Ef hann fullnægir ekki þeim reglum, sem settar eru skv. 1. gr. um ferðaskilríki og vegabréfsáritun, svo og samsvarandi reglum í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, ef hann ætlar að ferðast til þeirra landa.
Ef ætla má, að hann hafi eigi nægileg fjárráð sér til framfærslu hér á landi eða í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, ef hann ætlar að fara til þeirra landa, svo og til heimferðar.
Ef ætla má, að hann hafi í hyggju að ráða sig í vinnu hér á landi eða í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð, án þess að hafa aflað sér leyfis til þess fyrirfram.
Ef hann hefir verið dæmdur hér á landi eða erlendis í refsivist eða ætla má af öðrum ástæðum, að hann muni fremja refsiverðan verknað hér á landi eða í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð.
Ef ætla má af fyrri hegðun hans eða af öðrum ástæðum, að tilgangur hans með komu hingað til lands eða til Danmerkur, Finnlands, Noregs eða Svíþjóðar sé að fremja skemmdarverk, stunda njósnir eða ólöglega upplýsingastarfsemi.
Ef hann brýtur gegn reglum um vegabréfsáritun, dvalarleyfi eða atvinnuleyfi eða skilyrðum, sem þau eru bundin. Sama gildir, ef hann hefir aflað sér leyfis með vísvitandi röngum upplýsingum eða með því að leyna í blekkingarskyni atvikum, er máli skipta.
Aflar sér vegabréfs eða annars ferðaskilríkis á ólögmætan hátt með því að gefa yfirvaldi rangar upplýsingar eða leyna vísvitandi staðreyndum eða veldur því, að vegabréf eða annað ferðaskilríki er ekki með réttu nafni hans eða fæðingardegi.
Á hlutdeild í að leyna útlendingi fyrir lögreglunni, ef hann veit eða á að vita, að útlendingurinn hefir komist í land án þess að hafa samband við íslenska, danska, finnska, norska eða sænska vegabréfaeftirlitið, eða dvelur hér á landi ólöglega af öðrum ástæðum.