Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


[Lög um frið vegna helgihalds]1)

1997 nr. 32 14. maí


    1)L. 73/2019, 5. gr.
Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 16. maí 1997. Breytt með: L. 18/2005 (tóku gildi 13. maí 2005). L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 73/2019 (tóku gildi 5. júlí 2019).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við dómsmálaráðherra eða dómsmálaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. Tilgangur laganna.
1. gr.
[Í lögum þessum er mælt fyrir um verndun helgihalds í því skyni að tryggja frið og næði innan þeirra marka er greinir í 3. gr.] 1)
    1)L. 73/2019, 1. gr.

II. kafli. [Helgidagar þjóðkirkjunnar.]1)
    1)L. 73/2019, 2. gr.
2. gr.
[Helgidagar þjóðkirkjunnar eru sunnudagar, nýársdagur, skírdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, annar dagur páska, uppstigningardagur, hvítasunnudagur, annar dagur hvítasunnu, aðfangadagur jóla frá kl. 18, jóladagur og annar dagur jóla.] 1)
    1)L. 73/2019, 2. gr.

III. kafli. [Um frið vegna helgihalds.]1)
    1)L. 73/2019, 4. gr.
3. gr.
Óheimilt er að trufla guðsþjónustu, kirkjuathöfn eða annað helgihald með hávaða eða öðru því sem andstætt er helgi viðkomandi athafnar.
4. gr.1)
    1)L. 73/2019, 3. gr.
5. gr.1)
    1)L. 73/2019, 3. gr.

IV. kafli. Ýmis ákvæði.
6. gr.1)
    1)L. 73/2019, 3. gr.
7. gr.
Brot gegn lögum þessum varða sektum.
Brjóti handhafi opinbers starfsleyfis gegn lögum þessum er heimilt að svipta hann leyfinu tímabundið eða fyrir fullt og allt ef brot er ítrekað.
8. gr.1)
    1)L. 73/2019, 3. gr.
9. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.