Lagasafn.  Íslensk lög 20. apríl 2022.  Útgáfa 152b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um tónlistarsjóð

2004 nr. 76 7. júní


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 18. júní 2004. Breytt með: L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við menningar- og viðskiptaráðherra eða menningar- og viðskiptaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr.
Hlutverk tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra.
Alþingi veitir árlega fé í fjárlögum í tónlistarsjóð. Sjóðurinn skiptist í tvær deildir, tónlistardeild og markaðs- og kynningardeild. Tónlistardeild veitir styrki til almennrar tónlistarstarfsemi, en markaðs- og kynningardeild veitir styrki til kynningar og markaðssetningar á tónlist og tónlistarmönnum hér á landi og erlendis.
[Ráðherra] 1) úthlutar úr tónlistarsjóði að fengnum tillögum tónlistarráðs, sbr. 3. gr.
[Ráðherra] 1) setur nánari reglur 2) um úthlutun styrkveitinga úr tónlistarsjóði.
    1)L. 126/2011, 387. gr. 2) Rgl. 125/2005.
2. gr.
[Ráðherra] 1) skipar tónlistarráð til þriggja ára í senn. Í ráðinu skulu eiga sæti þrír fulltrúar. Samtónn tilnefnir einn, en tveir eru skipaðir án tilnefningar og skal annar þeirra vera formaður ráðsins. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Ekki er heimilt að skipa sama mann aðalfulltrúa í tónlistarráð meira en tvö starfstímabil í röð.
    1)L. 126/2011, 387. gr.
3. gr.
Tónlistarráð gerir tillögu til [ráðherra] 1) um úthlutun fjár úr tónlistarsjóði. Við mat á umsóknum er tónlistarráði heimilt að leita umsagnar fagaðila.
Ráðið veitir umsögn um erindi sem [ráðuneytið] 1) vísar til þess og getur einnig að eigin frumkvæði beint ábendingum og tillögum til ráðuneytisins um tónlistarmálefni.
Þóknun fulltrúa í tónlistarráði og annar kostnaður við störf ráðsins greiðist úr tónlistarsjóði.
    1)L. 126/2011, 387. gr.
4. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.