1966 nr. 48 10. maí/ Lög um Stofnlánadeild verslunarfyrirtækja (verslunarlánasjóð)
Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 120a. Uppfært til febrúar 1996.
Lög um Stofnlánadeild verslunarfyrirtækja (verslunarlánasjóð)
1966 nr. 48 10. maí
1. gr. Bankaráði Verslunarbanka Íslands hf. skal heimilt, að fengnu samþykki fundar hluthafa, að stofna sérstaka deild við bankann, er nefnist Stofnlánadeild verslunarfyrirtækja (verslunarlánasjóður).
...1)
1)L. 123/1993, 24. gr.
2. gr. Stofnlánadeildin er sjálfstæð deild í bankanum, með sérstakri fjárábyrgð, er bundin sé við eignir hennar. Fjárreiðum stofnlánadeildarinnar skal haldið algerlega aðgreindum frá fjárreiðum annarra deilda bankans, og hefur deildin sérstakt bókhald.
...1)
1)L. 123/1993, 24. gr.
3. gr. Stofnfé stofnlánadeildarinnar er árlegt framlag frá Verslunarbanka Íslands hf. samkvæmt ákvörðun aðalfundar ár hvert, og skal það ekki vera lægra en tvær milljónir króna árlega fyrstu fimm árin, sem stofnlánadeildin starfar.
...1)
1)L. 123/1993, 24. gr.
4.–9. gr. ...1)
1)L. 123/1993, 24. gr.
10. gr. Nú verða eigendaskipti að eign, sem veðsett er stofnlánadeildinni, og er stjórn hennar þá heimilt að heimta lán endurgreitt að nokkru eða öllu. Skylt skal seljanda og kaupanda að tilkynna stjórn stofnlánadeildarinnar eigendaskiptin.
11. gr. Nú er lán úr stofnlánadeildinni eigi greitt á réttum eindaga eða veðið gengur svo úr sér eða rýrnar að verðgildi, að það er eigi svo tryggt sem vera skal að dómi stjórnar stofnlánadeildarinnar, eða nýr eigandi tekst eigi á hendur ábyrgð á láninu, og er stjórn stofnlánadeildar þá heimilt að heimta eftirstöðvar láns goldnar þegar í stað án uppsagnar.
12. gr. ...1)
1)L. 90/1991, 90. gr.
13. gr. Setja skal í reglugerð nánari ákvæði um starfsemi stofnlánadeildarinnar.1)
1)Rg. 85/1967
.
14. gr. Lög þessi taka gildi þegar í stað, og skal starfsemi deildarinnar hefjast á þeim tíma, er segir í reglugerð.