Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 120a. Uppfært til febrúar 1996.


Lög um Búnaðarmálasjóð

1990 nr. 41 15. maí


1. gr.
     Greiða skal gjald af vöru og leigusölu í landbúnaði sem rennur í sérstakan sjóð er nefnist Búnaðarmálasjóður. Gjald þetta, sem nefnt er búnaðarmálasjóðsgjald, skal reikna sem hlutfall af þeirri upphæð sem framleiðendum er greidd á hverjum tíma.

2. gr.
     Gjaldskyld vöru- og leigusala skiptist á eftirfarandi hátt:

A. Greiða skal allt að [0,55%]1) gjald af:

a.
alifuglarækt,
b.
svínarækt.

B. Greiða skal allt að [1,1%]1) gjald af:

a.
nautgripaafurðum,
b.
sauðfjárafurðum,
c.
afurðum hrossa,
d.
garð- og gróðurhúsaafurðum hvers konar,
e.
loðdýraafurðum.
f.
Með reglugerð skal ákveða, eftir því sem ástæða þykir til, gjald af sölu útfluttra lífgripa, skógarafurðum, hlunnindum, hestaleigu, annarri leigu, þjónustu eða söluvöru í landbúnaði.


1)L. 157/1994, 2. gr.


3. gr.
     Búnaðarmálasjóðsgjald það, sem um ræðir í 1. gr., greiðist af þeim sem kaupa eða taka við vörunum frá framleiðendum sem milliliður að smásöludreifingu og dregst við útborgun afurðaverðs frá því sem framleiðandanum er greitt. Þeir framleiðendur, sem selja vöru sína án milliliða til neytenda eða til smásöluaðila, skulu standa skil á gjaldinu. Sá hluti búnaðarmálasjóðsgjalds er rennur til Stéttarsambands bænda og búgreinafélaga skal ekki teljast til framleiðslukostnaðar við opinbera verðákvörðun.
     Skylt er viðskiptaaðilum og framleiðendum, sem greiðsluskyldir eru hverju sinni fyrir gjaldi þessu, að gefa innheimtuaðila skýrslu um móttekið vörumagn og verð fyrir það til framleiðanda svo sem reglugerð mælir fyrir um.

4. gr.
     Tekjum af búnaðarmálasjóðsgjaldi, sem innheimt er skv. 1. gr. og A- og B-liðum 2. gr., skal skipt þannig:
GreiðslaGreiðsla
af A-flokkiaf B-flokki
skv. 2. gr.skv. 2. gr.
TilStéttarsambands bænda0,100%0,250%
Tilbúnaðarsambanda0,250%0,500%
Tilbúgreinafélaga0,075%0,075%
TilBúnaðarfélags Íslands0,025%0,075%
TilStofnlánadeildar
landbúnaðarins0,100%0,200%

...1)


     Landbúnaðarráðherra er heimilt að fenginni beiðni frá Stéttarsambandi bænda fyrir hönd búgreinafélags að fella niður eða endurgreiða gjald til félagsins að hluta eða öllu leyti. Óski búgreinafélag að nýta sér þessa heimild skal um það tekin ákvörðun á aðalfundi þess og skal hún hafa borist landbúnaðarráðherra eigi síðar en 1. september ár hvert.
     ...1)

1)L. 157/1994, 2. gr.


5. gr.
     Þrátt fyrir ákvæði 2. og 4. gr. laganna getur landbúnaðarráðherra heimilað búgreinafélagi annarra greina en sauðfjár- og nautgriparæktar að innheimta allt að 1,0% gjald í stað 0,075% skv. 4. gr., enda liggi fyrir meirihlutasamþykkt viðkomandi búgreinafélags og samþykki Stéttarsambands bænda. Ákvörðun þessi gildi til eins árs í senn.

6. gr.
     Þrátt fyrir ákvæði b-liðar 5. gr. laga um Bjargráðasjóð, nr. 51 27. maí 1972, getur stjórn Bjargráðasjóðs undanþegið framleiðsluvörur einstakra búgreina greiðsluskyldu að hluta eða öllu leyti. Komi fram beiðni um slíkt frá Stéttarsambandi bænda er stjórninni skylt að verða við því.

7. gr.
     Ráðherra setur í reglugerð1) nánari ákvæði um gjaldskyldu, innheimtu, gjalddaga, lögvernd, álagningu gjaldanna samkvæmt áætlun og annað er lög þessi varðar, að fengnum tillögum Stéttarsambands bænda, Búnaðarfélags Íslands og Framleiðsluráðs landbúnaðarins sem annast innheimtu gjaldsins.
     Gjald þetta má taka lögtaki.

1)Rg. 393/1990.


8. gr.
     Lög þessi öðlast gildi 1. september 1990. ...

Ákvæði til bráðabirgða. ...