Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


Tilskipun um veiði á Íslandi

1849 20. júní


Breytt með: L. 63/1954 (tóku gildi 1. jan. 1955). L. 116/1990 (tóku gildi 31. des. 1990). L. 64/1994 (tóku gildi 1. júlí 1994). L. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008).


1. gr.
Á Íslandi skulu héðan í frá jarðeigendur einir eiga dýraveiði …, 1) nema öðruvísi sé ákveðið í tilskipun þessari. Svo skulu og veiðiítök þau, er menn hafa fengið að lögum fyrir utan landareign sína, standa óröskuð að öllu.
Nú eiga fleiri jörð saman, og er henni skipt í parta milli þeirra eftir merkjum, þá er svo um veiði á hverjum parti sem heil jörð væri. En ef ekki er skipt jörðu eftir merkjum, þá er öllum eigendum veiði jafnheimil á þeirri jörðu, nema þeir hafi gert annan samning sín í milli, og skal hann þó eigi lengur standa en þeir eiga jörð saman.
    1)L. 63/1954, 39. gr.
2. gr.
Á afréttum, sem fleiri eiga saman, ber veiði þeim mönnum, sem afrétt heyrir til. Á almenningum er veiði öllum mönnum jafnheimil.
3. gr.
Á landi skulu veiði ráða rétt landamerki jarðar hverrar. Ef jörð liggur að sjó, á eigandi veiði á haf út, 60 faðma frá stórstraumsfjörumáli, og eru það netlög hans. Nú liggja eyjar eða hólmar undir jörð, þá skal mæla lóðhelgi jarðar á sama hátt frá landi og jafnt í allar áttir frá eyjum og hólmum. Ef jarðir þær eða eyjar eða hólmar, sem ekki er einn eigandi að, liggja tveim megin við firði og víkur eða sund, og er ekki hundrað faðma tólfrætt í milli, þá á hver jarðeigandi veiði út á miðjan fjörðinn eða víkina eða sundið. Þar sem varplönd eru eða látur eða lagnir, fer um það sem síðar segir.
4. gr.
Enginn jarðeigandi má skilja að veiðiréttinn og lóðina; því fylgir veiðirétturinn jörðum, þá er þær eru byggðar, sem notkunarréttur, er ekki verður frá lóðinni skilinn. En ábúandi má ekki heldur ljá neinum veiði þá að staðaldri án leyfis jarðeiganda, sem skal eiga kost á að ákveða allt nákvæmar í leigumálanum um veiði þá, er leiguliði fær með ábúðinni, eftir því sem þeim semur um.
Ef fleiri eru ábúendur á einni jörð, skal svo fara um veiði, meðan ábúð þeirra stendur, sem fyrir er mælt í 1. gr., þá er fleiri eiga jörð saman.
5. gr.
[Nú drepur maður dýr eða veiðir án heimildar í annars manns landi og varðar það sektum.] 1)
    1)L. 116/1990, 2. gr.
6. gr.
Ef maður er á lóð sinni og skýtur þaðan dýr …, 1) sem í annars manns veiðilandi eru, eða drepur með öðrum hætti, þá er sem hann hefði veitt í annars manns landi. Sama liggur við, ef sá maður, sem veiði á, særir dýr … 1) á sínu landi og eltir í annars manns land, eða fer þangað, sem hann á ekki veiði, til að sækja dýr …, 1) er þar gefast upp.
    1)L. 63/1954, 39. gr.
7.–8. gr.1)
    1)L. 64/1994, 21. gr.
9. gr.
[Enginn má skjóta landsel eða útsel á fjörðum eða víkum, þar sem látur eru eða lagnir, nær en hálfa sjómílu frá þeim.] 1)
    1)L. 116/1990, 2. gr.
10. gr.
[Vöðuseli eða annan farsel má hver maður skjóta eða veiða í nót hvar sem hann vill, en þó ekki nær annars manns landi en 300 metra frá stórstraumsfjörumáli þar sem nótlög eru, né heldur skjóta nær eggveri eða látrum en greinir í 9. gr., sbr. og lög nr. 30 27. júní 1925.
Nú vill maður leggja nót af landi eða í nótlögum annars manns og skal hann þá semja um það við þann sem veiði á.] 1)
    1)L. 116/1990, 2. gr.
11. gr.
[Brot gegn fyrirmælum þessum varða sektum … 1). Heimilt er að gera upptæk net og aðrar veiðitilfæringar, svo og skotvopn, sem brot hafa verið framin með.] 2)
    1)L. 88/2008, 233. gr. 2)L. 116/1990, 2. gr.
12.–21. gr.1)
    1)L. 116/1990, 2. gr.