Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 11. september 2012.  Útgáfa 140b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um sjóntækjafræðinga1)

1984 nr. 17 24. apríl


    1)Lögin falla brott 1. jan. 2013 skv. l. 34/2012, 33. gr.
Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 4. maí 1984. Breytt með l. 23/1991 (tóku gildi 17. apríl 1991), l. 116/1993 (tóku gildi 1. jan. 1994; EES-samningurinn: VII. viðauki), l. 76/2002 (tóku gildi 17. maí 2002), l. 11/2004 (tóku gildi 15. júní 2004), l. 41/2007 (tóku gildi 1. sept. 2007), l. 12/2008 (tóku gildi 1. apríl 2008), l. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008), l. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011) og l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).


1. gr. Rétt til þess að kalla sig sjóntækjafræðing og starfa sem slíkur hefur sá einn sem til þess hefur leyfi [landlæknis]. 1)
    1)L. 12/2008, 50. gr.
2. gr. [[Leyfi skv. 1. gr. skal veita íslenskum ríkisborgurum, ríkisborgurum í öðru aðildarríki EES-samningsins og í Sviss sem lokið hafa prófi frá skólum sem viðurkenndir eru sem slíkir af heilbrigðisstjórn þess lands sem námið er stundað í.] 1) [Leita skal umsagnar læknadeildar Háskóla Íslands og Félags sjóntækjafræðinga áður en leyfið er veitt.] 2)] 3)
    1)L. 76/2002, 12. gr. 2)L. 12/2008, 51. gr. 3)L. 116/1993, 8. gr.
3. gr. [Nú uppfyllir maður skilyrði 2. gr. að öðru leyti en að því er varðar ríkisfang í öðru aðildarríki EES-samningsins eða í Sviss og er þá [landlækni] 1) heimilt að veita honum ótakmarkað eða tímabundið leyfi að fenginni umsögn sömu aðila og um getur í 2. gr.] 2)
    1)L. 12/2008, 52. gr. 2)L. 76/2002, 13. gr.
4. gr.1)
    1)L. 12/2008, 53. gr.
5. gr. [Sjóntækjafræðingar mæla sjón og fullvinna og selja sjónhjálpartæki (gleraugu og snertilinsur).
[Ráðherra] 1) skal í reglugerð 2) setja ákvæði um menntunarskilyrði sem sjóntækjafræðingar skulu uppfylla til að mega mæla sjón og fullvinna sjónhjálpartæki.
Ráðherra getur í reglugerð 2) takmarkað heimildir sjóntækjafræðinga til að mæla sjón hjá nánar tilgreindum hópum.] 3)
    1)L. 126/2011, 100. gr. 2)Rg. 1043/2004, sbr. 626/2005 og 966/2008. 3)L. 11/2004, 1. gr.
6. gr. Óheimilt er að ráða til hvers konar sjóntækjafræðistarfa aðra en þá sem hafa starfsleyfi samkvæmt lögum þessum.
7. gr. Sjóntækjafræðingi ber að þekkja skyldur sínar, viðhalda þekkingu sinni og tileinka sér nýjungar er varða starfið.
8. gr. Sjóntækjafræðingi er skylt að halda dagbók um þá er leita til hans og aðrar skýrslur í samræmi við fyrirmæli landlæknis.
9. gr. [Um eftirlit með sjóntækjafræðingum, veitingu áminningar og sviptingu starfsleyfa eða takmörkun starfsréttinda sem veitt eru samkvæmt lögum þessum og endurveitingu slíkra réttinda gilda ákvæði laga um landlækni.
Ákvæði læknalaga gilda að öðru leyti eftir því sem við getur átt um sjóntækjafræðinga og um refsingar fyrir brot í starfi.] 1)
2)
    1)L. 41/2007, 24. gr. 2)L. 88/2008, 233. gr.
10. gr. [Ráðherra] 1) getur sett nánari ákvæði í reglugerð um framkvæmd laga þessara.
    1)L. 162/2010, 55. gr.
11. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.
[Ákvæði til bráðabirgða. Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. apríl 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1. gr. laganna.] 1)
    1)L. 12/2008, 56. gr.