Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 1. janúar 2008.  Útgáfa 135a.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um iðnaðarmálagjald

1993 nr. 134 31. desember


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 7. janúar 1994; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 4. gr. Breytt með l. 81/1996 (tóku gildi 19. júní 1996) og l. 129/2004 (tóku gildi 31. des. 2005).


1. gr. Leggja skal 0,08% gjald, iðnaðarmálagjald, á allan iðnað í landinu eins og hann er skilgreindur í 2. gr. Skal gjaldstofn þess vera velta skv. 11. gr. laga um virðisaukaskatt að meðtalinni veltu sem undanþegin er virðisaukaskatti skv. 12. gr. þeirra laga.
1)
Um álagningu og innheimtu iðnaðarmálagjalds fer samkvæmt ákvæðum VIII.–XIV. kafla laga um tekjuskatt … 2) eftir því sem við á.
Í ríkissjóð skal renna 0,5% af innheimtu iðnaðarmálagjalds skv. 1. mgr. vegna kostnaðar ríkissjóðs við innheimtu þess.
Iðnaðarmálagjald má draga frá tekjum þess rekstrarárs þegar stofn til þess myndaðist.
    1)L. 81/1996, 1. gr. 2)L. 129/2004, 102. gr.
2. gr. [Til iðnaðar telst öll starfsemi sem fellur undir atvinnugreinanúmer sem upp eru talin í viðauka við lög þessi. 1)
Undanþegin gjaldinu eru fyrirtæki sem að öllu leyti eru í eign opinberra aðila, svo og fyrirtæki sem stofnuð eru samkvæmt sérstökum lögum til að vera eign opinberra aðila að verulegu leyti nema annars sé getið í þeim lögum.] 2)
    1)Sjá Stjtíð. A 1996, bls. 263–264. 2)L. 81/1996, 2. gr.
3. gr. Tekjur af iðnaðarmálagjaldi renna til Samtaka iðnaðarins. Tekjunum skal varið til þess að vinna að eflingu iðnaðar og iðnþróunar í landinu. Þau skulu senda iðnaðarráðuneytinu árlega skýrslu um ráðstöfun andvirðis teknanna.
4. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. …