Lagasafn. Íslensk lög 1. október 2020. Útgáfa 150c. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um landmælingar og grunnkortagerð
2006 nr. 103 14. júní
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 1. janúar 2007. Breytt með: L. 44/2011 (tóku gildi 13. maí 2011 nema 1. málsl. 10. gr. sem tók gildi 1. jan. 2014; EES-samningurinn: XX. viðauki tilskipun 2007/2/EB). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 22/2015 (tóku gildi 17. mars 2015). L. 46/2017 (tóku gildi 17. júní 2017). L. 45/2018 (tóku gildi 26. maí 2018; EES-samningurinn: XI. viðauki tilskipun 2013/37/ESB).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við umhverfis- og auðlindaráðherra eða umhverfis- og auðlindaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.




Grunnkort: Staðfræðileg kortagögn sem notuð eru sem undirlag fyrir þau þemagögn sem unnið er með hverju sinni, svo sem upplýsingar um gróður, skipulag eða jarðfræði. Grunnkort eru í flestum tilfellum stafræn gögn sem hægt er að nota í landfræðilegum upplýsingakerfum. Grunnkort má einnig nota til að vinna afleidd kort til útgáfu, t.d. ferðakort og göngukort.
Hæðarkerfi: Net eða kerfi fastra hæðarmælipunkta, t.d. málmbolta, á yfirborði jarðar.
Landfræðileg gagnasöfn: Söfn landupplýsinga sem yfirleitt eru geymd flokkuð á tölvutæku formi og hægt er að setja fram með margs konar hætti á korti. Gögn eða upplýsingar í landfræðilegum gagnasöfnum eru flokkaðar eftir gerð í mismunandi þekjur.
Landshnitakerfi: Hnitakerfi með viðmiðun sem nær til alls landsins og samanstendur af mælistöðvum á yfirborði jarðar, t.d. málmboltum.
Landupplýsingar: Hvers kyns hnitsettar upplýsingar um fyrirbæri í umhverfinu, bæði náttúruleg og manngerð.
[ Stjórnvöld:
a. Öll stjórnvöld sem falla undir gildissvið upplýsingalaga.
b. Lögaðili sem hefur verið falið opinbert hlutverk eða veitir almenningi opinbera þjónustu sem varðar umhverfið á grundvelli laga, stjórnvaldsfyrirmæla eða samnings við stjórnvöld sem falla undir a-lið.
c. Lögaðili sem gegnir opinberu hlutverki eða veitir opinbera þjónustu sem varðar umhverfið og lýtur stjórn þeirra stjórnvalda sem falla undir a-lið. Lögaðili er talinn lúta opinberri stjórn í þessum skilningi þegar stjórnvöld skv. a-lið tilnefna meira en helming stjórnarmanna í stjórn lögaðilans eða hafa á annan hátt virk yfirráð yfir honum.] 1)
Viðmiðun: Kennistærðir sem lýsa legu, stefnu og kvarða landshnitakerfisins á jörðinni.
Þekja: Ákveðin gerð eða flokkur landupplýsinga sem mynda eina heild í landfræðilegu gagnasafni, t.d. vegaþekja eða vatnafarsþekja.
Örnefni: Nafn, orð eða orðasamband, á landfræðilegum punkti, línu eða svæði sem hægt er að setja á landakort og vísar til eins ákveðins staðar innan ákveðins samfélags; lands, héraðs, sveitabæjar, þéttbýlisstaðar, húss, götu, torgs, vegar, fjalls, dals, stöðuvatns, fjarðar, hafsvæðis, skers, miðs o.s.frv.
1)L. 46/2017, 1. gr.




1)L. 126/2011, 438. gr.


1. Að vera [ráðuneytinu] 1) til ráðuneytis á fagsviðum sem stofnunin starfar á samkvæmt lögum þessum og varðandi stefnumótun á sviði landmælinga og opinberrar grunnkortagerðar.
2. Uppbygging og viðhald viðmiðana og aðgengilegs landshnitakerfis og hæðarkerfis fyrir allt Ísland.
3. Að hafa frumkvæði að gerð og notkun staðla á sviði landupplýsinga.
4. Gerð, viðhald og miðlun á eftirtöldum stafrænum þekjum … 2):
a. Vatnafar.
b. Yfirborð.
c. Vegir og samgöngur.
d. [Örnefni úr örnefnagrunni.] 3)
e. Stjórnsýslumörk.
f. Mannvirki.
g. Hæðarlínur og hæðarpunktar.
5. Að veita aðgang að gögnum sem stofnunin varðveitir í gagnasöfnum sínum, sbr. 6. gr.
6. Skráning og miðlun upplýsinga um landfræðileg gagnasöfn af Íslandi.
7. Að eiga faglegt samstarf við háskóla, stofnanir, fyrirtæki og alþjóðleg samtök í samræmi við verkefni stofnunarinnar.
[8. Að fara með framkvæmd laga um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar, þ.m.t. að sjá um rekstur, viðhald og tæknilega þróun landupplýsingagáttar.] 4)
[9. Skráning, viðhald og miðlun örnefnagrunns í samráði við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Innihald gagnagrunnsins skal vera aðgengilegt og endurnot þess án gjaldtöku og í samræmi við ákvæði [upplýsingalaga og laga um endurnot opinberra upplýsinga]. 5) Landmælingar Íslands skulu gera almenningi kleift að skrá örnefni í sérstakan gagnagrunn á vegum stofnunarinnar.] 3)
[10. Gerð, viðhald og miðlun stafrænna landupplýsingagrunna í samráði við viðeigandi stjórnvöld.] 2)
1)L. 126/2011, 438. gr. 2)L. 46/2017, 2. gr. 3)L. 22/2015, 11. gr. 4)L. 44/2011, 16. gr. 5)L. 45/2018, 15. gr.








1. … 1)
2. Með sölu á sérhæfðri þjónustu við vinnslu og afgreiðslu gagna sem eru í vörslu stofnunarinnar við gildistöku laga þessara auk þeirra gagna sem falla undir 4. tölul. 4. gr.
3. Með þjónustugjöldum fyrir afgreiðslu gagna, svo sem ljósritun eða aðra afritun, fjölföldun og dreifingu.

1)L. 46/2017, 3. gr.




1)Rg. 685/2008, sbr. 696/2008. Rg. 918/2009. Rg. 1357/2011.



