Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


Konungsbréf (til stiftamtm. og amtm.) um fiskiútveg á Íslandi

1758 28. febrúar1)
Allir formenn og hásetar, sem hafa látið sig leigja eður festa til að róa nokkrum fiskibát um vertíðina, skulu án forsómunar koma í þann áskilda vissa tíma á þann stað, hvar þeir ætla að róa, og það allir í einu, undir það straff, að bæta fyrir þann tíma, sem þeir koma eigi, nefnilega hver formaður fyrir viku 2 mörk, fyrir hálfan mánuð 4 mörk, og fyrir 3 vikur 1 ríkisdal; í sama máta hver háseti helming á móti því, sem fyrir formanninn er skilið.
2)
Þegar formaðurinn hefir snúið skipinu upp og fengið allar þar til heyrandi tilfæringar, má enginn af hásetunum á nokkurn hátt hindra hann frá því að sækja sjóinn, hve nær sem tækifæri gefst til þess, heldur skal sérhver skyldur vera, þegar hann er af formanninum kallaður, að láta sig án dvalar finna við bátinn og á honum róa, og varði 5 fiska í hvert sinn, að nokkur er í landi, þegar honum er sagt til, og fleiri en 1/ 4 af bátunum í þeirri veiðistöðu róa þann dag á sjó.
3)
Ef nokkur háseti er burtu eina klukkustund, eftir það honum hefir verið sagt til, og hinir aðrir eru komnir til bátsins, skal hann gjalda þrjá fiska í sekt fyrir það, nema hann geti sannað lögleg forföll.
4)
Enginn háseti má á sjónum á nokkurn hátt kúga formanninn til að fara til lands, fyrr en hann skipar það sjálfur, og varði 2 fiska fyrir hvert sinn, er nokkur lætur á sér heyra mögl um það, að formaðurinn sitji of lengi á sjónum, og kemur öðrum til hins sama.
5)
Hver sá háseti, er sýnir sig hyskinn eða latan til að fiska og lætur ekki að formannsins áminningum og skipan, sem hann gerir honum í því tilliti, skal gjalda 2 fiska í hvert sinn.
6)
Eins og formennirnir eru skyldir að hafa gætur á, að hásetar þeirra verki afla sinn sem best þeim er mögulegt, svo ber þeim líka, þá slíkir dagar til falla, að ekkert tækifæri gefst til að róa og sækja sjóinn, að til halda þeim á meðan að hlaða upp og endurbæta sína fiskigarða á þeim stöðum, sem hverjum fyrir sig er á vísað; og finnist nokkur forsómunarsamur í þessu, og hafi þess vegna að vertíðarlokum miður verkaðan fisk en aðrir, þá skal hann gjalda 2 mörk. Í sama máta skal og formaðurinn hafa vakandi auga á, að hásetar sínir haldi sjóklæðum þeirra í góðu standi, svo að enginn þurfi, ef það brestur, að hindrast frá róðri og vera ónýtur til sjósóknarinnar.
7)
Formaðurinn skal einnig halda sínum hásetum til að verka þeirra þorskhöfuð og hrogn vel og hreinlega, og það, sem þeir þurfa eigi af hrognunum til matar hvað eftir annað, skulu þeir salta niður til sölu eður eigin nautnar.
8)
Enginn háseti má yfirgefa þann fiskibát, á hvern hann er ráðinn, fyrr en formaðurinn hefir upp sagt vertíðinni, nema hann hafi fengið formannsins leyfi þar til, vegna mikilvægra orsaka. En strjúki þar á móti nokkur burt án formannsins vitundar og samþykkis, þá skal sá hinn sami takast af sýslumanni og bæta fyrir það fjárlátum eða straffi á líkamanum, eftir málavöxtum.
9)
Sérhver formaður skal kostgæfilega sækja fiskiveiðar, þegar veðurátt og sjór leyfa það, og má enginn af þeim vera í landi þann dag, sem einn fjórði partur af bátum þeirrar veiðistöðu, hvar hann rær, eru á sjó, nema hann geti sannað, að hann hafi gilda orsök til þessa.
10)
Formaðurinn skal einnig hafa vakandi auga á, að fiskibát hans sé altíð haldið í góðu standi með veiðarfærum og öðru tilheyrandi, sem og að hann í hvert sinn verði settur svo hátt upp frá sjónum og skorðaður, að honum geti hvorki grandað sjór eða stormur. Líka skal hann halda sínum hásetum til að gera bátinn jafnaðarlega hreinan.
11)
Hann skal og nákvæmlega gæta þess, að hver og einn fari varlega með árar og önnur bátsins og fiskifangsins áhöld; og finnist nokkur háseti, annaðhvort af vangæslu ellegar með vilja, að brjóta ár eður skemma önnur bátnum tilheyrandi áhöld, þá skal formaðurinn halda þeim sakaða til að bæta strax skaðann og gjalda þar að auk sannsýnilega þokkabót.
   …
17)
Allar þær bætur, sem í áminnstum tilfellum eiga úti að látast, skal hlutaðeigandi sýslumaður, ef þær verða ekki góðmótlega afgreiddar, láta hreppstjórana krefja og geyma í kassa einum, sem þar til er ger; að hverju gerðu þeim á svo að skipta, að sá er uppvíst gerði, fái 1/ 4 af þeim, sýslumaður 1/ 4, og hinn helmingurinn falli til fátækra atorkusamra fiskimanna, er missa báta sína, sem og ekkna og barna þeirra, sem farast við fiskiveiðar, þegar þau álítast að vera nauðstödd. Og líkt sem sýslumaður skal ábyrgjast þetta, svo heldur hann og tilhlýðilegan reikning bæði yfir inngjald og útgjald, og gerir á hverju ári skil fyrir því.