Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 15. maí 2009.  Útgáfa 136b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um útflutning hrossa

2002 nr. 55 2. maí


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 10. maí 2002, sjá þó 9. gr. Breytt með l. 55/2005 (tóku gildi 30. maí 2005), l. 76/2005 (tóku gildi 1. jan. 2006), l. 167/2007 (tóku gildi 1. jan. 2008) og l. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008).


1. gr. [Útflutningur á hrossum er heimill án sérstakra leyfa að uppfylltum skilyrðum laga þessara og stjórnvaldsfyrirmælum settum samkvæmt þeim. Þó má ekki flytja úr landi yngri hross en fjögurra mánaða eða fylfullar hryssur sem gengnar eru með sjö mánuði eða lengur.] 1)
    1)L. 55/2005, 1. gr.
2. gr. Óheimilt er að flytja úr landi hross nema [héraðsdýralæknir] 1) hafi skoðað það í útflutningshöfn, metið það hæft til útflutnings með tilliti til [aldurs], 2) dýraverndar og smitsjúkóma og staðfest að það sé rétt merkt og uppfylli kröfur sem gerðar eru af hlutaðeigandi yfirvöldum í innflutningslandi. Öll útflutningshross skulu örmerkt eða frostmerkt. Útflytjendur hrossa greiða kostnað við skoðun útflutningshrossa í útflutningshöfn samkvæmt gjaldskrá sem [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 3) staðfestir að fenginni tillögu [Matvælastofnunar]. 3)
    1)L. 76/2005, 25. gr. 2)L. 55/2005, 2. gr. 3)L. 167/2007, 69. gr.
3. gr. Flutningsfar fyrir hross og öll aðstaða, svo sem rými, loftræsting, brynningartæki, fóður og aðstaða til fóðrunar, skal vera með þeim hætti að sem best sé að hrossunum búið. [Héraðsdýralæknir] 1) skal ávallt líta eftir að reglum um aðbúnað sé fylgt.
Á tímabilinu 1. nóvember til 15. apríl er einungis heimilt að flytja hross til útlanda með flugvélum.
    1)L. 76/2005, 25. gr.
4. gr. Hrossum sem flutt eru úr landi skal fylgja vottorð, hestavegabréf, frá Bændasamtökum Íslands er staðfesti uppruna, ætterni og hver eigandi þess sé.
Útflytjendur hrossa greiða gjald vegna kostnaðar við útgáfu hestavegabréfa samkvæmt gjaldskrá sem [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 1) staðfestir að fenginni tillögu Bændasamtaka Íslands.
Fagráð í hrossarækt, sem starfar skv. 4. gr. búnaðarlaga, nr. 70/1998, skal árlega ákveða mörk kynbótamats sem hross þarf að hafa til að teljast úrvalskynbótagripur. Sé áformað að selja úr landi hross sem hefur kynbótamat yfir þeim mörkum skal það tilkynnt Bændasamtökum Íslands án tafar.
    1)L. 167/2007, 69. gr.
5. gr. Af hverju útfluttu hrossi skal greiða 500 kr. gjald í stofnverndarsjóð skv. 15. gr. búnaðarlaga, nr. 70/1998. Bændasamtök Íslands annast innheimtu gjaldsins.
6. gr. Skipa skal fimm manna ráðgjafarnefnd um málefni er snerta útflutning hrossa og skal hún jafnframt vera samráðsvettvangur stjórnvalda og þeirra sem að þeim málum vinna. Bændasamtök Íslands, Félag hrossabænda, [Matvælastofnun] 1) og Félag hrossaútflytjenda tilnefna menn í nefndina en ráðherra skipar formann án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.
    1)L. 167/2007, 69. gr.
7. gr. [Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 1) fer með framkvæmd laga þessara og setur með reglugerðum 2) nánari ákvæði um framkvæmd þeirra, þar með talið skoðun og merkingu útflutningshrossa, aðstöðu í útflutningshöfn og upplýsingar sem útflytjanda er skylt að leggja fram og sem upprunavottorð byggist á.
    1)L. 167/2007, 69. gr. 2)Rg. 449/2002, sbr. 677/2002.
8. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. … 1)
    1)L. 88/2008, 233. gr.
9. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. … Ákvæði 2. gr. um að öll útflutningshross skuli vera örmerkt eða frostmerkt tekur þó fyrst gildi 1. janúar 2003.