Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


[Lög um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur]1)

2018 nr. 87 25. júní


    1)L. 56/2022, 24. gr.
Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. mars 2019. Breytt með: L. 18/2021 (tóku gildi 1. okt. 2021). L. 56/2022 (tóku gildi 12. júlí 2022 nema 5. gr. og d- og e-liður 11. gr. tóku gildi 1. sept. 2022).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við heilbrigðisráðherra eða heilbrigðisráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr. Markmið.
[Markmið laga þessara er að veita heimildir til innflutnings, sölu, markaðssetningar og notkunar nikótínvara, rafrettna og áfyllinga fyrir rafrettur og tryggja gæði og öryggi nikótínvara, rafrettna og áfyllinga fyrir rafrettur á markaði og tryggja með tiltækum ráðstöfunum að börn hvorki kaupi né noti nikótínvörur og rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.] 1)
    1)L. 56/2022, 1. gr.
2. gr. Gildissvið.
Lög þessi gilda um [nikótínvörur], 1) rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur, hvort sem þær innihalda nikótín eða ekki.
Lög þessi gilda hvorki um rafrettur sem flokkast sem lækningatæki samkvæmt lögum um lækningatæki né áfyllingar fyrir rafrettur sem flokkast sem lyf samkvæmt lyfjalögum. [Þá gilda lögin ekki um nikótínvörur sem markaðssettar eru sem lyf og flokkast sem lyf samkvæmt lyfjalögum. Lögin gilda enn fremur ekki um matvæli samkvæmt lögum um matvæli.] 1)
    1)L. 56/2022, 2. gr.
3. gr. Orðskýringar.

    1. Auglýsing: Þegar vöru eða vörumerki er komið á framfæri við almenning í því skyni að auka sölu vörunnar, m.a. með vörukynningum á hvaða formi sem er, útstillingum í verslunum eða annars staðar, umfjöllun í fjölmiðlum, [vefmiðlum eða samfélagsmiðlum] 1) eða dreifingu vörusýna til neytenda.
    2. Áfylling: Ílát sem inniheldur nikótínvökva eða annan vökva sem ætlaður er til að fylla á rafrettur.
    [3. Nikótínvara: Vara sem inniheldur nikótín, hvort sem nikótínið er unnið úr tóbaki eða ekki, og varan inniheldur að öðru leyti ekki efni sem unnin eru úr tóbaki, t.d. nikótínpúði, en er ekki til innöndunar.] 1)
    [4.] 1) Rafretta: Vara sem hægt er að nota til neyslu á gufu sem inniheldur nikótín, með munnstykki, eða einhver hluti þeirrar vöru, þ.m.t. hylki, tankur og búnaður án hylkis eða tanks. Rafrettur geta verið einnota eða fjölnota með áfyllingaríláti og tanki eða endurhlaðanlegar með einnota hylkjum.
    [5. Setning á markað: Að gera vörur, án tillits til þess hvar þær eru framleiddar, aðgengilegar neytendum, hvort sem er gegn greiðslu eða ekki, þ.m.t. með fjarsölu.] 1)
    [6.] 1) [ Sérverslun með nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar: Verslun sem hefur eingöngu nikótínvörur, rafrettur, áfyllingar fyrir þær og tengdar vörur til sölu.] 1)
    1)L. 56/2022, 3. gr.
4. gr.1)
    1)L. 56/2022, 4. gr.

II. kafli. Innflutningur, sala og markaðssetning.
5. gr. Viðvaranir á umbúðum.
[Nikótínvörur], 1) rafrettur og áfyllingar má því aðeins hafa til sölu eða dreifingar ef skráðar eru viðvaranir um áhrif vörunnar á heilsu á umbúðir hennar og leiðbeiningar fylgi um notkun og geymslu.
[Á umbúðum nikótínvara skal hafa skýrar upplýsingar um magn nikótíns.] 1)
Óheimilt er að hafa á umbúðum [nikótínvara], 1) rafrettna eða áfyllinga texta eða myndmál sem getur höfðað sérstaklega til barna eða ungmenna, m.a. með myndskreytingum eða slagorðum, og þannig hvatt til notkunar [nikótínvara og] 1) rafrettna.
[Ráðherra er heimilt í reglugerð að setja ákvæði um útlit umbúða nikótínvara, rafrettna og áfyllinga í því skyni að gera vöruna ekki aðlaðandi fyrir börn.
Viðvaranir og upplýsingar sem skylt er að hafa á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum skulu vera á íslensku.] 1)
    1)L. 56/2022, 5. gr.
6. gr. Öryggi.
Einungis er heimilt að flytja inn, selja eða framleiða [nikótínvörur], 1) rafrettur og áfyllingar sem teljast öruggar og uppfylla ákvæði laga þessara eða reglugerða settra með stoð í þeim.
Rafrettur og áfyllingar skulu vera barnheldar og tryggt skal að þær leki ekki og að í þeim sé búnaður sem tryggir áfyllingu án leka. [Tryggja skal að nikótínvörur séu ekki geymdar þar sem börn ná til.] 1)
    1)L. 56/2022, 6. gr.
7. gr. Aldurstakmörk.
[Nikótínvörur], 1) rafrettur og áfyllingar má hvorki selja né afhenda börnum. Bann þetta skal vera öllum ljóst þar sem [nikótínvörur], 1) rafrettur og áfyllingar eru seldar. Leiki vafi á um aldur kaupanda [nikótínvara], 1) rafrettna eða áfyllinga getur sala því aðeins farið fram að hann sýni með skilríkjum fram á að hann sé orðinn 18 ára.
Þeir einir sem orðnir eru 18 ára mega selja [nikótínvörur], 1) rafrettur og áfyllingar.
    1)L. 56/2022, 7. gr.
8. gr. Hámarksstyrkleiki og stærð.
Einungis er heimilt að selja einnota rafrettur, hylki eða áfyllingar fyrir rafrettur sem innihalda að hámarki 20 mg/ml af nikótínvökva. [Ráðherra skal í reglugerð 1) kveða á um leyfilegan hámarksstyrkleika nikótíns í nikótínvöru. Við ákvörðun um hámarksstyrkleika skal líta til þess að upptaka nikótíns úr vöru sé ekki meiri en fæst af leyfilegum hámarksstyrkleika í rafrettuvökva.] 2)
Ráðherra skal í reglugerð setja reglur um stærð áfyllinga og hylkja í millilítrum, hvort heldur er einnota eða margnota.
Ráðherra er heimilt að setja nánari ákvæði í reglugerð um hvernig háttað skuli mælingum og eftirliti með því að heimildir um stærð, styrkleika og innihaldsefni [nikótínvara og] 2) áfyllinga séu virtar. Jafnframt er ráðherra heimilt með reglugerð að leggja gjöld á framleiðendur eða innflytjendur [nikótínvara], 2) rafrettna og áfyllinga vegna kostnaðar við mælingar og prófanir samkvæmt þessari grein.
    1)Rg. 991/2022, sbr. 1019/2022. Rg. 992/2022. 2)L. 56/2022, 8. gr.
9. gr. Innihaldsefni.
Óheimilt er að flytja inn, framleiða eða selja [nikótínvörur], 1) einnota rafrettur, hylki eða áfyllingar fyrir rafrettur sem innihalda eftirfarandi aukefni:
    a. Vítamín eða önnur efni sem vekja þá hugmynd að varan hafi í för með sér heilsufarslegan ávinning.
    b. Koffín, tárín eða önnur aukefni og örvandi efni sem eru tengd orku og lífsþrótti.
    c. Efni sem lita losunina.
    d. Efni sem auðvelda innöndun eða upptöku nikótíns.
    e. Efni sem hafa krabbameinsvaldandi, stökkbreytandi eða æxlunarskaðandi eiginleika í því formi sem þeirra er neytt.
Ráðherra er heimilt í reglugerð að takmarka markaðssetningu bragðefna í rafrettum, einkum með tilliti til bragðefna sem kunna að höfða til barna. Ráðherra er einnig heimilt í reglugerð að segja til um útlit umbúða í því skyni að gera vöruna ekki aðlaðandi fyrir börn.
    1)L. 56/2022, 9. gr.
10. gr. Sölustaðir.
Óheimilt er að selja [nikótínvörur], 1) rafrettur eða áfyllingar fyrir þær í skólum og á öðrum stöðum sem ætlaðir eru til félags-, íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna og á heilbrigðisstofnunum og öðrum stöðum þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt.
    1)L. 56/2022, 10. gr.
11. gr. Auglýsingar og sýnileiki á sölustöðum.
Hvers konar auglýsingar á [nikótínvörum], 1) rafrettum eða áfyllingum fyrir þær eru bannaðar. Þá er bannað að sýna neyslu eða hvers konar meðferð [nikótínvara], 1) rafrettna eða áfyllinga í auglýsingum. [Neytendastofa fer með eftirlit með banni við auglýsingum á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær. Um málsmeðferð Neytendastofu, úrræði og viðurlög vegna brota gegn grein þessari og um kærurétt til áfrýjunarnefndar neytendamála fer samkvæmt ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.] 1)
[Nikótínvörum], 1) rafrettum og áfyllingum skal komið þannig fyrir á sölustöðum að varan sé ekki sýnileg viðskiptavinum. Sérverslunum með [nikótínvörur], 1) rafrettur og áfyllingar fyrir þær er þó heimilt að hafa vöruna sýnilega þegar inn í verslun er komið.
    1)L. 56/2022, 11. gr.

III. kafli. [Takmörkun á notkun nikótínvara og rafrettna.]1)
    1)L. 56/2022, 13. gr.
12. gr. [Takmörkun á heimildum til notkunar nikótínvara og rafrettna.]1)
Notkun rafrettna er óheimil:
    a. í þjónusturýmum opinberra stofnana og félagasamtaka,
    b. í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og öðrum menntastofnunum sem og í öðrum húsakynnum sem ætluð eru til dagvistunar og félags-, íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna,
    c. á heilbrigðisstofnunum og öðrum stöðum þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt, að undanskildum íbúðarherbergjum vistmanna á hjúkrunar- og dvalarheimilum,
    d. í almenningsfarartækjum.
[Notkun nikótínvara er óheimil þar sem starfsemi fyrir börn og ungmenni fer fram, svo sem í dagvistun, félags-, íþrótta- og tómstundastarfi, leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, vinnuskólum og annarri sambærilegri starfsemi á meðan starfsemi fer fram fyrir börn yngri en 18 ára.] 1)
    1)L. 56/2022, 12. gr.

IV. kafli. Markaðseftirlit.
13. gr. Eftirlitsstofnun.
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun] 1) fer með markaðseftirlit með [nikótínvörum], 2) rafrettum og áfyllingum fyrir þær í samræmi við ákvæði laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim. [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun] 1) skal setja á stofn samvinnunefnd um samstarf við önnur eftirlitsstjórnvöld og skoðunarstofur til að fara með eftirlit með [nikótínvörum], 2)rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur, sbr. 16. gr. laga nr. 134/1995. [Að öðru leyti fer um markaðseftirlit Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar samkvæmt lögum um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu.] 2)
    1)L. 18/2021, 18. gr. 2)L. 56/2022, 14. gr.
14. gr. Tilkynning til [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar].1)
[Framleiðendur og innflytjendur nikótínvara, rafrettna og áfyllinga fyrir þær sem innihalda nikótín, sem hyggjast setja nikótínvörur, rafrettur eða áfyllingar á markað hér á landi, skulu senda Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tilkynningu um slíkt sex mánuðum áður en markaðssetning er fyrirhuguð á rafrettum og áfyllingum fyrir þær en þremur mánuðum áður en markaðssetning er fyrirhuguð á nikótínvörum.] 2) Leggja skal fram nýja tilkynningu fyrir hverja umtalsverða breytingu á vörunni og sker [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun] 1) úr um hvort breyting telst umtalsverð. Óheimilt er að flytja inn eða selja vöru sem hefur ekki verið tilkynnt í samræmi við ákvæði þetta og reglugerðir settar með stoð í því.
Ráðherra er heimilt með reglugerð 3) að setja nánari ákvæði um tilkynningu skv. 1. mgr., m.a. um hvaða upplýsingar skulu fylgja tilkynningu, um móttöku tilkynninga og geymslu, meðhöndlun og greiningu upplýsinga sem fylgja tilkynningu.
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun] 1) er heimilt að taka gjald fyrir móttöku tilkynninga, sbr. 2. mgr., til að standa undir kostnaði við móttöku þeirra og geymslu, meðhöndlun og greiningu upplýsinga sem hún tekur við.
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun] 1) birtir á vef sínum upplýsingar um þá sem uppfyllt hafa skilyrði um tilkynningu skv. 1. mgr.
    1)L. 18/2021, 18. gr. 2)L. 56/2022, 15. gr. 3)Rg. 992/2022.
[14. gr. a. Leyfisskylda.
Til að selja nikótínvörur og rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur í smásölu þarf sérstakt leyfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Til reksturs sérverslunar með nikótínvörur og rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur þarf jafnframt sérstakt leyfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Auðkenna skal sérverslun með nikótínvörur og rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur sérstaklega.
Umsækjandi um leyfi getur verið hvort sem er einstaklingur eða lögaðili og þarf umsækjandi og/eða forsvarsmaður umsækjanda ef hann er lögaðili að vera lögráða og vera skráður í firma- eða fyrirtækjaskrá. Leyfi samkvæmt þessari grein skulu veitt til fjögurra ára í senn og getur leyfishafi sótt um endurnýjun leyfis að þeim tíma loknum. Heimilt er að veita leyfi til skemmri tíma óski umsækjandi eftir því eða sérstakar ástæður mæla með því en þó ekki í styttri tíma en til eins árs í senn. Leyfið er bundið við leyfishafa og er á engan hátt framseljanlegt.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er heimilt að innheimta gjald fyrir leyfi og eftirlit með starfsemi leyfishafa. Ráðherra skal setja í reglugerð 1) nánari ákvæði um leyfisveitingu og gjaldtöku samkvæmt þessari grein. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun getur afturkallað útgefið leyfi samkvæmt þessari grein ef leyfishafi fullnægir ekki lengur skilyrðum til að fá útgefið slíkt leyfi eða gerist brotlegur við lög þessi.
Innflytjendum, dreifingaraðilum og öðrum þeim sem selja nikótínvörur og rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur í heildsölu er óheimilt að selja eða afhenda vörurnar öðrum en þeim sem hafa leyfi til að selja nikótínvörur og rafrettur og áfyllingar fyrir þær í smásölu samkvæmt lögum þessum.] 2)
    1)Rg. 992/2022. 2)L. 56/2022, 16. gr.
15. gr. [Upplýsingaskylda, athugun á starfsstöð og haldlagning.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun getur krafið framleiðendur, innflytjendur og söluaðila nikótínvara, rafrettna og áfyllinga fyrir þær og aðra sem lög þessi taka til um upplýsingar og gögn sem nauðsynleg þykja að mati stofnunarinnar við eftirlit eða athugun einstakra mála, svo sem upplýsingar um tiltekna hluta vörunnar og innihald hennar.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun getur krafist upplýsinga og gagna frá öðrum stjórnvöldum, þar á meðal tollyfirvöldum, óháð þagnarskyldu þeirra.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun getur krafist þess að framleiðendur, innflytjendur og söluaðilar nikótínvara, rafrettna og áfyllinga fyrir rafrettur leggi fram sýnishorn af vöru í því magni sem nauðsynlegt er til að meta eiginleika og áhrif hennar.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er heimilt að fara á þá staði þar sem nikótínvörur og rafrettur og áfyllingar fyrir þær eru framleiddar og/eða seldar, hvort sem er í heildsölu eða smásölu. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun getur við eftirlit og rannsókn máls gert nauðsynlegar athuganir á starfsstöð framleiðanda, innflytjanda eða söluaðila nikótínvara, rafrettna og áfyllinga fyrir þær, svo sem tekið sýni og gert þær prófanir sem nauðsynlegar eru í tengslum við eftirlit eða athugun einstakra mála.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun getur lagt bann við áframhaldandi notkun, sölu og dreifingu nikótínvara, rafrettna og áfyllinga fyrir þær og lagt hald á gögn eða vörur þegar ríkar ástæður eru til að ætla að brotið hafi verið gegn lögum þessum. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er heimilt að farga vörum, á kostnað handhafa þeirra, sem uppfylla ekki skilyrði laga þessara eða reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim.] 1)
    1)L. 56/2022, 17. gr.
16. gr. [Innihald og öryggi vöru og skylda til úrbóta.]1)
Hafi framleiðandi, innflytjandi eða dreifingaraðili [nikótínvara], 1) rafrettna eða áfyllinga fyrir þær ástæðu til að ætla að [nikótínvörur], 1) rafrettur eða áfyllingar, sem eru í vörslu þeirra og ætlunin er að setja á markað eða eru á markaði, séu ekki öruggar eða að öðru leyti ekki í samræmi við lög skal sá aðili tafarlaust grípa til nauðsynlegra aðgerða til úrbóta til að færa viðkomandi vöru til samræmis við lög þessi, afturkalla hana eða innkalla, eftir því sem við á. Þá skulu aðilar skv. 1. málsl. upplýsa [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun] 2) þegar í stað um slík tilvik sem upp koma.
[Um skyldur framleiðenda, innflytjenda og dreifingaraðila, þ.m.t. skyldur til að tilkynna tafarlaust um innköllun vöru af markaði, eftirlit og málsmeðferð, fer að öðru leyti eftir lögum um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu sem og lögum um skaðsemisábyrgð eftir því sem við getur átt.
Ráðherra setur reglugerð 3) með nánari ákvæðum um kröfur varðandi gæði, öryggi, merkingar og innihaldslýsingu nikótínvara, rafrettna og áfyllinga fyrir þær.] 1)
    1)L. 56/2022, 18. gr. 2)L. 18/2021, 18. gr. 3)Rg. 991/2022, sbr. 1019/2022.
17. gr. Upplýsingar um sölu og neysluvenjur.
Framleiðendur og innflytjendur [nikótínvara], 1) rafrettna og áfyllinga fyrir rafrettur skulu árlega upplýsa embætti landlæknis og [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun] 2) um sölu og neysluvenjur varðandi [nikótínvörur], 1) rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur í samræmi við reglugerð sem ráðherra setur.
    1)L. 56/2022, 19. gr. 2)L. 18/2021, 18. gr.

V. kafli. Fræðsla.
18. gr. Fræðsla.
[Embætti landlæknis skal, í samráði við ráðuneyti heilbrigðismála, sjá til þess að fram fari reglubundin fræðsla um áhrif nikótínvara og rafrettna á heilsu í því skyni að draga úr notkun, einkum barna og ungmenna, á nikótínvörum og rafrettum. Sérstök áhersla skal lögð á fræðslu í grunn- og framhaldsskólum og skólum sem mennta fólk til starfa að uppeldis-, fræðslu- og heilbrigðismálum.] 1)
    1)L. 56/2022, 20. gr.

VI. kafli. [Viðurlög o.fl.]1)
    1)L. 56/2022, 23. gr.
19. gr. Áfrýjun og kæruleiðir.
[Ákvarðanir Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem teknar eru á grundvelli laga þessara sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ákvörðun verður ekki borin undir dómstóla fyrr en úrskurður nefndarinnar liggur fyrir. Ef aðili unir ekki úrskurði nefndarinnar getur hann höfðað mál til ógildingar fyrir dómstólum. Höfða skal mál innan sex mánaða frá því að aðili fékk vitneskju um úrskurð nefndarinnar. Málshöfðun frestar ekki gildistöku úrskurðar nefndarinnar eða heimild til aðfarar. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer að öðru leyti samkvæmt lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.] 1)
    1)L. 18/2021, 19. gr.
20. gr. [Viðurlög, saknæmi, eignaupptaka, tilraun og hlutdeild.]1)
Brot gegn ákvæðum laga þessara, eða reglum sem settar eru á grundvelli þeirra, varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum séu sakir miklar eða brot ítrekað.
[Brot gegn lögum þessum varða sektum eða fangelsi hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi.
Heimilt er að gera upptækan með dómi beinan eða óbeinan hagnað sem hlotist hefur af broti gegn ákvæðum laga þessara.
Um tilraun til brots eða hlutdeild gilda ákvæði almennra hegningarlaga.] 1)
    1)L. 56/2022, 21. gr.
[20. gr. a. Dagsektir.
Þegar aðili sinnir ekki fyrirmælum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er varða háttsemi sem fer gegn 5.–17. gr. laga þessara innan tiltekins frests getur stofnunin ákvarðað honum dagsektir þar til úr er bætt.
Dagsektir geta numið allt að 200.000 kr. fyrir hvern dag. Við ákvörðun fjárhæðar dagsekta skal m.a. höfð hliðsjón af umfangi og alvarleika brotsins, hvað það hefur staðið lengi yfir og hvort um ítrekað brot er að ræða.
Ákvarðanir Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um dagsektir eru aðfararhæfar. Sé sekt samkvæmt þessari grein ekki greidd innan 30 daga frá ákvörðun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu. Óinnheimtar dagsektir sem lagðar eru á fram að efndadegi falla ekki niður þótt aðili efni síðar viðkomandi kröfu nema Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ákveði það sérstaklega. Sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtu.] 1)
    1)L. 56/2022, 22. gr.
[20. gr. b. Stjórnvaldssektir.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun getur lagt stjórnvaldssektir á einstakling eða lögaðila sem brýtur gegn ákvæðum um:
    1. Viðvaranir á umbúðum, sbr. 5. gr.
    2. Öryggi, sbr. 6. gr.
    3. Aldurstakmörk, sbr. 7. gr.
    4. Hámarksstyrkleika og stærð, sbr. 8. gr.
    5. Innihaldsefni, sbr. 9. gr.
    6. Sölustaði, sbr. 10. gr.
    7. Sýnileika á sölustöðum, sbr. 2. mgr. 11. gr.
    8. Takmörkun á heimildum til notkunar nikótínvara og rafrettna, sbr. 12. gr.
    9. Tilkynningu til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sbr. 14. gr.
    10. Upplýsingaskyldu, athugun á starfsstöð og haldlagningu, sbr. 15. gr.
    11. Innihald og öryggi vöru og skyldu til úrbóta, sbr. 16. gr.
    12. Upplýsingar um sölu og neysluvenjur, sbr. 17. gr.
Ráðherra er heimilt í reglugerð að ákveða fjárhæð stjórnvaldssekta fyrir brot á einstökum ákvæðum laga þessara innan þess ramma sem ákveðinn er í 4. mgr.
Hafi fjárhæð sekta ekki verið ákveðin í reglugerð skal við ákvörðun sekta m.a. taka tillit til alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi yfir, samstarfsvilja hins brotlega og hvort um ítrekað brot er að ræða.
Stjórnvaldssektum skal beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi. Stjórnvaldssektir sem eru lagðar á einstaklinga geta numið frá 10 þús. kr. til 10 millj. kr. Stjórnvaldssektir sem eru lagðar á lögaðila geta numið frá 25 þús. kr. til 25 millj. kr.
Gjalddagi stjórnvaldssektar er 30 dögum eftir að ákvörðun um sektina var tekin. Hafi stjórnvaldssekt ekki verið greidd innan 15 daga frá gjalddaga skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar frá gjalddaga. Ákvörðun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stjórnvaldssekt er aðfararhæf og renna sektir í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við álagningu og innheimtu. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.] 1)
    1)L. 56/2022, 22. gr.
[20. gr. c. Kæra til lögreglu.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er heimilt að kæra brot til lögreglu.
Varði meint brot á lögum þessum bæði stjórnvaldssektum og refsingu metur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá stofnuninni. Ef brot eru meiri háttar ber Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að vísa þeim til lögreglu. Brot telst meiri háttar ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins. Jafnframt getur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á hvaða stigi málsins sem er vísað máli vegna brota á lögum þessum til opinberrar rannsóknar. Gæta skal samræmis við úrlausn sambærilegra mála.
Með kæru Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar skulu fylgja afrit þeirra gagna sem grunur um brot er studdur við. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um ákvörðun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um að kæra mál til lögreglu.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er heimilt að láta lögreglu og ákæruvaldi í té upplýsingar og gögn sem stofnunin hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er heimilt að taka þátt í aðgerðum lögreglu sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
Lögreglu og ákæruvaldi er heimilt að láta Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í té upplýsingar og gögn sem aflað hefur verið og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Lögreglu er heimilt að taka þátt í aðgerðum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
Telji ákærandi að ekki séu efni til málshöfðunar vegna ætlaðrar refsiverðrar háttsemi, sem jafnframt varðar stjórnsýsluviðurlögum, getur hann sent eða endursent málið til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til meðferðar og ákvörðunar.] 1)
    1)L. 56/2022, 22. gr.
21. gr. Gildistaka.
Lög þessi öðlast gildi 1. mars 2019.
22. gr. Breyting á öðrum lögum.

Ákvæði til bráðabirgða.
I.
Þrátt fyrir ákvæði 21. gr. skulu framleiðendur og innflytjendur rafrettna og áfyllinga fyrir þær sem innihalda nikótín, sem hyggjast setja rafrettur eða áfyllingar á markað hér á landi, senda Neytendastofu frá og með 1. september 2018 tilkynningu um það í samræmi við 14. gr. sex mánuðum áður en markaðssetning er fyrirhuguð.
Ákvæði 14. gr. eiga við eftir því sem við á, þar á meðal ákvæði 3. mgr. um gjaldtöku og 4. mgr. um birtingu upplýsinga.
[II.
Þrátt fyrir ákvæði 14. gr. er framleiðendum og innflytjendum nikótínvara sem markaðssettar hafa verið fyrir 1. júní 2022 heimilt að tilkynna um markaðssetningu varanna til eftirlitsaðila fram til 1. september 2022.] 1)
    1)L. 56/2022, 25. gr.