Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um laun forseta Íslands

1990 nr. 10 26. febrúar


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 28. febrúar 1990. Breytt með: L. 84/2000 (tóku gildi 1. ágúst 2000). L. 141/2003 (tóku gildi 30. des. 2003). L. 47/2006 (tóku gildi 1. júlí 2006). L. 79/2019 (tóku gildi 6. júlí 2019; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í brbákv.).


1. gr.
[Laun forseta Íslands nema 2.985.000 kr. á mánuði. Launin skulu taka breytingum 1. júlí ár hvert. Hagstofa Íslands reiknar og birtir fyrir 1. júní hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Við mat á launabreytingum aflar Hagstofan skýrslna og gagna sem hún telur nauðsynleg og gerir jafnframt eigin kjararannsóknir eftir því sem hún telur þörf á. Við launaafgreiðslu fyrir júlí uppfærir Fjársýsla ríkisins krónutölufjárhæð til samræmis við tölur Hagstofunnar.] 1)
    1)L. 79/2019, 1. gr., sbr. einnig brbákv. í s.l.
2. gr.
Forseti hefur ókeypis bústað, ljós og hita … 1)
1)
    1)L. 84/2000, 1. gr.
3. gr.
Allan útlagðan kostnað forseta vegna rekstrar embættisins ber að greiða sérstaklega úr ríkissjóði.
4. gr.
Sá sem kjörinn hefur verið til og gegnt hefur embætti forseta Íslands á rétt til launa skv. 1. gr. í fyrstu sex mánuði eftir að látið er af embætti. Taki fyrrverandi forseti stöðu í þjónustu ríkisins fellur þessi launagreiðsla niður ef stöðunni fylgja jafnhá eða hærri laun, ella greiðist launamismunurinn til loka sex mánaða tímans.
5. gr.1)
    1)L. 141/2003, 21. gr.
6. gr.1)
    1)L. 141/2003, 21. gr.
7. gr.
Handhafar forsetavalds skv. 8. gr. stjórnarskrárinnar skulu samanlagt njóta jafnra launa og laun forseta eru þann tíma sem þeir hverju sinni fara með forsetavald um stundarsakir. Skulu launin skiptast að jöfnu milli þeirra.
Handhafar forsetavalds skulu fá greiddan útlagðan kostnað vegna starfans.
8. gr.
9. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
[Ákvæði til bráðabirgða.
Forsætisráðherra skal skipa nefnd til að endurskoða lög þessi og önnur lög sem kunna að hafa áhrif á kjör forseta Íslands. Meðal annars skal nefndin fjalla um hvort ástæða sé til að breyta fyrirkomulagi á ákvörðun launa forseta Íslands þannig að annar aðili en Kjaradómur úrskurði um þau. Störf nefndarinnar skulu miðast við að nýtt fyrirkomulag geti eftir því sem við á tekið gildi eigi síðar en að loknu kjörtímabilinu 2000–2004, þ.e. 1. ágúst 2004.] 1)
    1)L. 84/2000, 2. gr.