Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


Forsetaúrskurður um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti

2022 nr. 5 31. janúar


Tók gildi 1. febrúar 2022.

   Samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með skírskotun til 15. gr. stjórnarskrárinnar og laga um Stjórnarráð Íslands skiptist Stjórnarráð Íslands í ráðuneyti sem hér segir:
    1. forsætisráðuneyti,
    2. dómsmálaráðuneyti,
    3. félags- og vinnumarkaðsráðuneyti,
    4. fjármála- og efnahagsráðuneyti,
    5. háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti,
    6. heilbrigðisráðuneyti,
    7. innviðaráðuneyti,
    8. matvælaráðuneyti,
    9. menningar- og viðskiptaráðuneyti,
    10. mennta- og barnamálaráðuneyti,
    11. umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti,
    12. utanríkisráðuneyti.
   Úrskurður þessi öðlast gildi 1. febrúar 2022.