153. löggjafarþing — 54. fundur
 24. janúar 2023.
Frestun á skriflegum svörum.
fylgdarlaus börn, fsp. ESH, 503. mál. — Þskj. 609.
skipulag og stofnanir ráðuneytisins, fsp. DME, 560. mál. — Þskj. 742.
staða heimilislauss fólks, fsp. LenK, 576. mál. — Þskj. 793.

[13:32]
Forseti (Birgir Ármannsson):
Bráðabirgðaútgáfa.

Borist hafa bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 609, um fylgdarlaus börn, frá Evu Sjöfn Helgadóttur, á þskj. 742, um skipulag og stofnanir ráðuneytisins, frá Diljá Mist Einarsdóttur og á þskj. 793, um stöðu heimilislauss fólks, frá Lenyu Rún Taha Karim.