Lagasafn. Íslensk lög 20. apríl 2022. Útgáfa 152b. Prenta í tveimur dálkum.
[Lög um happdrætti fyrir Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga]1)
1959 nr. 18 22. apríl
1)L. 94/1999, 3. gr.
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 31. júlí 1959. Breytt með: L. 32/1969 (tóku gildi 10. júní 1969). L. 52/1976 (tóku gildi 11. júní 1976). L. 78/1978 (tóku gildi 1. júní 1978). L. 115/1984 (tóku gildi 31. des. 1984). L. 24/1989 (tóku gildi 23. maí 1989). L. 94/1999 (tóku gildi 27. des. 1999). L. 129/2004 (tóku gildi 31. des. 2005). L. 146/2007 (tóku gildi 29. des. 2007). L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 167/2011 (tóku gildi 30. des. 2011). L. 126/2015 (tóku gildi 31. des. 2015).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við dómsmálaráðherra eða dómsmálaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.


a. [Hlutatalan má ekki fara fram úr [80.000]. 2) Draga skal í 12 flokkum á ári hverju og skal dráttur fara fram fyrir einn flokk í mánuði hverjum, í fyrsta sinn í janúarmánuði.] 3)
b. Hlutina má selja í heilu og hálfu lagi. Iðgjöld fyrir hvern hlut ákveður [ráðherra] 4) að fengnum tillögum frá stjórn [Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga]. 1)
c. Vinningar skulu vera að verðmæti samtals að minnsta kosti 50% af iðgjöldunum samantöldum í öllum tólf flokkum.
d. [Dráttur skal fara fram í Reykjavík undir eftirliti nefndar, sem [ráðherra] 5) skipar til þess. Nefndin leggur fullnaðarúrskurð á allan ágreining um lögmæti eða gildi dráttar, bæði meðan dráttur fer fram og eftir að honum er lokið. Kostnað af þessu ber happdrættið.] 6)
1)L. 94/1999, 1. gr. 2)L. 167/2011, 1. gr. 3)L. 115/1984, 1. gr. 4)L. 126/2011, 29. gr. 5)L. 162/2010, 93. gr. 6)L. 52/1976, 1. gr.


1)L. 94/1999, 1. gr. 2)L. 129/2004, 34. gr.


1)L. 126/2015, 2. gr. 2)L. 94/1999, 2. gr.


1)Rg. 923/2001, sbr. 915/2003, 998/2006, 1002/2010, 1046/2012, 1081/2013, 1066/2015 og 1010/2018. 2)L. 94/1999, 1. gr.