Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um brottfall laga um kjararáð, nr. 130/2016, með síðari breytingum

2018 nr. 60 19. júní


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 23. júní 2018.
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við fjármála- og efnahagsráðherra eða fjármála- og efnahagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr.
Lög um kjararáð, nr. 130/2016, með síðari breytingum, falla úr gildi 1. júlí 2018.
2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Ákvæði til bráðabirgða.
Þrátt fyrir gildistöku laga þessara skulu allir þeir sem falla undir úrskurðarvald kjararáðs halda kjaraákvörðunum þar til ný ákvörðun hefur verið tekin um laun og starfskjör þeirra. Hafi ný ákvörðun ekki verið tekin fyrir 1. maí 2019 skulu laun þessara aðila taka breytingum í samræmi við hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa ríkisstarfsmanna eins og hún birtist í tölum Hagstofu Íslands fyrir næstliðið almanaksár.
Málum einstakra aðila sem falla undir ákvæði 39. gr. a laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, sem eru til meðferðar hjá kjararáði fyrir gildistöku laga þessara skal lokið samkvæmt ákvæði 39. gr. a laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ráðherra og hlutaðeigandi fagráðherra skulu hafa lokið launaákvörðun þessara aðila eigi síðar en sex mánuðum frá því að lög þessi taka gildi. Launaákvarðanir til hækkunar sem teknar eru eftir þann frest skulu vera afturvirkar frá 1. janúar 2019.
Starfsmanni sem starfar hjá kjararáði skal boðið að flytjast í starf hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu eftir 1. júlí 2018. Ákvæði um auglýsingaskyldu í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins eiga ekki við um flutning starfsmannsins samkvæmt þessari málsgrein.