Zip-skrár af útgáfum lagasafns

Zip-skrá af lagasafninu inniheldur öll lög miðað við útgáfudag útgáfunnar. Zip-skráin er samanþjöppuð þannig að hún tekur minna pláss en ella sem flýtir fyrir niðurhali. Með því að ná í zip-skrána og afþjappa hana er hægt að lesa og vinna með lagasafnið án þess að tenging við vef Alþingis sé til staðar, s.s. lesa það inn í önnur kerfi eða samþætta öðrum vefjum. Athugið að lög sem hafa verið samþykkt eftir útgáfudag útgáfunnar koma ekki fram í zip-skránni.