Lagasafn. Íslensk lög 20. september 2019. Útgáfa 149c. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda1)
1998 nr. 155 28. desember
1)3. gr. laganna var breytt með l. 27/2018, 1. gr.; breytingin tekur gildi 1. júlí 2020 skv. 5. gr. s.l.
Ferill málsins á Alþingi.
Frumvarp til laga.
Tóku gildi 1. janúar 1999. Breytt með: L. 129/2004 (tóku gildi 31. des. 2005). L. 141/2004 (tóku gildi 30. des. 2004). L. 65/2006 (tóku gildi 27. júní 2006). L. 167/2006 (tóku gildi 1. jan. 2007). L. 65/2010 (tóku gildi 27. júní 2010). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 74/2014 (tóku gildi 7. júní 2014). L. 27/2018 (tóku gildi 15. maí 2018 nema 1. gr. sem tekur gildi 1. júlí 2020).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við
fjármála- og efnahagsráðherra eða
fjármála- og efnahagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna
hér.
I. kafli.
Heiti, hlutverk, aðild, stjórn og iðgjald.
1. gr.

Sjóðurinn heitir Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og starfar með því skipulagi og markmiði sem segir í lögum þessum og samþykktum sjóðsins.

Heimilt er að skipta sjóðnum í deildir eftir fjárfestingarstefnu, eftir því hvernig ávinnslu réttinda er háttað og eftir því hvort lífeyrisréttindi eru í sameign eða séreign.

Hlutverk sjóðsins er að tryggja sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum lífeyri samkvæmt ákvæðum laga þessara og samþykkta sjóðsins.

Heimili sjóðsins og varnarþing er í Reykjavík.
2. gr.

Skylda til greiðslu iðgjalds nær til allra launþega og þeirra sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi frá 16 ára til 70 ára aldurs og hafa ekki fullnægt tryggingarskyldu sinni með aðild að öðrum lífeyrissjóði og greiðslu iðgjalds til hans í samræmi við ákvæði
laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
3. gr.

[[Ráðherra]
1) skipar sjö menn og jafnmarga varamenn í stjórn sjóðsins til fjögurra ára í senn. Skulu fjórir stjórnarmanna skipaðir eftir tilnefningu stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða og þrír án tilnefningar og skal einn þeirra vera formaður sjóðstjórnar en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. [Ráðherra]
1) ákvarðar þóknun stjórnarmanna. Stjórnin skal halda gerðabók og rita í hana allar samþykktir sínar. Til þess að samþykkt sé lögmæt þarf meiri hluti stjórnarmanna að greiða henni atkvæði.]
2)
1)L. 126/2011, 282. gr. 2)L. 141/2004, 1. gr.
4. gr.

Stjórn sjóðsins fer með yfirstjórn hans. Stjórnin skal fjalla um allar meiri háttar ákvarðanir varðandi stefnumótun sjóðsins og starfsemi. Hún skal sjá um að nægjanlegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna sjóðsins. Stjórnin setur honum samþykktir í samræmi við ákvæði laga þessara og ákvæði
laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
5. gr. …
1)
1)L. 27/2018, 2. gr.
6. gr. …
1)
1)L. 27/2018, 2. gr.
7. gr.

Launagreiðanda ber að halda eftir iðgjöldum starfsmanna sinna og standa skil á þeim mánaðarlega ásamt eigin iðgjaldshluta. Gjalddagi iðgjalds hvers mánaðar er 10. næsta mánaðar og eindagi síðasta dag sama mánaðar. Hafi ekki verið greitt á eindaga skal innheimta hæstu vanskilavexti sem Seðlabanki Íslands heimilar innlánsstofnunum að taka frá gjalddaga til greiðsludags. Launagreiðanda og sjálfstæðum atvinnurekanda ber að tilkynna sjóðnum ef þeim ber ekki lengur að standa skil á lífeyrisiðgjaldi þar sem þeir hafa hætt starfsemi eða launþegar þeirra látið af störfum.
8. gr.

Stjórn sjóðsins er heimilt að innheimta þóknun allt að [4%]
1) af iðgjaldi vegna innheimtu iðgjalda sem sjóðnum ber að innheimta í samræmi við
6. gr. laga nr. 129/1997. [Feli sjóðurinn þriðja aðila, sem til þess er bær, að annast innheimtu iðgjaldanna, enda hafi ekki verið orðið við áskorunum sjóðsins um greiðslu þeirra, skal kostnaður sem af því leiðir greiddur af þeim sem innheimtan beinist að.]
2)
1)L. 141/2004, 2. gr. 2)L. 74/2014, 1. gr.
II. kafli.
…1)
1)L. 27/2018, 3. gr.
III. kafli.
Ýmis ákvæði.
14. gr. …
1)
1)L. 27/2018, 4. gr.
15. gr.

Nánari ákvæði um skipulag sjóðsins og starfsemi hans skulu sett í samþykktir sem stjórn sjóðsins semur og staðfestar eru af [ráðherra]
1) að fenginni umsögn Fjármálaeftirlitsins.

Sjóðurinn skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um breytingar á stjórn, framkvæmdastjóra, endurskoðanda og tryggingafræðingi.
1)L. 126/2011, 282. gr.
16. gr.

Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1999.
…