Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


Konungsbréf (til stiftamtmanns) um landshlut af flutningshvölum á Íslandi

1779 23. júní1)
Ef skotinn hvalur er fluttur til lands á grýtta eða sönduga staði, ellegar fjörur, er öðrum tilheyra, og kann þar að skerast og burt flytjast, svo landeiganda sé enginn skaði að, þá á hann engan hlut í hvalnum; þó á að borga honum þann velvilja, er hann kynni við þvílík tækifæri að auðsýna veiðimönnunum, eftir því sem þeir geta við hann á sáttir orðið.
2)
Sé þvílíkur veiddur hvalur fluttur á land á nokkrum þeim stað, hvar skurður, björgun og burtfærsla hans á einhvern hátt spillir annars engjum eða haga, þá skulu veiðimenn betala landeiganda þann skaða og jarðarspell með einum áttunda parti af sjálfum hvalnum.