Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


Forsetaúrskurður um fánadaga og fánatíma

1991 nr. 5 23. janúar


Tók gildi 13. mars 1991. Breytt með: Augl. 141/2008 (tók gildi 18. des. 2008).


1. gr.
Draga skal fána á stöng á húsum opinberra stofnana, sem eru í umsjá valdsmanna eða sérstakra forstöðumanna ríkisins, eftirgreinda daga:
    1. Fæðingardag forseta Íslands.
    2. Nýársdag.
    3. Föstudaginn langa.
    4. Páskadag.
    5. Sumardaginn fyrsta.
    6. 1. maí.
    7. Hvítasunnudag.
    8. Sjómannadaginn.
    9. 17. júní.
    10. 1. desember.
    11. Jóladag.
    [12. 16. nóvember, fæðingardag Jónasar Hallgrímssonar.] 1)
Alla ofangreinda daga skal draga fána að hún, nema föstudaginn langa, þá í hálfa stöng.
    1) Augl. 141/2008.
2. gr.
Hverja daga aðra en í 1. gr. segir og við hvaða tækifæri flagga skal á landi, fer eftir ákvörðun forsætisráðuneytisins.
3. gr.
Fána skal eigi draga á stöng fyrr en klukkan sjö að morgni og að jafnaði skal hann eigi uppi vera lengur en til sólarlags og aldrei lengur en til miðnættis.
Ef flaggað er við útisamkomu, opinbera athöfn, jarðarför eða minningarathöfn má fáni vera uppi lengur en til sólarlags eða svo lengi sem athöfn varir, en þó aldrei lengur en til miðnættis.
4. gr.
Um fána á bátum og skipum skal leita leiðbeininga Landhelgisgæslu Íslands eða Siglingamálastofnunar ríkisins.
5. gr.
Forsetaúrskurður þessi öðlast þegar gildi.