Lagasafn. Íslensk lög 1. október 2008. Útgáfa 135b. Prenta í tveimur dálkum.
Læknalög
1988 nr. 53 19. maí
Ferill málsins á Alþingi.
Frumvarp til laga.
Tóku gildi 1. júlí 1988, að undanskilinni 26. gr. sem tók gildi 1. janúar 1989. Breytt með l. 50/1990 (tóku gildi 31. maí 1990), l. 116/1993 (tóku gildi 1. jan. 1994; EES-samningurinn: VII. viðauki tilskipun 75/362/EBE og 75/363/EBE), l. 50/1996 (tóku gildi 1. jan. 1997), l. 76/1997 (tóku gildi 1. júlí 1997), l. 68/1998 (tóku gildi 1. jan. 1999), l. 82/1998 (tóku gildi 1. okt. 1998), l. 30/2002 (tóku gildi 16. apríl 2002), l. 76/2002 (tóku gildi 17. maí 2002), l. 72/2003 (tóku gildi 10. apríl 2003), l. 89/2003 (tóku gildi 10. apríl 2003), l. 41/2007 (tóku gildi 1. sept. 2007), l. 12/2008 (tóku gildi 1. apríl 2008) og l. 88/2008 (taka gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008).
I. kafli.
Lækningaleyfi og sérfræðileyfi.
1. gr. [Rétt til þess að stunda lækningar hér á landi og kalla sig lækni hefur:
1. sá sem fengið hefur leyfi [landlæknis],
1) sbr. 2. og 3. gr.,
2. [sá sem fengið hefur staðfestingu [landlæknis]
1) á lækningaleyfi í landi sem er aðili að samningi um Evrópskt efnahagssvæði eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu].
2)

[Heilbrigðisráðherra]
1) skal með reglugerð
3) setja nánari ákvæði um þá sem stunda mega lækningar hér á landi skv. 2. tölul. 1. mgr.]
4)
1)L. 12/2008, 72. gr. 2)L. 72/2003, 27. gr. 3)Rg. 244/1994, sbr.
augl. 369/1994, rg. 486/1995, 342/2001, 910/2002 og 629/2004. 4)L. 116/1993, 1. gr.
2. gr. [Leyfi skv. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. skal veita þeim sem lokið hefur prófi frá læknadeild Háskóla Íslands svo og viðbótarnámi í heilbrigðisstofnunum hér á landi eftir reglum
1) sem ráðherra setur að fengnum tillögum læknadeildar Háskóla Íslands.

Viðbótarnámi skv. 1. mgr. má ljúka erlendis við heilbrigðisstofnanir sem fullnægja skilyrðum [heilbrigðisráðherra],
2) læknadeildar Háskóla Íslands og landlæknis.

Áður en leyfi er veitt samkvæmt þessari grein skal leita umsagnar …
2) læknadeildar Háskóla Íslands.

Óheimilt er að veita manni lækningaleyfi ef 2. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga á við um hagi hans eða ef landlæknir eða læknadeild telja hann óhæfan vegna heilsubrests, t.d. vegna áfengis- eða eiturlyfjaneyslu, eða vegna þess að hann hafi kynnt sig af alvarlegu hirðuleysi eða ódugnaði í störfum.]
3)
1)Rg. 305/1997, sbr. 340/1999, 435/2005 og 546/2007. 2)L. 12/2008, 73. gr. 3)L. 116/1993, 1. gr.
3. gr. [Veita má manni, sem lokið hefur sambærilegu prófi og um getur í 1. mgr. 2. gr. í landi utan hins Evrópska efnahagssvæðis [og í Sviss],
1) leyfi skv. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. uppfylli hann skilyrði 2. gr. að öðru leyti. Áður en slíkt leyfi er veitt skal leita umsagnar læknadeildar Háskóla Íslands sem getur sett sem skilyrði að viðkomandi gangi undir próf í lögum og reglum er varða störf lækna hér á landi og sanni kunnáttu í mæltu og rituðu íslensku máli. Læknadeild Háskóla Íslands getur krafist þess að umsækjandi sanni kunnáttu sína í læknisfræði með því að gangast undir próf.]
2)
1)L. 76/2002, 20. gr. 2)L. 116/1993, 1. gr.
4. gr. Ef nauðsyn krefur má [landlæknir]
1) fela læknakandídötum eða læknanemum, sem lokið hafa 4. árs námi, að gegna tilgreindum læknisstörfum um stundarsakir og hefur viðkomandi þá lækningaleyfi á meðan hann gegnir þeim störfum.

Í slíkum tilvikum skal læknanemi starfa með lækni.

Víkja má frá ákvæðum 2. mgr. telji landlæknir sérstakar ástæður mæla með því.
1)L. 12/2008, 74. gr.
5. gr. [Læknir hefur rétt til að kalla sig sérfræðing og starfa sem slíkur hér á landi hafi:
1. hann fengið til þess leyfi [landlæknis],
1)
2. [hann fengið staðfestingu [landlæknis]
1) á sérfræðingsleyfi í landi sem er aðili að samningi um Evrópskt efnahagssvæði eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu].
2)

Ráðherra setur reglur um nám sérfræðinga að fengnum tillögum læknadeildar Háskóla Íslands.

Áður en leyfi skv. 1. tölul. 1. mgr. er veitt skal leita umsagnar …
1) nefndar sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn og í eiga sæti einn fulltrúi Læknafélags Íslands og tveir fulltrúar læknadeildar Háskóla Íslands og skal annar þeirra vera formaður. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.

Ráðherra skal með reglugerð
3) setja nánari ákvæði um þá sem mega kalla sig sérfræðinga og starfa sem slíkir hér á landi skv. 2. tölul. 1. mgr.]
4)
1)L. 12/2008, 75. gr. 2)L. 72/2003, 28. gr. 3)Rg. 305/1997, sbr. 340/1999, 435/2005 og 546/2007. 4)L. 116/1993, 1. gr.
II. kafli.
Réttindi.
6. gr. [Sá einn á rétt á því að kalla sig lækni og stunda lækningar sem uppfyllir skilyrði 1. gr.]
1) Öðrum er óheimilt að nota starfsheiti eða kynningarheiti sem til þess eru fallin að gefa hugmyndir um að þeir séu læknar eða stundi lækningar, sbr. nánar ákvæði laga þessara um skottulækningar.
1)L. 116/1993, 1. gr.
7. gr. Læknir getur við störf sín notið aðstoðar annars heilbrigðisstarfsfólks að svo miklu leyti sem slíkt er nauðsynlegt og forsvaranlegt vegna hæfni þess og sérkunnáttu. Starfar það þá á ábyrgð læknis nema önnur lög bjóði annað.
8. gr. Lækni er heimilt að skorast undan störfum sem stangast á við trúarleg eða siðferðisleg viðhorf hans séu störfin ekki framkvæmd í lækningaskyni.
III. kafli.
Skyldur.
A. Árvekni og upplýsingar.
9. gr. Lækni ber að sinna störfum sínum af árvekni og trúmennsku, halda við þekkingu sinni og fara nákvæmlega eftir henni.

Læknir ber ábyrgð á greiningu og meðferð þeirra sjúklinga sem til hans leita eða hann hefur til umsjónar.
B. Upplýsingar.
10. gr. Lækni ber að jafnaði að upplýsa sjúkling um ástand, meðferð og horfur. Eigi í hlut barn, unglingur yngri en 16 ára eða sjúklingur, sem ekki getur tileinkað sér upplýsingar, skulu þær veittar foreldri, forráðamanni eða nánasta aðstandanda.
C. Vottorð.
11. gr. Lækni ber að sýna varkárni og nákvæmni við útgáfu vottorða og annarra læknayfirlýsinga. Skal hann votta það eitt er hann veit sönnur á.

[Ráðherra setur nánari reglur
1) um gerð og útgáfu læknisvottorða að fengnum tillögum landlæknis og Læknafélags Íslands og að fenginni umsögn heildarsamtaka launafólks og vinnuveitenda.]
2)
1)Rg. 586/1991. 2)L. 50/1990, 1. gr.
12. gr. Lækni er skylt að láta hinu opinbera í té vottorð um sjúklinga er hann annast þegar slíkra vottorða er krafist vegna viðskipta sjúklinga við hið opinbera.
D. Skyndihjálp.
13. gr. Lækni ber, sé hann nærstaddur eða sé til hans leitað, að veita fyrstu nauðsynlega læknishjálp í skyndilegum sjúkdóms- eða slysatilfellum nema þeim mun alvarlegri forföll hamli.
E. Sjúkravitjanir.
14. gr. Lækni, sem stundar almennar lækningar, er skylt, þótt hann sé ekki opinber starfsmaður, að gegna aðkallandi sjúkravitjunum í því heilsugæsluumdæmi þar sem hann starfar nema þeim mun alvarlegri forföll hamli.
F. Þagnarskylda.
15. gr. Lækni ber að gæta fyllstu þagmælsku og hindra það að óviðkomandi fái upplýsingar um sjúkdóma og önnur einkamál er hann kann að komast að sem læknir.

Þetta gildir ekki bjóði lög annað eða sé rökstudd ástæða til þess að rjúfa þagnarskyldu vegna brýnnar nauðsynjar.

Samþykki sjúklings, sem orðinn er 16 ára, leysir lækni undan þagnarskyldu. Að öðrum kosti þarf samþykki forráðamanns.

Læknir verður ekki leiddur fram sem vitni í einkamálum gegn vilja sjúklings nema ætla megi að úrslit málsins velti á vitnisburði hans eða málið sé mikilvægt fyrir málsaðila eða þjóðfélagið, hvort tveggja að mati dómara. Í slíkum tilvikum ber lækni að skýra frá öllu sem hann veit og telur að hugsanlega geti haft áhrif á málið. Slíkur vitnisburður skal fara fram fyrir luktum dyrum.

Læknir getur þrátt fyrir ákvæði þessarar greinar veitt öðrum heilbrigðisstéttum upplýsingar sé um að ræða rannsóknir og meðferð sjúklinga.

Sama þagnarskylda gildir fyrir aðrar heilbrigðisstéttir og aðra sem vinna með lækni.

Þagnarskylda fellur ekki niður við lát sjúklings. Mæli ríkar ástæður með því getur læknir látið í té upplýsingar með hliðsjón af vilja hins látna og hagsmunum viðkomandi. Sé læknir í vafa getur hann borið málið undir landlækni.
G. [Meðferð upplýsinga í sjúkraskrám.]1)
1)L. 50/1990, 2. gr.
16. gr. [Um skyldu læknis og annarra sem færa sjúkraskrá til þess að afhenda sjúklingi eða umboðsmanni hans afrit skrárinnar, í heild eða að hluta, fer eftir ákvæðum laga um réttindi sjúklinga.]
1)
1)L. 76/1997, 1. gr.
H. Auglýsingar.
17. gr. [Lækni er einungis heimilt að auglýsa læknastarfsemi sína með efnislegum og látlausum auglýsingum þegar hann hefur störf eða breyting verður á aðsetri eða viðtalstíma. Lækni er heimilt að auðkenna sig með nafni, sérgrein, aðsetri, síma og viðtalstíma á dyraspjöldum, nafnspjöldum og lyfseðlum.]
1)

Læknum og stéttarfélögum þeirra ber að sporna við því að fjallað sé í auglýsingastíl um lækna og störf þeirra í fjölmiðlum. Á sama hátt ber þeim að vinna á móti því að eftir þeim séu höfð ummæli og viðtöl í fjölmiðlum í auglýsingaskyni. Verði ekki komið í veg fyrir það ber viðkomandi lækni eða stéttarfélagi hans jafnskjótt að leiðrétta það sem kann að vera ofmælt. Öðrum en læknum er bannað að auglýsa starfsemi þeirra eða stuðla að því á annan hátt að sjúklingar leiti til ákveðins eða ákveðinna lækna.
1)L. 30/2002, 24. gr.
I. Eftirlitsskylda.
18. gr. [Læknir er háður eftirliti landlæknis í samræmi við ákvæði laga um landlækni.]
1)
1)L. 41/2007, 24. gr.
[18. gr. a. …
1)]
2)
1)L. 41/2007, 24. gr. 2)L. 68/1998, 2. gr.
IV. kafli.
…1)
1)L. 41/2007, 24. gr.
V. kafli.
Skottulækningar.
22. gr. Hvers konar skottulækningar eru bannaðar hér á landi.

Það eru skottulækningar er sá sem ekki hefur leyfi samkvæmt lögum þessum býðst til þess að taka sjúklinga til lækninga, gerir sér lækningar að atvinnu, auglýsir sig eða kallar sig lækni, ráðleggur mönnum og afhendir þeim lyf sem lyfsalar mega einir selja.
23. gr. [Um lyfjaauglýsingar fer samkvæmt lyfjalögum.]
1) Auglýsingar um lækningarmátt drykkja, matvæla, neyslu- og nauðsynjavara og annars eru bannaðar.

Bannaðar eru auglýsingar um sjúkrahús og hvers konar heilbrigðisstofnanir fram yfir nafn og stað.

Auglýsingar um lyf, …
1) sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir eru þó leyfðar í blöðum og tímaritum sem gefin eru út fyrir heilbrigðisstéttir.
1)L. 12/2008, 76. gr.
VI. kafli.
Almenn ákvæði.
24. gr. Lækni, sem ekki hefur til þess leyfi, er óheimilt að kalla sig, auglýsa sig eða gefa á annan hátt í skyn að hann sé sérfræðingur og gildir hið sama um sérfræðing ef hann gefur í skyn að hann sé sérfræðingur í annarri grein en þeirri sem hann hefur sérfræðingsleyfi í. Lækni er óheimilt að ávísa lyfjum undir því yfirskini að þau eigi að fara til lækninga en vitandi að þau verði notuð í öðru skyni, t.d. til nautnar eða til sölu í hagnaðarskyni.
25. gr. Lækni er óheimilt að lána nafn sitt ákveðinni lækningastarfsemi nema hún fari að fullu fram á hans ábyrgð samkvæmt ráðleggingum hans og undir eftirliti hans.
26. gr. [Lækni er óheimilt að reka lækningastofu eftir 75 ára aldur. [Landlæknir getur þó, að fenginni umsókn viðkomandi læknis, veitt undanþágu frá þessu ákvæði til eins árs í senn.]
1)]
2)
1)L. 12/2008, 77. gr. 2)L. 50/1990, 5. gr.
VII. kafli.
Viðurlög.
A. [Brottfall og svipting lækningaleyfis og staðfestingar á lækningaleyfi.]1)
1)L. 116/1993, 1. gr.
27. gr. [Um áminningu og sviptingu starfsleyfa, sem veitt eru á grundvelli laga þessara, fer samkvæmt ákvæðum laga um landlækni.]
1)
1)L. 41/2007, 24. gr.
28. gr. …
1)
1)L. 41/2007, 24. gr.
29. gr. …
1)
1)L. 41/2007, 24. gr.
B. Aðrar refsingar.
30. gr. [Brot gegn ákvæðum laga þessara varða auk sviptingar lækningaleyfis samkvæmt lögum um landlækni, sbr. 27. gr., sektum eða fangelsi allt að 2 árum.]
1)

Sé um að ræða brot af ásetningi eða vítaverðu gáleysi skal refsa með [fangelsi allt að 2 árum]
2) og/eða sektum. Fyrir minni háttar brot skal refsa með sektum en með [fangelsi allt að 1 ári]
2) og/eða sektum hafi viðkomandi sætt áminningu landlæknis áður.

Sé um ítrekuð brot að ræða skal dæma í fangelsi og/eða sektir.
1)L. 41/2007, 24. gr. 2)L. 82/1998, 193. gr.
31. gr. Með brot gegn lögum þessum skal farið að hætti opinberra mála.
1)
1)Greinin var felld brott með l. 88/2008, 233. gr. Breytingin tekur gildi 1. jan. 2009 skv. 232. gr. s.l.
VIII. kafli.
Gildistaka.
32. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1988. …
Ákvæði til bráðabirgða.
I. Ákvæði laga þessara um veitingu lækningaleyfis og sérfræðileyfa ná ekki til þeirra sem slík leyfi hafa ótakmörkuð eða takmörkuð þegar lögin ganga í gildi. Önnur ákvæði þessara laga gilda hins vegar að öllu leyti um þessa aðila.

…
1)
1)L. 12/2008, 78. gr.
[II. Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. apríl 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1. og 5. gr. laganna.]
1)
1)L. 12/2008, 78. gr.