Lagasafn.  Íslensk lög 20. apríl 2022.  Útgáfa 152b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samþykkt um alþjóðareglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó, 1972

1975 nr. 7 26. febrúar


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 17. mars 1975. Breytt með: L. 56/1986 (tóku gildi 21. maí 1986). L. 25/1990 (tóku gildi 18. maí 1990). L. 19/1993 (tóku gildi 7. apríl 1993). L. 123/2001 (tóku gildi 30. nóv. 2001). L. 10/2006 (tóku gildi 28. mars 2006). L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við innviðaráðherra eða innviðaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr.
[Ríkisstjórninni er heimilt að staðfesta fyrir Íslands hönd samþykkt um alþjóðareglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó, 1972, sem undirrituð var í Lundúnum 20. október 1972.
[Ríkisstjórninni er enn fremur heimilt að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á alþjóðareglunum sem gerðar voru í Lundúnum 19. nóvember 1981, 19. nóvember 1987, 19. október 1989, 4. nóvember 1993 og 29. nóvember 2001.] 1)
Alþjóðareglurnar með áorðnum breytingum eru prentaðar sem fylgiskjal með lögum þessum.] 2)
    1)L. 10/2006, 1. gr. 2)L. 19/1993, 1. gr.
2. gr.
[Alþjóðareglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó hafa lagagildi á Íslandi. [Ráðherra] 1) er heimilt að setja nánari ákvæði í reglugerð 2) skv. 1. reglu alþjóðareglnanna.] 3)
    1)L. 126/2011, 63. gr. 2)Rg. 524/2008, sbr. 361/2009. 3)L. 10/2006, 2. gr.
3. gr.
4. gr.
[Brot gegn alþjóðareglunum og viðaukum, sem reglunum fylgja, varða sektum ef ekki liggur þyngri refsing við eftir öðrum lögum.] 1)
    1)L. 10/2006, 3. gr.

Fylgiskjal.
Alþjóðasamningur um alþjóðareglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó, 1972, með breytingum.1)
    1)Sjá Stjtíð. A 2006, bls. 53–82.