Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 1. janúar 2009.  Útgáfa 136a.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um viðurkenningu á menntun og prófskírteinum

1993 nr. 83 18. maí


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. janúar 1994. EES-samningurinn: VII. viðauki tilskipun 89/48/EBE. Breytt með l. 76/1994 (tóku gildi 30. maí 1994; EES-samningurinn: tilskipun 89/47/EBE, VII. viðauki tilskipun 89/48/EBE, tilskipun 91/51/EBE og XX. viðauki tilskipun 92/71/EBE), l. 37/1997 (tóku gildi 29. maí 1997; EES-samningurinn: VII. viðauki tilskipun 89/48/EBE og 92/51/EBE), l. 49/2001 (tóku gildi 13. júní 2001; EES-samningurinn: VII. viðauki tilskipun 1999/42/EB), l. 127/2002 (tóku gildi 20. des. 2002; EES-samningurinn: VII. viðauki tilskipun 89/48/EBE og 92/51/EBE) og l. 72/2003 (tóku gildi 10. apríl 2003).


1. gr. [Lög þessi gilda um störf sem löggildingu, leyfi eða aðra jafngilda viðurkenningu þarf til og falla undir tilskipanir 89/48/EBE, með áorðnum breytingum, sbr. tilskipun 2001/19/EB, 92/51/EBE, með áorðnum breytingum, sbr. tilskipun 2001/19/EB, eða 1999/42/EB, sem og viðauka við þær svo sem þeir eru á hverjum tíma, sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamningur Fríverslunarsamtaka Evrópu ná til og kveða á um almennar reglur um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum vegna starfsmenntunar.] 1)
Lög þessi gilda einnig um störf sem löggildingu, leyfi eða aðra jafngilda viðurkenningu þarf til og falla undir samninga sem ríkisstjórnir Norðurlanda gera og öðlast hafa gildi að því er Ísland varðar og kveða á um almennar reglur um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum vegna starfsmenntunar.
    1)L. 72/2003, 37. gr.
2. gr. [Ríkisborgarar í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins [og stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu], 1) svo og norrænir ríkisborgarar sem uppfylla skilyrði þessara tilskipana eða samninga sem falla undir 1. gr., eiga rétt á að gegna hér á landi starfi sem löggildingu, leyfi eða aðra jafngilda viðurkenningu þarf til, hvort heldur er sjálfstætt eða sem launþegar, með sömu skilmálum og gilda um íslenska ríkisborgara.] 2)
    1)L. 72/2003, 38. gr. 2)L. 76/1994, 2. gr.
3. gr. Þau stjórnvöld, sem fara með málefni er varða hlutaðeigandi starf, skulu sjá um að skilyrði þau sem greinir í 2. gr. til að gegna starfinu hafi verið uppfyllt.
4. gr. [Ráðherra, sem í hlut á, getur með reglugerð 1) veitt undanþágu frá ákvæðum í lögum að því er varðar ríkisfang, búsetu eða viðurkenningu á prófum að því leyti sem það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga er felast í tilskipunum þeim eða samningum sem falla undir 1. gr.] 2)
Ráðherra, sem í hlut á, setur reglur um hæfnispróf eða viðbótarmenntun eftir því sem við á. Hann getur einnig ákveðið að umsækjandi skuli greiða kostnað vegna prófs eða viðbótarmenntunar. Ráðherra setur og reglur um gjöld er krefja má vegna umsóknar um heimild til að gegna starfi hér á landi.
    1)Rg. 94/1994. Rg. 244/1994, sbr. augl. 369/1994, rg. 486/1995, 342/2001, 910/2002 og 629/2004. Rg. 101/1998. Rg. 327/1999. Rg. 900/2004. 2)L. 76/1994, 3. gr.
5. gr. Menntamálaráðuneytið skal sjá um og samræma framkvæmd þeirrar tilskipunar og samninga sem falla undir 1. gr. Nánari ákvæði um þá framkvæmd skulu sett í reglugerð. 1)
    1)Rg. 249/1999.
6. gr. Menntamálaráðuneytið, svo og stjórnvöld sem í hlut eiga, sbr. 4. gr., geta krafið umsækjanda um upplýsingar, sem þörf er á, til að taka megi afstöðu til umsóknar um heimild til að gegna lögvernduðu starfi hér á landi.
7. gr.