Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um gildistöku alþjóðasamnings um samræmingu nokkurra reglna varðandi loftflutninga milli landa

1949 nr. 41 25. maí


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 26. maí 1949. Breytt með: L. 46/1956 (tóku gildi 24. apríl 1956). L. 52/2004 (tóku gildi 14. júní 2004).


1. gr.
[Meðan Ísland er aðili að samningnum um samræmingu nokkurra reglna varðandi loftflutninga milli landa, er undirritaður var í Varsjá hinn 12. október 1929, eins og honum hefur verið breytt með bókuninni gerðri í Haag 28. september 1955, viðbótarsamningnum um samræmingu tiltekinna reglna um loftflutninga milli landa sem annar aðili en hinn samningsbundni flytjandi annast, sem gerður var í Gvadalajara 18. september 1961, og viðbótarbókun nr. 4 sem gerð var í Montreal 25. september 1975 um breytingar á samningnum um samræmingu nokkurra reglna varðandi loftflutninga milli landa, er undirritaður var í Varsjá 12. október 1929, eins og honum var breytt með Haag-bókuninni frá 28. september 1955, skulu ákvæði framangreindra samninga, viðbótarsamninga og bókana sem birt eru sem fylgiskjal með lögum þessum hafa lagagildi hér á landi.] 1)
    1)L. 52/2004, 1. gr.

Fylgiskjöl.
I. Samningur um samræmingu nokkurra reglna varðandi loftflutninga milli landa.
I. kafli. Gildissvið og skýringar.
1. gr.
1. Samningur þessi gildir um allan flutning milli landa á mönnum, farangri og vörum flugleiðis gegn greiðslu. Hann gildir og um ókeypis flutning flugleiðis, enda annist flugfélag flutninginn.
2. [Í samningi þessum skal flutningur vera talinn milli landa, þegar brottfararstaður og ákvörðunarstaður samkvæmt flutningssamningi eru innan tveggja samningsríkja, og gildir það einnig þótt hlé verði á flutningnum eða skipt sé um loftfar. Séu brottfararstaður og ákvörðunarstaður innan landsvæða sama samningsríkis, skal flutningurinn talinn vera milli landa, ef lenda þarf innan annars ríkis á leiðinni, enda þótt það ríki sé eigi aðili að samningi þessum. Eigi skal flutningur án slíkrar viðkomu milli landsvæða sama samningsríkis teljast millilandaflutningur í samningi þessum.
3. Nú tekur eitt flugfélag við flutningi af öðru, og skal sá flutningur vera talinn óslitinn, ef aðilar flutningssamnings eru sammála um, að um einn og sama flutning sé að ræða, hvort sem einn eða fleiri samningar hafa verið um það gerðir. Skal slíkur flutningur teljast millilandaflutningur, enda þótt einum samningi eða mörgum beri að fullnægja algerlega innan landsvæðis sama ríkis.] 1)
    1)Viðbótarsamn., sbr. l. 46/1956.
2. gr.
1. Samningur þessi skal einnig gilda um flutning, sem framkvæmdur er af ríki, bæjarfélagi eða öðrum opinberum stofnunum með þeim kjörum, sem um ræðir í 1. gr.
2. [Að því er varðar flutning pósts skal viðkomandi flytjandi aðeins skaðabótaskyldur gagnvart hlutaðeigandi póststjórn í samræmi við gildandi reglur um tengsl flytjenda og póststjórna.
3. Ákvæði samnings þessa gilda ekki um flutning pósts nema að því leyti sem kveðið er á um í 2. mgr. þessarar greinar.] 1)
    1)Montreal-bókun, II. gr., sbr. l. 52/2004, 2. gr.

II. kafli. Flutningsgjöld.
1. hluti. Farmiðar.
3. gr.
1. [Þegar farþegar eru fluttir, skal afhenda farseðil og tilgreina í honum:
    a. brottfararstað og ákvörðunarstað;
    b. ef brottfarar- og ákvörðunarstaður eru innan landsvæðis sama ríkis, en einn eða fleiri umsamdir viðkomustaðir innan landsvæðis annars ríkis, skal geta um a.m.k. einn slíkan stað;
    c. ákvæði þess efnis, að sé ferð farþega heitið til annars lands eða af henni leiði dvöl í öðru landi, þá komi ákvæði Varsjársamningsins til framkvæmda, og að sá samningur gildi um og að jafnaði takmarki bótaskyldu flytjenda vegna dauða, slysa eða tjóns eða skaða á farangri.
2. Farseðill skal, ef hið gagnstæða sannast ekki, gilda sem sönnun á því, að flutningssamningur hafi verið gerður, svo og á ákvæðum hans. Nú er farseðill eigi fyrir hendi eða hann er með óreglulegri gerð eða hann hefur glatast, og breytir það engu um, hvort flutningssamningur sé fyrir hendi né um gildi hans, en háður skal hann engu að síður ákvæðum samnings þessa. Nú hefur farþegi samt sem áður með samþykki flytjanda farið um borð án þess að farseðill hafi verið út gefinn eða án þess að í farseðlinum sé ákvæði það, sem getur í c-lið 1. tölul. þessarar greinar, og er flytjanda þá óheimilt að notfæra sér ákvæði 22. gr.] 1)
    1)Viðbótarsamn., sbr. l. 46/1956.
2. hluti. Farangursskírteini.
4. gr.
1. [Þegar fluttur er skráður farangur, skal gefa út farangursseðil. Ef hann er ekki í sambandi við farseðil eða innifalinn í farseðli, sem gerður er í samræmi við ákvæði 1. tölul. 3. gr., skal á honum tilgreina:
    a. brottfarar- og ákvörðunarstað;
    b. ef brottfarar- og ákvörðunarstaður eru innan landsvæðis sama ríkis, en einn eða fleiri umsamdir viðkomustaðir innan landsvæðis annars ríkis, skal geta um a.m.k. einn slíkan stað;
    c. ákvæði þess efnis, að sé ferð farþega heitið til annars lands eða af henni leiði dvöl í öðru landi, þá komi ákvæði Varsjársamningsins til framkvæmda, og að sá samningur gildi um og að jafnaði takmarki bótaskyldu flytjanda vegna tjóns eða skaða á farangri.
2. Farangursseðill skal, ef hið gagnstæða sannast ekki, gilda sem sönnun á skrásetningu farangurs og ákvæðum flutningssamnings. Nú er farangursseðill eigi fyrir hendi eða hann er með óreglulegri gerð eða hefur glatast, og breytir það engu um, hvort flutningssamningur sé fyrir hendi né um gildi hans, en háður skal hann engu að síður ákvæðum samnings þessa. Nú tekur flytjandi samt sem áður við farangri, án þess að farangursseðill hafi verið afhentur, eða farangursseðillinn (nema hann sé í sambandi við eða innifalinn í farseðli, sem gerður er í samræmi við ákvæði 3. gr., 1. tölul. c) inniheldur ekki ákvæði það, sem greinir í c-lið þessarar greinar, og er flugfélaginu þá óheimilt að notfæra sér ákvæði 22. gr., 2. tölul.] 1)
    1)Viðbótarsamn., sbr. l. 46/1956.
3. hluti. Flugfarmskírteini.
5. gr.
[1. Afhenda ber flugfarmskírteini þegar um farmflutning er að ræða.
2. Heimilt er að varðveita greinargerð um fyrirhugaðan flutning með öðrum hætti sem getur, samþykki sendandi það, komið í stað þess að afhenda flugfarmskírteini. Ef slíkri annarri aðferð er beitt skal flytjandinn, æski sendandi þess, afhenda sendanda móttökukvittun fyrir farminum sem gerir kleift að bera kennsl á sendinguna og heimilar aðgang að þeim upplýsingum sem koma fram í þeirri greinargerð sem er varðveitt með öðrum hætti sem fyrr greinir.
3. Þó ekki sé unnt, á umflutnings- og ákvörðunarstöðum, að beita þeirri aðferð annarri, sem gerði kleift að varðveita greinargerðina um flutning sem um getur í 2. mgr. þessarar greinar, veitir það ekki sendanda rétt til þess að neita að taka við farmi til flutnings.] 1)
    1)Montreal-bókun, III. gr., sbr. l. 52/2004, 2. gr.
6. gr.
[1. Sendandi skal fylla út flugfarmskírteini í þremur frumeintökum.
2. Fyrsta eintakið skal merkt „handa flytjanda“ og skal sendandi undirrita það. Annað eintakið skal merkt „handa viðtakanda“ og skal sendandi og flytjandi undirrita það. Flytjandinn skal undirrita þriðja eintakið og afhenda sendanda eftir að farmi hefur verið veitt viðtaka.
3. Heimilt er að prenta eða stimpla undirritun flytjanda og sendanda.
4. Útfylli flytjandinn flugfarmskírteinið, að beiðni sendanda, skal litið svo á að flytjandinn hafi gert það fyrir hönd sendanda, nema færðar séu sönnur á annað.] 1)
    1)Montreal-bókun, III. gr., sbr. l. 52/2004, 2. gr.
7. gr.
[Ef um fleiri en eitt stykki er að ræða:
    a) getur farmflytjandi krafist þess að sendandi fylli út aðskilin flugfarmskírteini;
    b) getur sendandi krafist þess að flytjandinn afhendi aðskildar móttökukvittanir fyrir farmi þegar sá annar háttur er hafður á sem um getur í 2. mgr. 5. gr.] 1)
    1)Montreal-bókun, III. gr., sbr. l. 52/2004, 2. gr.
8. gr.
[Flugfarmskírteinið og móttökukvittun fyrir farmi skulu innihalda upplýsingar um:
    a) brottfararstað og ákvörðunarstað;
    b) séu brottfararstaður og ákvörðunarstaður innan landsvæðis eins samningsaðila og einn eða fleiri umsamdir áningarstaðir innan landsvæðis annars ríkis, að minnsta kosti einn slíkan áningarstað; og
    c) þyngd sendingar.] 1)
    1)Montreal-bókun, III. gr., sbr. l. 52/2004, 2. gr.
9. gr.
[Þrátt fyrir að ákvæðum 5. til 8. gr. sé ekki fylgt hefur það engin áhrif á tilvist og gildi farmsamnings sem ákvæði samnings þessa gilda engu að síður um, meðal annars ákvæði um takmörkun bótaábyrgðar.] 1)
    1)Montreal-bókun, III. gr., sbr. l. 52/2004, 2. gr.
10. gr.
[1. Sendandi er ábyrgur fyrir því að upplýsingar og yfirlýsingar um farm, sem hann færir inn í flugfarmskírteini eða eru færðar inn fyrir hans hönd, séu réttar; það sama gildir um upplýsingar og yfirlýsingar um farm sem hann lætur flytjandanum í té eða eru látnar flytjanda í té fyrir hans hönd og færa á inn í móttökukvittun fyrir farmi eða greinargerð sem er varðveitt með öðrum hætti sem um getur í 2. mgr. 5. gr.
2. Sendandi skal gera flytjanda skaðlausan vegna alls tjóns sem flytjandinn verður fyrir, eða annar aðili sem flytjandinn er ábyrgur gagnvart, sakir þess að upplýsingarnar og yfirlýsingarnar, sem sendandi lætur í té eða eru látnar í té fyrir hans hönd, eru ólögmætar, rangar eða ófullkomnar.
3. Flytjandinn skal, með fyrirvara um ákvæði 1. og 2. mgr. þessarar greinar, gera sendanda skaðlausan vegna alls tjóns sem sendandinn verður fyrir, eða annar aðili sem sendandinn er ábyrgur gagnvart, sakir þess að upplýsingarnar og yfirlýsingarnar, sem flytjandinn færir inn, eða eru færðar inn fyrir hans hönd, í móttökukvittun fyrir farmi eða greinargerð, sem er varðveitt með öðrum hætti sem um getur í 2. mgr. 5. gr., eru ólögmætar, rangar eða ófullkomnar.] 1)
    1)Montreal-bókun, III. gr., sbr. l. 52/2004, 2. gr.
11. gr.
[1. Flugfarmskírteini eða móttökukvittun fyrir farmi gildir að órannsökuðu máli sem sönnun fyrir því að samningur hafi verið gerður, því að við farmi hafi verið tekið og fyrir þeim flutningsskilmálum sem þar um getur.
2. Yfirlýsingar í flugfarmskírteini eða móttökukvittun fyrir farmi um þyngd, mál og umbúðir farms sem og stykkjafjölda gilda að órannsökuðu máli sem sönnun fyrir þeim atriðum sem eru tilgreind. Yfirlýsingar um magn, rúmtak eða ástand vöru gilda hins vegar ekki sem sönnunargagn gegn flytjanda, nema að því leyti sem fram kemur í flugfarmskírteini eða móttökukvittun fyrir farmi að hann hafi, í viðurvist sendanda, gengið úr skugga um sannleiksgildi þeirra eða þær eiga skylt við sýnilegt ástand farmsins.] 1)
    1)Montreal-bókun, III. gr., sbr. l. 52/2004, 2. gr.
12. gr.
[1. Sendandi hefur, með fyrirvara um þá skyldu að standa við allar skuldbindingar sínar samkvæmt farmsamningi, rétt til þess að ráðstafa farmi með því að fjarlægja hann í flughöfn sem er brottfararstaður eða ákvörðunarstaður eða með því að stöðva flutning hans á leiðinni hvar sem lent er eða krefjast þess að hann verði afhentur á ákvörðunarstað eða á leiðinni öðrum aðila en þeim viðtakanda sem var upphaflega tilnefndur eða með því að krefjast þess að hann sé endursendur til flughafnar sem er brottfararstaður. Hann skal ekki fara með fyrrnefndan ráðstöfunarrétt þannig að flytjandinn eða aðrir sendendur verði fyrir tjóni og skal endurgreiða útlagðan kostnað sem hlýst af því að þessum rétti er beitt.
2. Sé ógerlegt að fara að fyrirmælum sendanda skal flytjandinn tilkynna honum það án tafar.
3. Fari flytjandinn að fyrirmælum sendanda um ráðstöfun farms án þess að krefjast þess að sá hluti flugfarmskírteinis eða móttökukvittunar fyrir farmi, sem þeim síðarnefnda er afhentur, sé lagður fram mun hann verða skaðabótaskyldur, með fyrirvara um rétt hans til bóta frá sendanda, fyrir öllu tjóni sem hver sá aðili, sem löglega hefur yfir að ráða fyrrnefndum hluta flugfarmskírteinisins eða móttökukvittunarinnar fyrir farmi, kann að verða fyrir af þeim sökum.
4. Réttur sendanda fellur niður um leið og réttur viðtakanda hefst skv. 13. gr. Neiti viðtakandi því að taka við farmi eða ekki er unnt að ná sambandi við hann endurheimtir sendandi samt sem áður ráðstöfunarrétt sinn.] 1)
    1)Montreal-bókun, III. gr., sbr. l. 52/2004, 2. gr.
13. gr.
[1. Viðtakanda ber, nema sendandi hafi haldið fram rétti sínum skv. 12. gr., réttur til að gera kröfu, við komu farms til ákvörðunarstaðar, um að flytjandinn afhendi honum farminn gegn greiðslu tilhlýðilegra gjalda og eftir að hann hefur fullnægt skilyrðum um flutning.
2. Flytjanda ber skylda til þess að tilkynna viðtakanda án tafar um komu farms, nema samið sé um annað.
3. Viðurkenni flytjandi að farmur hafi glatast eða sé farmur ókominn sjö dögum eftir þann dag sem von var á honum getur viðtakandi haldið fram þeim rétti gagnvart flytjandanum sem farmsamningurinn kveður á um.] 1)
    1)Montreal-bókun, III. gr., sbr. l. 52/2004, 2. gr.
14. gr.
[Sendandi og viðtakandi geta hvor um sig nýtt sér allan þann rétt sem þeim ber skv. 12. og 13. gr., hvor í eigin nafni, hvort sem þeir gæta eigin hagsmuna eða hagsmuna annarra, að því tilskildu að þeir sinni þeim skyldum sem þeim ber samkvæmt farmsamningi.] 1)
    1)Montreal-bókun, III. gr., sbr. l. 52/2004, 2. gr.
15. gr.
[1. Ákvæði 12., 13. og 14. gr. hafa hvorki áhrif á tengsl sendanda og viðtakanda þeirra á milli né gagnkvæm tengsl þriðju aðila sem sækja rétt sinn annaðhvort til sendanda eða viðtakanda.
2. Ákvæðum 12., 13. og 14. gr. má aðeins breyta með sérstöku ákvæði í flugfarmskírteini eða móttökukvittun fyrir farmi.] 1)
    1)Montreal-bókun, III. gr., sbr. l. 52/2004, 2. gr.
16. gr.
[1. Sendanda er skylt að láta í té þær upplýsingar og framvísa þeim skjölum sem eru nauðsynleg til þess að uppfylla formkröfur tollyfirvalda og lögreglu áður en unnt er að afhenda viðtakanda farm. Sendandi er skaðabótaskyldur gagnvart flytjanda vegna tjóns sem hlýst af því að slíkar upplýsingar eða skjöl vantar eða þau eru ófullkomin eða ólögmæt, nema tjónið sé af völdum flytjandans, starfsmanna hans eða umboðsmanna.
2. Flytjanda ber ekki skylda til þess að kanna hvort fyrrnefndar upplýsingar eða skjöl séu rétt eða fullnægjandi.] 1)
    1)Montreal-bókun, III. gr., sbr. l. 52/2004, 2. gr.

III. kafli. Ábyrgð flytjanda.
17. gr.
Nú lætur farþegi lífið eða verður fyrir líkamsmeiðslum eða heilsutjóni vegna slyss, sem orðið hefur í loftfari eða þegar farið var í loftfar eða úr, og skal þá flytjandi ábyrgur.
18. gr.
[1. Flytjandi er skaðabótaskyldur vegna tjóns, sem verður þegar skráður farangur eyðileggst eða glatast eða skemmist, aðeins ef sá atburður, sem olli því tjóni sem þannig varð, átti sér stað meðan á loftflutningi stóð.
2. Flytjandi er skaðabótaskyldur vegna tjóns, sem verður þegar farmur eyðileggst eða glatast eða skemmist, aðeins ef sá atburður, sem olli því tjóni sem þannig varð, átti sér stað meðan á loftflutningi stóð.
3. Flytjandinn er samt sem áður ekki skaðabótaskyldur færi hann sönnur á að eyðilegging, hvarf eða tjón á farmi hafi orsakast einvörðungu af einni eða fleiri eftirtalinna ástæðna:
    a) innbyggðum annmarka, eiginleika eða ágalla farmsins;
    b) gölluðum umbúðum farmsins sem aðrir en flytjandinn eða starfsmenn hans eða umboðsmenn hafa gengið frá;
    c) stríði eða vopnuðum átökum;
    d) aðgerðum opinberra yfirvalda í tengslum við komu, brottför eða umflutning farmsins.
4. Undir loftflutning, í skilningi málsgreina þessarar greinar hér að framan, fellur sá tími sem farangur eða farmur er í vörslu flytjanda, í flughöfn eða um borð í loftfari eða, þegar um er að ræða lendingu utan flughafnar, á hvaða stað sem er.
5. Loftflutningur nær ekki til nokkurs flutnings á landi, á sjó eða ám sem fer fram utan flughafnar. Fari hins vegar slíkur flutningur fram sem liður í framkvæmd samnings um loftflutninga, vegna fermingar, afhendingar eða umfermingar, er litið svo á, nema færðar séu sönnur á annað, að tjón sé vegna atburðar sem átti sér stað meðan á loftflutningi stóð.] 1)
    1)Montreal-bókun, IV. gr., sbr. l. 52/2004, 2. gr.
19. gr.
Flytjandi ber ábyrgð á tjóni, sem verður vegna dráttar við loftflutning farþega, móttekins farangurs eða vöru.
20. gr.
[Flytjandi skal ekki skaðabótaskyldur, þegar um ræðir flutning farþega og farangurs og þegar tjón verður vegna tafa á flutningi farms, færi hann sönnur á að hann og starfsmenn hans og umboðsmenn hafi gert allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir tjónið eða að þeir hafi ekki með nokkru móti getað gert slíkar ráðstafanir.] 1)
    1)Montreal-bókun, V. gr., sbr. l. 52/2004, 2. gr.
21. gr.
[1. Þegar um ræðir flutning farþega og farangurs og færi flytjandi sönnur á að sá aðili, sem verður fyrir tjóni, hafi valdið tjóninu eða stuðlað að því með vanrækslu getur dómstóllinn, í samræmi við lög viðkomandi lands, sýknað flytjandann eða lækkað skaðabæturnar.
2. Þegar um ræðir flutning farms og færi flytjandi sönnur á að sá aðili, sem krefst skaðabóta, eða sá aðili, sem hann sækir rétt sinn til, hafi valdið tjóninu eða stuðlað að því með vanrækslu eða öðrum ólögmætum verknaði eða aðgerðarleysi skal bera sakir af flytjandanum, að hluta til eða að fullu, með tilliti til bótaábyrgðar hans gagnvart krefjanda, að því marki sem slík vanræksla eða ólögmætur verknaður eða aðgerðarleysi olli tjóninu eða stuðlaði að því.] 1)
    1)Montreal-bókun, VI. gr., sbr. l. 52/2004, 2. gr.
22. gr.
1. [Við flutning farþega í lofti skal bótaábyrgð flytjanda fyrir hvern farþega eigi fara fram úr tvö hundruð og fimmtíu þúsund frönkum. Geri lög lands þess, er skaðabótamál er höfðað í, ráð fyrir greiðslu með afborgunum, skal heildarupphæðin (höfuðstóll) eigi fara fram úr þessu hámarki. Heimilt er þó flytjanda og farþega að gera með sér sérstakan samning um hærra hámark ábyrgðar.
2. a. Við flutning skráðs farangurs … 1) skal bótaábyrgð flytjanda eigi fara fram úr tvö hundruð og fimmtíu frönkum fyrir hvert kíló. Hámark þetta gildir þó eigi, ef sendandi hefur við afhendingu vara til flytjanda gefið sérstaka yfirlýsingu um þá hagsmuni, sem við afhendingu á ákvörðunarstað eru tengdir, og greitt aukagjald, ef á þarf að halda. Hin tilgreinda upphæð skal þá vera hámark bótaskyldu flytjanda, nema hann sanni að raunverulegir hagsmunir sendanda eða farþega hafi verið minni.
    [b. Þegar um ræðir flutning farms skal bótaábyrgð viðkomandi flytjanda takmörkuð við fjárhæð sem nemur 17 SDR fyrir hvert kílógramm, nema sendandi hafi, þegar böggull var afhentur flytjandanum, gefið sérstaka yfirlýsingu um hagsmuni sína af afhendingu á ákvörðunarstað og greitt aukagjald sé þess krafist. Ef svo ber undir ber flytjandanum að greiða fjárhæð, sem er jafnhá uppgefinni fjárhæð eða lægri, nema hann færi sönnur á að fjárhæðin sé hærri en raunverulegir hagsmunir sendanda af afhendingu á ákvörðunarstað.] 1)
    [c.] 1) Nú verður tjón, skaði eða töf á hluta skráðs farangurs eða farms eða á einhverjum grip þar í, og skal eigi taka meiri þunga til greina við ákvörðun þeirrar upphæðar, sem ábyrgð flytjanda takmarkast við, en samanlagðan þunga bögguls eða böggla þeirra, er um er að ræða. Nú snertir tjón, skaði eða töf hluta hins skráða farangurs eða farms eða gripa þar í, verðmæti annarra böggla, sem sami farangursseðill eða flugfarmskírteini nær til, og skal þá einnig tekinn til greina samanlagður þungi slíks bögguls eða böggla, þegar ákvarða skal hámark bótaskyldu.
3. Að því er snertir farangur, sem farþegi hefur í sínum vörslum, er hámark bótaskyldu flytjanda takmarkað við fimm þúsund franka fyrir hvern farþega.
4. Þó að hér sé greint hámark bótaskyldu, er dómstólum þó heimilt í samræmi við landslög að dæma aukalega til greiðslu hluta af málskostnaði eða málskostnaðar alls og til greiðslu annars kostnaðar við málssókn, sem kærandi kann að hafa orðið að greiða. Eigi gildir þó þetta ákvæði, ef bótaupphæðin, sem dæmd er, auk málskostnaðar og annars kostnaðar við málssókn, fer eigi fram úr þeirri upphæð, sem flytjandi hefur skriflega boðist til að greiða innan sex mánaða frá því er atburður sá varð, sem skaðanum olli, eða áður en málssókn var hafin, ef síðar varð.
5. Upphæðir þær, sem greindar eru í frönkum í þessari grein, skulu miðast við gjaldeyriseiningu, er sé sextíu og fimm og hálft milligramm gulls, sem er níu hundruð þúsundustu að skírleika. Þegar breyta þarf slíkum upphæðum í mynt viðkomandi lands, má láta standa á jafnri mynteiningu. Umreikning umræddra upphæða í mynt viðkomandi lands, nema gullmynt sé, skal fara fram eftir skráðu gullgengi umræddrar myntar á þeim degi, er dómur er upp kveðinn, ef um málssókn verður að ræða.] 2)
[6. Líta ber svo á að með þeim fjárhæðum sem gefnar eru upp í SDR í þessari grein sé átt við sérstök dráttarréttindi samkvæmt skilgreiningu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Umreikningur fjárhæða í innlenda gjaldmiðla skal, þegar um ræðir málarekstur fyrir dómstólum, fara fram miðað við verðgildi slíkra gjaldmiðla í sérstökum dráttarréttindum daginn sem dómur er kveðinn upp. Reikna ber út í SDR-verðgildi innlends gjaldmiðils samningsaðila, sem á aðild að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, samkvæmt matsaðferðinni sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn beitir, svo gott sem daginn sem dómur er kveðinn upp, vegna meðferðar hans og yfirfærslu. Reikna ber út í SDR-verðgildi innlends gjaldmiðils samningsaðila, sem ekki á aðild að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, með þeim hætti sem það aðildarríki ákveður.
   Þau ríki, sem eiga ekki aðild að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ef löggjöf þeirra heimilar ekki að ákvæðum b-liðar 2. mgr. 22. gr. sé beitt, geta, engu að síður, lýst því yfir, samhliða fullgildingu eða aðild eða hvenær sem er eftir það, að bótaábyrgð flytjanda í málarekstri fyrir dómstóli á landsvæðum þeirra sé takmörkuð við 250 einingar gjaldmiðla fyrir hvert kílógramm. Fyrrnefnd eining gjaldmiðils svarar til 65,5 millígramma gulls að hreinleika 900/ 1000. Heimilt er að umreikna þessar fjárhæðir í viðeigandi innlendan gjaldmiðil í rúnnuðum tölum. Umreikningur þessara fjárhæða í innlendan gjaldmiðil skal gerður samkvæmt lögum viðkomandi ríkis.] 1)
    1)Montreal-bókun, VII. gr., sbr. l. 52/2004, 2. gr. 2)Viðbótarsamn., sbr. l. 46/1956.
23. gr.
1. Hver sá samningur, sem miðar að því að leysa flytjanda undan ábyrgð eða ákveða minni upphæð en þá, sem ákveðin er í samningi þessum, er ógildur, en flutningssamningurinn skal halda gildi sínu og vera háður ákvæðum samnings þessa.
2. [Eigi gildir 1. tölul. þessarar greinar um ákvæði varðandi tjón eða skaða, sem stafar af eðli eða ágalla í farmi þeim, sem fluttur er.] 1)
    1)Viðbótarsamn., sbr. l. 46/1956.
24. gr.
[1. Að því er varðar flutning farþega og farangurs er einungis unnt að höfða skaðabótamál, án tillits til málavaxta, með hliðsjón af skilyrðum og þeim mörkum bótaábyrgðar, sem eru sett fram í samningi þessum, án tillits til þess hverjir hafa rétt til þess að höfða mál og hver réttur hvers og eins er.
2. Að því er varðar flutning farms er einungis unnt að höfða skaðabótamál, án tillits til málavaxta og hvort sem það er reist á samningi þessum eða farmsamningi eða skaðabótarétti eða á öðru, með hliðsjón af skilyrðum og þeim mörkum bótaábyrgðar, sem eru sett fram í samningi þessum, án tillits til þess hverjir hafa rétt til þess að höfða mál og hver réttur hvers og eins er. Fyrrnefnd mörk bótaábyrgðar jafngilda hámarksbótaábyrgð og er óheimilt að fara fram yfir þau óháð því hvaða aðstæður leiddu til bótaábyrgðar.] 1)
    1)Montreal-bókun, VIII. gr., sbr. l. 52/2004, 2. gr.
25. gr.
[Að því er varðar flutning farþega og farangurs gilda mörk bótaábyrgðar, sem eru tilgreind í 22. gr., ekki ef sönnur eru færðar á að tjónið sé vegna verknaðar eða aðgerðarleysis flytjandans, starfsmanna hans eða umboðsmanna sem er framinn eða viðhaft í því skyni að valda tjóni eða sem rekja má til kæruleysis og viðkomandi hefði mátt vita að tjón mundi sennilega hljótast af slíkum verknaði eða aðgerðarleysi; sá fyrirvari er þó á að þegar um ræðir slíkan verknað eða aðgerðarleysi starfsmanns eða umboðsmanns séu einnig færðar sönnur á að hann hafi verið að verki á vettvangi starfs síns.] 1)
    1)Montreal-bókun, IX. gr., sbr. l. 52/2004, 2. gr.
[25. gr. A.
1. Nú er mál höfðað gegn starfsmanni eða umboðsmanni flytjanda út af tjóni, sem samningur þessi nær til, og skal honum heimilt, ef hann sannar að hann hafi haldið sér við verksvið sitt, að hagnýta sér takmörkun þá á bótaskyldu, sem flytjanda er sjálfum heimilt að hagnýta sér samkvæmt 22. gr.
2. Í slíku tilfelli skal samanlögð bótafjárhæð sú, er flytjandi, starfsmenn hans eða umboðsmenn eiga að greiða, ekki fara fram úr greindu hámarki.
3. [Að því er varðar flutning farþega og farangurs gilda ákvæði 1. og 2. mgr. þessarar greinar ekki ef sönnur eru færðar á að tjónið sé vegna verknaðar eða aðgerðarleysis flytjandans, starfsmanna hans eða umboðsmanna sem er framinn eða viðhaft í því skyni að valda tjóni eða sem rekja má til kæruleysis og viðkomandi hefði mátt vita að tjón mundi sennilega hljótast af slíkum verknaði eða aðgerðarleysi.] 1)] 2)
    1)Montreal-bókun, X. gr., sbr. l. 52/2004, 2. gr. 2)Viðbótarsamn., sbr. l. 46/1956.
26. gr.
1. Ef tekið er við skráðum farangri eða vöru án fyrirvara af hálfu viðtakanda, skal talið að munirnir hafi verið óskemmdir og í samræmi við flutningssamninginn uns annað sannast.
2. [Verði um tjón að ræða, ber móttakanda að tilkynna flytjanda það jafnskjótt og þess verður vart, í síðasta lagi sjö dögum eftir móttökudag, ef um farangur er að ræða, og fjórtán dögum, ef um farm er að ræða. Ef um tafir er að ræða, ber að senda slíka kvörtun í síðasta lagi tuttugu og einum degi eftir að afhending hefur farið fram.] 1)
3. Tilkynning skal skráð á flutningsskírteini eða send bréflega áður en frestur er liðinn.
4. Sé tjón eigi tilkynnt innan hinna tilskildu tímamarka falla niður kröfur á hendur flytjanda, enda sé eigi um svik að ræða af hans hálfu.
    1)Viðbótarsamn., sbr. l. 46/1956.
27. gr.
Nú er skuldari látinn og skal þá heimilt að beina skaðabótakröfum samkvæmt samningi þessum gegn þeim sem tekið hafa við réttindum hans og skyldum.
28. gr.
1. Skaðabótamál skal höfða í því samningsríki, sem sækjandi ákveður, annað hvort þar sem flytjandi á heima eða hefur aðalskrifstofu sína eða útibú það, sem gerði flutningssamninginn eða loks á ákvörðunarstaðnum.
2. Réttarfarsákvæði fara eftir lögum þess lands, sem mál er höfðað í.
29. gr.
1. Réttur til að höfða skaðabótamál fellur niður, ef mál er eigi höfðað innan tveggja ára frá því að loftfar kom á ákvörðunarstað eða frá þeim degi að loftfar skyldi koma þangað eða frá því að flutningur stöðvaðist.
2. Ákvörðun frests fer eftir lögum þess lands, sem mál er höfðað í.
30. gr.
1. Ef fleiri en einn flytjandi eiga hver á eftir öðrum að sjá um flutning þann, er um ræðir í 1. gr. 3. mgr., skal hver þeirra hlíta ákvæðum samnings þessa, ef hann tekur við farþegum, skráðum farangri eða vörum, og skal hlutaðeigandi flytjandi talinn aðili flutningssamnings að svo miklu leyti sem þann hluta flutningsins snertir, sem honum ber að sjá um.
2. Farþegi eða þeir, er taka við réttindum hans, geta einungis beint kröfum sínum til þess flytjanda, sem hefur séð um þann hluta flutningsins, sem tjón eða dráttur varð í sambandi við, enda hafi fyrsti flytjandi eigi samkvæmt beinum samningi tekið að sér ábyrgð á öllum flutningnum.
3. Þegar um er að ræða flutning á skráðum farangri eða vörum, getur sendandi beint kröfum sínum til fyrsta flytjanda, en sá sem rétt á á afhendingu getur beint sínum kröfum til síðasta flytjanda. Hvor um sig getur þar að auki snúið sér að þeim flytjanda, sem sá um flutninginn, þegar eyðilegging, glötun, tjón eða dráttur varð. Flytjendur þessir eru ábyrgir in solidum gagnvart sendanda og þeim, sem afhenda ber vöruna.
[30. gr. A.
Ekkert í samningi þessum skal koma í veg fyrir að aðili, sem á rétt á skaðabótum samkvæmt ákvæðum hans, eigi endurkröfurétt á hendur hvaða þriðja aðila sem er.] 1)
    1)Montreal-bókun, XI. gr., sbr. l. 52/2004, 2. gr.

IV. kafli. Flutningur með ýmislegum farartækjum.
31. gr.
1. Nú fer flutningur sumpart fram með loftfari, en sumpart með einhverju öðru farartæki, og gilda þá ákvæði samnings þessa einungis að því er snertir loftflutninginn og því að hann uppfylli skilyrði 1. gr.
2. Samningur þessi skal eigi vera því til fyrirstöðu, að aðilar flutningssamnings taki skilmála þess flutnings, sem eigi fer fram í lofti, upp í loftfarmskírteini, enda sé farið eftir ákvæðum samnings þessa varðandi loftflutninginn.

V. kafli. Lokaákvæði.
32. gr.
Ógildir skulu vera hvers konar fyrirvarar í flutningssamningi og hvers konar sérstakir samningar, sem gerðir eru áður en tjón verður, og miða að því að ganga fram hjá reglum samnings þessa varðandi þau lög, sem fara skal eftir, eða varðandi varnarþing. Þegar um er að ræða flutning á vörum, skal þó heimilt að semja um gerðardómsákvæði, enda skal gerðin fara fram á einhverjum stað, sem er löglegt varnarþing samkvæmt 28. gr. 1. mgr. og skal málið útkljáð samkvæmt ákvæðum samnings þessa.
33. gr.
[Með fyrirvara um ákvæði 3. mgr. 5. gr. skal ekkert í samningi þessum koma í veg fyrir að flytjandi geti annaðhvort neitað að gera flutningssamninga eða sett reglur sem ganga ekki gegn ákvæðum hans.] 1)
    1)Montreal-bókun, XII. gr., sbr. l. 52/2004, 2. gr.
34. gr.
[Ákvæði 3. til 8. gr., að báðum meðtöldum, um flutningsskjöl gilda ekki þegar um ræðir flutning við óvenjulegar aðstæður utan venjulegs rekstrarsviðs flytjanda.] 1)
    1)Montreal-bókun, XIII. gr., sbr. l. 52/2004, 2. gr.
35. gr.
Með hugtakinu dagur í samningi þessum er átt við vikudag en ekki vinnudag.
36. gr.
Samningur þessi er gerður á frönsku í einu eintaki, sem geymt skal í skjalasafni utanríkisráðuneytis Póllands. Staðfest afrit samningsins skal ríkisstjórn Póllands láta hverjum samningsaðila í té.
37. gr.
1. Samning þennan skal fullgilda. Fullgildingarskjöl skal varðveita í skjalasafni utanríkisráðuneytis Póllands, sem skal tilkynna afhendingu fullgildingarskjala öllum samningsaðilum.
2. Þegar fimm aðilar hafa fullgilt samning þennan skal hann ganga í gildi þeirra í milli á nítugasta degi eftir að fimmta fullgildingarskjalið var afhent. Hann skal ganga í gildi milli ríkja, sem hafa fullgilt hann, og ríkis, sem síðar afhendir fullgildingarskjal sitt, á nítugasta degi eftir þá afhendingu.
3. Ríkisstjórn lýðveldisins Póllands skal tilkynna ríkisstjórn hvers aðila hvenær samningur gengur í gildi og hvenær hvert fullgildingarskjal er afhent.
38. gr.
1. Þegar samningur þessi er genginn í gildi, skal hverju ríki heimilt að gerast aðili að honum.
2. Aðild fer fram með tilkynningu til ríkisstjórnar lýðveldisins Póllands, er skal skýra öðrum aðilum frá aðildinni.
3. Aðild tekur gildi á nítugasta degi eftir að ríkisstjórn lýðveldisins Póllands hefur verið tilkynnt um hana.
39. gr.
1. Sérhver aðili samnings þessa getur sagt honum upp með því að tilkynna uppsögnina ríkisstjórn lýðveldisins Póllands, en hún skal án tafar skýra öllum aðilum frá uppsögninni.
2. Uppsögnin gengur í gildi sex mánuðum eftir að tilkynning um uppsögn hefur farið fram, en einungis að því er varðar þann aðila, sem uppsögn hefur tilkynnt.
40. gr.
1. Samningsaðilar geta við undirritun, afhendingu fullgildingarskjals eða um leið og þeir gerast aðilar að samningi þessum lýst yfir því, að þeir undanskilji ákvæðum samnings þessa allar eða nokkrar nýlendna sinna, verndarlönd, gæslusvæði eða aðrar lendur, er lúta þeirra fullveldi, yfirráðum eða umráðum.
2. Aðilar geta og síðar staðfest samninginn sérstaklega að því er varðar allar eða nokkrar af nýlendum þeirra, verndarlöndum, gæslusvæðum eða öðrum lendum, er lúta þeirra fullveldi, yfirráðum eða umráðum og voru undanskildar ákvæðum samningsins í hinni upphaflegu yfirlýsingu þeirra.
3. Loks geta aðilar samkvæmt ákvæðum þessum sagt upp samningi þessum sérstaklega, að því er varðar allar eða nokkrar af nýlendum sínum, verndarlöndum, gæslusvæðum eða öðrum lendum, er lúta fullveldi þeirra, yfirráðum eða umráðum.
[40. gr. A.
1. Í 2. tölul. 37. gr. og 1. tölul. 40. gr. skal orðið aðili (samningsaðili) (Haute Partie Contractante) merkja ríki. Í öllum öðrum tilvikum skal orðið aðili merkja ríki, sem fullgilt hefur samninginn eða gerst aðili að honum með virkum hætti, eða ríki, sem sagt hefur samningnum upp, ef uppsögn þess hefur ekki gengið í gildi.
2. Að því er samning þennan snertir, merkir orðið landsvæði (territoire) ekki einungis heimaland ríkis, heldur einnig öll önnur landsvæði, sem ríkið fer með utanríkismál fyrir.] 1)
    1)Viðbótarsamn., sbr. l. 46/1956.
41. gr.
Hver samningsaðili getur, þegar tvö ár eru liðin frá gildistöku samnings þessa, óskað eftir því að ný alþjóðaráðstefna verði kölluð saman til þess að rannsaka á hvern hátt muni hægt að endurbæta samning þennan. Hlutaðeigandi aðili skal í þessu skyni snúa sér til ríkisstjórnar Frakklands, sem skal gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að undirbúa ráðstefnuna.

Viðbótarbókun.
    Við 2. gr. Samningsaðilar áskilja sér rétt til þess að lýsa því yfir við fullgildingu eða staðfestingu samningsins, að ákvæði 1. mgr. 2. gr. hans taki ekki til loftflutninga milli landa, sem framkvæmdir eru beinlínis af ríkinu, nýlendum þess, verndarlendum, gæslulendum eða öðrum lendum, sem eru undir fullveldi þess, vernd eða yfirráðum.

II. Samningur um samræmingu tiltekinna reglna um loftflutninga milli landa sem annar aðili en hinn samningsbundni flytjandi annast, sem er viðbót við Varsjársamninginn.1)
    1)L. 52/2004, 2. gr.
   RÍKIN SEM UNDIRRITAÐ HAFA SAMNING ÞENNAN OG
   GERA SÉR GREIN FYRIR að Varsjársamningurinn inniheldur ekki sérstök ákvæði um loftflutninga milli landa sem aðili, sem er ekki aðili að flutningssamningnum, framkvæmir,
   TELJA að því sé æskilegt að setja ákvæði sem gilda í slíkum tilvikum,
   HAFA ORÐIÐ ÁSÁTT UM EFTIRFARANDI:
I. gr.
Í samningi þessum hafa eftirfarandi hugtök þá merkingu sem hér greinir:
    a) „Varsjársamningur“ merkir samning um samræmingu nokkurra reglna varðandi loftflutninga milli landa, sem var undirritaður í Varsjá 12. október 1929, eða Varsjársamninginn, eins og honum var breytt í Haag 1955, eftir því hvor þeirra gildir um flutning samkvæmt samningi sem um getur í b-lið;
    b) „samningsbundinn flytjandi“ merkir aðila sem gerir, sem ábyrgðaraðili, flutningssamning, samkvæmt ákvæðum Varsjársamningsins, við farþega eða sendanda eða við aðila sem er í fyrirsvari fyrir farþegann eða sendandann;
    c) „flytjandi í raun“ merkir aðila, annan en samningsbundna flytjandann, sem framkvæmir þann flutning, sem fjallað er um í b-lið, allan eða að hluta í umboði samningsbundna flytjandans en er ekki, að því er slíkan hluta varðar, flytjandi sem framkvæmir gagnfæran flutning í skilningi Varsjársamningsins.
   Gera skal ráð fyrir að um slíkt umboð sé að ræða nema sannað sé hið gagnstæða.
II. gr.
Framkvæmi flytjandi í raun flutning allan eða að hluta, það er flutning sem Varsjársamningurinn gildir um samkvæmt samningnum sem um getur í b-lið I. gr., skulu ákvæði Varsjársamningsins gilda um bæði samningsbundna flytjandann og flytjanda í raun, nema kveðið sé á um annað í samningi þessum, hinn fyrrnefnda að því er varðar allan flutning sem fjallað er um í flutningssamningnum og hinn síðarnefnda einungis að því er varðar þann flutning sem hann framkvæmir.
III. gr.
1. Líta ber svo á að athöfn eða athafnaleysi flytjanda í raun og starfsmanna hans og umboðsmanna á vettvangi starfs þeirra sé einnig athöfn eða athafnaleysi samningsbundna flytjandans, að því er varðar flutning sem flytjandi í raun framkvæmir.
2. Líta ber svo á að athöfn eða athafnaleysi samningsbundins flytjanda og starfsmanna hans og umboðsmanna, sem er innan verksviðs þeirra, sé einnig athöfn eða athafnaleysi flytjanda í raun, að því er varðar flutning sem flytjandi í raun framkvæmir. Engin slík athöfn eða athafnaleysi skal, samt sem áður, gera flytjanda í raun skaðabótaskyldan umfram þau mörk sem um getur í 22. gr. Varsjársamningsins. Allir sérsamningar þar sem samningsbundni flytjandinn tekst skyldur á herðar sem Varsjársamningurinn kveður ekki á um eða fellur frá réttindum sem samningur þessi heimilar eða sérhver yfirlýsing um hagsmuni sem tengjast afhendingu á ákvörðunarstað, sem fjallað er um í 22. gr. fyrrnefnds samnings, skulu ekki binda flytjanda í raun nema hann hafi samþykkt það sérstaklega.
IV. gr.
Kvartanir, bornar fram við flytjanda eða fyrirmæli honum gefin samkvæmt Varsjársamningnum, skulu hafa sömu þýðingu, hvort sem þeim er beint til samningsbundna flytjandans eða flytjanda í raun. Fyrirmæli, sem um getur í 12. gr. Varsjársamningsins, skulu hins vegar því aðeins gild að þeim sé beint til samningsbundna flytjandans.
V. gr.
Að því er varðar flutning, sem flytjandi í raun framkvæmir, hafa allir starfsmenn eða umboðsmenn hans eða samningsbundna flytjandans, geti þeir sannað að þeir hafi framkvæmt störf sín innan verksviðs síns, rétt til að bera fyrir sig þær takmarkanir á ábyrgð sem þeim flytjanda, sem þeir eru starfsmenn eða umboðsmenn hjá, er heimilt að bera fyrir sig samkvæmt samningi þessum, nema sannað sé að þeir hafi hagað sér með þeim hætti sem samkvæmt Varsjársamningnum kemur í veg fyrir að unnt sé að skírskota til marka ábyrgðar.
VI. gr.
Að því er varðar flutning, sem flytjandi í raun framkvæmir, skal heildarfjárhæð, sem unnt er að fá þann flytjanda og samningsbundna flytjandann og starfsmenn þeirra og umboðsmenn, sem framkvæma störf sín innan verksviðs síns, dæmda til þess að greiða, ekki vera hærri en hæsta bótafjárhæð sem unnt er að dæma annaðhvort samningsbundna flytjandann eða flytjanda í raun til þess að greiða samkvæmt samningi þessum, en engum aðila, sem um er getið, skal skylt að greiða fjárhæð yfir þeim mörkum sem um hann gilda.
VII. gr.
Stefnandi getur, að því er varðar flutning sem flytjandi í raun framkvæmir, beint bótakröfum sínum, að eigin vali, hvort sem er gegn flytjanda í raun eða samningsbundna flytjandanum, saman eða hvorum fyrir sig. Sé málið einvörðungu höfðað gegn öðrum fyrrnefndra flytjenda ber honum réttur til þess að krefjast þess að hinn flytjandinn komi einnig að meðferð þess fyrir rétti og fer slík málsmeðferð og áhrif slíkrar aðkomu eftir lögum þess ríkis þar sem mál er höfðað.
VIII. gr.
Höfða skal skaðabótamál, sem er fjallað um í VII. gr. samnings þessa, að vali stefnanda, annaðhvort fyrir dómstóli sem heimilt er að höfða mál fyrir gegn samningsbundna flytjandanum, eins og kveðið er á um í 28. gr. Varsjársamningsins, eða fyrir þeim dómstóli sem hefur lögsögu þar sem flytjandi í raun á lögheimili eða hefur aðalskrifstofu sína.
IX. gr.
1. Öll samningsákvæði, sem miða að því að leysa samningsbundna flytjandann eða flytjanda í raun undan ábyrgð samkvæmt samningi þessum eða að því að ákvarða lægri ábyrgðarmörk en þau sem gilda samkvæmt samningi þessum, skulu ógild, en í ógildingu sérhvers slíks ákvæðis felst ekki ógilding samningsins í heild sem ákvæði samnings þessa gilda um eftir sem áður.
2. Að því er varðar flutning, sem flytjandi í raun framkvæmir, á málsgreinin hér á undan ekki við um samningsákvæði sem fjalla um hvarf eða tjón sem rekja má til eðlislægs ágalla, eiginleika eða ágalla þess farms sem er fluttur.
3. Ógild skulu vera hvers konar ákvæði í flutningssamningi og hvers konar sérsamningar sem gerðir eru áður en tjón verður og miða að því að ganga fram hjá reglum samnings þessa varðandi þau lög sem fara skal eftir eða varðandi lögsögu. Þegar um er að ræða flutning farms skal þó heimilt að semja um gerðardómsákvæði, samanber þó ákvæði samnings þessa, enda fari gerðardómsmeðferðin fram innan einhverrar lögsögu sem um getur í VIII. gr.
X. gr.
Ekkert í samningi þessum hefur áhrif á réttindi og skyldur flytjendanna tveggja hvors gagnvart öðrum, með fyrirvara um ákvæði VII. gr.
XI. gr.
Samningur þessi skal, fram til þess dags er hann öðlast gildi í samræmi við ákvæði XIII. gr., liggja frammi til undirritunar af hálfu hvers þess ríkis sem þann dag er aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eða einhverra sérstofnana þeirra.
XII. gr.
1. Samningur þessi er háður fullgildingu af hálfu þeirra ríkja sem hafa undirritað hann.
2. Afhenda ber skjöl um fullgildingu ríkisstjórn Sameinuðu mexíkósku ríkjanna til vörslu.
XIII. gr.
1. Jafnskjótt og fimm undirritunarríki hafa afhent skjöl sín um fullgildingu samnings þessa til vörslu öðlast hann gildi þeirra í milli á nítugasta degi eftir þann dag er fimmta skjalið um fullgildingu er afhent.
   Samningurinn öðlast gildi gagnvart hverju því ríki, sem fullgildir hann eftir það, á nítugasta degi eftir að það afhendir skjal sitt um fullgildingu til vörslu.
2. Ríkisstjórn Sameinuðu mexíkósku ríkjanna skal láta skrá samning þennan hjá Sameinuðu þjóðunum og Alþjóðaflugmálastofnuninni jafnskjótt og hann öðlast gildi.
XIV. gr.
1. Samningur þessi skal, eftir að hann hefur öðlast gildi, liggja frammi til aðildar af hálfu allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna eða sérstofnana þeirra.
2. Ríki fær aðild að samningi þessum með því að ríkisstjórn Sameinuðu mexíkósku ríkjanna er afhent aðildarskjal sem tekur gildi frá og með nítugasta degi frá þeim degi er slík afhending fer fram.
XV. gr.
l. Hverju aðildarríki er heimilt að segja upp samningi þessum með tilkynningu til ríkisstjórnar Sameinuðu mexíkósku ríkjanna.
2. Uppsögn skal taka gildi sex mánuðum eftir þann dag er ríkisstjórn Sameinuðu mexíkósku ríkjanna tekur við tilkynningu um uppsögn.
XVI. gr.
1. Hverju aðildarríki er heimilt, jafnhliða fullgildingu samnings þessa eða aðild að honum eða hvenær sem er eftir það, að lýsa því yfir, með tilkynningu til ríkisstjórnar Sameinuðu mexíkósku ríkjanna, að gildissvið samnings þessa skuli ná til allra þeirra landsvæða þar sem það fer með samskipti við önnur ríki.
2. Gildissvið samningsins skal ná til þeirra landsvæða, sem eru talin upp í fyrrnefndri tilkynningu, níutíu dögum eftir þann dag er ríkisstjórn Sameinuðu mexíkósku ríkjanna tekur við slíkri tilkynningu.
3. Hverju aðildarríki er heimilt, í samræmi við ákvæði XV. gr., að segja upp samningi þessum sérstaklega fyrir hvert þeirra landsvæða, þar sem það fer með samskipti við önnur ríki, eða öll þeirra.
XVII. gr.
Óheimilt er að gera fyrirvara við samning þennan.
XVIII. gr.
Ríkisstjórn Sameinuðu mexíkósku ríkjanna skal tilkynna Alþjóðaflugmálastofnuninni og öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna eða sérstofnana þeirra um:
    a) sérhverja undirritun samnings þessa og dagsetningu hennar;
    b) sérhverja afhendingu skjals um fullgildingu eða aðild og dagsetningu hennar;
    c) dagsetningu gildistöku samnings þessa í samræmi við 1. mgr. XIII. gr.;
    d) viðtöku sérhverrar tilkynningar um uppsögn og viðtökudag hennar;
    e) viðtöku sérhverrar yfirlýsingar eða tilkynningar, sem er gefin út skv. XVI. gr., og viðtökudag hennar.
   ÞESSU TIL STAÐFESTU hafa undirritaðir fulltrúar, sem til þess hafa fullt umboð, undirritað samning þennan.
   GJÖRT í Gvadalajara hinn 18. september 1961 á ensku, frönsku og spænsku og eru allir textarnir þrír gildir. Ef um ósamræmi er að ræða skal franski textinn ráða, en Varsjársamningurinn frá 12. október 1929 var gerður á frönsku. Ríkisstjórn Sameinuðu mexíkósku ríkjanna mun láta gera opinbera þýðingu á texta samningsins á rússnesku.
   Afhenda ber samning þennan ríkisstjórn Sameinuðu mexíkósku ríkjanna til vörslu, en samningurinn mun liggja frammi til undirritunar hjá henni í samræmi við ákvæði XI. gr., og skal fyrrnefnd ríkisstjórn senda Alþjóðaflugmálastofnuninni og öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna eða sérstofnana þeirra staðfest afrit af honum.
III. Montreal-bókun nr. 4 um breytingar á samningnum um samræmingu nokkurra reglna varðandi loftflutninga milli landa, er undirritaður var í Varsjá 12. október 1929, eins og honum var breytt með Haag-bókuninni frá 28. september 1955, undirrituð í Montreal 25. september 1975.1)
    1)L. 52/2004, 2. gr.
   RÍKISSTJÓRNIRNAR SEM UNDIRRITAÐ HAFA BÓKUN ÞESSA OG
   ÁLÍTA að æskilegt sé að breyta samningnum um samræmingu nokkurra reglna varðandi loftflutninga milli landa, sem var undirritaður í Varsjá 12. október 1929, eins og honum var breytt með Haag-bókuninni frá 28. september 1955,
   HAFA ORÐIÐ ÁSÁTTAR um eftirfarandi:
I. kafli. Breytingar á samningnum.
I. gr.
Samningurinn, sem er breytt með ákvæðum þessa kafla, er Varsjársamningurinn eins og honum var breytt í Haag 1955.
   … 1)
    1)Ákvæði um breytingar á meginmáli samningins, sjá fylgiskjal I.

II. kafli. Gildissvið samningsins með áorðnum breytingum.
XIV. gr.
Varsjársamningurinn, eins og honum var breytt í Haag 1955 og með bókun þessari, skal gilda um flutninga milli landa, eins og þeir eru skilgreindir í 1. gr. samningsins, að því tilskildu að brottfarar- og ákvörðunarstaðir, sem um getur í þeirri grein, séu annaðhvort á landsvæðum tveggja aðila að bókun þessari eða innan landsvæðis eins aðila að bókun þessari þar sem um umsaminn áningarstað á landsvæði annars ríkis er að ræða.

III. kafli. Lokaákvæði.
XV. gr.
Að því er varðar aðila að bókun þessari skal skilja og túlka Varsjársamninginn, eins og honum var breytt í Haag 1955, og bókun þessa saman sem eina gerð sem skal bera yfirskriftina Varsjársamningurinn eins og honum var breytt í Haag 1955 og með Montreal-bókun nr. 4 frá 1975.
XVI. gr.
Bókun þessi skal liggja frammi til undirritunar af hálfu allra ríkja fram til þess dags er hún öðlast gildi í samræmi við ákvæði XVIII. gr.
XVII. gr.
1. Bókun þessi er með fyrirvara um fullgildingu af hálfu undirritunarríkja.
2. Fullgilding bókunar þessarar af hálfu ríkis, sem er ekki aðili að Varsjársamningnum, eða af hálfu ríkis, sem er ekki aðili að Varsjársamningnum, eins og honum var breytt í Haag 1955, skal hafa ígildi aðildar að Varsjársamningnum, eins og honum var breytt í Haag 1955 og með Montreal-bókun nr. 4 frá 1975.
3. Skjöl um fullgildingu skulu afhent ríkisstjórn Alþýðulýðveldisins Póllands til vörslu.
XVIII. gr.
1. Jafnskjótt og þrjátíu undirritunarríki hafa afhent skjöl sín um fullgildingu bókunar þessarar tekur hún gildi milli þeirra á nítugasta degi eftir að þrítugasta skjalið um fullgildingu hefur verið afhent til vörslu. Hún tekur gildi fyrir hvert og eitt ríki, sem fullgildir hana eftir það, á nítugasta degi eftir að það afhendir skjal sitt um fullgildingu til vörslu.
2. Jafnskjótt og bókun þessi tekur gildi skal ríkisstjórn Alþýðulýðveldisins Póllands skrá hana hjá Sameinuðu þjóðunum.
XIX. gr.
1. Öllum ríkjum, sem hafa ekki undirritað bókun þessa, skal heimilt að gerast aðilar að henni eftir að hún hefur öðlast gildi.
2. Aðild ríkis, sem er ekki aðili að Varsjársamningnum, eða ríkis, sem er ekki aðili að Varsjársamningnum, eins og honum var breytt í Haag 1955, að bókun þessari skal hafa ígildi aðildar að Varsjársamningnum, eins og honum var breytt í Haag 1955 og með Montreal-bókun nr. 4 frá 1975.
3. Aðild fer fram með því að afhenda ríkisstjórn Alþýðulýðveldisins Póllands aðildarskjal til vörslu og tekur gildi á nítugasta degi eftir afhendingu.
XX. gr.
1. Hverjum aðila að bókun þessari er heimilt að segja bókun þessari upp með tilkynningu til ríkisstjórnar Alþýðulýðveldisins Póllands.
2. Uppsögn tekur gildi sex mánuðum eftir þann dag er ríkisstjórn Alþýðulýðveldisins Póllands tekur við tilkynningu um uppsögn.
3. Að því er varðar aðila að bókun þessari skal ekki á neinn hátt líta á uppsögn Varsjársamningsins af hálfu einhvers þeirra í samræmi 39. gr. hans eða Haag-bókunarinnar í samræmi við XXIV. gr. hennar sem uppsögn Varsjársamningsins, eins og honum var breytt í Haag 1955 og með Montreal-bókun nr. 4 frá 1975.
XXI. gr.
1. Einungis er heimilt að gera eftirfarandi fyrirvara við bókun þessa:
    a) ríki getur hvenær sem er lýst því yfir, með tilkynningu til ríkisstjórnar Alþýðulýðveldisins Póllands, að Varsjársamningurinn, eins og honum var breytt í Haag 1955 og með Montreal-bókun nr. 4 frá 1975, gildi ekki um flutning fólks, farangurs og farms fyrir hernaðaryfirvöld þess með loftfari, sem er skráð í því ríki, þar sem slík yfirvöld hafa tekið frá allt flutningsrými eða það hefur verið gert fyrir þeirra hönd; og
    b) hvaða ríki sem er getur lýst því yfir, jafnhliða fullgildingu Montreal-viðbótarbókunar nr. 3 frá 1975 eða aðild að henni eða hvenær sem er eftir það, að það sé óbundið af ákvæðum Varsjársamningsins, eins og honum var breytt í Haag 1955 og með Montreal- bókun nr. 4 frá 1975, að því marki sem þau fjalli um flutning farþega og farangurs. Fyrrnefnd yfirlýsing tekur gildi níutíu dögum eftir þann dag er ríkisstjórn Alþýðulýðveldisins Póllands tekur við henni.
2. Hverju því ríki, sem hefur gert fyrirvara í samræmi við næstu málsgrein hér að framan, er hvenær sem er heimilt að draga slíkan fyrirvara til baka með því að tilkynna ríkisstjórn Alþýðulýðveldisins Póllands það.
XXII. gr.
Ríkisstjórn Alþýðulýðveldisins Póllands skal tilkynna öllum aðildarríkjum Varsjársamningsins eða þess samnings með áorðnum breytingum, öllum ríkjum sem undirrita bókun þessa eða gerast aðilar að henni og Alþjóðaflugmálastofnuninni án tafar um dagsetningu hverrar undirritunar, þann dag er hvert skjal um fullgildingu eða aðild er afhent til vörslu, þann dag er bókun þessi öðlast gildi og aðrar viðeigandi upplýsingar.
XXIII. gr.
Að því er varðar aðila að bókun þessari, sem eru einnig aðilar að samningnum um samræmingu tiltekinna reglna um loftflutninga milli landa sem annar aðili en hinn samningsbundni flytjandi annast, sem er viðbót við Varsjársamninginn, sem var undirritaður í Gvadalajara 18. september 1961 (hér á eftir nefndur Gvadalajara-samningurinn), skal í öllum vísunum til „Varsjársamningsins“ í Gvadalajara-samningnum felast vísun til Varsjársamningsins, eins og honum var breytt í Haag 1955 og með Montreal-bókun nr. 4 frá 1975, þegar bókun þessi gildir um flutning samkvæmt samningnum sem um getur í b-lið 1. mgr. 1. gr. Gvadalajara-samningsins.
XXIV. gr.
Séu tvö eða fleiri ríki aðilar bæði að bókun þessari og Gvatemalaborgarbókuninni frá 1971 eða að Montreal-viðbótarbókun nr. 3 frá 1975 gilda eftirfarandi reglur þeirra í milli:
    a) ákvæðin, sem leiðir af því fyrirkomulagi sem komið er á með bókun þessari og fjalla um farm og póstsendingar, skulu ganga framar en ákvæðin sem leiðir af því fyrirkomulagi sem komið var á með Gvatemalaborgarbókuninni frá 1971 eða með Montreal-viðbótarbókun nr. 3 frá 1975;
    b) ákvæðin, sem leiðir af því fyrirkomulagi sem komið er á með Gvatemalaborgarbókuninni frá 1971 eða með Montreal-viðbótarbókun nr. 3 frá 1975 og fjalla um farþega og farangur, skulu ganga framar en ákvæðin sem leiðir af því fyrirkomulagi sem komið er á með bókun þessari.
XXV. gr.
Bókun þessi skal liggja frammi til undirritunar fram til 1. janúar 1976 í höfuðstöðvum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar og eftir það, uns hún öðlast gildi í samræmi við XVIII. gr., í utanríkisráðuneyti Alþýðulýðveldisins Póllands. Alþjóðaflugmálastofnunin skal tilkynna ríkisstjórn Alþýðulýðveldisins Póllands án tafar um sérhverja undirritun og dagsetningu hennar meðan bókunin liggur frammi til undirritunar í höfuðstöðvum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar.
   ÞESSU TIL STAÐFESTU hafa undirritaðir fulltrúar, sem til þess hafa fullt umboð, undirritað bókun þessa.
   GJÖRT í Montreal hinn 25. september 1975 á ensku, frönsku, rússnesku og spænsku og eru allir textarnir fjórir gildir. Ef um ósamræmi er að ræða skal franski textinn ráða, en Varsjársamningurinn frá 12. október 1929 var gerður á frönsku.