[Landsvirkjun er heimilt að hagnýta þá þekkingu og búnað sem fyrirtækið ræður yfir á sviði orkumála til verkefna erlendis með því að taka að sér verkefni fyrir fyrirtæki eða stofna og eiga hlut í erlendum fyrirtækjum sem annast rannsóknir, ráðgjöf eða aðra þjónustu á sviði orkumála eða aðra starfsemi tengda orkumálum. [Landsvirkjun er einnig heimilt að stofna og eiga hlut í innlendum fyrirtækjum sem annast rannsóknar- og þróunarverkefni, þó ekki að taka að sér ráðgjöf eða verktöku í samkeppni við önnur fyrirtæki á almennum markaði hér á landi. Þá er Landsvirkjun heimilt að eiga aðild að innlendum fyrirtækjum sem annast framleiðslu, flutning, dreifingu eða sölu orku.]1)]2)
1)L. 50/1999, 1. gr.2)L. 9/1997, 1. gr.