149. löggjafarþing — 34. fundur
 20. nóvember 2018.
drengskaparheit.

[13:35]
Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Berglind Häsler hefur ekki tekið sæti á Alþingi áður og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.

[Berglind Häsler, 7. þm. Norðaust., undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni.]

Berglind Häsler hefur undirritað drengskaparheit að stjórnarskránni og er boðin velkomin til starfa á Alþingi.