Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 20. september 2019.  Útgáfa 149c.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra

1990 nr. 129 31. desember


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 14. janúar 1991. Breytt með: L. 83/1997 (tóku gildi 6. júní 1997). L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 115/2015 (tóku gildi 16. des. 2015).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við mennta- og menningarmálaráðherra eða mennta- og menningarmálaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. Markmið og gildissvið.
1. gr.
Markmið laga þessara er að stuðla að jafnrétti heyrnarlausra til þjónustu sem víðast í þjóðfélaginu á grundvelli táknmáls heyrnarlausra.
2. gr.
Hlutverk Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra er að annast:
    a. rannsóknir á íslensku táknmáli,
    b. kennslu táknmáls,
    c. táknmálstúlkun,
    d. aðra þjónustu.
Um skipan þjónustunnar skal kveðið á í reglugerð. 1)
Stofnunin skal hafa samstarf við svæðisstjórnir um málefni [fatlaðs fólks], 2) Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Heyrnleysingjaskólann, Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, Námsgagnastofnun og aðra opinbera aðila varðandi málefni er snerta starfsemi þeirra. Sama gildir um samstarf við félög áhugamanna.
    1)Rg. 1058/2003, sbr. 884/2004. 2)L. 115/2015, 28. gr.

II. kafli. Stjórnun.
3. gr.
[Ráðherra] 1) skipar stofnuninni fimm manna stjórn til fjögurra ára í senn og jafnmarga til vara:
    a. einn fulltrúa tilnefndan af Félagi heyrnarlausra,
    b. einn fulltrúa tilnefndan af Foreldra- og styrktarfélagi heyrnardaufra,
    c. [tvo fulltrúa tilnefnda af [ráðherra er fer með málefni fatlaðs fólks], 1)] 2)
    [d. ] 2) skipar [ráðherra] 1) einn fulltrúa án tilnefningar. Skal hann vera formaður. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt.
    1)L. 126/2011, 149. gr. 2)L. 162/2010, 7. gr.
4. gr.
[Ráðherra] 1) skipar forstöðumann til fimm ára í senn að fengnum tillögum stjórnar stofnunarinnar. Hann á sæti á fundum stjórnarinnar með málfrelsi og tillögurétti og sér um framkvæmd á ákvörðunum hennar. Forstöðumaður annast daglegan rekstur stofnunarinnar.
    1)L. 126/2011, 149. gr.
5. gr.
[Forstöðumaður ræður annað starfsfólk.] 1)
    1)L. 83/1997, 125. gr.
6. gr.
Samskiptamiðstöð gerir fjárhags- og framkvæmdaáætlun til allt að fimm ára. Stjórn stofnunarinnar staðfestir áætlanir og fylgist með framkvæmd þeirra. [Ráðherra] 1) getur, að fengnum tillögum stjórnar stofnunarinnar, sett gjaldskrá fyrir þá þjónustu sem samskiptamiðstöðin veitir.
    1)L. 126/2011, 149. gr.
7. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi. Lögin skal endurskoða innan fjögurra ára frá gildistöku þeirra.