Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um sameiningu Borgarfjarðarhrepps og Loðmundarfjarðarhrepps í Norður-Múlasýslu í einn hrepp

1972 nr. 40 24. maí


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. janúar 1973. Breytt með: L. 92/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992 nema 103. gr. sem tók gildi 9. jan. 1992). L. 73/1996 (tóku gildi 19. júní 1996).


1. gr.
Borgarfjarðarhreppur og Loðmundarfjarðarhreppur í Norður-Múlasýslu skulu vera einn hreppur, sem heitir Borgarfjarðarhreppur.
2. gr.
Kostnaður við fjallskil á eyðilöndum í Loðmundarfirði skiptist þannig, að eigendur eyðijarða bera 1/ 4, sveitarfélög þau, er fjárvon eiga í löndum þessum, sameiginlega 1/ 2 og ríkið 1/ 4. Kostnaður eyðijarðaeigenda skiptist á milli þeirra í réttu hlutfalli við landverð eyðijarðanna samkvæmt gildandi fasteignamati. Sá hluti fjallskilakostnaðarins, sem kemur í hlut sveitarfélaganna samkvæmt grein þessari, skiptist á milli þeirra í réttu hlutfalli við tölu þess fjár, sem kemur af fjalli og tilheyrir íbúum hvors þeirra fyrir sig.
1)
Sýslumaður Norður-Múlasýslu annast innheimtu á framlögum til greiðslu fjallskilakostnaðarins.
    1)L. 73/1996, 33. gr.
3. gr.
Kostnaður við eyðingu refa og minka í Loðmundarfirði samkvæmt lögum nr. 52 5. júní 1957 endurgreiðist Borgarfjarðarhreppi næstu fimm árin úr ríkissjóði, enda verði framkvæmd við eyðingu refa og minka hagað í samráði við veiðistjóra ríkisins.
4. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1973.