Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um flutninga á skipgengum vatnaleiðum vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu

1996 nr. 14 11. mars


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 15. apríl 1996. EES-samningurinn: XIII. viðauki. Breytt með: L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við innviðaráðherra eða innviðaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr.
Markmið laga þessara er að tryggja gagnkvæman frjálsan aðgang skipa, sem skráð eru í aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, að skipgengum vatnaleiðum innan EES.
2. gr.
[Ráðherra] 1) er heimilt að setja reglugerðir að því leyti sem það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga á grundvelli 1. gr. laga þessara. 2)
    1)L. 126/2011, 217. gr. 2) Augl. 117/1997.
3. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.