Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 20. janúar 2021.  Útgáfa 151a.  Prenta í tveimur dálkum.


Opið bréf um rekatilkall á Íslandi

1778 4. maí


Breytt með: L. 42/1926 (tóku gildi 1. júlí 1926).


1)1)
    1)L. 42/1926, 35. gr.
5)
Af öllum þeim hvölum, sem reka á land með skoti í, skal skiptast einn hlutur fyrir skotmanninn, eða svo kallaður skotmannshlutur, hvar með fara skal eftir rekabálksins 4. og 5. kap. Komi skotmaður ekki áður en liðið sé ár og dagur frá því skotinu var löglega lýst á alþingi, eignast sýslumenn helming þessa hlutar á bændaeignum, sem þeim léntur er með úrlausn af 26. mars 1737; en hinn annar helmingurinn skal fylgja lóðinni fyrir bjarglaun og annað starf og kostnað. Að öðru leyti er sýslumönnunum í sjálfsvaldi að varðveita sjálfir þennan hlut, frá því honum er skipt og til þess ár og dagur er liðið. En á Vorum klaustrum og umboðsjörðum eignast klaustur- og umboðshaldarar þennan hlut, þegar eins stendur á, og eins þær almennu stiftanir, svo sem biskupsstólarnir, kirkjurnar, hospitölin, sem og staðarhaldararnir á því andlega góssi.