Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 1. september 2018.  Útgáfa 148c.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra

1931 nr. 36 8. september


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. janúar 1932. Breytt með l. 141/1998 (tóku gildi 1. jan. 1999).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við dómsmálaráðherra eða dómsmálaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr.
[Þjónandi prestar og prófastar skulu fá greiddan rekstrarkostnað embætta sinna frá biskupsstofu samkvæmt reglum 1) sem kirkjuþing setur.] 2)
    1) Augl. 819/1999, sbr. 852/2001 og 291/2004. 2)L. 141/1998, 1. gr.
2. gr.
Ráðuneytið leggur sóknarprestinum til löggiltar embættisbækur, svo og eyðublöð undir lögboðnar skýrslur og embættisvottorð.
3. gr.
Fyrir aukaverk ber prestum þóknun eftir gjaldskrá, er ráðuneytið setur til 10 ára í senn.