 og 1130/2005; rg. 865/2001, sbr. 1129/2005.
10. gr. Lög þessi öðlast gildi hinn 1. janúar 1988.

…
[Ákvæði til bráðabirgða. Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laganna, sbr.
1. gr. laga nr. 124/1997, skal gjald sem rennur til þjóðkirkjusafnaða, skráðra trúfélaga og Háskóla Íslands vera 566 kr. á mánuði árið 2002 fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri í lok næstliðins árs á undan gjaldári.]
1)
1)L. 148/2001, 7. gr.