Lagasafn.  Íslensk lög 20. apríl 2022.  Útgáfa 152b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um þátttöku Íslands í stofnun gjaldeyrissjóðs og alþjóðabanka samkvæmt tillögum Bretton Woods fundarins og um lántöku í því skyni

1945 nr. 105 21. desember


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 31. desember 1945. Breytt með: L. 30/1959 (tóku gildi 31. júlí 1959). L. 30/1960 (tóku gildi 1. júní 1960). L. 103/1999 (tóku gildi 1. jan. 2000).


1. gr.
Ríkisstjórn Íslands er heimilt fyrir hönd hins íslenska lýðveldis að gerast aðili að stofnun gjaldeyrissjóðs og alþjóðabanka, samkvæmt tillögum, sem samþykktar voru í júlí 1944 á fundi hinna sameinuðu þjóða og þeirra þjóða, sem með þeim vinna (United and Associated Nations) í Bretton Woods í Bandaríkjunum.
2. gr.1)
    1)L. 103/1999, 1. gr.
3. gr.
[Til þess að standa straum af framlögum ríkisins til gjaldeyrissjóðsins og alþjóðabankans heimilast ríkisstjórninni að taka innanríkislán, er jafngildi allt að 3,5 milljónum dollara.] 1)
    1)L. 30/1959, 1. gr.
4. gr.1)
    1)L. 30/1960, 14. gr.
5. gr.
Skylt er öllum þeim, sem skulda fé í erlendum gjaldeyri, að gefa Hagstofu Íslands skýrslu um skuldir sínar ársfjórðungslega í því formi, er hún fyrirskipar.