Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um beitutekju

1914 nr. 39 2. nóvember


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. janúar 1915. Breytt með: L. 116/1990 (tóku gildi 31. des. 1990). L. 19/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992 nema 1. og 3. mgr. 29. gr. sem tóku gildi 17. apríl 1991).


1. gr.
Sérhver sá, er heimild hefur til fiskiveiða í landhelgi, má setja á land skelfisksbeituverkfæri sín og farvið af skipi sínu, þar sem ekki er friðlýst æðarvarp, selalátur eða árós, sem laxveiði er í. [Ef landeigandi verður fyrir tjóni vegna þessa á hann rétt á bótum.] 1)
1)
    1)L. 116/1990, 6. gr.
2. gr.
Eigi má taka beitu í netlögum, nema ábúandi jarðar leyfi. Netlög eru 60 faðmar á sjó út frá stórstraumsfjörumáli. Gera skal formaður ábúanda viðvart í hvert skipti, er hann ætlar að taka beitu fyrir landi hans samkvæmt 1. gr.
1)
    1)L. 116/1990, 6. gr.
3. gr.
Nú tekur maður í óleyfi skelfisk í netlögum annars manns, og varðar það … 1) sekt, og borga skal hann allan svo upp tekinn skelfisk tvöföldu gangverði.
    1)L. 116/1990, 6. gr.
4. gr.
Nú verður jörð fyrir usla af beitutekjumönnum, og skal formaður gjalda fyrir það skaðabætur eftir mati óvilhallra manna.
5. gr.
Formaður greiðir gjald það, er nefnt er í 1. gr., áður en hann fer af beitufjöru, nema öðruvísi sé um samið. Séu ábúendur fleiri en einn, má greiða gjaldið einum þeirra, enda hafi enginn umboðsmaður gefið sig fram af þeirra hálfu.
Nú greiðir beitutaki ekki gjald þetta áður en hann fer af beitufjöru, og skal hann þá greiða tvöfalt gjald.
6. gr.1)
    1)L. 116/1990, 6. gr.
7. gr.1)
    1)L. 19/1991, 194. gr.