133. löggjafarþing — 90. fundur.
varnir gegn landbroti, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 637. mál (valdmörk milli ráðherra). — Þskj. 945, nál. 1122, brtt. 1123.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[21:31]

[21:29]
Jón Bjarnason (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er að koma til atkvæðagreiðslu frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn landbroti. Í rauninni eru þetta breytingar á svokölluðum vatnalögum sem voru keyrð hér í gegn af hæstv. fyrrverandi iðnaðarráðherra Framsóknarflokksins á síðasta þingi. Það er athyglisvert að í nefndarálitinu sem fylgir segir, með leyfi forseta:

„Markmið frumvarpsins er að leiðrétta yfirsjónir sem urðu við gerð nýju vatnalaganna, nr. 20/2006, sem taka eiga gildi í haust.“

Frú forseti. Við buðumst til þess í hv. landbúnaðarnefnd að taka enn fleiri yfirsjónir út úr þessum vatnalögum. Við buðumst til þess að taka enn fleiri yfirsjónir. Ég held að það sjónarmið hafi átt meira að segja samúð í nefndinni.

Fyrir okkur er frumvarpið svona meira og minna út í bláinn því það hefði átt að taka sjálf vatnalögin upp í heild sinni en ekki að vera flytja frumvarp um allt annað mál til þess að breyta vatnalögunum, sem ekki eiga að taka gildi fyrr en 1. nóvember 2007 og vonandi taka aldrei gildi. Þetta eru breytingar við lög sem vonandi taka aldrei gildi og eru ekki einu sinni í gildi nú. Við sjáum því á þessu hversu vitlaust þetta er í raun og allt er þetta til að klóra yfir yfirsjónir sem urðu við afgreiðslu vatnalaganna og hæstv. fyrrverandi iðnaðarráðherra keyrði hér í gegn.

Um efni frumvarpsins er í sjálfu sér margt gott að segja. En það sem gerist í málinu er að vatnalögin í heild sinni verða tekin upp í sumar af nýju þingi og nýrri ríkisstjórn. Þessi tillöguflutningur er því fullkomlega óþarfur. 1. gr. samþ. með 33:15 atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EKG,  EOK,  GHH,  GuðjG,  GHj,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  HerdS,  HjÁ,  IHÓ,  JónK,  JBjart,  KÓ,  KHG,  MÞH,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SigurjÞ,  SÞorg,  SP,  SæS,  VF,  VS.
nei:  AKG,  ÁRJ,  BjörgvS,  EMS,  GÖg,  ISG,  JÁ,  JóhS,  JGunn,  KJúl,  KLM,  LB,  RG,  ÞSveinb,  ÖS.
5 þm. (JBjarn,  KolH,  SJS,  ÞBack,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
10 þm. (ÁÓÁ,  GÓJ,  GAK,  GÖrl,  HBl,  HHj,  MF,  MÁ,  SF,  ÞKG) fjarstaddir.

Brtt. 1123 samþ. með 33:13 atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EKG,  EOK,  GHH,  GuðjG,  GHj,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  HerdS,  HjÁ,  IHÓ,  JónK,  JBjart,  KÓ,  KHG,  MÞH,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SigurjÞ,  SÞorg,  SP,  SæS,  VF,  VS.
nei:  AKG,  ÁRJ,  BjörgvS,  EMS,  GÖg,  ISG,  JÁ,  JGunn,  KJúl,  KLM,  LB,  RG,  ÞSveinb.
5 þm. (JBjarn,  KolH,  SJS,  ÞBack,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
12 þm. (ÁÓÁ,  GÓJ,  GAK,  GÖrl,  HBl,  HHj,  JóhS,  MF,  MÁ,  SF,  ÞKG,  ÖS) fjarstaddir.

 2. gr., svo breytt, samþ. með 33:15 atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  DJ,  DrH,  EKG,  EOK,  GHH,  GuðjG,  GHj,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  HerdS,  HjÁ,  IHÓ,  JónK,  JBjart,  KÓ,  KHG,  MÞH,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SigurjÞ,  SÞorg,  SP,  SæS,  VF,  VS.
nei:  AKG,  ÁRJ,  BjörgvS,  EMS,  GÖg,  ISG,  JÁ,  JóhS,  JGunn,  KJúl,  KLM,  LB,  RG,  ÞSveinb,  ÖS.
5 þm. (JBjarn,  KolH,  SJS,  ÞBack,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
10 þm. (ÁÓÁ,  GÓJ,  GAK,  GÖrl,  HBl,  HHj,  MF,  MÁ,  SF,  ÞKG) fjarstaddir.

Fyrirsögn  samþ. án atkvgr.

Frv. vísað til 3. umr.  með 53 shlj. atkv.