Hvernig á að tengja í lög
Tilvísanir (hyperlinks) í nýjustu útgáfu laga á hverjum tíma eiga að vera á eftirfarandi formi: http://www.althingi.is/lagas/nuna/skrárheiti
Til dæmis: Tenging í lög nr. 81/2004 – jarðalög.
Nýjasta útgáfa Jarðalaga hverju sinni:
Jarðalög eins og þau voru 1. október 2009
- http://www.althingi.is/lagas/137/2004081.html (þessi útgáfa uppfærist ekki með breytingum sem gerðar eru eftir 1. október 2009.)
Jarðalög eins og þau voru samþykkt af Alþingi 9. júní 2004
- http://www.althingi.is/altext/130/s/1879.html (þessi útgáfa uppfærist ekki með breytingum sem gerðar eru eftir 9. júní 2004.)
Hægt er að fara beint í einstakar greinar með því að bæta við tilvísunina „#G“ og númer greinarinnar:
- https://www.althingi.is/lagas/nuna/2004081.html#G10 (10. gr. jarðalaga)
Ef greinin er löng má fara beint í málsgrein með „M“ og númeri málsgreinarinnar:
- https://www.althingi.is/lagas/nuna/2004081.html#G10AM4 (4. málsgrein greinar 10A í jarðalögum)