Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 10. janúar 2020.  Útgáfa 150a.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um niðurfellingu laga um kísilgúrverksmiðju við Mývatn, nr. 80/1966, með síðari breytingum, og um ráðstöfun eigna Kísilgúrsjóðs

2008 nr. 152 23. desember


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 31. desember 2008. Breytt með: L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra eða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr.
Kísilgúrsjóði skal slitið og starfsemi hans lögð niður við gildistöku laga þessara.
2. gr.
[Ráðherra] 1) er heimilt að ráðstafa eignum sjóðsins með samningi við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf. Samningurinn skal hafa það að markmiði að efla atvinnulíf og nýsköpun í Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppi og Norðurþingi.
    1)L. 126/2011, 501. gr.
3. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.