Lagasafn. Íslensk lög 1. október 2020. Útgáfa 150c. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um löggilta niðurjöfnunarmenn sjótjóns
1938 nr. 74 11. júní
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 11. júní 1938. Breytt með: L. 46/1961 (tóku gildi 2. maí 1961). L. 23/1991 (tóku gildi 17. apríl 1991). L. 92/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992 nema 103. gr. sem tók gildi 9. jan. 1992). L. 133/1993 (tóku gildi 1. jan. 1994; EES-samningurinn: V. viðauki tilskipun 64/221/EBE, VII. viðauki tilskipun 67/43/EBE, V. viðauki tilskipun 68/360/EBE og 72/194/EBE, VIII. viðauki tilskipun 73/148/EBE, 75/34/EBE og 75/35/EBE, VII. viðauki tilskipun 77/249/EBE og 89/48/EBE, VIII. viðauki tilskipun 90/364/EBE, 90/365/EBE og 90/366/EBE). L. 72/2003 (tóku gildi 10. apríl 2003). L. 26/2005 (tóku gildi 25. maí 2005). L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við dómsmálaráðherra eða dómsmálaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.


1)L. 126/2011, 13. gr.


1. [Löggiltur niðurjöfnunarmaður sjótjóns skal hafa lögheimili hér á landi, vera lögráða og fullra 25 ára og hafa forræði á búi sínu.] 1)
2. Hann skal hafa tekið embættispróf í lögum við Háskóla Íslands [eða sambærilegt próf við annan háskóla]. 1)
3. Hann skal hafa aflað sér fræðilegrar sérþekkingar á sjórétti og sjóvátryggingarrétti við erlendan háskóla eigi skemur en eitt ár.
4. Hann skal leggja fram skilríki fyrir því, að hann hafi starfað að niðurjöfnun sjótjóns hjá innlendum eða erlendum löggiltum niðurjöfnunarmanni sjótjóns eigi skemur en eitt ár.
5. Hann má ekki reka atvinnu, er ráðherra telur ósamrýmanlega þessu starfi, svo sem skipamiðlun, eða veita forstöðu skipa- eða vátryggingarfélögum.



1)L. 133/1993, 1. gr. 2)L. 46/1961, 1. gr. 3)L. 72/2003, 1. gr. 4)L. 133/1993, 2. gr. 5)L. 26/2005, 1. gr.





1)L. 92/1991, 22. gr.




1)L. 162/2010, 87. gr.