Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um Fiskræktarsjóð

2008 nr. 72 11. júní


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. janúar 2009. Breytt með: L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 47/2018 (tóku gildi 26. maí 2018). L. 62/2018 (tóku gildi 23. júní 2018; um lagaskil sjá brbákv.). L. 88/2020 (tóku gildi 22. júlí 2020 nema 14. gr. sem tók gildi 1. jan. 2021).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við matvælaráðherra eða matvælaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr. Fiskræktarsjóður.
Fiskræktarsjóður er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins og á forræði [ráðherra] 1) sem hefur það hlutverk að veita lán eða styrki til verkefna sem þjóna þeim markmiðum að efla fiskrækt, bæta veiðiaðstöðu, styðja við rannsóknir í ám og vötnum og auka verðmæti veiði úr þeim.
    1)L. 126/2011, 484. gr.
2. gr. Stjórn Fiskræktarsjóðs.
Fiskræktarsjóður lýtur [fjögurra] 1) manna stjórn sem [ráðherra] 2) skipar til fjögurra ára í senn. Tveir nefndarmanna skulu skipaðir samkvæmt tilnefningu Landssambands veiðifélaga [og einn samkvæmt tilnefningu Landssambands stangaveiðifélaga]. 1) Ráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefningar og skal atkvæði hans ráða úrslitum ef atkvæði falla jöfn. Nú tilnefnir einn framangreindra aðila eigi mann í stjórn sjóðsins og skipar þá ráðherra í nefndina án tilnefningar. Varamenn skal skipa með sama hætti.
    1)L. 62/2018, 1. gr. 2)L. 126/2011, 484. gr.
3. gr. Verkefni stjórnar.
Stjórn Fiskræktarsjóðs hefur yfirumsjón með starfsemi hans í samræmi við lög þessi og reglugerð. Verkefni stjórnar eru m.a. að:
    a. skila ársreikningum og reglulegu yfirliti um starfsemi sjóðsins til ráðherra,
    b. taka ákvarðanir um ávöxtun eigin fjár,
    c. taka ákvarðanir um úthlutanir og útgjöld.
4. gr. Ráðstöfunarfé Fiskræktarsjóðs.
Ráðstöfunarfé Fiskræktarsjóðs er:
    a. [fjárveiting á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum], 1)
    b. arður af eigin fé,
    c.1)
    d. annað.
    1)L. 47/2018, 2. gr.
5. gr.1)
    1)L. 62/2018, 2. gr.
6. gr.1)
    1)L. 62/2018, 3. gr.
7. gr. Eigið fé Fiskræktarsjóðs.
1)
Eigið fé, sem ekki hefur verið ráðstafað með heimild í 8. gr., skal ávaxtað samkvæmt samningi við aðila sem hefur leyfi til fjárvörslu lögum samkvæmt, um vörslu og ávöxtun eigin fjár.
1)
    1)L. 62/2018, 4. gr.
8. gr. Úthlutanir úr Fiskræktarsjóði.
Fyrir 1. september hvert ár skal stjórn Fiskræktarsjóðs gefa út og láta birta lána- og úthlutunarreglur sem gilda skulu fyrir sjóðinn næsta almanaksár. Reglurnar skulu áður bornar undir ráðherra til samþykktar.
Heimilt er að veita lán og styrki úr Fiskræktarsjóði í samræmi við gildandi lána- og úthlutunarreglur.
Fiskræktarsjóði er heimilt að afla umsagnar Fiskistofu um umsóknir um lán eða styrki til framkvæmda er lúta að fiskrækt í ám og vötnum þyki þess þörf.
Fiskræktarsjóði er heimilt að skilyrða úthlutanir við að úthlutunarhafar geri grein fyrir framvindu verkefna og ráðstöfun fjár samkvæmt nánari reglum sjóðstjórnar.
Fiskræktarsjóði er heimilt að ákveða að greiða úthlutanir í áföngum eftir framvindu verkefna.
Um málsmeðferð við veitingu lána og styrkja gilda ákvæði stjórnsýslulaga.
9. gr. Reglugerðarheimild. Kostnaður af rekstri.
Ráðherra er heimilt að setja með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessara laga, þ.m.t. um málsmeðferð og ráðstöfun fjár úr Fiskræktarsjóði.
Allur kostnaður af starfsemi Fiskræktarsjóðs greiðist af honum.
10. gr.1)
    1)L. 62/2018, 5. gr.
11. gr. Gildistaka.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2009.
Ákvæði til bráðabirgða.1)
    1)L. 88/2020, 16. gr.