Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um Landsvirkjun

1983 nr. 42 23. mars


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 14. apríl 1983. Breytt með: L. 108/1988 (tóku gildi 1. jan. 1989). L. 74/1990 (tóku gildi 31. maí 1990). L. 9/1997 (tóku gildi 4. mars 1997). L. 48/1999 (tóku gildi 30. mars 1999). L. 50/1999 (tóku gildi 30. mars 1999). L. 14/2000 (tóku gildi 28. apríl 2000). L. 38/2002 (tóku gildi 7. maí 2002). L. 64/2003 (tóku gildi 7. apríl 2003 en komu til framkvæmda 1. júlí sama ár). L. 129/2004 (tóku gildi 31. des. 2005). L. 65/2005 (tóku gildi 31. des. 2005). L. 154/2006 (tóku gildi 30. des. 2006; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 15. gr.). L. 87/2009 (tóku gildi 20. ágúst 2009). L. 21/2011 (tóku gildi 12. mars 2011). L. 49/2011 (tóku gildi 1. jan. 2012 nema a-liður 3. gr. og 4. gr. sem tóku gildi 1. sept. 2013). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 175/2011 (tóku gildi 30. des. 2011). L. 127/2013 (tóku gildi 31. des. 2013). L. 130/2016 (tóku gildi 1. júlí 2017). L. 141/2018 (tóku gildi 1. jan. 2019).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við fjármála- og efnahagsráðherra eða fjármála- og efnahagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr.
Landsvirkjun er sameignarfyrirtæki ríkissjóðs [og Eignarhluta ehf.] 1) Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. Fyrirtækið er sjálfstæður réttaraðili með sjálfstæðan fjárhag og reikningshald. [Á ríkissjóður 99,9% eignarhluta í fyrirtækinu og Eignarhlutir ehf. 0,1%.] 1)
[Hvor eigandi um sig er í einfaldri ábyrgð fyrir þeim skuldbindingum fyrirtækisins sem heimilaðar eru skv. 9. gr., en um innbyrðis skiptingu á ábyrgð þeirra fer eftir eignarhlutföllum. Ábyrgð eigenda nær ekki til annarra skuldbindinga fyrirtækisins.] 2)
[Komi fram beiðni um greiðslustöðvun, nauðasamninga eða gjaldþrotaskipti skulu ákvæði laga um gjaldþrotaskipti, eins og þau eru á hverjum tíma, eiga við um Landsvirkjun með sama hætti og um félag með takmarkaða ábyrgð.] 2)
    1)L. 154/2006, 1. gr. 2)L. 21/2011, 1. gr.
2. gr.
[Tilgangur Landsvirkjunar er að stunda starfsemi á orkusviði ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni.] 1)
    1)L. 64/2003, 9. gr.
[3. gr.]1)
Landsvirkjun er eigandi raforkuvera, annarra mannvirkja, vatnsréttinda og búnaðar sem fyrirtækið hefur eignast fyrir setningu laga þessara [eða með sérlögum eða samningum]. 2)
2)
    1)L. 154/2006, 2. gr. 2)L. 154/2006, 3. gr.
[4. gr.]1)
[… 2)
[Landsvirkjun greiðir arð af framlögum eigenda.] 2)
2)
Arðgreiðslan skal ákveðin með hliðsjón af afkomu fyrirtækisins og yfirfærðum hagnaði frá fyrri árum.] 3)
    1)L. 154/2006, 2. gr. 2)L. 154/2006, 4. gr. 3)L. 9/1997, 2. gr.
[5. gr.]1)
[[Ráðherra] 2) skipar stjórn Landsvirkjunar á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn skal fyrir lok aprílmánaðar ár hvert. Hana skulu skipa fimm menn og jafnmargir til vara. [Tryggt skal að í stjórn fyrirtækisins sé hlutfall hvors kyns ekki lægra en 40%.] 3)
Stjórnarmenn, aðal- og varamenn, skulu vera lögráða, bú þeirra skal ekki hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta [og þeir] 4) skulu í störfum sínum eingöngu hafa að leiðarljósi hagsmuni Landsvirkjunar. [Þá mega þeir ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað þar sem refsing var fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi hið minnsta eða öryggisgæsla ef þeir voru fullra 18 ára þegar brotið var framið nema fimm ár hafi liðið frá því að afplánun var að fullu lokið.] 4) Þeir mega ekki, hvorki beint né óbeint, inna af hendi nokkurt starf, taka við greiðslu eða hafa nokkurra hagsmuna að gæta í öðrum orkufyrirtækjum eða fyrirtækjum tengdum orkustarfsemi sem leitt geta til árekstra við hagsmuni Landsvirkjunar. [Formaður stjórnar skal ekki taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem teljast eðlilegur hluti starfa hans sem stjórnarformanns, að undanskildum einstökum verkefnum sem stjórn felur honum að vinna fyrir sig.] 3)] 5)
    1)L. 154/2006, 6. gr. 2)L. 126/2011, 97. gr. 3)L. 49/2011, 2. gr. 4)L. 141/2018, 32. gr. 5)L. 154/2006, 7. gr.
[6. gr.]1)
[[Stjórn Landsvirkjunar ræður forstjóra er veitir fyrirtækinu forstöðu og ákvarðar laun og starfskjör hans. Forstjóri skal eiga sæti á stjórnarfundum. Stjórn skal setja starfskjarastefnu þar sem fram skulu koma grundvallaratriði varðandi laun og starfskjör stjórnenda og stefnu fyrirtækisins varðandi samninga við stjórnendur. Jafnframt skal þar koma fram hvort og þá við hvaða aðstæður og innan hvaða ramma heimilt er að greiða eða umbuna stjórnendum til viðbótar grunnlaunum.] 2)
Stjórn Landsvirkjunar fer með málefni fyrirtækisins og skal annast um að skipulag fyrirtækisins og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi. Stjórn og forstjóri fara með stjórn fyrirtækisins.
Forstjóri annast daglegan rekstur fyrirtækisins og skal í þeim efnum fara eftir þeirri stefnu og fyrirmælum sem stjórnin hefur gefið. Daglegur rekstur tekur ekki til ráðstafana sem eru óvenjulegar eða mikils háttar. Slíkar ráðstafanir getur forstjóri aðeins gert samkvæmt sérstakri heimild frá stjórn, nema ekki sé unnt að bíða ákvarðana stjórnar án verulegs óhagræðis fyrir starfsemi fyrirtækisins. Í slíkum tilvikum skal stjórn tafarlaust tilkynnt um ráðstöfunina.
Stjórn Landsvirkjunar skal annast um að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna fyrirtækisins. Forstjóri skal sjá um að bókhald fyrirtækisins sé fært í samræmi við lög og venjur og meðferð eigna fyrirtækisins sé með tryggilegum hætti.
Einungis stjórn Landsvirkjunar getur veitt prókúruumboð.
Stjórnarmenn og fastráðnir starfsmenn Landsvirkjunar hafa réttindi og skyldur opinberra sýslunarmanna.
Nánari ákvæði um starfssvið stjórnar og forstjóra skulu sett í [starfsreglur stjórnar Landsvirkjunar]. 3)] 4)
    1)L. 154/2006, 6. gr. 2)L. 130/2016, 8. gr. 3)L. 154/2006, 8. gr. 4)L. 9/1997, 4. gr.
[7. gr.]1)
[Halda skal í aprílmánuði ár hvert [aðalfund] 2) Landsvirkjunar. Á [aðalfundi] 2) skulu tekin fyrir þessi mál:
    1. Skýrsla stjórnar um starfsemi Landsvirkjunar síðastliðið starfsár.
    2. Ársreikningur Landsvirkjunar fyrir liðið reikningsár ásamt skýrslu endurskoðanda fyrirtækisins lagður fram til staðfestingar.
    3. Ákvörðun um arðgreiðslur … 2) og um aðra meðferð hagnaðar eða taps Landsvirkjunar á reikningsárinu.
    4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir liðið kjörtímabil.
    5. Lýst kjöri stjórnar.
    6. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfélags.
    7. Umræður um önnur mál.
[Rétt til setu á aðalfundi eiga eigendur fyrirtækisins, stjórn og forstjóri Landsvirkjunar og löggiltur endurskoðandi fyrirtækisins.] 2)
[Stjórn Landsvirkjunar er heimilt að boða til aukafunda um málefni fyrirtækisins þegar þörf þykir.] 2)] 3)
    1)L. 154/2006, 6. gr. 2)L. 154/2006, 9. gr. 3)L. 9/1997, 5. gr.
[8. gr.]1)
[Starfsár Landsvirkjunar og reikningsár er almanaksárið.
Stjórn Landsvirkjunar og forstjóri skulu semja ársreikning fyrir hvert reikningsár og skal hann gerður samkvæmt lögum og góðri reikningsskilavenju og skal hafa að geyma rekstrarreikning, efnahagsreikning, fjárstreymisyfirlit og skýringar.
[Aðalfundur] 2) Landsvirkjunar kýs löggiltan endurskoðanda eða endurskoðunarfélag til að endurskoða reikninga fyrirtækisins samkvæmt tillögu Ríkisendurskoðunar … 2)
Endurskoðandi skal endurskoða ársreikning Landsvirkjunar í samræmi við lög og góða endurskoðunarvenju og í því sambandi kanna bókhaldsgögn fyrirtækisins og aðra þætti er varða rekstur þess og stöðu. Endurskoðandi skal að lokinni endurskoðun árita ársreikninginn og skal áritunin fylgja ársreikningnum sem skýrsla hans.] 3)
    1)L. 154/2006, 10. gr. 2)L. 154/2006, 11. gr. 3)L. 9/1997, 7. gr.
[9. gr.]1)
[Landsvirkjun er heimilt að stofna til fjárhagslegra skuldbindinga til þarfa fyrirtækisins og gangast í ábyrgð fyrir greiðslum í sama skyni. Nýjar fjárhagslegar skuldbindingar, sem njóta skulu ábyrgðar eigenda skv. 2. mgr. 1. gr., eru háðar samþykki ráðherra.] 2)
    1)L. 154/2006, 12. gr. 2)L. 175/2011, 1. gr.
[10.–15. gr.]1)2)
    1)L. 154/2006, 12. gr. 2)L. 154/2006, 14. gr.
[Ákvæði til bráðabirgða.
I.
Ábyrgðir eigenda á [fjárhagslegum skuldbindingum] 1) Landsvirkjunar, svo og skuldbindingum samkvæmt langtímarafmagnssamningum Landsvirkjunar við orkufrek fyrirtæki sem nýta rafmagnið í eigin þágu, sem stofnað hefur verið til fyrir gildistöku laga þessara halda gildi sínu eins og til þeirra er stofnað og þar til þær eru að fullu efndar eða einstakir samningar falla niður. Greiða ber árlega ríkisábyrgðargjald, sbr. lög nr. 121/1997, um ríkisábyrgðir, af þeim [fjárhagslegu skuldbindingum], 1) svo og skuldbindingum samkvæmt langtímarafmagnssamningum Landsvirkjunar við orkufrek fyrirtæki sem nýta rafmagnið í eigin þágu, frá og með gildistöku laga þessara.] 2)
    1)L. 175/2011, 2. gr. 2)L. 21/2011, 3. gr.
[II.
Heimilt er að sameina Þeistareyki ehf. og Landsvirkjun með þeim hætti að Landsvirkjun taki yfir allar eignir, skuldir, réttindi, skuldbindingar og rekstur Þeistareykja ehf. frá og með 1. júlí 2013.
Ákvæði XIV. kafla laga um einkahlutafélög gilda um sameininguna að því marki sem við á. Þrátt fyrir skilyrði 51. og 54. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, gildir ákvæðið um sameiningu Þeistareykja ehf. og Landsvirkjunar þannig að samruninn hafi ekki í för með sér skattskyldu, hvorki fyrir Þeistareyki ehf. né Landsvirkjun.] 1)
    1)L. 127/2013, 1. gr.