131. löggjafarþing — 55. fundur.
tekjuskattur og eignarskattur, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 351. mál (skatthlutfall, afnám eignarskatts o.fl.). — Þskj. 400, nál. 591, 608 og 609, brtt. 598 og 614.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[10:38]

[10:04]
fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér er verið að ganga til atkvæða um gagnmerkt frumvarp um skattalækkanir og skattkerfisbreytingar sem í raun má segja að séu framhald þeirra skipulagsbreytinga í efnahags- og fjármálum sem hafa átt sér stað á undanförnum rúmum áratug. Í frumvarpi þessu felast veigamiklar umbætur sem gagnast munu almenningi öllum, sérstaklega venjulegu vinnandi fólki, ellilífeyrisþegum og eldri borgurum sem ekki þurfa lengur að greiða eignarskatt af íbúðum sínum og barnafólki með lágar tekjur eða millitekjur.

Þetta er mikið framfaramál sem hér er í gangi og það er gæfuspor sem þingið er að stíga núna sem mun endast mörg ár fram undan.



[10:05]
Össur Skarphéðinsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ríkisstjórnin hefur misst af gullnu tækifæri til að lækka skatta með þeim hætti að aukið hefði jöfnuð í landinu. Sú skattbreyting sem hér er verið að samþykkja leiðir til aukins ójöfnuðar. Hún færir milljarða í vasa þeirra sem ekki þurfa á milljörðum að halda, hún gefur þeim mest sem mest hafa fyrir, hún gefur þeim minnst sem lítið hafa og í nokkrum tilvikum fá þeir sem allra minnst hafa ekki neitt.

Skattabylting ríkisstjórnarinnar reyndist þegar upp var staðið að stórum hluta vera blekking. Samhliða hefur ríkisstjórnin verið að koma í gegnum þingið fjölmörgum tegundum laumuskatta. Þegar hinir 16 laumuskattar sem hér hafa farið í gegn á þessum vetri eru taldir saman kemur í ljós að ríkisstjórnin er búin að heyja í forða sem dugar til meira en að greiða þann kostnað sem af skattalækkunum hlýst á næstu tveimur árum. Þegar ríkisstjórnin fagnar lokum næsta árs og ætlar að gleðjast yfir skattalækkunum kemur í ljós að hún verður þá búin að hækka laumuskattana um u.þ.b. 8 milljarða en hún hefur á þeim tíma leyst út minna en sem því nemur í gegnum skattalækkanir.

Herra forseti. Ríkisstjórnin missti af gullnu tækifæri, sagði ég í upphafi atkvæðaskýringar minnar. Það hefði verið hægt að fara aðrar leiðir til að nota það svigrúm sem er fyrir hendi til að jafna kjörin. Samfylkingin og stjórnarandstaðan hefðu viljað fara þá leið að auka barnabætur fyrr og meira. Við í Samfylkingunni erum þeirrar skoðunar að hluta af því svigrúmi sem er fyrir hendi hefði átt að nota til að koma í veg fyrir að tekjulítið aldrað fólk greiddi óhóflega eignarskatta en ekki í sama mund að fría stóreignamenn líka og fyrirtæki af því að greiða eignarskatta.

Það sem mestu skiptir um hin glötuðu tækifæri ríkisstjórnarinnar er að hér var komið í veg fyrir að Alþingi næði fram þeim meirihlutavilja sem liggur í salnum um að lækka matarkostnað íslenskra heimila um 5 milljarða. Það er sorglegt að á þessum degi, þegar þetta tækifæri er að renna okkur úr höndum, er það bara einn flokkur sem hefur komið í veg fyrir að matarkostnaður íslenskra heimila hefði verið lækkaður um 5 milljarða, sem kemur með ofbeldi í veg fyrir að matarskatturinn verði lækkaður um helming. Það er Framsóknarflokkurinn.

Þar er fremstur í flokki hæstv. forsætisráðherra sem kemur í veg fyrir að matarkostnaður íslenskra heimila sé lækkaður um 5 milljarða. Megi skömm Framsóknarflokksins lengi lifa í þessum sölum.



[10:08]
landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar er á þessu haustþingi að setja sín fyrstu fjárlög, fjárlög bættra lífskjara fyrir allan almenning á Íslandi með stærstu áform um skattalækkanir. Málflutningur Samfylkingarinnar og stjórnarandstöðunnar hefur verið með ólíkindum í allt haust. Gamla fólkið hefði sagt við hv. þm. Össur Skarphéðinsson: Snúðu ekki öllu á haus. Segðu satt og vertu drengur.

Hæstv. forseti. Gamla fólkið hefði kannski sagt: Vertu ekki með þennan stráksskap. Það hefði líka bætt við: Það er svartur blettur á tungunni á þér.

Lækkun eignarskatts er aðgerð til að bæta stórlega tekjur einstaklinga og aldraðra, tekjulágs fólks í skuldlitlum íbúðarhúsum. Að tekjuskattur á laun hins vinnandi manns skuli á kjörtímabilinu fara í 34% er sögulegur sigur fyrir hinn vinnandi mann á Íslandi. (Gripið fram í: Ertu ekki …?) Samfylkingin verður að viðurkenna það. Því verður fagnað hinn 1. maí í vor. (Gripið fram í.)

Ég vil svo segja um matarskattinn að þeirri leið hefur ekki verið hafnað af Framsóknarflokknum. (Gripið fram í: Noh!) (ÖS: Annað segir fjármálaráðherra.) (Gripið fram í: Hver stoppaði þetta af?) Öll góð mál koma ekki í einu. Við erum gagnrýnd líka fyrir að vera að lækka skatta of mikið af stjórnarandstöðunni úti í þjóðfélaginu. Nú verður sest yfir það. Framsóknarþingmenn hafa líka flutt hér þingmál um að fella niður virðisaukaskatt af barnafötum þannig að við erum skattalækkunarmenn og höfum ekki komið í veg fyrir neitt í þessum efnum. (Gripið fram í: Er flóttinn hafinn?) Lífskjör eru sem betur fer að stórbatna á Íslandi og þegar við horfum fram í tímann, fimm eða tíu ár, blasir við lífskjarabati til fólksins í landinu. (Gripið fram í.)

Hér í vetur hefur stjórnarandstaðan orðið sér til skammar upp á hvern einasta dag. Þjóðin mun átta sig á því á jólahátíðinni sem er fram undan. (Gripið fram í.)



[10:11]
Ögmundur Jónasson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þessi umræða er mjög gagnleg. Hún skýrir átakalínur í íslenskum stjórnmálum. Með þessu frumvarpi stefnir ríkisstjórnin að því að lækka skatta um 20–30 milljarða á ári þegar allar skattbreytingarnar eru komnar til framkvæmda.

Í umræðunni um þetta frumvarp hefur komið berlega í ljós að stefna í skattamálum er jafnframt stefna í stjórnmálum. Öll viljum við góða samfélagsþjónustu. Við viljum góða grunnþjónustu, góð veitukerfi, góða skóla, góð sjúkrahús. Um þetta erum við öll sammála. Okkur greinir hins vegar á um hvernig eigi að greiða fyrir þessa þjónustu, annars vegar með sköttum í gegnum almannasjóði og hins vegar með notendagjöldum, sjúklingagjöldum eða skólagjöldum.

Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur mjög skýra stefnu í þessu efni. Við viljum jöfnuð í samfélaginu. Við eigum að axla byrðarnar saman, borga á meðan við erum heilbrigð með sköttum en ekki þegar við erum orðin veik með sjúklingagjöldum.

Mér hefur þótt sláandi við þessar umræður hvernig stjórnarsinnar tala um sjálfa sig, handhafa framkvæmdarvaldsins, fjárveitingavaldsins, ríkisstjórnina og Alþingi. Þeir vísa til sjálfra sín sem krumlu hins illa, krumlu ríkisins. Það þarf að bjarga peningum frá þessari krumlu og færa þá fólkinu.

Hver er þessi krumla? Það er öldrunardeild Landspítalans. Og hvaða fólk er það sem á að fá peninga frá öldrunardeild Landspítalans? Hvaða fólk er fólk ríkisstjórnarinnar? Það er hátekju- og stóreignafólk á Íslandi. Einstaklingur með 1 millj. á mánuði fær að gjöf frá þessari ríkisstjórn árlega 1 millj. kr. í vasann. (Gripið fram í: Á ríkið …?) Það er hins vegar velferðarþjónustan á Íslandi, heilbrigðiskerfið, skólakerfið og samfélagsþjónustan, sem kemur til með að blæða. (Gripið fram í: Þið viljið hækka skatta.) Um þetta standa deilurnar í íslensku þjóðfélagi. Síðan fáum við svona ódýr skot frá Framsóknarflokknum sem er nú að sanna hvar hann raunverulega stendur í íslenskum stjórnmálum sem hægri sinnaður peningafrjálshyggjuflokkur.



[10:14]
Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við teljum að prósentulækkun í tekjuskatti til viðbótar við helmingslækkun hátekjuskatts á næsta ári og niðurfelling hátekjuskattsins með öllu á árinu 2006 sé afar röng skattalækkunaráhersla. Hækkun persónuafsláttar hefði orðið til meiri jöfnunar og hækkað rauntekjur og þar með skattleysismörk sem fært hefði tekjulágu fólki, ellilífeyrisþegum og örorkuþegum mun meiri kjarabætur en að er stefnt með þeirri aðferð sem ríkisstjórnin vill fara sem sérstaklega kemur hátekjufólkinu vel.

Við styðjum tillögur um að barnabætur komi til framkvæmda þegar á næsta ári sem yrði leiðrétting fyrir barnafólk sem full þörf er á nú þegar.



[10:15]
Jóhanna Sigurðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við í Samfylkingunni leggjum megináherslu á lækkun virðisaukaskatts og hækkun barnabóta sem skili sér til barnafólks á næsta ári en að barnafólk verði ekki sett aftar í forgangsröðina eins og stjórnarflokkarnir gera. Við teljum okkar leið fela í sér jöfnuð sem við viljum setja í forgang og sitjum því hjá við tekjuskattsleið stjórnarflokkanna sem við höfum sýnt fram á að fer að stærstum hluta til tekjuhæstu hópanna. Það endurspeglast í því að helmingur af tekjuskattslækkuninni á næsta ári rennur til 25% hæstu skattgreiðendanna, og 200 hæstu skattgreiðendurnir fá í sinn hlut þegar skattalækkunin er að fullu komin til framkvæmda 2,4 millj. á ári, þ.e. 197 þús. kr. á mánuði, meðan þeir tekjuminni fá örlítið brot af þessari fjárhæð.

Sýnt hefur verið fram á, og það ekki hrakið, að stjórnarflokkarnir hafa lagt fram villandi útreikninga um áhrif eignarskattslækkunarinnar um að það sé að stærstum hluta lágtekjufólk sem eignarskattslækkunin gagnist. Hið sanna er að um helmingur allrar lækkunarinnar við niðurfellingu eignarskatta liggur hjá efsta fjórðungi framteljenda, hvort sem litið er til einhleypra eða hjóna. Við munum sitja hjá við ákvæðin um eignarskattslækkunina en flytja við 3. umr. tillögur um mikla hækkun á fríeignamarki í eignarskatti sem felur í sér meiri jöfnuð í skattkerfinu. Við munum jafnframt greiða atkvæði gegn lækkun á eignarskatti lögaðila og mun það koma fram í þessari atkvæðagreiðslu.

Við flytjum breytingartillögu við ákvæði stjórnarflokkanna um barnabætur þess efnis að allir fái barnabætur greiddar með börnum sínum að 18 ára aldri og bætir það verulega kjör barnafjölskyldna. Treystum við því að framsóknarmenn styðji þá tillögu en þetta er gamalt kosningaloforð þeirra frá 1999 sem enn hefur ekki verið efnt. Að sjálfsögðu munum við greiða atkvæði gegn skerðingu vaxtabóta þar sem enn og aftur er ráðist að skuldugum heimilum.

Loks viljum við vekja athygli á að persónuafsláttur og viðmiðunarfjárhæðir bóta halda ekki í við verðlagsforsendur fjárlaga á næsta ári sem gera ráð fyrir 3,5% verðbreytingu á næsta ári en viðmiðunarfjárhæðir allar eru miðaðar við 3%. ASÍ spáir enn meiri verðbólgu og miðar við 4%. Við blasir því á fyrsta árinu sem skattalækkun ríkisstjórnarinnar tekur gildi að veruleg rýrnun er á persónuafslætti og öðrum viðmiðunarfjárhæðum bóta eins og barna- og vaxtabóta. Bara persónuafslátturinn einn og sér gæti rýrnað á næsta ári um 330–650 millj. kr. eftir því hvort stuðst er við spá fjármálaráðuneytisins eða ASÍ. Vegna þessa munum við í þessari atkvæðagreiðslu sitja hjá við ákvæðin um viðmiðunarfjárhæðir bóta og persónuafsláttar sem augljóslega eru vanmetnar nema ríkisstjórnin sé vísvitandi að rýra persónuafsláttinn á næsta ári sem enn dregur úr þeirri litlu skattalækkun sem fólk með lágar og meðaltekjur fær úr þessum skattapakka ríkisstjórnarinnar.



[10:18]
Dagný Jónsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Forgangsröðun hæstv. ríkisstjórnar er rétt og árangur styrkrar efnahagsstjórnar ríkisstjórnarinnar er tekjuskattslækkun um 4%, hækkun persónuafsláttar, hækkun skattleysismarka, hækkun barnabóta og afnám eignarskatts. (Gripið fram í: Hækkun skólagjalda.) Það er ekki nema von að hv. þm. stjórnarandstöðu séu svekktir að horfa upp á hæstv. ríkisstjórn uppfylla hvert málið á fætur öðru sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Orð hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar dæma sig sjálf varðandi virðisaukaskatt á matvælum enda hefur annað komið fram í umræðum á hv. Alþingi og tekur því ekki að fara að leiðrétta hv. þingmann enn eina ferðina.

Hæstv. forseti. Þessar aðgerðir koma til móts við fólkið í landinu og við erum að skila tekjuaukanum til þess. Hér er stigið gæfuspor og fólk nýtur ávaxta styrkrar efnahagsstjórnar.



 1. gr. samþ. með 30 shlj. atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  KF,  DJ,  ÁMöl,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG,  HBl.
25 þm. (ÖJ,  ÖS,  AKG,  ÁÓÁ,  JFM,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  LB,  MÁ,  RG,  StP,  SJS,  ÞSveinb) greiddu ekki atkv.
8 þm. (ÞBack,  EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  VS) fjarstaddir.
13 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[10:20]
sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Herra forseti. Þessar skattalækkanir eru sigur hins venjulega vinnandi fjölskyldufólks og þess fólks sem komið er á efri ár. Ríkisstjórnin hefur vissulega heyjað fyrir þessum skattalækkunum. Hún hefur gert það með því að auka hagvöxt. Það eina sorglega við þetta mál er að Samfylkingin hefur glatað tækifærinu til að uppfylla kosningaloforð sín um skattalækkanir. Það hefur ríkisstjórnin ekki gert. Ég segi því já, herra forseti.



[10:21]
fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Herra forseti. Sú grein sem nú er verið að greiða atkvæði um lýtur að því að fella brott eignarskatta í landinu, bæði á einstaklinga og lögaðila, þar með talið allt það fólk sem greiðir eignarskatta af íbúðarhúsnæði sínu, oft og tíðum af litlum tekjum.

Það er mjög athyglisvert að fylgjast með því hvernig stjórnmálaflokkarnir greiða atkvæði í þessari atkvæðagreiðslu. Það er skiljanlegt að vinstri grænir sitji hjá því þeir eru á móti þessu máli í heild sinni en það er ótrúlegt að sjá samfylkingarfólkið sem veit greinilega ekki sitt rjúkandi ráð í þessu máli og treystir sér ekki til að fella niður eignarskattana af venjulegu vinnandi fólki. (Gripið fram í.) Það er ömurlegt að sjá þetta og þetta er eins og annar málflutningur Samfylkingarinnar sem telur greinilega líka að þótt verið sé að fella niður skatta eigi að hætta allri tekjuöflun fyrir ríkissjóð. (Gripið fram í.) Allt er þetta jafnömurlegt og sérstaklega frammíköll og fliss hv. formanns Samfylkingarinnar. Ég segi já, herra forseti.



[10:23]
Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Þessar breytingar sem eru að fara í gegnum þingið eru ekki skattbreytingar, heldur skattabylting. Þetta er gríðarlegur sigur fyrir hið venjulega vinnandi fólk í landinu. Það sem þessi umræða og afgreiðsla sýnir svo að ekki verður um villst, virðulegi forseti, er að búið er að afhjúpa skattpíningarflokkana, Samfylkinguna og Vinstri græna. Ekki aðeins berjast þeir með oddi og egg gegn öllum skattalækkunum, heldur nota þeir tækifærið til að hækka skatta og gjöld þar sem þeir hafa tækifæri til. Þá vísa ég til hússins hinum megin við Vonarstrætið, og sérstaklega hækka þeir gjöldin á þeim skjólstæðingum sem minnst mega sín. Þingmaðurinn segir já.



[10:24]
Guðmundur Árni Stefánsson (Sf):

Herra forseti. Eins og fram hefur komið við þessa atkvæðagreiðslu mun Samfylkingin flytja breytingartillögur þar sem lagt er til að gera enn betur við aldraða þegar kemur að eignarskattinum. Við ætlum hins vegar ekki að leggja sérstaka lykkju á leið okkar til að aflétta eignarskatti á fyrirtækjum í landinu og stóreignafólki.

Það er hins vegar eftirtektarvert, herra forseti, hjá stjórnarliðum sem mæla á þann veg að hér sé um tímamót að ræða hvað varðar skattlagningu og efnahagspólitík í landinu en samt er það ólundin sem ræður ríkjum, samt er það pirringurinn og brjálæðið og leiðindin út í stjórnarandstöðuna. Ég bið, herra forseti, þess lengstra orða að stjórnarliðar nái gleði sinni hér og geti klárað þessa atkvæðagreiðslu með eins og hálft bros á vör þótt ekki væri meira.

Nú hlæja þeir og það er kominn tími til. Ég greiði ekki atkvæði.



[10:25]
landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég skora á þingmenn Samfylkingarinnar að hringja að þessum fundi loknum í gamlan frænda eða frænku sem býr einn eða ein í húsnæði, skuldlaust fólk sem hefur farið vel með auðæfi sín í lífinu, hefur litlar tekjur í dag og borgar þunga eignarskatta af húsnæðinu sem það býr í. Spyrjið þetta fólk hvort ríkisstjórnin sé ekki að færa því bætt lífskjör og lækkaða skatta. (Gripið fram í: Eina milljón.)

Við vinstri græna þarf ekkert að tala í þessari umræðu. Þeir eru flokkurinn sem vill taka úr vasa mannsins sem þeir mæta á götunni pening og gefa næsta manni. Þeir hafa alltaf verið gjafmildir á annarra fé, vinstri grænir. Þannig fór Austur-Evrópa forðum fyrir þá stefnu. Hér kemst sú stefna ekki til valda.

Hæstv. forseti. Ég óska einstaklingum til hamingju með þessa skattalækkun og segi já.



[10:27]
Jóhann Ársælsson (Sf):

Hæstv. forseti. Hv. þm. stjórnarliðsins þurfa ekki að taka upp símann. Það verður örugglega hringt í þá af auðmönnum þessa lands til að þakka fyrir sig því að þeir fá auðvitað stærsta skerfinn með þessari breytingu á eignarskattinum. Stjórnarliðar virðast ekki trúa meira en svo á það sem þeir eru að gera því að þeir treystu ekki ríkissjóði fyrir því að láta neitt af tekjum ríkissjóðs, hvorki á þessu ári né því næsta. Það á allt að koma síðari hluta kjörtímabilsins og þá á líka að vera búið að endurskoða virðisaukaskattinn. Þá eru menn farnir að tala um 26, 27 eða 28 milljarða sem ríkissjóður á allt í einu að vera fær um að missa af og það er allt á spádómum byggt. Það er ekki hægt að gefa þá einkunn að menn séu ábyrgir í stjórnarháttum ef þeir haga sér svona. Ég greiði ekki atkvæði.



[10:28]
Jóhanna Sigurðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Stjórnarflokkarnir hafa gerst sekir um að leggja fram fyrir þjóðina mjög villandi útreikninga varðandi eignarskattinn í þeirri viðleitni sinni að reyna að sýna fram á að eignarskattslækkunin nýtist best tekjulágum hópum. Þetta er alrangt og útreikningarnir voru þannig unnir að þegar skipt var niður í tekjuhópa var einungis miðað við launatekjur en fjármagnstekjur voru ekki settar inn í þá útreikninga. Stærsti hlutinn af þeim sem greiða eignarskatt og eru með háan eignarskatt eru líka með um 80–90% af tekjum sínum í fjármagnstekjum en ekki launatekjum. Það er mjög erfitt að horfa fram á að þjóðin hafi verið blekkt með þessum hætti.

Þegar fjármagnstekjurnar eru teknar inn kemur í ljós að um helmingur allrar eignarskattslækkunarinnar við niðurfellingu eignarskattsins liggur hjá efsta fjórðungi framteljenda, hvort sem litið er til einhleypra eða hjóna. Tillaga okkar við 3. umr. mun miða að því að þeir sem eru með lágar tekjur njóti fyrst og fremst góðs af þessari eignarskattslækkun. Ég greiði ekki atkvæði.



[10:30]
Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Vinstri hreyfingin – grænt framboð er hlynnt niðurfellingu eignarskatts af íbúðarhúsnæði fjölskyldna og einstaklinga í landinu en við erum með þá hugmynd að þeir sem eiga stórar eignir, umfram það sem getur talist nóg fyrir fólk til að nýta til íbúðar fyrir sig og fjölskyldu sína, séu hins vegar aflögufærir. Ég er satt að segja ekki sannfærð um að stóreignafólk í landinu sé svo hamingjusamt með þá grein sem við greiðum hér atkvæði um. Það sem hæstv. landbúnaðarráðherra segir um að vinstri grænir séu gjafmildir á annarra fé köllum við samábyrgð og meðvitund um það hvað þarf til að standa undir hinu félagslega velferðarkerfi.

Hæstv. forseti. Ég greiði ekki atkvæði um þessa grein.



[10:31]
Lúðvík Bergvinsson (Sf):

Virðulegi forseti. Í því frumvarpi sem við greiðum atkvæði um kemur fram skýr pólitísk lína frá hæstv. ríkisstjórn. Hér er um að ræða hugmyndafræði últra hægri manna. Þegar svigrúmið gefst loks til að lækka skatta eru þeir mest lækkaðir á þá sem mest eiga.

En það er ekki gert á þann hátt að lækka tekjur ríkissjóðs á móti. Nei, almenningur skal borga. Það skal hækka skólagjöld, gjöld við heilsugæsluna, gjöld á bifreiðaeigendur, það skal hækka gjöld á alla sem hægt er að ná í og jafnvel þannig að gjöldin sem eru hækkuð eru umfram skattalækkanirnar. (Gripið fram í.) Hér birtist hin pólitíska lína hv. þm. Péturs Blöndals og hann dregur meira að segja (Gripið fram í.) félagshyggjumanninn, hæstv. landbúnaðarráðherra, í frjálshyggjuhreyfinguna sína. Ég verð að óska hv. þm. Pétri Blöndal til hamingju með það. Ég greiði ekki atkvæði.



[10:33]
Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um 1. gr. þessa fallega frumvarps. Þetta er enn einn gleði- og hamingjudagurinn þegar við erum að vinna áfram að þessu frumvarpi. Ég óska hæstv. fjármálaráðherra til hamingju og allri hæstv. ríkisstjórn. Ég óska hv. þingmönnum til hamingju með að fá tækifæri til að samþykkja svona fallegt frumvarp. Ég óska þjóðinni allri til hamingju, hinum vinnandi manni, þegar hún fær núna loksins einhverja umbun fyrir vinnu sína. (Gripið fram í.)

Það er sjaldan, herra forseti, sem við þingmenn fáum tækifæri til að fjalla um frumvarp sem mótar þjóðfélagið til framtíðar. Það erum við að gera núna. Við fellum niður eignarskattinn sem hvetur til sparnaðar og ráðdeildar og er gott fyrir aldraða. Við erum að lækka tekjuskattinn sem hvetur alla venjulega launþega til dáða og við erum að hækka barnabætur sem bætir stöðu barnafólks. Ég segi já með fögnuði.



[10:34]
Rannveig Guðmundsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Sú leið sem Samfylkingin vill fara í skattamálum er betri. Hún er sanngjarnari og hún er réttlátari en þær tillögur sem ríkisstjórnin boðar og afgreiðir í dag. Leið Samfylkingarinnar kemur öllum fjölskyldum í landinu til góða og þess vegna skipti ég mér ekki af þeirri afgreiðslu sem hér fer fram.

Þetta er leið ríkisstjórnarinnar. Þetta er sú leið sem gerir Pétur Blöndal glaðastan allra hér í dag, (Gripið fram í.) enda er Pétur Blöndal sá stjórnmálamaður sem einn hefur viðurkennt hægri stefnu Sjálfstæðisflokksins, þá að hafa skatta lága eða enga og að fólk borgi fyrir þjónustu sína. Það er ekki leið Samfylkingarinnar. Leið Samfylkingarinnar í skattamálum er réttlát og þess vegna styðjum við ekki ríkisstjórnina hér í dag.



[10:35]
Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Þessar skattalækkanir eru mögulegar vegna þeirrar stefnu sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa fylgt við að byggja upp atvinnulíf í landinu. Þess vegna skapast hagvöxturinn sem við getum notað núna. Það er vegna staðfestunnar gagnvart iðnaðarmálum sérstaklega. Þar vil ég nefna að stjórnarandstöðuflokkarnir hafa barist á móti þeim áformum í langan tíma. Það þarf ekki að fjölyrða um Vinstri græna sem hafa verið á móti þeim frá upphafi og Samfylkingin hefur líka verið á móti þessum málum, á móti íslenska ákvæðinu í Kyoto-bókuninni sem var forsenda fyrir því að hér var hægt að efla hagvöxt.

Virðulegur forseti. Framsóknarmenn hafa lagt mjög mikla áherslu á þessar skattalækkanir, sérstaklega á barnabæturnar. Ég vil tína þær til. Þar er verið að setja 2,4 milljarða í viðbót til að auka hag og bæta hag barnafjölskyldna.

Varðandi eignarskattana lendir meginþungi eignarskatts í dag á þeim sem hafa eina og hálfa millj. eða minna í árstekjur. Það eru ekki hin breiðu bök, virðulegi forseti, þannig að ég segi líka já með fögnuði hér.



[10:36]
Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Það eru fyrst og fremst gaddfreðnir sanntrúaðir hægri menn, nýfrjálshyggjumenn, sem hafa ástæðu til að gleðjast í dag. Hér er verið að leiða í lög últra hægri stefnu í skattamálum þar sem hátekju- og stóreignafólk fær mest. Þátttaka Framsóknarflokksins í þessum aðgerðum afhjúpar þann flokk sem hægri flokk og löngu eru nú liðnir þeir dagar að framsóknarmenn töldu sér til tekna að vera vinstra megin við miðju, að allt væri betra en íhaldið. Þeir eru svo löngu liðnir.

Það var sagt um Alþýðuflokkinn gamla að hann hefði verið nokkuð illa á sig kominn eftir þjónustuna við íhaldið í viðreisnarstjórninni. En Framsókn er í miklu hörmulegra ástandi eftir flórmoksturinn og baksið við að framkvæma stefnu íhaldsins á öllum sviðum og umbylta þessu þjóðfélagi í átt til hægri hyggju, (Gripið fram í.) einstaklingshyggju og nýfrjálshyggju. Og hæstv. landbúnaðarráðherra ætti sérstaklega að kunna að skammast sín (Gripið fram í.) fyrir að vera að glenna sig þetta í þessari umræðu. Ég greiði ekki atkvæði.



 2. gr. samþ. með 30:22 atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
nei:  AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GÁS,  GÖg,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  LB,  MÁ,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS.
3 þm. (GAK,  GÖrl,  StP) greiddu ekki atkv.
8 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[10:38]
Jóhanna Sigurðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Við erum á móti því að lækka eignarskatta á lögaðila. Lögaðilar hafa fengið verulegar hækkanir á umliðnum árum og við teljum að þeim 1.400 millj. sem nú á að verja í eignarskattslækkun á lögaðila væri miklu betur komið til að hækka barnabætur, greiða t.d. barnabætur með öllum börnum að 18 ára aldri, eða skila þessum fjármunum til þess að lækka frekar skatta á fólk með lágar og meðaltekjur. Ég segi nei.



 3.–7. gr. samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
25 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  LB,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
8 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

 8. gr., a-liður, samþ. með 30:6 atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
nei:  GAK,  JBjarn,  KolH,  SJS,  StP,  ÖJ.
19 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JGunn,  KLM,  LB,  MÁ,  RG,  ÞSveinb,  ÖS) greiddu ekki atkv.
8 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.
5 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[10:40]
Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Hér er að koma til atkvæða ein megingrein þessa frumvarps um 4% flata lækkun tekjuskatts sem þýðir tekjutap fyrir ríkissjóð á þremur árum upp á um 18 milljarða kr. Þetta bætist við áður lögfesta lækkun hátekjuskatts upp á 6–7% þannig að tekjuskattslækkun tekjuhæsta fólksins á Íslandi verður á fjórum árum 11%. Þar bætast við 2–2,5 milljarðar kr. þannig að samtals lækka tekjur ríkisins vegna beinna skatta, traustasta skattstofnsins, um vel yfir 20 milljarða á þessu árabili. Þeim fjármunum teljum við að væri betur ráðstafað með öðrum hætti en hér er lagt til.

Auk þess eru efnahagslegar aðstæður þannig að það er glapræði að færa þessa fjármuni út í samfélagið og auka á þann vanda sem við er að glíma í hagstjórninni. Það dregur úr jöfnuði og jafnrétti í landinu og þetta veikir undirstöður velferðarsamfélagsins á Íslandi. Við getum ekki stutt þessar breytingar, herra forseti, og greiðum því atkvæði gegn þeim.



[10:41]
fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Herra forseti. Þetta er ein meginefnisgrein frumvarpsins sem nú er verið að greiða atkvæði um. Í henni felst veruleg lækkun tekjuskatts einstaklinga, veruleg lækkun jaðarskattanna í þjóðfélaginu, þeirra skatta sem fólk þarf að greiða af hverri viðbótarkrónu sem það aflar sér.

Það er athyglisvert að horfa á töfluna og sjá hvernig þeir sem lofuðu miklum tekjuskattslækkunum í fyrra, fyrir einu og hálfu ári, í kosningum, greiða nú atkvæði. Samfylkingin sem eins og ég hef áður sagt veit ekki sitt rjúkandi ráð í þessu máli treystir sér ekki til að styðja lækkun tekjuskattsins (Gripið fram í.) sem við erum að fara með í 21,75%, tekjuskatt til ríkisins. Hér er stórt og mikið framfaramál á ferðinni fyrir alla þá sem afla sér tekna með vinnu sinni. Ég segi já, herra forseti.



[10:42]
Drífa Hjartardóttir (S):

Hæstv. forseti. Eitt helsta baráttumál til margra ára er nú að verða að veruleika. Þetta er skemmtilegur dagur, stórkostlegur dagur og þetta eru stórkostlegar breytingar fyrir allt venjulegt fólk í landinu. Það er ekki nema von að stjórnarandstaðan sé pirruð og súr í dag. Ég segi já, hæstv. forseti.



[10:43]
Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Meðallaun félaga í aðildarsamtökum ASÍ eru 260 þús. kr. á mánuði. Hér erum við að lækka skatta á þetta fólk um 10.400 kr. á mánuði. 120 þús. kr. meira á ári heldur þetta fólk eftir af tekjum sínum. Það munar aldeilis um það hjá ASÍ. (Gripið fram í: … borga launin.) Það er líka verið að lækka jaðarskatta, minnka fátæktargildru sem ASÍ hefur líka talað um.

Ég segi enn og aftur já með fögnuði.



[10:44]
Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Fyrir nokkru síðan, nánar tiltekið fyrir síðustu kosningar, stóð upp úr hverjum frambjóðanda Samfylkingarinnar að það ætti að lækka jaðarskatta. Hér eru efndirnar, lítið á töfluna. Hér er um að ræða lækkun á jaðarsköttum. Menn gera það ekki með öðrum hætti.

Það liggur alveg hreint og klárt fyrir að þegar tekjuskattsprósentan var í 35%, þegar við fórum í staðgreiðslukerfið, voru allir flokkar nema einn með það á stefnuskrá sinni að hafa prósentuna í 35%. Það var Alþýðubandalagið. Nú eru tveir alþýðubandalagsflokkar, ef ekki þrír á þingi, Samfylkingin, Vinstri grænir og jafnvel Frjálslyndi flokkurinn. En við í stjórnarliðinu lækkum jaðarskatta. Ég segi já. (Gripið fram í: Tveir Sjálfstæðisflokkar.)



 8. gr., b-liður, samþ. með 33 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  EMS,  GHH,  GAK,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  GÖrl,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StP,  ÞKG.
18 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  GÁS,  GÖg,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  MÁ,  RG,  SJS,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
12 þm. (BH,  EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  LB,  MÞH,  MF,  StB,  VS,  ÞSveinb,  ÞBack) fjarstaddir.

 9. gr., a-liður, samþ. með 33 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GAK,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  GÖrl,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StP,  StB,  ÞKG.
22 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GÁS,  GÖg,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  LB,  MÁ,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
8 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[10:45]
Jóhanna Sigurðardóttir (Sf):

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um hækkun á viðmiðunarfjárhæð í persónuafslætti og rétt að vekja athygli á því hvað skattleysismörkin hafa skerst mikið í tíð þessarar ríkisstjórnar. Ríkisstjórnin hefur með þeirri leið tekið til sín tugi milljarða í ríkissjóð. Enn er verið að skerða skattleysismörkin með því að miða viðmiðunarfjárhæðina við þær tölur sem hér eru og hefur ASÍ bent á að líkur séu á því að persónuafslátturinn rýrni verulega á næsta ári og þyrfti að bæta í þessa tölu útgjöldum sem nemur 650 millj. á næsta ári til að persónuafslátturinn héldi raungildi sínu miðað við verðlag þess árs.



 9. gr., b–c-liðir, samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
24 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  LB,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
10 þm. (EKG,  EMS,  GHj,  HÁs,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

 9 gr., d-liður, samþ. með 33 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GAK,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  GÖrl,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StP,  StB,  ÞKG.
22 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GÁS,  GÖg,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  LB,  MÁ,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
8 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

Brtt. 614,1 felld með 30:24 atkv. og sögðu

  já:  AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
9 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  LB,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.
3 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[10:47]
Jóhanna Sigurðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það er full ástæða til að vekja athygli framsóknarmanna á því hvað hér er verið að greiða atkvæði um. Hér er verið að greiða atkvæði um það að barnabætur greiðist með öllum börnum að 18 ára aldri eins og Framsóknarflokkurinn lofaði á árinu 1999 en er aftur og aftur búinn að svíkja.

Áætlun ríkisstjórnarinnar um lækkun skatta og hækkun bóta hefur birst þjóðinni og það er alveg ljóst að Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að efna loforð sitt frá 1999 á þessu kjörtímabili. Nú er tækifærið og ég skora á framsóknarmenn að sýna að þeir hafi meint eitthvað með þessu en hafi ekki ætlað sér að svíkja barnafólk í landinu. Hér er tækifærið, hér er greitt atkvæði um það að hækka barnabætur þannig að þær greiðist með öllum börnum að 18 ára aldri.



[10:48]
Birkir Jón Jónsson (F):

Hæstv. forseti. Mér finnst hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir nokkuð kjörkuð að koma hér upp og ræða um barnabætur, sá þingmaður sem í ráðherratíð sinni á Íslandsmet í skerðingu barnabóta á fjölskyldufólk í þessu landi. (Gripið fram í.) Hún kemur hér upp og lætur eins og hún eigi enga fortíð í þessu máli.

Hæstv. forseti. Efnahagslegt glapræði var málflutningur Samfylkingarinnar í skattamálum fyrir hálfum mánuði. (Gripið fram í: Nei, nei.) Hér eru ríkisstjórnarflokkarnir að lækka skatta um 4–5 milljarða. Hver er stefna hv. þingmanna Samfylkingarinnar í skattamálum á næsta ári? 9 þús. millj. kr. skattalækkun. Það á bara að gera allt strax. Efnahagslegt glapræði, hugsa um stöðugleikann, en þeir eru tilbúnir að lækka skatta um a.m.k. 9 þús. millj. Það kemur ný tillaga á eftir um lækkun á eignarskatti, tillaga sem Samfylkingin hafnaði algjörlega við 1. umr. þessa máls.

Nú er kominn nýr dagur og Samfylkingin vill allt í einu lækka eignarskatt.



[10:49]
Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Saga Framsóknarflokksins í barnabótamálum er kostuleg. Árið 1995 fór Framsókn í ríkisstjórn og tók í kjölfarið þátt í því að skerða barnabætur og tekjutengja þær að fullu, 100%. Strax við kosningarnar 1999, fjórum árum síðar, lofaði flokkurinn bót og betrun, lofaði barnakortum og ótekjutengdum barnabótum upp að 18 ára aldri.

Við það hefur að sjálfsögðu ekki verið staðið þótt flokkurinn hafi haft fimm ár til að koma þessu í framkvæmd. Hér gæfist Framsóknarflokknum kostur á því að sýna lit í barnabótamálunum. Það er að sjálfsögðu ekki gert, heldur fylgir Framsóknarflokkurinn forustu íhaldsins í þessu máli eins og öðrum. Ég ætla að gefa hæstv. landbúnaðarráðherra Guðna Ágústssyni það í morgungjöf að héðan í frá skuli Framsóknarflokkurinn heita Litla íhaldið. (Landbrh.: Hættu þessum barnaskap.)



 10. gr., a–c-liðir, samþ. með 54 shlj. atkv.

 10. gr., d-liður, samþ. með 29:24 atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
nei:  AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS.
10 þm. (EKG,  GHj,  HBl,  KJúl,  KHG,  LB,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[10:51]
Jóhanna Sigurðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Hér er á ferðinni enn ein skerðingin á vaxtabótum. Þessi ríkisstjórn hefur verið dugleg við að skerða vaxtabæturnar frá því að hún tók við völdum. Vaxtabætur hafa verið skertar á þessu og að meðtöldu næsta ári um 900 millj. kr. Hér er harkalega ráðist að skuldugum heimilum og ég segi nei.



 10. gr., e–f-liðir, samþ. með 33 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GAK,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  GÖrl,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StP,  StB,  ÞKG.
22 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GÁS,  GÖg,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  LB,  MÁ,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
8 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

 11.–23. gr. samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
25 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  LB,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
8 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

 24. gr. samþ. með 55 shlj. atkv.

 25. gr., a-liður, samþ. með 55 shlj. atkv.

 25. gr., b-liður, samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB.
25 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  LB,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
9 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  VS,  ÞKG,  ÞBack) fjarstaddir.

 26.–28. gr. samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
25 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  LB,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
8 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

 29. gr., a-liður, samþ. með 54 shlj. atkv.

 29. gr., b-liður, samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
23 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
10 þm. (EKG,  GHj,  GÁS,  KJúl,  KHG,  LB,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

 30. gr. samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
23 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  LB,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
11 þm. (EKG,  GHj,  GÁS,  JÁ,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  PHB,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[10:54]
Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Þetta er ótrúlegt, ég þarf að lesa þetta mörgum sinnum. Hér stendur: „Heiti laganna verður: Lög um tekjuskatt.“

Herra forseti. Ég les þetta aftur. „Heiti laganna verður: Lög um tekjuskatt.“

Þegar ég kom inn á þing var talað um ekknaskatt o.s.frv. Ég hef í tvígang flutt frumvarp um að gera eignarskattinn almennan til að hægt sé að lækka hann á ekkjur og slíka sem eru í erfiðleikum með að borga eignarskatt. Hér er þetta hreinlega fellt út.

Þetta er aldeilis fagnaðarefni, herra forseti, og gleðiefni fyrir alla aldraða sem eru að baksa við að borga eignarskatta af eignunum sínum í dag. Ég segi já og aftur með fögnuði. (ÖJ: Þið eruð óábyrgir gagnvart íslensku samfélagi.)



Brtt. 598,1 (orðin "Ákvæði 82.") samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
25 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  LB,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
8 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

Brtt. 598,1 (orðin "og 83.") samþ. með 30:24 atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
nei:  AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  LB,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS.
1 þm. (GÖrl) greiddi ekki atkv.
8 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

Brtt. 598,1 (niðurlag málsgr.) samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
25 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  LB,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
8 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

 31. gr., 1. mgr. a-liðar, samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
25 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  LB,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
8 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

 31. gr., 2. mgr. a-liðar og b-liður, samþ. með 34 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GAK,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  GÖrl,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  KolH,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StP,  StB,  ÞKG.
20 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GÁS,  GÖg,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KLM,  MÁ,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
9 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  LB,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

 31. gr., c-liður, samþ. með 55 shlj. atkv.

 31. gr., d-liður, samþ. með 30:25 atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
nei:  AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  LB,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS.
8 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

 32.–37. gr. samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
25 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  LB,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
8 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

Brtt. 598,2 (ný 38. gr.) samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
24 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  LB,  MÁ,  RG,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
9 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  SJS,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

Brtt. 598,3 (ný 39. gr.) samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
24 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
9 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  LB,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

 40.–44. gr. samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
23 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
10 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  LB,  MÞH,  MF,  VS,  ÞSveinb,  ÞBack) fjarstaddir.

 45. gr. samþ. með 53 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AKG,  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  BjörgvS,  BH,  DJ,  DrH,  EOK,  EMS,  GHH,  GAK,  GÞÞ,  GHall,  GÁS,  GÁ,  GÖg,  GunnB,  HÁs,  HBl,  HHj,  ÍGP,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  KolH,  KLM,  MS,  MÁ,  PHB,  RG,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  SJS,  StP,  StB,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS.
2 þm. (GÖrl,  LB) greiddu ekki atkv.
8 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

 46.–47. gr. samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
25 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  LB,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
8 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

Brtt. 598,4 (ný 48. gr.) samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
25 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  LB,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
8 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

 49.–63. gr. samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
23 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
10 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  LB,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 598,5 (ný 64. gr.) samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
24 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  LB,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
9 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

 65.–101. gr. samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
23 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
10 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  LB,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 598,6 (ný 102. gr.) samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
23 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
10 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  LB,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

 103.–136. gr. samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
22 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
11 þm. (BH,  EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  LB,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 598,7 (tveir nýir kaflar, verða 137.–138. gr.) samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
24 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  LB,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
9 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

 137.–144. gr. (verða 139.–146. gr.) samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
24 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  LB,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
10 þm. (EKG,  GHj,  GÁ,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 614,2 kölluð aftur.

Brtt. 598,8 (nýr kafli, verður 147. gr.) samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
21 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JGunn,  KolH,  KLM,  LB,  MÁ,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ) greiddi ekki atkv.
13 þm. (EKG,  GHj,  HÁs,  JóhS,  JBjarn,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  RG,  VS,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 614,3.a kom ekki til atkv.

Brtt. 614,3.b kölluð aftur.

Brtt. 598,9 (nýjar 1.–6. mgr. 145. gr. er verður 148. gr.) samþ. með 28 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
21 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JGunn,  KolH,  KLM,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ) greiddi ekki atkv.
14 þm. (ÁMM,  EKG,  GHj,  JóhS,  JBjarn,  KJúl,  KHG,  LB,  MÞH,  MF,  PHB,  VS,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 598,9 (ný 7. mgr. 145. gr. er verður 148. gr.) samþ. með 30:24 atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
nei:  AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  LB,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ.
9 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 598,9 (ný 8. mgr. 145. gr. er verður 148. gr.) samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
24 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  LB,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
9 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 598,9 (nýjar 9.–10. mgr. 145. gr. er verður 148. gr.) samþ. með 53 shlj. atkv.

Brtt. 598,9 (ný 11. mgr. 145. gr. er verður 148. gr.) samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HBl,  ÍGP,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SF,  SP,  StB,  ÞKG.
25 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  BH,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JFM,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  LB,  MÁ,  RG,  SJS,  StP,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
8 þm. (EKG,  GHj,  KJúl,  KHG,  MÞH,  MF,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frv. vísað til 3. umr.  með 55 shlj. atkv.