Lagasafn. Íslensk lög 1. janúar 2009. Útgáfa 136a. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um fjarskipti
2003 nr. 81 26. mars
Ferill málsins á Alþingi.
Frumvarp til laga.
Tóku gildi 25. júlí 2003, sjá þó ákvæði 76. gr. EES-samningurinn: XI. viðauki tilskipun 1999/5/EB, reglugerð 2887/2000/EB, tilskipun 2002/19/EB, 2002/20/EB, 2002/21/EB, 2002/22/EB, 2002/58/EB og 2002/77/EB. Breytt með l. 129/2004 (tóku gildi 31. des. 2005), l. 78/2005 (tóku gildi 9. júní 2005), l. 74/2006 (tóku gildi 30. júní 2006), l. 39/2007 (tóku gildi 31. mars 2007), l. 143/2007 (tóku gildi 29. des. 2007), l. 82/2008 (tóku gildi 1. júní 2008, birt í Stjtíð. 19. júní 2008), l. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008) og l. 118/2008 (tóku gildi 1. okt. 2008).
I. kafli.
Markmið og gildissvið. Stjórn fjarskiptamála.
1. gr.
Markmið og gildissvið.

Lög þessi gilda um fjarskipti, fjarskiptaþjónustu og fjarskiptanet.

Markmið laganna er að tryggja hagkvæm og örugg fjarskipti hér á landi og efla virka samkeppni á fjarskiptamarkaði.

Íslenska ríkið skal tryggja eftir því sem unnt er að öllum landsmönnum bjóðist aðgangur að fjarskiptaþjónustu, eftir því sem nánar er mælt fyrir um í lögum þessum.

Fjarskipti sem eingöngu eru boð eða sendingar með þræði innan húsakynna heimilis, fyrirtækis eða stofnunar, svo sem í sjúkrahúsum, gistihúsum, skólum og verksmiðjum, heyra ekki undir lög þessi.

Lög þessi gilda ekki um efni sem sent er á fjarskiptanetum.
2. gr.
Stjórn fjarskiptamála.

Samgönguráðherra fer með yfirstjórn fjarskipta.

Póst- og fjarskiptastofnun skal hafa umsjón með fjarskiptum innan lögsögu íslenska ríkisins og hafa eftirlit með framkvæmd laga þessara.

[Samgönguráðherra leggur á þriggja ára fresti fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar
1) um fjarskiptaáætlun sem leggur grunn að framþróun íslensks samfélags með því að bjóða bestu, ódýrustu og öruggustu rafrænu samskiptin með beitingu fjarskipta- og upplýsingatækni. Í fjarskiptaáætlun skal skilgreina markmið stjórnvalda sem stefna skuli að og gera grein fyrir ástandi og horfum í fjarskiptamálum í landinu. Jafnframt skal mörkuð stefna fyrir næstu sex ár. Þá skal í fjarskiptaáætlun meta og taka tillit til þarfa annarra þátta samfélagsins fyrir bætt fjarskipti.

Í fjarskiptaáætlun skal leggja áherslu á að:
a. ná fram víðtæku samstarfi markaðarins, neytenda, opinberra stofnana og samgönguráðuneytisins um stefnumótun í fjarskiptamálum,
b. auka samkeppnishæfni Íslands og samkeppni á fjarskiptamarkaði,
c. stuðla að framþróun atvinnulífs á sviðum sem tengjast fjarskiptum,
d. ná fram hagkvæmri notkun fjármagns og hámarka jákvæð áhrif fjarskiptatækni á hagvöxt,
e. ná fram samræmdri forgangsröð og stefnumótun,
f. tryggja öryggi almennra fjarskiptaneta innan lands og tengingar Íslands við umheiminn.

Við gerð fjarskiptaáætlunar skal taka mið af því að fjármunir nýtist sem best og skal forgangsröðun byggjast á mati á þörf á úrbótum í landinu í heild og í einstökum landshlutum. Áætlun um fjáröflun og útgjöld fjarskiptaáætlunar skal skipt á tvö þriggja ára tímabil og hana skal endurskoða á þriggja ára fresti.

Samgönguráðherra skipar fjarskiptaráð til þriggja ára í senn og er hlutverk þess m.a.:
a. að vera samráðsvettvangur hagsmunaaðila um bætt fjarskipti,
b. að vera stjórnvöldum og öðrum til ráðuneytis um fjarskiptamál,
c. að veita ráðuneytinu umsagnir um fjarskiptamál, breytingar á löggjöf, stefnumarkandi ákvarðanir stjórnvalda og fjarskiptaáætlun,
d. að beita sér fyrir samvinnu við þá aðila, félög og samtök er um fjarskiptamál og öryggi fjalla,
e. annað sem ráðherra felur því.

Samgönguráðherra skipar tvo fulltrúa í fjarskiptaráð án tilnefningar. Skal annar vera formaður en hinn varaformaður. Aðra fulltrúa í ráðinu skipar ráðherra úr hópi helstu hagsmunaaðila eftir tilnefningu í samræmi við reglur
2) sem hann setur þar um.]
3)
1)
Augl. A 89/2005. 2)Rg. 464/2006, sbr. 368/2008. 3)L. 78/2005, 1. gr.
II. kafli.
Orðskýringar.
3. gr. Merking orða í lögum þessum er sem hér segir:
1.
Aðgangur: Að veita öðru fjarskiptafyrirtæki aðgang að fjarskiptaneti, aðstöðu eða fjarskiptaþjónustu samkvæmt fastsettum skilmálum í þeim tilgangi að veita fjarskiptaþjónustu.
2.
Almenn talsímaþjónusta: Þjónusta opin almenningi sem miðlar innlendum og alþjóðlegum símtölum um notendabúnað sem er tengdur föstum nettengipunkti.
3.
Almenningssími: Sími sem er opinn almenningi til notkunar gegn greiðslu.
4.
Almennt talsímanet: Fjarskiptanet sem er notað til að bjóða almenna talsímaþjónustu. Netið gerir flutning milli nettengipunkta mögulegan, bæði á tali og öðrum tegundum boðskipta, svo sem faxi og gögnum.
5.
Almennt fjarskiptanet: Fjarskiptanet sem er notað að öllu eða mestu leyti til að bjóða almenna fjarskiptaþjónustu.
6.
Alþjónusta: Afmarkaðir þættir fjarskipta af tilteknum lágmarksgæðum sem boðnir eru öllum notendum á viðráðanlegu verði, óháð landfræðilegri staðsetningu þeirra.
7.
Áskrifandi: Einstaklingur eða lögaðili sem er aðili að samningi við seljanda almennrar fjarskiptaþjónustu um afhendingu slíkrar þjónustu.
8.
Breiðskjársjónvarpsþjónusta: Sjónvarpsþjónusta sem samanstendur að öllu leyti eða hluta til af dagskrárefni sem er framleitt til þess að sýna í breiðskjárformi með mynd í fullri hæð.
[9.
Evrópugjaldskrá: Gjaldskrá sem er ekki hærri en samræmist hámarksgjaldi samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um reiki á almennum farsímanetum innan bandalagsins.]
1)
[10. ]
1)
Fast forval: Möguleiki sem áskrifendum í talsímaþjónustu er boðinn og gefur þeim kost á að velja að ákveðnum flokkum símtala sé beint til ákveðins þjónustuveitanda, sem valinn er fyrir fram, án þess að nota þurfi forskeyti viðkomandi þjónustuveitanda.
[11. ]
1)
Fjarskiptafyrirtæki: Einstaklingur eða lögaðili sem hefur tilkynnt Póst- og fjarskiptastofnun um fyrirhugaðan rekstur fjarskiptaþjónustu eða fjarskiptanets.
[12. ]
1)
Fjarskiptafyrirtæki með [umtalsverðan markaðsstyrk]:2) Fjarskiptafyrirtæki sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur skilgreint með [umtalsverðan markaðsstyrk.]
2)
[13. ]
1)
Fjarskiptanet: Sendikerfi og þar sem það á við skiptistöðvar, beinar og önnur úrræði sem gera mögulegt að miðla merkjum eftir þræði, þráðlaust, með ljósbylgjum, rafdreifikerfi, háspennulínum eða með öðrum rafsegulaðferðum, þ.m.t. net fyrir hljóð- og sjónvarp og kapalsjónvarp.
[14. ]
1)
Fjarskiptavirki: Hvers konar tæki, tækjahlutar, leiðslur, búnaður og því um líkt sem sérstaklega er ætlað að koma á fjarskiptum eða reka þau hvort heldur er til sendingar eða móttöku.
[15. ]
1)
Fjarskiptaþjónusta: Þjónusta sem að nokkru eða öllu leyti felst í því að beina merkjum um fjarskiptanet, [þ.m.t. tölvupóstþjónusta og netaðgangur].
3)
[16. ]
1)
Fjarskipti: Hvers konar sending og móttaka tákna, merkja, skriftar, mynda og hljóða eða hvers konar boðmiðlun eftir leiðslum, með þráðlausri útbreiðslu eða öðrum rafsegulkerfum.
[17. ]
1)
Forritatengsl: Hugbúnaðartengsl milli forrita, sem eru gerð aðgengileg af útvarpsstöðvum eða þjónustuveitendum, og úrræða í þróuðum stafrænum sjónvarpsbúnaði fyrir stafræna sjón- og hljóðvarpsþjónustu.
[18. ]
1)
Forskeyti: Númer sem notandi verður að velja á undan símanúmeri til að fá aðgang að þjónustuaðila.
[19. ]
1)
Heimtaug: Koparlína sem tengir nettengipunkt í húsnæði áskrifanda við tengigrind eða samsvarandi aðstöðu í hinu almenna talsímaneti.
[20. ]
1)
Nettengipunktur: Efnislegur tengipunktur þar sem áskrifanda er veittur aðgangur að almennu fjarskiptaneti.
[21. ]
1)
Notandi: Einstaklingur eða lögaðili sem notar eða sækir um að nota almenna fjarskiptaþjónustu.
[22. ]
1)
Númer og vistföng: Röð tákna sem eru notuð til að auðkenna einstaka áskrifendur í fjarskiptavirkjum.
[23.
Reikisímtal í farsímaneti: Símtal úr farsíma sem reikiviðskiptavinur hringir frá farsímaneti rekstraraðila hér á landi og lýkur í farsímaneti rekstraraðila í öðru ríki eða er móttekið af reikiviðskiptavini með upphaf í almennu símaneti í öðru ríki og lýkur í farsímaneti rekstraraðila hér á landi.]
1)
[24. ]
1)
Samhýsing: Aðgangur að rými og tækniþjónustu sem er nauðsynlegur til að koma viðeigandi búnaði rétthafa fyrir með góðu móti og tengja hann.
[25. ]
1)
Samruni: Um skilgreiningu á samruna fer eftir samkeppnislögum.
[26. ]
1)
Samtenging: Efnisleg og rökvís tenging fjarskiptaneta sem gerir notendum kleift að eiga samskipti við aðra notendur eða fá aðgang að þjónustu sem er veitt af öðru fjarskiptafyrirtæki. Ekki skiptir máli hvort þjónustan er veitt af eigendum netsins eða öðrum aðilum sem kunna að hafa aðgang að fjarskiptanetinu.
[27. ]
1)
Skaðleg truflun: Truflun sem setur í hættu, rýrir alvarlega, hindrar eða truflar endurtekið þráðlausa fjarskiptaþjónustu.
[28. ]
1)
Skilyrt aðgangskerfi: Sérhver tæknileg ráðstöfun eða fyrirkomulag sem veitir aðgang að lokaðri hljóð- eða sjónvarpsþjónustu.
[29. ]
1)
Virðisaukandi þjónusta: Þjónusta þar sem virðisaukandi þáttum er bætt við fjarskiptaþjónustu.
[30. ]
1)
Yfirgjald: Gjald fyrir virðisaukandi þjónustu sem er hærra en almennt símtalagjald.
[31. ]
1)
Þróaður stafrænn sjónvarpsbúnaður: Aðgangskassi sem tengist sjónvarpstæki eða stafrænt sjónvarpstæki sem getur tekið á móti stafrænni gagnvirkri sjónvarpsþjónustu.
1)L. 118/2008, 1. gr. 2)L. 78/2005, 12. gr. 3)L. 39/2007, 1. gr.
III. kafli.
Heimild til fjarskiptastarfsemi.
4. gr.
Heimildir.

Fjarskiptafyrirtæki hafa almenna heimild til reksturs fjarskiptaneta og fjarskiptaþjónustu. Heimild þessi nær til einstaklinga og lögaðila sem staðfestu hafa innan Evrópska efnahagssvæðisins og enn fremur í aðildarríkjum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, eftir því sem samgönguráðherra ákveður með reglugerð.
1)

Fjarskiptafyrirtæki sem býður fjarskiptanet, fjarskiptaþjónustu eða aðstöðu sem tengist fjarskiptanetum og þjónustu skal tilkynna það Póst- og fjarskiptastofnun áður en starfsemi hefst og veita upplýsingar sem nauðsynlegar eru vegna skráningar á viðkomandi fjarskiptafyrirtæki og starfsemi þess.

Póst- og fjarskiptastofnun skal halda skrá yfir öll fjarskiptafyrirtæki sem hafa tilkynnt að þau muni starfa á grundvelli almennrar heimildar. Að beiðni fjarskiptafyrirtækis skal Póst- og fjarskiptastofnun innan viku frá því að beiðni barst stofnuninni gefa út staðfestingu þess að fyrirtækið hafi tilkynnt sig til skráningar.
1)Rg. 734/2000.
5. gr.
Lágmarksréttindi sem fylgja almennri heimild.

Fjarskiptafyrirtæki sem hafa almenna heimild skv. 4. gr. eiga rétt á að reka fjarskiptanet eða fjarskiptaþjónustu og að leggja fram umsóknir um heimild til að koma upp aðstöðu skv. 69. gr.

Almenn heimild veitir fyrirtækjum sem bjóða eða hyggjast bjóða almenna fjarskiptaþjónustu og almenn fjarskiptanet rétt til að semja um samtengingu og þar sem það á við að fá aðgang að eða samtengingu við önnur fjarskiptafyrirtæki.

Almenn heimild veitir sömuleiðis rétt til þess að koma til greina sem alþjónustuveitandi.
6. gr.
Skilyrði almennrar heimildar.

Póst- og fjarskiptastofnun skal setja reglur
1) um almennar heimildir. Skilyrði skulu vera hlutlæg og skýr og jafnræðis gætt við veitingu heimilda.

Skilyrði geta verið eitt eða fleiri af eftirtöldum:
a. að greitt verði í jöfnunarsjóð alþjónustu skv. 22. gr.,
b. að tryggð verði gagnkvæm starfræksla þjónustu og samtenging neta í samræmi við 24. gr.,
c. að áskrifendum fjarskiptafyrirtækja verði tryggður aðgangur að númerum,
d. kröfur varðandi umhverfisvernd og skipulag, kröfur tengdar aðgangi að almenningum eða eignarlöndum, skilyrði tengd samhýsingu og samnýtingu aðstöðu, fjárhagslegar eða tæknilegar ábyrgðir sem nauðsynlegar eru til að tryggja rétta útfærslu framkvæmda,
e. um skyldur um dreifingu útvarpsdagskrár, sbr. 55. gr.,
f. um verndun persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs,
g. um neytendavernd á sviði fjarskiptastarfsemi,
h. um takmarkanir að því er varðar sendingu á ólöglegu innihaldi og takmarkanir á skaðlegu innihaldi sjónvarpsefnis,
i. að veittar verði nauðsynlegar upplýsingar vegna skráningar og eftirlits,
j. að heimila þar til bærum yfirvöldum að hafa afskipti af fjarskiptanetum í samræmi við ákvæði um úrvinnslu og meðferð persónuupplýsinga,
k. að tryggja fjarskipti milli björgunarsveita og yfirvalda og útvarpssendingar til almennings þegar stórslys og hamfarir verða,
l. um ráðstafanir til að takmarka áhættu almennings af rafsegulsviðum sem stafar frá fjarskiptanetum,
m. um aðgangsskyldur aðrar en greint er frá í VII. kafla,
n. um að viðhalda heildstæði almennra fjarskiptaneta, þ.m.t. skilyrði um að koma í veg fyrir rafsegultruflanir milli fjarskiptaneta eða þjónustu,
o. um öryggi almennra neta gagnvart ólöglegum aðgangi,
p. um notkun tíðna þegar slík notkun er ekki háð einstakri úthlutun réttinda til að nota tíðnir,
q. um ráðstafanir gerðar til að tryggja að fylgt verði stöðlum eða kröfum skv. 59. gr.

Póst- og fjarskiptastofnun getur að auki sett skilyrði sem varða rekstraröryggi neta, tryggingu um samstæði neta og samhæfni mismunandi þjónustu. Til þess að tryggja öryggi fjarskipta landsins við umheiminn getur Póst- og fjarskiptastofnun gert að skilyrði að fjarskiptafyrirtæki sem reka talsíma- eða gagnaflutningssambönd til útlanda noti til þess fleiri en eina leið og að fyrirtækin geri ráðstafanir til þess að flytja talsíma- og gagnaflutningsþjónustu við útlönd af bilaðri eða rofinni leið yfir á aðra nothæfa leið innan tímamarka sem stofnunin setur.

Póst- og fjarskiptastofnun getur sett það skilyrði að eigendur fjarskiptafyrirtækis með [umtalsverðan markaðsstyrk]
2) rýri ekki efnahag fyrirtækisins eða geri aðrar óvenjulegar ráðstafanir sem dragi verulega úr möguleikum fyrirtækisins til að uppfylla skyldur samkvæmt þessum lögum.

Póst- og fjarskiptastofnun er heimilt að leggja sérstakar kvaðir á fyrirtæki sem reka fjarskiptanet eða fjarskiptaþjónustu, í samræmi við ákvæði laga þessara um aðgang, samtengingu og alþjónustu.

[Fjarskiptafyrirtæki skulu án endurgjalds tryggja þar til bærum yfirvöldum aðgang að búnaði til hlerunar símtala og annarrar löglegrar gagnaöflunar í fjarskiptanetum sínum eða fjarskiptaþjónustu.

Fjarskiptafyrirtækjum sem hafa umtalsverðan markaðsstyrk í aðgangi og upphafi símtala í almennum talsíma- eða farsímanetum ber að verða við eðlilegum og sanngjörnum beiðnum annarra fjarskiptafyrirtækja um aðgang að búnaði til að fullnægja skyldu skv. 6. mgr. Gjöld fyrir aðgang skulu byggjast á kostnaði, þ.m.t. eðlilegri arðsemi af bundnu fjármagni. Náist ekki samkomulag um aðgang getur aðili vísað málinu til Póst- og fjarskiptastofnunar sem ákveður hvort aðgangur skuli veittur og á hvaða verði.]
3)
1)
Rgl. 345/2005. 2)L. 78/2005, 12. gr. 3)L. 78/2005, 2. gr.
IV. kafli.
Úthlutun tíðna og númera.
7. gr.
Réttindi til að nota tíðnir og númer.

Þegar réttindi til notkunar ákveðinna tíðna og númera falla ekki undir p-lið 2. mgr. 6. gr. skal Póst- og fjarskiptastofnun að fenginni umsókn úthluta slíkum réttindum til fjarskiptafyrirtækja sem reka eða nota fjarskiptanet eða þjónustu samkvæmt almennri heimild. Einnig má úthluta réttindum fyrir notkun tíðna til útvarpsstöðva að lokinni opinni og gegnsærri málsmeðferð án mismununar, enda þjóni slík úthlutun markmiðum stjórnvalda. Að auki má úthluta réttindum fyrir notkun tíðna til aðila sem starfrækja þráðlausan fjarskiptabúnað til eigin nota. Réttindi samkvæmt þessari grein eru bundin við nafn og er framsal óheimilt.
8. gr.
Samruni og skipting fyrirtækja.

Ef fjarskiptafyrirtæki sem hefur réttindi til tíðninotkunar tekur þátt í samruna getur Póst- og fjarskiptastofnun fellt réttindi þess til tíðninotkunar úr gildi að fullu eða að hluta til eða breytt skilyrðum réttinda ef hætta er á því að samkeppni eða hagkvæmri nýtingu tíðnirófsins verði hamlað eða forsendur fyrir veitingu tíðniréttinda eru að öðru leyti verulega breyttar eða brostnar.

Tilkynna skal Póst- og fjarskiptastofnun um samruna skv. 1. mgr. eigi síðar en einni viku eftir að samningi um hann er lokið eða tilkynnt er opinberlega um yfirtökuboð eða að tiltekinn aðili hafi náð yfirráðum í fyrirtæki. Póst- og fjarskiptastofnun skal tilkynna viðkomandi fyrirtækjum innan þrjátíu daga frá því að fullnægjandi tilkynning berst ef hún telur ástæðu til að taka málið til athugunar. Ákvörðun um niðurfellingu eða breytingu á réttindum skal taka eigi síðar en þremur mánuðum eftir tilkynningu Póst- og fjarskiptastofnunar. Vanræki fyrirtæki tilkynningarskyldu skv. 1. mgr. getur Póst- og fjarskiptastofnun tekið málið til athugunar og ákvörðunar þegar stofnunin fær vitneskju um viðkomandi samruna. Um málsmeðferð fer samkvæmt þessari málsgrein.

Ef fyrirtæki sem hefur réttindi til tíðninotkunar er skipt í tvö eða fleiri fyrirtæki getur Póst- og fjarskiptastofnun heimilað að réttindi til tíðninotkunar, eða hluti þeirra, verði yfirfærð til fyrirtækis sem til verður við skiptinguna. Slík heimild er háð því að ekki sé hætta á því að samkeppni eða hagkvæmri nýtingu tíðnirófsins verði hamlað og að hið nýja fyrirtæki teljist hafa getu til þess að standa við þau skilyrði sem réttindunum fylgja.

Ákvæði 1.–3. mgr. gilda einnig um réttindi til notkunar á númerum eftir því sem við á.
9. gr.
Takmarkanir á úthlutun réttinda.

Póst- og fjarskiptastofnun getur takmarkað fjölda úthlutana á réttindum til að nota ákveðnar tíðnir þegar það er nauðsynlegt til að tryggja skilvirka notkun tíðna. Leggja skal áherslu á hagsmuni notenda og að örva samkeppni. Öllum hagsmunaaðilum, þ.m.t. notendum, skal gefið tækifæri til þess að tjá sig um takmarkanir á réttindum áður en Póst- og fjarskiptastofnun tekur ákvörðun sína sem skal birt ásamt rökstuðningi. Kynna skal aðferðina sem notuð verður við úthlutun réttinda og auglýsa eftir umsóknum. Póst- og fjarskiptastofnun skal með reglulegu millibili endurskoða takmarkanir sem settar hafa verið m.a. að beiðni fjarskiptafyrirtækja sem hlut eiga að máli. Ef hægt er að veita frekari réttindi til notkunar tíðna skal auglýst eftir umsóknum.
10. gr.
Skilyrði um notkun tíðna og númera.

Póst- og fjarskiptastofnun getur sett eftirfarandi skilyrði fyrir notkun tíðna:
a. að úthlutun tíðna taki aðeins til ákveðinnar þjónustu eða tegundar nets eða tækni, þ.m.t., þegar við á, úthlutun einkaréttinda fyrir sendingar með sérstöku innihaldi eða fyrir ákveðna mynd- eða hljóðþjónustu,
b. að notkun tíðna sé skilvirk,
c. að búnaður og rekstur fjarskiptafyrirtækis geri skaðlegar truflanir og rafsegulgeislun sem almenningur getur orðið fyrir sem minnstar,
d. að gildistími skuli takmarkaður með tilliti til þjónustu sem um er að ræða; gildistíminn skal vera með fyrirvara um breytingar á tíðniplani,
e. að afnotagjöld skuli ákvörðuð að því marki sem nauðsynlegt er til þess að tryggja hagkvæmustu notkun tíðna,
f. að efndar séu skuldbindingar sem gengist er undir í útboði,
g. að tekið sé mið af kvöðum samkvæmt alþjóðlegum samþykktum um notkun tíðna.

Póst- og fjarskiptastofnun getur enn fremur sett eftirfarandi skilyrði við úthlutun númera:
a. að úthlutun réttinda til að nota númer gildi aðeins fyrir ákveðna þjónustu,
b. um framboð þjónustunnar,
c. að notkun númeranna sé skilvirk og nýtin,
d. að boðið sé upp á númeraflutning,
e. að veittar séu almennar símaskrárupplýsingar,
f. að gildistími réttindanna sé takmarkaður; gildistíminn skal vera með fyrirvara um breytingar á númeraplani,
g. að leyfishafi greiði afnotagjöld,
h. að efndar séu skuldbindingar sem gengist er undir í útboði,
i. að tekið sé mið af kvöðum samkvæmt alþjóðlegum samþykktum um notkun númera.
11. gr.
Málsmeðferð við veitingu réttinda til að nota tíðnir og númer.

Póst- og fjarskiptastofnun tekur ákvörðun um réttindi til þess að nota tíðnir og númer. Slíka ákvörðun skal taka, tilkynna og birta opinberlega eins fljótt og unnt er eftir móttöku umsóknar. Ákvörðun skal liggja fyrir innan þriggja vikna ef taka á númer frá í númeraplaninu til ákveðinnar notkunar og innan sex vikna ef tíðnir eru ætlaðar til ákveðinnar notkunar í tíðniplaninu.

Krefjast má þess af umsækjendum um takmörkuð réttindi að þeir leggi fram fullnægjandi upplýsingar um eignaraðild, fjárhagsstöðu og fyrirhugaða starfsemi, svo og aðrar upplýsingar sem nauðsynlegar teljast til að leggja mat á umsóknir þeirra. Viðhafa má útboð við úthlutun réttinda til að nota númer og tíðnir. Útboð skal að jafnaði vera opið og skal í útboðsskilmálum, þegar um er að ræða tíðnir, m.a. kveðið á um lágmarksþjónustusvæði.

Samgönguráðherra getur ákveðið að úthlutun fari fram að loknu uppboði þegar sérstaklega stendur á.

Ef ákveðið er að halda útboð eða uppboð við úthlutun númera er heimilt að framlengja málsmeðferðarfrestinn skv. 1. mgr. um þrjár vikur. Ef ákveðið er að halda útboð eða uppboð við úthlutun tíðna er heimilt að framlengja málsmeðferðarfrestinn skv. 1. mgr., þó ekki lengur en um átta mánuði.
12. gr.
Breytingar á réttindum.

Þegar sérstaklega stendur á, svo sem vegna breytinga á löggjöf, er Póst- og fjarskiptastofnun í undantekningartilvikum heimilt að breyta skilyrðum í almennum heimildum og skilyrðum fyrir úthlutun réttinda.

Breytingar skulu kynntar hagsmunaaðilum, þ.m.t. notendum, með hæfilegum fyrirvara sem þó skal ekki vera styttri en einn mánuður.
13. gr.
Upplýsingar um heimildir og réttindi.

Póst- og fjarskiptastofnun skal gefa út nauðsynlegar upplýsingar um réttindi, skilyrði, málsmeðferð, gjöld og ákvarðanir um almennar heimildir. Ef hluti þessara upplýsinga er í vörslu annars stjórnvalds skal Póst- og fjarskiptastofnun birta yfirlit yfir slíkar upplýsingar og hvar þær er að finna.
14. gr.
Notkun tíðnirófsins.

Póst- og fjarskiptastofnun skal í samræmi við alþjóðlegar samþykktir þar að lútandi stuðla að sem hagkvæmastri nýtingu tíðnirófsins og að skaðlegar truflanir á viðtöku þráðlausra merkja verði sem minnstar. Stofnunin skal skipuleggja notkun mismunandi hluta tíðnirófsins, skrá skipulagið, semja tíðniplan í samræmi við skipulagið og veita upplýsingar um tíðniplanið eftir þörfum.

Samgönguráðherra getur í reglugerð sett nánari reglur um skipulagningu og úthlutun tíðna, jafnt til fjarskiptafyrirtækja sem notenda.
15. gr.
Skipulag númera og vistfanga.

Póst- og fjarskiptastofnun skal viðhalda skipulagi númera sem nota má fyrir hvers konar fjarskiptaþjónustu, þ.m.t. númerakóða fyrir net. Upplýsingar um númeraskipulag og allar breytingar á því skulu birtar opinberlega.

Póst- og fjarskiptastofnun skal setja reglur
1) um númer, númeraraðir og vistföng.

Samgönguráðherra getur sett reglugerð um hlutverk Póst- og fjarskiptastofnunar við útgáfu vistfanga.
1)
Rgl. 450/2008.
V. kafli.
Markaðir.
16. gr.
Skilgreining markaða.

Póst- og fjarskiptastofnun skal skilgreina þjónustu- eða vörumarkaði og landfræðilega markaði í samræmi við meginreglur samkeppnisréttar og skuldbindingar samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Haft skal samráð við [Samkeppniseftirlitið]
1) þegar við á.
1)L. 39/2007, 2. gr.
17. gr.
Framkvæmd markaðsgreiningar.

Póst- og fjarskiptastofnun skal með hliðsjón af 16. gr. greina viðkomandi markaði með hliðsjón af skuldbindingum samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Þegar við á skal gera greininguna í samstarfi við [Samkeppniseftirlitið].
1)

Markaðsgreiningin skal vera grundvöllur ákvörðunar um hvort Póst- og fjarskiptastofnun skuli leggja á, viðhalda, breyta eða fella niður kvaðir á fyrirtæki með [umtalsverðan markaðsstyrk]
2) skv. 18. gr. Ef samkeppni telst virk skulu ekki lagðar kvaðir á fyrirtæki á þeim mörkuðum. Ef virk samkeppni ríkir ekki á viðkomandi markaði skal útnefna fyrirtæki með [umtalsverðan markaðsstyrk]
2) á þeim markaði í samræmi við 18. gr. Leggja má á þau kvaðir samkvæmt lögum þessum eða viðhalda eða breyta kvöðum sem þegar hafa verið lagðar á.
1)L. 39/2007, 2. gr. 2)L. 78/2005, 12. gr.
18. gr.
[Umtalsverður markaðsstyrkur.]1)

Fyrirtæki telst hafa [umtalsverðan markaðsstyrk]
1) ef það eitt sér eða með öðrum hefur þann efnahagslega styrkleika á ákveðnum markaði að geta hindrað virka samkeppni og það getur að verulega leyti starfað án þess að taka tillit til keppinauta, viðskiptavina og neytenda.

Þegar fyrirtæki eitt sér eða með öðrum hefur [umtalsverðan markaðsstyrk]
1) á tilteknum markaði getur það einnig talist hafa [umtalsverðan markaðsstyrk]
1) á tengdum markaði ef tengsl milli markaðanna eru slík að fyrirtæki getur beitt markaðsstyrk sínum á öðrum markaðinum til að auka markaðsstyrk sinn á hinum.

Samgönguráðherra er heimilt að setja reglugerð um nánari sundurliðun markaða skv. 16. gr., um greiningu á stöðu markaða og um mælikvarða sem nota skal við mat á því hvort fyrirtæki, eitt eða fleiri saman, hafi [umtalsverðan markaðsstyrk]
1) samkvæmt þessari grein.
1)L. 78/2005, 12. gr.
VI. kafli.
Um alþjónustu og sértæka fjarskiptaþjónustu.
19. gr.
Réttur til alþjónustu.

Allir notendur skulu eiga rétt á alþjónustu, óháð staðsetningu, með þeim undantekningum sem greinir í 2. og 4. mgr.

Ef nauðsynlegt þykir til að tryggja fullnægjandi fjarskiptaþjónustu á sanngjörnum kjörum og þeirri þjónustu verður ekki við komið ef einungis er tekið mið af viðskiptasjónarmiðum getur Póst- og fjarskiptastofnun mælt svo fyrir að fjarskiptafyrirtæki sem rekur almennt fjarskiptanet eða fjarskiptaþjónustu skuli veita alþjónustu á starfssvæði sínu. Póst- og fjarskiptastofnun getur í sérstökum tilfellum veitt þjónustuveitanda undanþágu frá þessu ákvæði.

Til alþjónustu teljast m.a. talsímaþjónusta, handvirk þjónusta og þjónusta við öryrkja eða notendur með sérstakar þjóðfélagsþarfir og gagnaflutningsþjónusta með 128 Kb/s flutningsgetu. Póst- og fjarskiptastofnun skal enn fremur tryggja að notendur hafi aðgang að a.m.k. einni símaskrá með öllum símanúmerum og upplýsingaþjónustu um öll símanúmer. Póst- og fjarskiptastofnun er heimilt að leggja kvaðir á fjarskiptafyrirtæki um að setja upp og starfrækja almenningssíma og getur ákveðið staðsetningu þeirra.

Sjái fjarskiptafyrirtæki sér ekki fært að veita tilteknum aðila alþjónustu skv. 1. mgr., svo sem vegna fjarlægðar, kostnaðar eða annars óhagræðis, skal ágreiningur um synjun borinn undir Póst- og fjarskiptastofnun til ákvörðunar.

Póst- og fjarskiptastofnun getur ákveðið lágmarksgæði alþjónustu.
20. gr.
Skylda til að veita alþjónustu.

Póst- og fjarskiptastofnun getur falið einu eða fleiri fjarskiptafyrirtækjum að bjóða alþjónustu, sbr. 19. gr., á ákveðnum svæðum eða eftir þjónustutegundum.

Póst- og fjarskiptastofnun skal hafa eftirlit með gjaldskrá fyrir alþjónustu og getur ákveðið hámarksverð. Sama gjaldskrá skal gilda fyrir alþjónustu alls staðar á landinu.

Samgönguráðherra setur reglugerð
1) um alþjónustu.
1)Rg. 1356/2007.
21. gr.
Fjárframlög til alþjónustu.

[Ef fjarskiptafyrirtæki telur að alþjónusta sem því er gert skylt að veita, sbr. 20. gr., sé rekin með tapi og því ósanngjörn byrði á fyrirtækinu getur það sótt um til Póst- og fjarskiptastofnunar að því verði með fjárframlögum tryggt eðlilegt endurgjald fyrir þá starfsemi sem um ræðir. Við útreikninga á kostnaði við alþjónustu skal m.a. taka mið af markaðsávinningi af því að veita þjónustuna. Nánar skal kveðið á um útreikninga á kostnaði við alþjónustu í reglugerð um alþjónustu, sbr. 20. gr.]
1)

Nú berst Póst- og fjarskiptastofnun beiðni um fjárframlög skv. 1. mgr., og ekki verður talið að þjónustan verði tryggð með öðrum hagkvæmari hætti en jafnframt talið að þjónustan sé óhjákvæmileg og verði ekki aflögð, og skal stofnunin þá ákvarða kostnað vegna alþjónustukvaða.

Skal Póst- og fjarskiptastofnun krefjast þess að hið útnefnda fjarskiptafyrirtæki upplýsi nákvæmlega hvert rekstrartapið af starfseminni er og hvernig það sundurliðast.

Póst- og fjarskiptastofnun getur við mat á fjárframlögum krafist skýrslna löggiltra endurskoðenda eða falið slíkum aðila að gera úttekt á rekstrarafkomu á viðkomandi rekstrarsviði. Póst- og fjarskiptastofnun er heimilt að krefjast aðgangs að bókhaldi fjarskiptafyrirtækisins við mat á kostnaði við alþjónustu.

Fjárframlög skulu að jafnaði miðuð við eitt ár í senn. Nú telur annar hvor aðila að forsendur fyrir ákvörðun fjárframlaga hafi breyst verulega og getur hvor um sig þá krafist endurskoðunar á framlaginu á gildistíma þess.

Nú er hluti af starfsemi fjarskiptafyrirtækis háður fjárframlögum samkvæmt ákvæði þessu, og skal sá þáttur starfseminnar þá vera bókhaldslega aðskilinn frá annarri starfsemi fjarskiptafyrirtækisins. [Ef slíkur aðskilnaður er ekki fyrir hendi skal Póst- og fjarskiptastofnun hafna umsókn fjarskiptafyrirtækis um fjárframlag.]
2)
1)L. 78/2005, 3. gr. 2)L. 39/2007, 3. gr.
22. gr.
Jöfnunargjald.

Til að standa straum af greiðslu fjárframlaga samkvæmt þessum kafla skal innheimta jöfnunargjald sem rennur í jöfnunarsjóð í vörslu Póst- og fjarskiptastofnunar.

Skal jöfnunargjaldið lagt á fjarskiptafyrirtæki sem starfrækja fjarskiptanet eða þjónustu í hlutfalli við bókfærða veltu þessarar starfsemi. Með bókfærðri veltu er átt við rekstrartekjur sem fjarskiptafyrirtæki hefur af umræddri starfsemi hér á landi.

Jöfnunargjald samkvæmt lögum þessum skal nema [0,65%]
1) af bókfærðri veltu skv. 2. mgr. Skal fjárþörf vegna alþjónustu endurskoðuð árlega af Póst- og fjarskiptastofnun og niðurstaða þeirrar endurskoðunar ásamt tillögu um breytt gjaldhlutfall, ef þörf þykir, lögð fyrir samgönguráðherra. Verði útgjöld hærri en nemur jöfnunargjöldum á árinu skal gjaldfæra þann mismun á skuldbindingar næsta árs. Verði fjárhæð jöfnunargjalda hærri en nemur útgjöldum á gjaldárinu skal afgangur fluttur til næsta árs.

Jöfnunargjald má draga frá tekjum greiðanda á því rekstrarári þegar stofn þess myndaðist.

[Um álagningu og innheimtu, þ.m.t. fyrirframgreiðslu, jöfnunargjalds fer samkvæmt ákvæðum
VIII.–
XIV. kafla laga nr. 90/2003, en varðandi viðurlög er sérstaklega vísað til XII. kafla þeirra laga.]
2)

Póst- og fjarskiptastofnun skal árlega birta upplýsingar um útreikning kostnaðar vegna alþjónustukvaða, sundurliðaðan lista yfir einstakar greiðslur fyrirtækja í jöfnunarsjóð og greinargerð um þann ávinning sem stofnunin telur að fjarskiptafyrirtæki sem veita alþjónustu hafi haft.

Samgönguráðherra setur í reglugerð
3) um alþjónustu nánari fyrirmæli um fjárframlög og jöfnunargjöld í fjarskiptaþjónustu, þar á meðal um útreikning á kostnaði við að reka almenn fjarskiptanet eða veita almenna fjarskiptaþjónustu og um útreikning rekstrartaps.
1)L. 143/2007, 1. gr. 2)L. 78/2005, 4. gr. 3)Rg. 1356/2007.
23. gr.
Sértæk fjarskiptaþjónusta.

Nú óskar samgönguráðherra eftir því að lagt sé í framkvæmdir, rekstur eða þjónustu sem er til almannaheilla, í öryggisskyni, af umhverfisástæðum eða samkvæmt byggðasjónarmiðum, og ætla má að skili ekki arði, án þess þó að um alþjónustu sé að ræða, og skal Póst- og fjarskiptastofnun þá falið að gera um slíkt samning við fjarskiptafyrirtæki í kjölfar útboðs.

Kostnaður sem rekja má til ákvarðana samgönguráðherra skv. 1. mgr. skal að jafnaði greiddur úr ríkissjóði, eftir því sem kveðið er á um í fjárlögum.
VII. kafli.
Samtenging neta og þjónustu og aðgangur að þeim.
24. gr.
Samtenging neta.

Fjarskiptafyrirtæki sem starfrækja almenn fjarskiptanet eða almenna fjarskiptaþjónustu skulu eiga rétt á og þeim ber skylda til að semja um samtengingu neta og þjónustu.

Póst- og fjarskiptastofnun skal leitast við að tryggja aðgang og samtengingu og gagnvirkni þjónustu á fullnægjandi og hagkvæman hátt.

Póst- og fjarskiptastofnun skal gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir takmarkanir sem hindra fyrirtæki í að gera samtengisamninga sín á milli.

Telji Póst- og fjarskiptastofnun að samtenging geti valdið hættu á rekstrartruflunum í hinum samtengdu netum getur stofnunin mælt svo fyrir að netin skuli ekki samtengd.

Póst- og fjarskiptastofnun skal birta opinberlega upplýsingar um kvaðir sem lagðar eru á fjarskiptafyrirtæki samkvæmt þessum kafla ásamt upplýsingum um viðkomandi vöru- eða þjónustumarkaði og landfræðilega markaði. Þær upplýsingar skulu vera aðgengilegar öllum sem hagsmuna eiga að gæta, enda teljist þær ekki trúnaðarmál.

Samninga um samtengingu og aðgang skal senda Póst- og fjarskiptastofnun þegar í stað en eigi síðar en viku eftir undirritun þeirra.
25. gr.
Aðgangur að aðstöðu.

Póst- og fjarskiptastofnun getur skyldað fjarskiptafyrirtæki til að semja um samhýsingu eða annars konar samnýtingu, þ.m.t. á kapalrennum eða rörum, byggingum eða möstrum, eftir því sem segir í 2.–4. mgr.

Þegar fjarskiptafyrirtæki hefur rétt á að setja upp eða grafa niður fjarskiptavirki á afréttum, almenningum eða eignarlöndum, eða getur tekið land eignarnámi, sbr. 70. gr., skal Póst- og fjarskiptastofnun hvetja til samnýtingar á aðstöðu eða landareign, þ.m.t. samhýsingar. Eigi önnur fjarskiptafyrirtæki ekki aðgang að sambærilegri aðstöðu vegna umhverfis-, heilbrigðis- eða öryggissjónarmiða getur Póst- og fjarskiptastofnun mælt fyrir um samnýtingu aðstöðu eða lands. Slíkar ákvarðanir skal aðeins taka eftir almenna kynningu og að fenginni umsögn hagsmunaaðila.

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar getur falið í sér fyrirmæli um skiptingu kostnaðar við aðstöðu eða land.

Í sérstökum tilfellum, þegar um er að ræða sérstaka landfræðilega aðstöðu eða þegar umhverfissjónarmið réttlæta samnýtingu getur Póst- og fjarskiptastofnun mælt fyrir um hana þótt ákvæði 2. mgr. eigi ekki við.
26. gr.
Samskipti fjarskiptafyrirtækja.

Fjarskiptafyrirtæki sem öðlast upplýsingar frá öðru fyrirtæki við gerð samninga um aðgang eða samtengingu eða að loknum samningum skulu eingöngu nota upplýsingarnar í þeim tilgangi sem þær voru veittar og skulu á öllum stigum halda trúnað. Óheimilt er að afhenda upplýsingarnar öðrum, þar á meðal öðrum deildum fyrirtækis, dótturfyrirtækjum eða samstarfsaðilum.
27. gr.
Kvaðir á fjarskiptafyrirtæki.

Þegar fjarskiptafyrirtæki er talið hafa [umtalsverðan markaðsstyrk]
1) er Póst- og fjarskiptastofnun heimilt að leggja á það kvaðir um gagnsæi, jafnræði, bókhaldslegan aðskilnað, opinn aðgang að sérstakri netaðstöðu, eftirlit með gjaldskrá og kostnaðarbókhald eins og með þarf í þeim tilgangi að efla virka samkeppni.

[Telji Póst- og fjarskiptastofnun í kjölfar markaðsgreiningar skv. 17. gr. að heildsölukvaðir eða ráðstafanir varðandi forval eða fast forval muni ekki skila tilætluðum árangri við að efla virka samkeppni og tryggja hagsmuni notenda fjarskiptaþjónustu er stofnuninni heimilt að leggja smásölukvaðir á fyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk. Slíkar kvaðir geta m.a. falist í að leggja skyldur á fyrirtæki um þak á smásöluverð, kostnaðartengda gjaldskrá og kostnaðarbókhald, að verð miðist við verð á sambærilegum mörkuðum, banni við mismunun milli notenda og banni við að binda mismunandi tegundir fjarskiptaþjónustu í einn heildarpakka skaði það samkeppni.]
2)
1)L. 78/2005, 12. gr. 2)L. 118/2008, 2. gr.
28. gr.
Aðgangur að netum og þjónustu.

Póst- og fjarskiptastofnun getur mælt fyrir um að fjarskiptafyrirtæki með [umtalsverðan markaðsstyrk]
1) verði við eðlilegum og sanngjörnum beiðnum um opinn aðgang að almennum fjarskiptanetum, nethlutum og tengdri aðstöðu með ákveðnum skilmálum sem stofnunin setur, sbr. þó 3. mgr.

Meðal annars má krefjast af fjarskiptafyrirtækjum að þau:
a. veiti aðgang að einstökum hlutum neta eða aðstöðu, þ.m.t. aðgreindan aðgang að heimtaugum,
b. bjóði ákveðna þjónustu í heildsölu sem þriðji aðili endurselur,
c. heimili opinn aðgang að tæknisniðflötum, samskiptareglum eða annarri tækni sem er nauðsynleg til að tryggja gagnvirka þjónustu eða sýndarnetþjónustu,
d. bjóði samhýsingu eða samnýtingu, þ.m.t. samnýtingu kapalstokka, bygginga eða mastra,
e. bjóði þjónustu sem tryggir samvirkni þjónustu við notendur, þar á meðal greindarnetsþjónustu eða reiki í farsímanetum,
f. bjóði aðgang að rekstrarkerfum eða hliðstæðum hugbúnaði til þess að tryggja samkeppni í framboði þjónustu,
g. samtengi net eða netaðstöðu,
h. veiti aðgang fyrir sýndarnet,
i. veiti aðgang að annarri ómissandi aðstöðu.

Við ákvörðun um að leggja á skyldur skv. 1. mgr. skal Póst- og fjarskiptastofnun taka mið af því hvort það sé:
a. tæknilega og fjárhagslega raunhæft að nota eða setja upp eigin aðstöðu í samkeppni með hliðsjón af markaðsþróun og eðli og gerð samtengingar og aðgangs sem um ræðir,
b. framkvæmanlegt að veita þann aðgang sem tillaga er um,
c. forsvaranlegt með hliðsjón af upphaflegri fjárfestingu eiganda aðstöðunnar og áhættu sem tekin var með fjárfestingunni,
d. í þágu samkeppni til lengri tíma litið,
e. óheppilegt með hliðsjón af vernd hugverkaréttinda,
f. til þess fallið að auka framboð þjónustu.
1)L. 78/2005, 12. gr.
29. gr.
Gagnsæi.

Til þess að auka gagnsæi samtengingar eða aðgangs að aðstöðu fjarskiptafyrirtækis getur Póst- og fjarskiptastofnun skyldað fjarskiptafyrirtæki með [umtalsverðan markaðsstyrk]
1) til að birta opinberlega ákveðnar upplýsingar, t.d. bókhaldsupplýsingar, tæknilýsingar, upplýsingar um einkenni neta, skilmála og skilyrði fyrir afhendingu og notkun og verðskrá. Heimilt er að veita undanþágu frá birtingu upplýsinga ef fjarskiptafyrirtæki getur sýnt fram á að þær varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni sem sanngjarnt og eðlilegt er að fari leynt.

Þegar fjarskiptafyrirtæki er gert að gæta jafnræðis getur Póst- og fjarskiptastofnun skyldað það til að gefa út viðmiðunartilboð sem innihaldi sundurliðaða lýsingu á samtengingu eða aðgangi, ásamt skilmálum og skilyrðum, þar á meðal gjaldskrám. Stofnunin getur mælt fyrir um breytingar á viðmiðunartilboði. Póst- og fjarskiptastofnun er heimilt að setja reglur
2) um hvert skuli vera efni samtengingarsamninga og viðmiðunartilboða.
1)L. 78/2005, 12. gr. 2)
Rgl. 94/2002.
30. gr.
Jafnræði.

Póst- og fjarskiptastofnun getur lagt þær kvaðir á fjarskiptafyrirtæki með [umtalsverðan markaðsstyrk]
1) að það gæti jafnræðis þegar það samþykkir samtengingu eða aðgang. Slíkar kvaðir skulu einkum tryggja að fjarskiptafyrirtæki setji öðrum félögum sem veita fjarskiptaþjónustu sömu skilmála í sams konar viðskiptum og veiti þjónustu og upplýsingar með sömu skilmálum og sömu gæðum og það veitir eigin þjónustudeildum, dótturfyrirtækjum eða samstarfsaðilum.
1)L. 78/2005, 12. gr.
31. gr.
Bókhaldslegur aðskilnaður.

Póst- og fjarskiptastofnun getur lagt skyldur á fjarskiptafyrirtæki með [umtalsverðan markaðsstyrk]
1) um bókhaldslegan aðskilnað milli starfsemi sem tengist samtengingu eða aðgangi og annarrar starfsemi þannig að hægt verði að skipta öllum tekjum og kostnaði niður á rekstrareiningar sem tengja má mismunandi þjónustu. Að auki getur stofnunin krafist þess af fyrirtæki sem rekur bæði fjarskiptanet og fjarskiptaþjónustu að heildsöluverð þess og verð innan fyrirtækisins sé gagnsætt, m.a. til að koma í veg fyrir óréttmætar niðurgreiðslur. Póst- og fjarskiptastofnun getur ákveðið hvaða bókhaldsaðferðir nota skal.

Til að tryggja gagnsæi og jafnræði getur Póst- og fjarskiptastofnun krafist þess að fá afhent bókhaldsgögn, þ.m.t. upplýsingar um tekjur frá þriðja aðila.
1)L. 78/2005, 12. gr.
32. gr.
Eftirlit með gjaldskrá.

Þegar markaðsgreining gefur til kynna að skortur á virkri samkeppni hafi í för með sér að fjarskiptafyrirtæki með [umtalsverðan markaðsstyrk]
1) krefjist of hárra gjalda eða að óeðlilega lítill munur sé á heildsölu- og smásöluverði getur Póst- og fjarskiptastofnun lagt kvaðir á fjarskiptafyrirtæki um kostnaðarviðmiðun gjaldskrár og kvaðir um kostnaðarbókhald á ákveðnum tegundum samtengingar eða aðgangs. Taka skal tillit til fjárfestinga fjarskiptafyrirtækisins og hæfilegrar arðsemi af bundnu fjármagni með hliðsjón af áhættu við fjárfestinguna.

Þegar lögð er kvöð á fjarskiptafyrirtæki um að gjaldskrá miðist við kostnað ásamt hæfilegum hagnaði hvílir sönnunarbyrðin á fyrirtækinu.

Póst- og fjarskiptastofnun getur krafist þess að fjarskiptafyrirtæki geri kostnaðarlíkan til útreiknings á verði.

Póst- og fjarskiptastofnun getur við útreikninga á kostnaði tekið mið af rekstri sambærilegrar þjónustu sem telst hagkvæmlega rekin, tekið mið af gjaldskrám á sambærilegum samkeppnismörkuðum og notað kostnaðargreiningaraðferðir sem eru óháðar aðferðum fjarskiptafyrirtækisins.

Samgönguráðherra er heimilt að setja reglugerð
2) um útfærslu bókhaldslegs aðskilnaðar í rekstri fjarskiptafyrirtækja skv. 31. gr., þ.m.t. skiptingu eftir netum og þjónustu, og um nánara fyrirkomulag kostnaðargreiningar samkvæmt þessari grein, m.a. um aðferðir við eignamat, afskriftir, ávöxtunarkröfu og gerð kostnaðarlíkana.
1)L. 78/2005, 12. gr. 2)Rg. 960/2001.
33. gr.
Aðgangur að leigulínum.

Ríki ekki virk samkeppni á markaði fyrir leigulínur eða ákveðnar tegundir þeirra skal Póst- og fjarskiptastofnun tryggja að a.m.k. eitt fjarskiptafyrirtæki með [umtalsverðan markaðsstyrk]
1) bjóði fram leigulínur í heildsölu eða smásölu af þeirri tegund sem stofnunin telur að þörf sé fyrir á fjarskiptamarkaði.
1)L. 78/2005, 12. gr.
34. gr.
Aðgangur að heimtaugum.

Fjarskiptafyrirtæki með [umtalsverðan markaðsstyrk]
1) í almennum fjarskiptanetum og talsímaþjónustu skulu verða við öllum réttmætum og sanngjörnum beiðnum fjarskiptafyrirtækja um aðgang að heimtaugum og aðstöðu er slíkum aðgangi tengist. Gjöld fyrir aðgang og aðstöðu skulu byggjast á kostnaði, þ.m.t. eðlilegri arðsemi af bundnu fjármagni. Fjarskiptafyrirtæki með [umtalsverðan markaðsstyrk]
1) skulu birta viðmiðunartilboð um aðgang að heimtaugum og tengdri aðstöðu. Póst- og fjarskiptastofnun getur krafist breytinga á viðmiðunartilboði, þ.m.t. verði. Póst- og fjarskiptastofnun er heimilt að setja reglur um hvert skuli vera efni viðmiðunartilboðs.

Beiðnum um aðgang að heimtaugum skal aðeins hafnað á grundvelli hlutlægra viðmiðana, nauðsynjar þess að viðhalda heildstæði neta eða af tæknilegum ástæðum. Náist ekki samkomulag um aðgang getur aðili vísað málinu til Póst- og fjarskiptastofnunar.

Samgönguráðherra er heimilt að setja reglugerð
2) um sundurgreindan aðgang að heimtaugum.
1)L. 78/2005, 12. gr. 2)Rg. 199/2002.
35. gr.
[Hámarksverð í heild- og smásölu fyrir reikisímtöl í farsímanetum.

Fjarskiptafyrirtæki, sem veita reikiþjónustu hér á landi, skulu sjá til þess að heild- og smásöluverð fyrir reikisímtal í farsímaneti, sem á sér upphaf eða lýkur innan Evrópska efnahagssvæðisins, sé ekki hærra en hámarksverð sem þar gildir.

Samgönguráðherra setur reglugerð
1) um reiki í almennum farsímanetum, þar sem m.a. er heimilt að kveða á um eftirfarandi:
a. Hámarksverð í heildsölu fyrir reikisímtöl í farsímanetum.
b. Hámarksverð í smásölu fyrir reikisímtöl í farsímanetum.
c. Hámarksverð fyrir SMS-, MMS-þjónustu og aðra gagnaflutningsþjónustu í farsímanetum.
d. Evrópugjaldskrá.
e. Gagnsæi smásölu- og Evrópugjaldskrár.
f. Viðmiðunargengi og uppgjörsaðferðir sem fjarskiptafyrirtækjum er skylt að nota við myntbreytingar vegna reikiþjónustu í farsímanetum.
g. Skyldur fjarskiptafyrirtækja til þess að verða við óskum reikiviðskiptavina um skipti milli reikigjaldskráa.
h. Upplýsingaskyldu fjarskiptafyrirtækja um viðeigandi reikigjöld.]
2)
1)Rg. 1046/2008. 2)L. 118/2008, 3. gr.
36. gr.
Aðskilnaður sérleyfisstarfsemi frá fjarskiptastarfsemi.

Fjarskiptafyrirtæki eða fyrirtækjasamstæður sem reka almenn fjarskiptanet eða veita almenna fjarskiptaþjónustu og njóta einka- eða sérréttinda á öðru sviði en fjarskiptum skulu halda fjarskiptastarfsemi sinni fjárhagslega aðskilinni frá annarri starfsemi eins og um óskyld fyrirtæki væri að ræða. Skal þess gætt að samkeppnisrekstur sé ekki niðurgreiddur af einkaleyfisstarfsemi eða verndaðri starfsemi.

Ákvæði þetta gildir án tillits til [markaðsstyrks]
1) fyrirtækis.
1)L. 78/2005, 12. gr.
VIII. kafli.
Skilmálar og gjaldskrár.
37. gr.
Viðskiptaskilmálar.

Áskrifendur fjarskiptaþjónustu á einstaklingsmarkaði skulu eiga rétt á að fjarskiptafyrirtæki geri við þá samning sem skal a.m.k. innihalda eftirfarandi atriði:
a. nafn og heimilisfang þjónustuveitanda,
b. þjónustu sem veita skal, gæðaflokk þjónustu og tímann sem upphafleg tenging mun taka,
c. viðhaldsþjónustu sem boðin er,
d. nákvæmar upplýsingar um verð og gjaldskrá og hvernig hægt er að nálgast nýjustu upplýsingar um viðeigandi gjöld og viðhaldsgjöld,
e. gildistíma samningsins, skilmála fyrir endurnýjun hans og uppsögn,
f. skaðabætur og fyrirkomulag endurgreiðslu ef þjónusta er ekki í samræmi við samning,
g. hvernig hefja skuli mál til lausnar á deilum milli áskrifenda og fjarskiptafyrirtækis.

[Óheimilt er í samningi að kveða á um lengri binditíma áskrifenda en sex mánuði. Eftir þann tíma er áskrifanda heimilt að segja upp samningi með eins mánaðar fyrirvara. Ákveði áskrifandi að færa viðskipti sín til annars fjarskiptafyrirtækis skal vera tryggt að þjónustuflutningur gangi greiðlega fyrir sig. Póst- og fjarskiptastofnun getur sett nánari reglur
1) um þjónustuflutning.]
2)

Áskrifendur á einstaklingsmarkaði skulu eiga rétt á því að segja samningum fyrirvaralaust upp án greiðslu skaðabóta þegar þeir fá tilkynningu um fyrirhugaða breytingu á samningsskilmálum. Áskrifendum á einstaklingsmarkaði skal veittur a.m.k. eins mánaðar uppsagnarfrestur áður en breytingar taka gildi og skulu þeir jafnframt upplýstir um rétt sinn til að segja upp samningi að skaðlausu vilji þeir ekki samþykkja hina nýju skilmála.

Fjarskiptafyrirtæki skal fyrir gildistöku nýrra eða breyttra skilmála eða gjaldskrár senda Póst- og fjarskiptastofnun skilmála eða gjaldskrá til upplýsingar á því formi sem stofnunin ákveður. Stofnuninni er heimilt að krefjast breytinga á skilmálum eða gjaldskrá fyrirtækis ef efni þeirra þykir brjóta í bága við lög þessi.

Fjarskiptafyrirtæki skulu birta viðskiptaskilmála og gjaldskrá fyrir alla þjónustu sína á aðgengilegan hátt.

[Fjarskiptafyrirtæki sem býður internetþjónustu er skylt að gera áskrifendum sínum, þeim að kostnaðarlausu og ef þeir þess óska, sýnilegt hvenær þeir eru að greiða fyrir gagnaflutning erlendis frá.]
3)

[Fjarskiptafyrirtækjum er skylt að upplýsa notendur sína um þann kostnað sem hlýst af því að hringja úr tal- og farsímaneti þeirra í net annarra fjarskiptafyrirtækja hér á landi. Slíkar upplýsingar skulu uppfærðar eins og þörf krefur.]
4)
1)
Rgl. 949/2008. 2)L. 39/2007, 4. gr. 3)L. 78/2005, 6. gr. 4)L. 118/2008, 4. gr.
38. gr.
Reikningar áskrifenda o.fl.

Áskrifendur [tal- og farsímaþjónustu]
1) eiga rétt á að fá reikninga fyrir fjarskiptanotkun sína sundurliðaða …
2) og skulu áskrifendur alþjónustu eiga rétt á slíkum reikningum án þess að greiðsla komi fyrir.

Fjarskiptafyrirtækjum er heimilt að bjóða áskrifendum ítarlegri reikninga gegn hæfilegu gjaldi.

Símtöl sem eru gjaldfrjáls, þ.m.t. símtöl vegna ráðgjafar á vegum félagslegrar þjónustu, mega ekki vera sundurliðuð á reikningi, enda hafi þeir sem veita slíka ráðgjöf tilkynnt fjarskiptafyrirtækjum um starfsemi sína fyrir fram. Við gerð sundurliðaðra reikninga skal hafa hliðsjón af löggjöf um persónuvernd.

Samgönguráðherra er heimilt að setja reglugerð um meðferð upplýsinga sem nauðsynlegar eru fyrir gerð reikninga, sundurliðun þeirra og málsmeðferð vegna kvartana.

Ef símtöl bera yfirgjald skal þjónustuaðili ávallt geta þess í upphafi símtals hver fjárhæð gjaldsins sé. Áskrifandi skal eiga þess kost að læsa fyrir símtöl í númer þar sem tekið er yfirgjald. Nánar skal kveðið á um símtöl og aðra virðisaukandi þjónustu í [tal- og farsímanetum]
1) með yfirgjaldi í reglugerð.

Póst- og fjarskiptastofnun er heimilt að veita undanþágu frá upplýsingaskyldu um yfirgjald skv. 5. mgr.
1)L. 118/2008, 5. gr. 2)L. 39/2007, 5. gr.
39. gr.
Vanskil áskrifenda.

Heimilt er að loka fyrir [tal- og farsímaþjónustu]
1) vegna vanskila fyrir símtöl önnur en þau sem bera yfirgjald, enda hafi áskrifanda verið gefin skrifleg aðvörun a.m.k. mánuði fyrir lokun. Fyrsta mánuð eftir lokun skal þó vera mögulegt að hringja í áskrifandann. Einnig skal áskrifandi geta haft samband við neyðarnúmerið 112 í jafnlangan tíma. Ef gerð hefur verið tilraun til að komast hjá gjaldtöku á ólögmætan hátt eða reynt að koma gjaldskyldu yfir á óskyldan aðila er fjarskiptafyrirtæki heimilt að loka viðkomandi þjónustu án viðvörunar.
1)L. 118/2008, 6. gr.
40. gr.
Ábyrgðartakmarkanir.

Fjarskiptafyrirtækjum er heimilt í viðskiptaskilmálum sínum að undanþiggja sig bótaábyrgð á tjóni sem rekja má til sambandsleysis, rofs á fjarskiptum eða annarra truflana sem kunna að verða á rekstri fjarskiptanetsins hvort sem slíkt má rekja til línubilana, bilana í stöðvum eða annarra ástæðna. Ábyrgðartakmörkun er þó bundin við að tjónið verði ekki rakið til stórfelldra mistaka starfsmanna fyrirtækisins.
41. gr.
Gæði þjónustu.

Póst- og fjarskiptastofnun getur gefið út reglur um gæði fjarskiptaþjónustu og framsetningu upplýsinga sem birtar eru svo að notendur hafi aðgang að ítarlegum, samanburðarhæfum og auðskiljanlegum upplýsingum.

[Fjarskiptafyrirtæki skulu viðhafa ráðstafanir til að stuðla að bættri vernd, virkni og gæðum IP-fjarskiptaþjónustu. Er Póst- og fjarskiptastofnun heimilt að setja reglur
1) um slíkar ráðstafanir þar sem nánar er mælt fyrir um:
a. lágmarksgrunnþjónustu og mismunandi þjónustustig,
b. ákvæði í þjónustusamningum,
c. leiðir er auðvelda mat á gæðum þjónustunnar og verðsamanburð,
d. viðeigandi ráðstafanir í tölvupóstþjónustu og annarri IP-fjarskiptaþjónustu,
e. vernd og stjórnun IP-fjarskiptaneta og IP-umferðar,
f. vernd notendatenginga,
g. ferli við meðhöndlun öryggisatvika og umbætur.]
2)
1)
Rgl. 1223/2007. 2)L. 39/2007, 6. gr.
IX. kafli.
Vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs.
42. gr.
Gögn um fjarskipti.

Gögnum um fjarskiptaumferð notenda sem geymd eru og fjarskiptafyrirtæki vinnur úr skal eyða eða gera nafnlaus þegar þeirra er ekki lengur þörf við afgreiðslu ákveðinnar fjarskiptasendingar.

Gögn um fjarskiptanotkun sem nauðsynleg eru til reikningsgerðar fyrir áskrifendur og uppgjörs fyrir samtengingu má geyma þar til ekki er lengur hægt að vefengja reikning eða hann fyrnist.

[Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. skulu fjarskiptafyrirtæki, í þágu rannsókna [sakamála]
1) og almannaöryggis, varðveita lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð notenda í sex mánuði. Lágmarksskráningin skal tryggja að fjarskiptafyrirtæki geti upplýst hver af viðskiptavinum þess var notandi tiltekins símanúmers, IP-tölu eða notandanafns, jafnframt því að upplýsa um allar tengingar sem notandinn hefur gert, dagsetningar þeirra, hverjum var tengst og magn gagnaflutnings til viðkomandi notanda. Fjarskiptafyrirtæki skal tryggja vörslu framangreindra gagna og er óheimilt að nota eða afhenda umræddar upplýsingar öðrum en lögreglu eða ákæruvaldi í samræmi við ákvæði 3. mgr. 47. gr. Eyða ber umferðargögnunum að þessum tíma liðnum enda sé ekki þörf fyrir þau á grundvelli 2. mgr.]
2)

Með samþykki áskrifanda er fjarskiptafyrirtæki heimilt að vinna úr gögnum skv. 1. mgr. vegna markaðssetningar fjarskiptaþjónustu eða framboðs á virðisaukandi þjónustu að því leyti sem nauðsynlegt er fyrir slíka þjónustu eða markaðssetningu. Samþykki má afturkalla hvenær sem er.

Þjónustuveitandi skal upplýsa áskrifendur fyrir fram um hvaða gögn um fjarskiptanotkun eru tekin til úrvinnslu og hversu lengi úrvinnsla mun standa.

Úrvinnslu gagna samkvæmt þessari grein skulu þeir einir sinna sem eru undir stjórn fjarskiptafyrirtækja og sjá um gerð reikninga eða stjórnun fjarskiptaumferðar, fyrirspurnir notenda, uppljóstrun misferlis, markaðssetningu fjarskiptaþjónustu eða virðisaukandi þjónustu og skal úrvinnslan einskorðast við það sem er nauðsynlegt í þágu slíkrar starfsemi.

[Fjarskiptafyrirtæki skulu setja sér verklagsreglur um meðferð persónuupplýsinga og eyðingu gagna í samræmi við ákvæði þessarar greinar og skilyrði sem Persónuvernd kann að setja.]
2)
1)L. 88/2008, 234. gr. 2)L. 78/2005, 7. gr.
43. gr.
Upplýsingar um staðsetningu búnaðar.

Því aðeins má vinna úr upplýsingum um staðsetningu búnaðar í almennum fjarskiptanetum eða almennri fjarskiptaþjónustu að ekki sé hægt að tengja þær við einstaka notendur eða að fengnu samþykki þeirra.

[Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu fjarskiptafyrirtæki án samþykkis notanda senda, án endurgjalds, upplýsingar samkvæmt þessari grein, að því marki sem er tæknilega gerlegt, til félaga og stofnana sem annast neyðarþjónustu og eru opinberlega viðurkennd sem slík, þ.m.t. löggæslu-, sjúkraflutninga- og slökkvilið. Notkun upplýsinganna er einungis heimil í þeim tilgangi að staðsetja neyðarsímtöl.]
1)

Póst- og fjarskiptastofnun setur reglur um veitingu upplýsinga og vinnslu þeirra.
1)L. 39/2007, 7. gr.
44. gr.
Sjálfvirkur hringiflutningur.

Allir áskrifendur fjarskiptaþjónustu skulu eiga þess kost, á einfaldan hátt og án þess að greiðsla komi fyrir, að stöðva sjálfvirkan hringiflutning frá þriðja aðila í búnað þeirra.
45. gr.
Skrár yfir áskrifendur.

Áskrifendur í fjarskiptaþjónustu skulu eiga rétt á að vera skráðir í opinberum númera- og vistfangaskrám og skoða upplýsingar sem skráðar eru um þá. Áskrifendur eiga kröfu á að vera óskráðir í gagnagrunni símaskrár og er óheimilt að krefja þá um gjald fyrir það.

Áður en persónulegar upplýsingar um áskrifendur eru skráðar í prentuðum eða rafrænum skrám yfir áskrifendur skulu þeir eiga aðgang að upplýsingunum. Persónuupplýsingar sem skráðar eru í prentuðum og rafrænum skrám og í upplýsingaþjónustu um símanúmer skulu takmarkast við þær upplýsingar sem þarf til að bera kennsl á áskrifanda nema áskrifandinn hafi veitt ótvíræða heimild til annars. Fjarskiptafyrirtæki ber að verða við kröfu áskrifanda um að gefið sé til kynna í skrá að upplýsingar skráðar um hann megi ekki nota í tilgangi beinnar markaðssetningar eða að heimilisfangi sé sleppt að einhverju eða öllu leyti.

Póst- og fjarskiptastofnun skal tryggja að öllum notendum sé opin a.m.k. ein símaskrá sem hefur upplýsingar um öll símanúmer. Einnig skal Póst- og fjarskiptastofnun tryggja að a.m.k. ein símaupplýsingaþjónusta sé opin öllum notendum með upplýsingum um öll símanúmer með fyrirvara um ákvæði 1. mgr. Póst- og fjarskiptastofnun getur í þessu skyni lagt viðeigandi kvaðir á fyrirtæki með [umtalsverðan markaðsstyrk].
1)

Póst- og fjarskiptastofnun getur skyldað öll fjarskiptafyrirtæki sem úthluta áskrifendum símanúmerum til að verða við beiðnum um að láta í té viðkomandi upplýsingar í formi sem aðilar koma sér saman um, þ.m.t. tölvutæku formi, og með skilmálum sem eru sanngjarnir og byggðir á kostnaði ásamt hæfilegri álagningu. Óheimilt er að nota upplýsingarnar í öðrum tilgangi en að gefa út símaskrár eða fyrir upplýsingaþjónustu um símanúmer.

[Póst- og fjarskiptastofnun setur að öðru leyti reglur um skráningu notenda sem úthlutað hefur verið númerum í fastlínu- og farsímakerfum. Að því er varðar farsímakort, sem ekki eru skráð á nafn, er stofnuninni heimilt að setja reglur um skráningu þeirra í samstarfi við Neyðarlínu, lögreglu og farsímafyrirtæki í því skyni að stuðla að auknu öryggi við notkun farsíma.]
2)
1)L. 78/2005, 12. gr. 2)L. 78/2005, 8. gr.
46. gr.
Óumbeðin fjarskipti.

Notkun sjálfvirkra uppkallskerfa, símbréfa eða tölvupósts, [þ.m.t. hvers konar rafrænna skilaboða (SMS og MMS)],
1) fyrir beina markaðssetningu er einungis heimil þegar áskrifandi hefur veitt samþykki sitt fyrir fram.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að nota tölvupóstfang við sölu á vörum eða þjónustu fyrir beina markaðssetningu á eigin vörum eða þjónustu ef viðskiptavinum er gefinn kostur á að andmæla slíkri notkun tölvupóstfanga þeim að kostnaðarlausu þegar skráning á sér stað og sömuleiðis í hvert sinn sem skilaboð eru send hafi viðskiptavinurinn ekki þegar í upphafi hafnað slíkri notkun.

Að öðru leyti en mælt er fyrir í 1. og 2. mgr. eru óumbeðin fjarskipti í formi beinnar markaðssetningar óheimil til þeirra áskrifenda sem óska ekki eftir að taka á móti þeim.

Óheimilt er að senda tölvupóst sem þátt í beinni markaðssetningu þar sem nafn og heimilisfang þess sem stendur að markaðssetningu kemur ekki skýrt fram.

[Þeir sem nota almenna tal- og farsímaþjónustu sem lið í markaðssetningu skulu virða merkingu í símaskrá sem gefur til kynna að viðkomandi áskrifandi vilji ekki slíkar símhringingar í símanúmer sitt. Áskrifandi á rétt á að fá vitneskju um hvaðan þær upplýsingar koma sem liggja úthringingu til grundvallar.]
1)
1)L. 39/2007, 8. gr.
47. gr.
Öryggi og þagnarskylda.

Fjarskiptafyrirtæki sem veita almenna fjarskiptaþjónustu skulu gera viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja öryggi þjónustunnar í samráði við rekstraraðila fjarskiptaneta ef við á. [Verja skal upplýsingar sem fara um fjarskiptanet gegn því að þær glatist, skemmist eða breytist fyrir slysni eða að óviðkomandi fái aðgang að þeim.]
1) Ef sérstök hætta er á að leynd fjarskipta á tilteknu neti verði rofin skal þjónustuveitandinn upplýsa áskrifendur um hættuna.

[Fjarskiptafyrirtæki skulu skjalfesta skipulag upplýsingaöryggis með því að setja sér öryggisstefnu, gera áhættumat og ákveða öryggisráðstafanir á grundvelli þess. Póst- og fjarskiptastofnun setur reglur
2) um vernd upplýsinga í almennum fjarskiptanetum þar sem nánar er mælt fyrir um þær kröfur sem gerðar eru til skipulags upplýsingaöryggis. Skulu reglurnar m.a. kveða á um:
a. hvernig skjalfesta skuli skipulag upplýsingaöryggis,
b. hlítingu við tiltekna staðla,
c. framkvæmd innra eftirlits,
d. helstu öryggisráðstafanir sem viðhafa skal,
e. tilkynningar vegna öryggisrofs,
f. eftirlitsúrræði Póst- og fjarskiptastofnunar.

Gerðar skulu sérstakar ráðstafanir til að tryggja samfelldan og órofinn rekstur almennra fjarskiptaneta. Póst- og fjarskiptastofnun setur sérstakar reglur
3) um virkni almennra fjarskiptaneta. Skulu reglurnar m.a. kveða á um:
a. gerð skriflegrar neyðaráætlunar,
b. hlítingu við tiltekna staðla,
c. raunlæga vernd almennra fjarskiptaneta,
d. afkastagetu og flæði umferðar um almenn fjarskiptanet,
e. stjórn almennra fjarskiptaneta,
f. virkni tölvupóstkerfa,
g. tilkynningar vegna þjónusturofs,
h. eftirlitsúrræði Póst- og fjarskiptastofnunar.

Óheimil er hlustun, upptaka, geymsla eða hlerun fjarskipta með öðrum hætti nema hún fari fram með samþykki notanda eða samkvæmt heimild í lögum.

Notkun njósnahugbúnaðar, vefhlerunarbúnaðar eða annars slíks búnaðar sem komið er fyrir í endabúnaði notanda til þess að fá aðgang að upplýsingum, safna földum upplýsingum eða fylgjast með athöfnum hans er einungis heimil í lögmætum tilgangi og með vitund hlutaðeigandi notanda. Notanda er rétt að hafna notkun slíks búnaðar.]
1)

Öllum sem starfa við fjarskiptavirki, hvort sem um er að ræða starfsmenn fjarskiptafyrirtækja eða aðra, er skylt, bæði meðan þeir gegna starfi og eftir að þeir hafa látið af því, að halda leyndu fyrir óviðkomandi aðilum öllu því sem um fjarskiptavirkin fer, hvort sem um er að ræða efni skeyta eða samtala eða hvort fjarskipti hafa átt sér stað og á milli hverra.

Ekki má án undangengins dómsúrskurðar heimila óviðkomandi aðilum að sjá skeyti, önnur skjöl eða annála um sendingar sem um fjarskiptavirkin fara eða hlusta á fjarskiptasamtöl eða hljóðrita þau. [Fjarskiptafyrirtæki er þó rétt og skylt að veita lögreglu, í þágu rannsóknar [sakamáls],
4) upplýsingar um hver sé skráður eigandi ákveðins símanúmers og/eða eigandi eða notandi vistfangs (IP-tölu).]
5) Um aðgang lögreglu að upplýsingum um fjarskipti skal [að öðru leyti]
5) fara samkvæmt lögum um meðferð [sakamála].
4)

Enginn sem starfar við fjarskiptavirki, net eða þjónustu má skjóta undan skeytum, gögnum, myndum eða öðrum merkjum sem afhent eru til fjarskiptaflutnings eða liðsinna öðrum við þess konar athæfi.

Sá sem fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekur við símskeytum, myndum eða öðrum fjarskiptamerkjum og táknum eða hlustar á símtöl má ekki skrá neitt slíkt hjá sér eða notfæra sér það á nokkurn hátt. Jafnframt ber honum að tilkynna sendanda að upplýsingar hafi ranglega borist sér. Skylt er að gæta fyllsta trúnaðar í slíkum tilfellum.

[Þeim sem rekur fjarskiptaþjónustu eða fjarskiptanet er skylt að verða við tilmælum lögreglu um aðstoð við rannsókn sakamáls, enda styðjist þau tilmæli við dómsúrskurð eða lagaheimild.

Starfsmenn fjarskiptafyrirtækis bera þagnarskyldu um allar aðgerðir sem gripið er til skv. [10. mgr.]
4)]
6)

[Í þágu rannsóknar máls er lögreglu heimilt að leggja fyrir fjarskiptafyrirtæki að varðveita þegar í stað tölvugögn, þar með talin gögn um tölvusamskipti. Fyrirmæli lögreglu geta eingöngu tekið til gagna sem þegar eru fyrir hendi. Í fyrirmælunum á að koma fram hvaða gögn eigi að varðveita og hve lengi, en sá tími má þó ekki vera lengri en 90 dagar.]
4)
1)L. 39/2007, 9. gr. 2)
Rgl. 1221/2007. 3)
Rgl. 1222/2007. 4)L. 88/2008, 234. gr. 5)L. 78/2005, 9. gr. 6)L. 74/2006, 6. gr.
48. gr.
Hljóðritun símtala.

Sá aðili að símtali sem vill hljóðrita símtal skal í upphafi þess tilkynna viðmælanda sínum um fyrirætlun sína.

Aðili þarf þó ekki að tilkynna sérstaklega um upptöku símtals þegar ótvírætt má ætla að viðmælanda sé kunnugt um hljóðritunina.

Þrátt fyrir 1. mgr. er opinberum stofnunum eða fyrirtækjum sem stofnanirnar fela slíkt heimilt að hljóðrita samtöl er þeim berast þegar slík hljóðritun er eðlilegur þáttur í starfsemi stjórnvalds og nauðsynleg vegna þjóðar- og almannaöryggis.

Um fyrirkomulag hljóðritunar og kynningu hennar fyrir almenningi og starfsmönnum stofnunar skal fara eftir skilyrðum sem Persónuvernd kann að setja.

Úrvinnsla hljóðritana samkvæmt þessari grein skal vera í samræmi við lagaákvæði um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
X. kafli.
[Tal- og farsímaþjónusta.]1)
1)L. 118/2008, 9. gr.
49. gr.
Neyðarhringingar.

Stuttnúmerið 112 skal vera frátekið fyrir neyðar- og öryggisþjónustu og er óheimilt að nota það í öðrum tilgangi. Óheimilt er að gjaldfæra símtöl í neyðarnúmerið 112.
50. gr.
Læsingar á aðgangi.

Fjarskiptafyrirtæki sem falin hefur verið alþjónusta skulu að beiðni áskrifanda læsa fyrir ákveðnar tegundir símtala eða fyrir símtöl í ákveðnar númeraraðir, honum að kostnaðarlausu.
51. gr.
Númerabirting.

Fjarskiptafyrirtæki sem reka almenna [tal- og farsímaþjónustu]
1) skulu bjóða notendum númerabirtingu í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd. Póst- og fjarskiptastofnun skal setja reglur
2) um fyrirkomulag númerabirtingar.
1)L. 118/2008, 7. gr. 2)
Rgl. 629/2008, sbr. 1068/2008.
52. gr.
Númeraflutningur.

Notendum almennrar talsímaþjónustu, að meðtalinni farsímaþjónustu, skal vera unnt að halda símanúmerum sínum óháð því hvaða fjarskiptafyrirtæki veitir þjónustuna. Þetta gildir þó ekki um númeraflutning milli fastaneta og farsímaneta.

Póst- og fjarskiptastofnun skal tryggja að gjöld fyrir númeraflutning taki mið af kostnaði ásamt hæfilegri álagningu.

Póst- og fjarskiptastofnun getur sett nánari reglur
1) um númeraflutning og tímasetningar í því sambandi og sker úr ágreiningi um framkvæmd hans.
1)
Rgl. 949/2008.
53. gr.
Forval og fast forval.

Fyrirtæki sem hafa [umtalsverðan markaðsstyrk]
1) í tengingum við almenna fasta talsímanetið skulu gera áskrifendum sínum mögulegt að fá aðgang að þjónustu allra samtengdra fyrirtækja sem veita almenna talsímaþjónustu. Fyrirkomulag þessa aðgangs getur verið annaðhvort þannig að notandi velji forskeyti á undan hverju símtali eða með föstu forvali sem hægt er að fara fram hjá í einstökum símtölum með því að velja forskeyti.

Þörf notenda fyrir forval eða fast forval í öðrum netum eða á annan hátt en skv. 1. mgr. skal Póst- og fjarskiptastofnun meta á grundvelli markaðsgreiningar. Ef niðurstaða markaðsgreiningar er sú að samkeppni sé ekki virk getur stofnunin lagt á kvaðir í samræmi við 27. gr.

Póst- og fjarskiptastofnun skal tryggja að gjöld fyrir aðgang og samtengingu sem tengjast framboði á forvali og föstu forvali taki mið af kostnaði ásamt hæfilegri álagningu.

Póst- og fjarskiptastofnun er heimilt að setja reglur
2) um forval og fast forval.
1)L. 78/2005, 12. gr. 2)
Rgl. 280/2002.
54. gr.
Verndun talsímanetsins.

Fyrirtæki sem bjóða [almenna tal- og farsímaþjónustu]
1) skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir sem miða að því að [almenna tal- og farsímanetið og almenna tal- og farsímaþjónustan],
1) þ.m.t. neyðarþjónusta, rofni ekki.

Óheimilt er notendum að valda truflunum eða ónæði í [tal- eða farsímanetum].
1)
1)L. 118/2008, 8. gr.
XI. kafli.
Stafrænt útvarp.
55. gr.
Skylda til að flytja útvarpsdagskrá.

Leggja má á aðila, sem bjóða fjarskiptanet til dreifingar hljóð- og sjónvarpssendinga til almennings, skyldur til að flytja ákveðna útvarpsdagskrá þegar umtalsverður hluti notenda nýtir sér netin til að taka á móti hljóð- og sjónvarpssendingum. Slíkar skyldur skulu einungis lagðar á þegar sérstaklega ríkar ástæður mæla með því.
56. gr.
Skilyrt aðgangskerfi.

Skilyrtur aðgangur að stafrænni hljóð- og sjónvarpsþjónustu skal fullnægja reglum
1) sem Póst- og fjarskiptastofnun setur á grundvelli skuldbindinga samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Þær kveði m.a. á um tæknilega eiginleika og skyldur til þess að veita aðgang.
1)
Rgl. 570/2006.
57. gr.
Staðlar í gagnvirkri sjónvarpsþjónustu.

Póst- og fjarskiptastofnun skal beina því til fyrirtækja sem starfrækja stafræna gagnvirka sjónvarpsþjónustu fyrir almenning eða selja þróaðan stafrænan sjónvarpsbúnað að þau noti opna staðla fyrir forritatengsl í samræmi við skuldbindingar samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.
58. gr.
Kröfur vegna stafræns útvarps í almennum fjarskiptanetum.

Almenn fjarskiptanet sem sett eru upp til þess að dreifa stafrænni sjónvarpsþjónustu skulu vera fær um að dreifa breiðskjársjónvarpsþjónustu og dagskrám. Fjarskiptafyrirtæki sem taka við og dreifa breiðskjárþjónustu eða dagskrám skulu viðhalda breiðskjárforminu.
XII. kafli.
Fjarskiptabúnaður.
59. gr.
Búnaður fjarskiptaneta.

Tækjabúnaður almennra fjarskiptaneta skal að jafnaði vera í samræmi við tæknistaðla sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu. Póst- og fjarskiptastofnun getur í sérstökum tilvikum mælt fyrir um notkun annarra staðla, svo og tilmæla frá Alþjóðafjarskiptasambandinu. Tæknilegir eiginleikar í nettengipunktum skulu ávallt vera í samræmi við staðla. Fjarskiptafyrirtæki sem reka almenn fjarskiptanet skulu birta upplýsingar um tæknilega eiginleika í nettengipunktum. Samgönguráðherra getur sett reglugerð
1) um nánari útfærslu þessara ákvæða. Þráðlaus fjarskiptanet má einungis setja upp og nota að fengnu leyfi Póst- og fjarskiptastofnunar. Stofnuninni er þó heimilt að gefa út almennt leyfi fyrir þráðlaus fjarskiptanet í ákveðnum tíðnisviðum þegar geislað afl senda er undir hámarki sem stofnunin setur.
1)Rg. 532/2001.
60. gr.
Innanhússfjarskiptalagnir.

Fjarskiptalagnir í húsnæði áskrifenda, þ.m.t. húskassar, eru á ábyrgð húseigenda. Staðsetning húskassa og allar lagnir í byggingu skulu vera í samræmi við teikningar af byggingunni sem byggingareftirlit hefur samþykkt. Í fjöleignarhúsum skulu húskassar vera innsiglaðir eða læstir og þannig gengið frá lögnum að óviðkomandi eigi ekki greiða leið að einstökum fjarskiptalínum. Þegar fjarskiptafyrirtæki berst umsókn um þjónustu frá áskrifanda skal fjarskiptafyrirtæki eiga rétt á aðgangi að húskassa í viðkomandi byggingu til að tengja sig inn á hann og að lögnum viðkomandi áskrifanda. Póst- og fjarskiptastofnun setur reglur
1) um frágang húskassa og lagna í þeim tilgangi að tryggja vernd fjarskipta og skilgreina aðgangsheimild fjarskiptafyrirtækja.
1)
Rgl. 1109/2006.
61. gr.
Notendabúnaður og tæki fyrir þráðlaus fjarskipti.

Póst- og fjarskiptastofnun hefur eftirlit með sölu notendabúnaðar fyrir fjarskipti og tækja fyrir þráðlaus fjarskipti. Eftirfarandi grunnkröfur eiga við um öll slík tæki:
1. Um verndun heilsu og öryggis notanda jafnt og annarra manna.
2. Um að tæki í notkun hafi ekki truflandi áhrif á rafsegulumhverfið.

Að auki skal þráðlaus búnaður gerður með tilliti til þess að nýta á sem skilvirkastan hátt tíðnisvið sem ætlað er þráðlausum fjarskiptum á jörðu og í geimnum og stöðu sem þeim er úthlutað á baugum umhverfis jörðu án þess að valda skaðlegum truflunum.

Setja má skilyrði um að ákveðnir flokkar tækja eða einstök tæki séu þannig gerð að þau:
a. megi starfrækja með öðrum tækjum með milligöngu neta og að hægt sé að tengja þau við rétta skilpunkta hvar sem er innan Evrópska efnahagssvæðisins,
b. valdi ekki tjóni á netum, starfsemi þeirra eða virkni og orsaki þannig óviðunandi rýrnun þjónustu,
c. hafi innbyggðar varnir til verndar persónuupplýsingum og friðhelgi einkalífs áskrifenda og notenda,
d. hafi möguleika á útfærslu sem hindrar svik,
e. hafi möguleika á útfærslu sem tryggir aðgang að neyðarþjónustu,
f. hafi möguleika sem auðvelda fötluðum notkun þeirra.

Notendabúnaður fyrir stafrænt sjónvarp skal uppfylla kröfur um samvirkni í samræmi við reglur
1) sem Póst- og fjarskiptastofnun setur um:
a. sameiginlegt brenglunaralgrími og gjaldfrjálsa viðtöku,
b. samvirkni hliðrænna og stafrænna sjónvarpstækja.
1)
Rgl. 570/2006.
62. gr.
Þráðlaus sendibúnaður.

Sendibúnað fyrir þráðlaus fjarskipti má aðeins hafa undir höndum, setja upp eða nota að fengnu leyfi Póst- og fjarskiptastofnunar. Þó má starfrækja þráðlausan búnað án sérstaks leyfis þegar hann er eingöngu notaður við almenna fjarskiptaþjónustu í tilteknu tíðnisviði. Póst- og fjarskiptastofnun gefur út leyfisbréf fyrir notkun þráðlauss sendibúnaðar og skal leyfisbréfið [að jafnaði]
1) vera tímabundið. Binda má leyfið skilyrðum, svo sem um sendiafl, staðsetningu, bandbreidd, útbreiðslusvæði og tengingu við almenn fjarskiptanet. Leyfisbréf skulu gefin út á nafn eiganda búnaðarins og eru þau ekki framseljanleg. Leyfishafi sem selur þráðlausan búnað, sem hann hefur fengið leyfisbréf fyrir, eða afhendir hann öðrum varanlega ber ábyrgð á því að tilkynna Póst- og fjarskiptastofnun um nýjan eiganda. Póst- og fjarskiptastofnun skal þegar í stað gera ráðstafanir til að stöðva starfrækslu þráðlausra senda, þ.m.t. útvarpssenda, sem ekki er leyfisbréf fyrir og ekki eru undanþegnir leyfisskyldu. Óheimilt er að hindra eftirlitsmenn Póst- og fjarskiptastofnunar í slíkum aðgerðum, enda hafi þeir framvísað starfsskírteini sínu. Póst- og fjarskiptastofnun getur veitt undanþágur frá ákvæðum um leyfisbréf fyrir ákveðnar tegundir sendibúnaðar. [Ekki þarf leyfisbréf fyrir lágaflsbúnaði sem vinnur á samræmdum tíðnisviðum sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur tilkynnt að nota megi fyrir slíkan búnað.]
1)

[Seljendum leyfisskylds þráðlauss búnaðar ber að tilkynna Póst- og fjarskiptastofnun hver sé kaupandi búnaðarins á því formi og með þeim hætti sem stofnunin samþykkir.]
1)
1)L. 78/2005, 10. gr.
63. gr.
Fjarskiptabúnaður í farartækjum.

Íslensk skip, loftför og önnur farartæki skulu búin fjarskiptabúnaði í samræmi við alþjóðasamþykktir og reglugerðir
1) sem samgönguráðherra setur.

Fjarskiptabúnað í erlendum skipum, flugvélum eða öðrum farartækjum sem eru innan íslenskrar land- eða lofthelgi má aðeins nota í samræmi við íslensk lög og reglugerðir.

Póst- og fjarskiptastofnun getur bannað notkun fjarskiptabúnaðar í erlendum farartækjum í íslenskri lögsögu ef notkunin telst andstæð íslenskum reglum.

Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. getur Póst- og fjarskiptastofnun heimilað notkun búnaðar sem viðurkenndur er til notkunar á alþjóðavettvangi.
1)Rg. 53/2000.
64. gr.
Takmörkun fjarskipta vegna truflana.

Póst- og fjarskiptastofnun getur látið innsigla fjarskiptavirki eða hluta þeirra eða bannað notkun þeirra og eftir atvikum fyrirskipað að fá þau afhent til geymslu undir innsigli ef fjarskiptavirkin trufla önnur fjarskipti eða hætta er á að öryggi fjarskipta sé raskað.
65. gr.
Viðurkenning búnaðar.

Óheimilt er að setja á markað annan notendabúnað en þann sem uppfyllir grunnkröfur skv. 61. gr. og ber CE-merkingu því til staðfestingar. [Innflutningur einstaklinga eða lögaðila á notendabúnaði til eigin nota eða í öðrum tilgangi telst markaðssetning í þessu sambandi.]
1)

Framleiðandi eða umboðsmaður hans hér á landi skal tryggja að öllum búnaði sem settur er á markað hér á landi fylgi upplýsingar fyrir notendur á íslensku um tilætlaða notkun, helstu eiginleika búnaðarins og skyldu kaupenda til að sækja um leyfisbréf fyrir þráðlausan búnað.

Framleiðandi eða umboðsmaður hans sem hyggst setja á markað þráðlausan búnað í tíðnisviðum þar sem notkun hefur ekki verið samræmd á Evrópska efnahagssvæðinu skal tilkynna Póst- og fjarskiptastofnun um þessa fyrirætlun með minnst fjögurra vikna fyrirvara. Einnig skal senda stofnuninni upplýsingar um eiginleika búnaðarins, þ.m.t. tíðnisvið hans, bil milli rása, mótunaraðferð og hátíðniafl. Telji Póst- og fjarskiptastofnun hættu á því að búnaðurinn geti truflað aðra þjónustu í viðkomandi tíðnisviði getur stofnunin bannað sölu og notkun hans.
1)L. 118/2008, 10. gr.
66. gr.
Markaðseftirlit.

Póst- og fjarskiptastofnun hefur markaðseftirlit með búnaði skv. 61. gr. Í því skyni skal stofnunin hafa ótakmarkaðan aðgang að sölustöðum slíks búnaðar. Ef búnaður sem uppfyllir ekki grunnkröfur samkvæmt lögum þessum er settur á markað getur stofnunin krafist að sala hans og notkun verði þegar í stað stöðvuð og búnaðurinn kyrrsettur.

Póst- og fjarskiptastofnun getur gert kröfu um að framleiðandi eða umboðsmaður hans afhendi stofnuninni sundurliðaðar upplýsingar og teikningar um búnað sem ráðgert er að setja á markað. Með slíkar upplýsingar skal farið sem trúnaðarmál.

Samgönguráðherra setur reglugerð
1) um markaðseftirlit með notendabúnaði og þráðlausum búnaði.
1)Rg. 90/2007.
XIII. kafli.
Réttindi til að starfa við fjarskiptavirki.
67. gr.
Kröfur til starfsmanna fyrirtækja.

Fjarskiptafyrirtæki skulu tryggja að starfsmenn þeirra sem vinna við uppsetningu og viðhald fjarskiptavirkja hafi fengið nauðsynlega þjálfun. Fjarskiptafyrirtæki skulu upplýsa starfsmenn sína um þær skyldur sem á þeim hvíla samkvæmt lögum þessum. Samgönguráðherra getur sett reglugerð um hæfniskröfur til þeirra sem starfa við almenn fjarskiptavirki.
68. gr.
Heimildir til starfrækslu þráðlauss búnaðar.

Póst- og fjarskiptastofnun gefur út skírteini sem heimila einstaklingum að starfrækja ákveðnar tegundir þráðlauss búnaðar.

[Ekki er gerð krafa um sérstaka þjálfun þeirra sem starfrækja þráðlausan búnað nema í þeim tilfellum að búnaðurinn gegni öryggishlutverki eða þegar sendiafl er umfram 100 W. Heimilt er að gefa út skírteini talstöðvavarðar sem heimilar handhafa að starfrækja fjarskiptabúnað í skipum. Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um útgáfu skírteinis talstöðvavarðar og hæfniskröfur í reglugerð.]
1)

Póst- og fjarskiptastofnun getur veitt útlendingum sem hér dvelja í takmarkaðan tíma undanþágu til að starfrækja fjarskiptabúnað, enda hafi þeir til þess réttindi í sínu heimalandi.

Póst- og fjarskiptastofnun getur sett nánari reglur um heimildir einstaklinga til að starfrækja fjarskiptabúnað.

Póst- og fjarskiptastofnun gefur út leyfi til radíóáhugamanna að fengnum umsóknum þeirra og umsögn hagsmunasamtaka áhugamanna. Erlendir ríkisborgarar geta sótt um leyfi til bráðabirgða eða til lengri tíma. Samgönguráðherra setur reglugerð
2) um starfsemi radíóáhugamanna.
1)L. 118/2008, 11. gr. 2)Rg. 348/2004.
XIV. kafli.
Uppsetning og vernd fjarskiptavirkja.
69. gr.
Aðgangur að landi.

Nú er fjarskiptafyrirtæki nauðsynlegt að leggja leiðslur fjarskiptavirkja um land annars manns, yfir það eða í jörðu, yfir hús eða önnur mannvirki á landinu, á þeim, gegnum þau eða undir þeim, og er eiganda viðkomandi fasteignar þá skylt að heimila slíkt, enda komi fullar bætur fyrir. Hafa skal samráð við eigendur eða umráðamenn slíkra fasteigna og mannvirkja um hvar leiðslur eru lagðar og skal þess gætt að sem minnst sé raskað hagsmunum eigandans. Starfsmenn við fjarskiptavirki skulu gæta þess að valda eigendum og íbúum ekki meiri óþægindum en brýnustu nauðsyn ber til.

Nú verður tjón á landi manna, mannvirkjum eða öðrum eignum við lagningu fjarskiptavirkja eða viðhald þeirra, og ekki verður úr bætt, eða lagning fjarskiptavirkja leiðir til takmörkunar á afnotamöguleikum viðkomandi eignar, og skal eigandi fjarskiptavirkis þá bæta tjónið. Náist ekki samkomulag um bótafjárhæð skal um ákvörðun bóta fara að lögum um framkvæmd eignarnáms.
70. gr.
Eignarnám.

Ef fjarskiptafyrirtæki er nauðsynlegt að tryggja sér land, lóð eða aðra eign í sambandi við lagningu eða rekstur almennra fjarskiptavirkja og samningum um kaup verður ekki við komið má samgönguráðherra heimila, að fenginni umsögn Póst- og fjarskiptastofnunar, að eign eða hluti hennar sé tekinn eignarnámi gegn endurgjaldi sem meta skal samkvæmt lögum um framkvæmd eignarnáms. Samþykki ráðherra fyrir eignarnámi skal m.a. háð því að eignarnemi setji tryggingu fyrir greiðslu áætlaðra eignarnámsbóta og kostnaðar við matið. Nú fást eignarnámsbætur ekki greiddar hjá eignarnema og skal ríkissjóður þá ábyrgjast greiðslu þeirra.
71. gr.
Vernd fjarskiptavirkja.

Þar sem fjarskiptavirki eru má ekki reisa mannvirki, setja upp tæki, leggja pípur, raflagnir, leiðslur og því um líkt, gera jarðrask eða aðrar ráðstafanir er af geta hlotist skemmdir á fjarskiptavirkjum eða truflanir á rekstri þeirra nema áður hafi verið aflað upplýsinga um legu þeirra og samráð verið haft við eiganda fjarskiptavirkisins um tilhögun framkvæmdanna.

Nú reynist nauðsynlegt vegna verklegra framkvæmda að flytja til eða breyta legu fjarskiptavirkja, og ber þá sá sem slíka framkvæmd annast allan kostnað sem af því kann að leiða, beinan og óbeinan, nema annað hafi orðið að samkomulagi.

Ef jarðrask eða aðrar framkvæmdir hafa leitt til skemmda á fjarskiptavirkjum eða truflana á rekstri þeirra skal sá sem þeim hefur valdið þegar í stað tilkynna það til eiganda fjarskiptavirkisins. Er tjónvaldi jafnframt skylt að bæta allt tjón sem af skemmdunum leiðir, bæði beint og óbeint, þar á meðal viðskiptatap, nema hann sýni fram á að ekki hafi verið komist hjá tjóni þó að fyllstu aðgæslu hafi verið gætt.

Nú liggur fyrir að tæki, raflagnir, pípur, leiðslur eða því um líkt valda truflun á rekstri fjarskiptavirkis og er fjarskiptafyrirtæki þá heimilt að krefjast úrbóta frá eiganda án tafar, en ella er fjarskiptafyrirtæki heimilt að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir truflun þá sem af þessu hlýst. Nú má truflun að þessu leyti rekja til gáleysis eiganda viðkomandi búnaðar, og ber eiganda þá að greiða allan kostnað sem af úrbótum leiðir.

Þar sem fjarskiptastrengir liggja í sjó skulu sjófarendur sýna aðgæslu og gæta varúðar. [Bannað er að veiða með veiðarfærum, sem fest eru í botni eða eru dregin eftir honum, svo sem netum, botnvörpum og þess háttar, á svæðum þar sem fjarskiptastrengir liggja. Svæði þetta skal vera mílufjórðungs belti hvorum megin við fjarskiptastrenginn. Þá er skipum einnig bannað að leggjast við akkeri innan sömu fjarlægða frá fjarskiptastrengjum.]
1) Nú verður tjón á fjarskiptastreng, sem valdið er af ásetningi eða gáleysi, og skal þá sá sem tjóni hefur valdið bæta beint og óbeint fjártjón sem af því hlýst nema hann sýni fram á að hann hafi gert allar nauðsynlegar varúðarráðstafanir til þess að komast hjá tjóni.

Þegar skip er innan eða utan landhelgi við lagningu eða viðgerð fjarskiptastrengja og ber til sýnis alþjóðamerki eða önnur merki er gefa það til kynna skulu önnur skip sem sjá eða eiga að geta séð þessi merki halda sig eigi skemmra en mílufjórðung frá sæsímaskipinu. Net og önnur veiðarfæri skal hafa í sömu fjarlægð. Fiskiskip skulu þó hafa tólf stunda frest til þess að fjarlægja veiðarfæri sem liggja í sjó.

Nú hefur dufl verið lagt út vegna lagningar eða viðgerðar á [fjarskiptastreng]
1) og skulu skip þá halda sig og veiðarfærum sínum eigi skemmra en mílufjórðung frá duflinu.

Ef skip hefur orðið að sleppa akkeri eða leggja net eða önnur veiðarfæri í sölurnar til þess að komast hjá því að skemma [fjarskiptastrengi]
1) á það kröfu um skaðabætur frá eiganda strengjanna, enda hafi stjórnendur skipsins ekki stofnað til hættunnar af gáleysi.

Ef unnt er skulu skipverjar þegar færa til bókar skýrslu um tjónið sem staðfest skal af stjórnanda skipsins. Að auki skal eiganda [fjarskiptastrengsins]
1) eða forsvarsmanni eiganda tilkynnt um atburðinn eins fljótt og kostur er.
1)L. 78/2005, 11. gr.
XV. kafli.
Fjarskipti á hættutímum.
72. gr.
Stöðvun fjarskipta.

Á ófriðartímum getur samgönguráðherra samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar mælt fyrir um stöðvun fjarskipta sem teljast hættuleg öryggi ríkisins.

Í neyðartilvikum, svo sem við eldgos, jarðskjálfta, snjóflóð o.s.frv., getur samgönguráðherra að beiðni ríkislögreglustjóra …
1) mælt fyrir um takmörkun fjarskipta sem truflað geta neyðar- og öryggisfjarskipti. Á sama hátt skal heimilt að mæla fyrir um að tiltekin fjarskiptavirki skuli notuð í þágu björgunaraðgerða og að sett skuli upp ný fjarskiptavirki. Komi endurgjald til greina greiðist það úr ríkissjóði samkvæmt mati Póst- og fjarskiptastofnunar.
1)L. 82/2008, 35. gr.
XVI. kafli.
Viðurlög o.fl.
73. gr.
Heimild til rekstrarstöðvunar.

Fjarskiptafyrirtæki sem reka fjarskiptanet eða þjónustu samkvæmt almennri heimild eða hafa réttindi til að nota tíðnir og númer skulu að beiðni Póst- og fjarskiptastofnunar veita stofnuninni upplýsingar samkvæmt lögum um Póst- og fjarskiptastofnun sem nauðsynlegar eru til þess að ganga úr skugga um að farið sé eftir skilyrðum almennra heimilda eða sérstakra kvaða, sbr. 5. mgr. 6. gr.

Komist Póst- og fjarskiptastofnun að þeirri niðurstöðu að fjarskiptafyrirtæki fari ekki að skilmálum almennra heimilda, skilyrðum sem tengjast réttindum eða sérstökum kvöðum skal stofnunin tilkynna fjarskiptafyrirtækinu um þessa niðurstöðu og gefa fyrirtækinu tækifæri að koma skoðun sinni á framfæri eða lagfæra brot sitt innan eins mánaðar frá dagsetningu tilkynningar, skemmri tíma sem fyrirtækið samþykkir eða Póst- og fjarskiptastofnun kveður á um þegar um endurtekið brot er að ræða eða lengri tíma sem Póst- og fjarskiptastofnun samþykkir.

Láti fjarskiptafyrirtæki ekki af broti sínu innan settra tímamarka skal Póst- og fjarskiptastofnun grípa til viðeigandi ráðstafana [skv. 5. mgr. 74. gr.]
1) …
1) Tilkynna skal fjarskiptafyrirtæki um ákvörðun stofnunarinnar ásamt rökstuðningi við hana og skal veita því hæfilegan frest til þess að verða við ákvörðun.

…
1)

Við alvarleg og endurtekin brot á skilmálum almennrar heimildar eða skilyrðum sem tengjast réttindum eða sérstökum kvöðum þegar ráðstafanir til að tryggja að farið verði að lögum hafa mistekist getur Póst- og fjarskiptastofnun stöðvað netrekstur eða þjónustu fjarskiptafyrirtækis eða afturkallað réttindi tímabundið eða varanlega.

Póst- og fjarskiptastofnun getur, ef sannanir liggja fyrir um brot á skilmálum almennrar heimildar eða skilyrðum sem tengjast réttindum eða sérstökum kvöðum sem leiðir til yfirvofandi hættu fyrir öryggi og heilsu almennings eða getur skapað alvarleg fjárhagsleg eða rekstrarleg vandamál fyrir önnur fjarskiptafyrirtæki eða notendur fjarskiptaneta eða þjónustu, tekið bráðabirgðaákvarðanir til að bæta úr ástandinu áður en endanleg ákvörðun er tekin. Fjarskiptafyrirtækinu sem í hlut á skal að lokinni bráðabirgðaákvörðun veitt tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri og leggja til úrbætur. Þegar við á getur Póst- og fjarskiptastofnun staðfest bráðabirgðaákvörðun sína.
1)L. 39/2007, 10. gr.
74. gr.
Viðurlög.

Brot á lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim varða sektum, en [fangelsi allt að tveimur árum]
1) ef sakir eru miklar eða brot ítrekuð.

Gáleysisbrot skulu eingöngu varða sektum.

Brot gegn IX. kafla laganna um vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs varða refsingu svo sem mælt er fyrir um í 1. mgr. Sé slíkt brot framið í ávinningsskyni, hvort sem er í eigin þágu eða annarra, má refsa með fangelsi allt að þremur árum.

Fjarskiptabúnað sem hefur verið starfræktur í heimildarleysi má gera upptækan, sbr. 69. gr. almennra hegningarlaga, með síðari breytingum.

Þegar fjarskiptafyrirtæki fer ekki að ákvæðum laga, skilyrðum almennrar heimildar, skilyrðum sérstakra réttinda eða einstökum ákvörðunum Póst- og fjarskiptastofnunar getur stofnunin ákveðið í samræmi við ákvæði 73. gr. [að fella niður skráningu fyrirtækisins, afturkalla réttindi eða bæta við skilyrðum].
2)
1)L. 74/2006, 7. gr. 2)L. 39/2007, 11. gr.
XVII. kafli.
Gildistaka o.fl.
75. gr.
Almenn reglugerðarheimild.

Samgönguráðherra setur í reglugerð
1) nánari fyrirmæli um framkvæmd fjarskiptamála.
1)Rg. 866/2000, sbr. 700/2005; rg. 532/2001, rg. 348/2004, rg. 90/2007, rg. 1046/2008.
76. gr.
Gildistaka.

Lög þessi öðlast gildi 25. júlí 2003. Ákvæði 22. gr. tekur gildi 1. janúar 2004 og kemur fyrst til framkvæmda á árinu 2005 vegna bókfærðrar veltu á árinu 2004. …
Ákvæði til bráðabirgða.
I. Breyta skal fjarskiptaleyfum og almennum heimildum sem í gildi eru við setningu laga þessara eigi síðar en 25. júlí 2003 til samræmis við lög þessi. Eftir það skulu reglur um almennar heimildir gilda fyrir öll fjarskiptafyrirtæki ásamt skilyrðum sem sett verða um sérstök réttindi til notkunar á tíðnum og númerum þar sem við á.

Þegar framkvæmd 1. mgr. hefur í för með sér minni réttindi eða auknar kvaðir samanborið við gildandi heimildir getur Póst- og fjarskiptastofnun framlengt gildistíma réttindanna og kvaðanna í allt að níu mánuði frá 25. júlí 2003 með fyrirvara um að réttindi annarra fjarskiptafyrirtækja skerðist ekki við það. Póst- og fjarskiptastofnun skal tilkynna um slíka frestun til Eftirlitsstofnunar EFTA.
II. Öllum kvöðum sem í gildi eru á fjarskiptafyrirtæki, sem bjóða almenn fjarskiptanet eða þjónustu, varðandi aðgang og samtengingu skal viðhaldið þangað til endurskoðun kvaðanna hefur farið fram að lokinni markaðsgreiningu. Kvaðir sem þetta á við um eru um réttindi og skyldur til að semja um samtengingu neta og þjónustu, um að bjóða fyrirtækjum samtengingu án mismununar og um upplýsingagjöf í því sambandi, stofn samtengingargjalda og kostnaðarbókhald, aðgreiningu kostnaðar í bókhaldi og fjárhagsskýrslur, samhýsingu og samnýtingu aðstöðu, númeramál, birtingu upplýsinga og aðgang að þeim, sérstakan netaðgang sem er annar en boðinn er í venjulegum nettengipunktum, lágmarksframboð leigulína og eftirlit með leigulínuseljanda. Enn fremur skulu kvaðir er varða smásöluverð fyrir aðgang og notkun á almennu talsímaneti, forval og fast forval halda gildi sínu þar til Póst- og fjarskiptastofnun hefur lokið markaðsgreiningu og tekið ákvörðun um álagningu, niðurfellingu eða áframhaldandi gildi slíkra kvaða.