139. löggjafarþing — 36. fundur.
fjáraukalög 2010, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 76. mál. — Þskj. 80, nál. 294, 337 og 339, brtt. 295 og 296.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[15:46]

[15:40]
Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér koma til atkvæða breytingartillögur um fjáraukalög fyrir árið 2010. Því miður hafa komið fram fjölmörg dæmi um að ráðherrar hafi gert samkomulag eða gefið út yfirlýsingar sem fela í sér útgjaldaskuldbindingar án þess að ráð hafi verið gert fyrir þeim í fjárheimildum fjárlaga. Þetta er því miður þvert gegn eigin fyrirmælum ríkisstjórnarinnar sem birtast í langtímaáætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum fyrir árin 2009–2013. Sá sem hér stendur harmar að ríkisstjórnin skuli ekki vera komin lengra á veg við að breyta starfinu og koma á meiri aga í ríkisfjármálum.

Þingflokkur Framsóknarflokksins mun sitja hjá (Forseti hringir.) við þessa atkvæðagreiðslu í heild sinni.



[15:41]
Kristján Þór Júlíusson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Af því tilefni sem ég tek til máls hér má ráða að það frumvarp sem hér liggur fyrir til atkvæðagreiðslu er í rauninni þannig úr garði gert að illt er að eiga við það í þeirri mynd sem það birtist okkur. Hér er þingið að taka til afgreiðslu ráðstafanir sem ríkisstjórnin hefur þegar gripið til og eru löngu liðnar í tíma að megninu til, 11 mánuðir liðnir af árinu og stærstur hluti þeirra ráðstafana sem hér er lagt til að þingið staðfesti er óbreytanlegar aðgerðir af hálfu framkvæmdarvaldsins.

Við hljótum af þessu tilefni, í ljósi þeirra tíma sem við lifum núna, að knýja frekar á um það að ríkisstjórn Íslands sæki fyrir fram um heimildir til þingsins áður en ráðist er til aðgerða og framkvæmdarvaldið grípi sér heimildir sem það hefur ekki að lögum. Við sjálfstæðismenn vísum allri ábyrgðinni af þeim tillögum sem hér liggja fyrir (Forseti hringir.) á hendur ríkisstjórninni og munum sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.



[15:42]
Ásbjörn Óttarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég beini því til hv. Alþingis að þeim vinnubrögðum sem voru viðhöfð núna við gerð fjáraukalagafrumvarpsins verði breytt fyrir næstu fjáraukalagagerð. Í fyrsta lagi kemur framkvæmdarvaldið með margar og stórar breytingartillögur inn á síðustu stundu fyrir gerð frumvarpsins og í öðru lagi tel ég t.d. þær millifærslur sem hafa átt sér stað í bótaflokkunum upp á rúma 6 milljarða kr. sem þýðir að útgjöld ríkisins lækka um 4 milljarða kr., þ.e. það er skert um 4 milljarða kr. til ellilífeyrisþega og öryrkja, meira en ráð var fyrir gert. Það þarf að skoða alveg sérstaklega.

Síðan tek ég undir með hv. þm. Kristjáni Þór Júlíussyni, það er mjög til lítils að fjalla hér um tillögur frá framkvæmdarvaldinu þegar búið er að ráðstafa peningunum og eyða þeim. Þessu verklagi verður að breyta. (BirgJ: Heyr.)



Brtt. 296 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  JRG,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LMós,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SkH,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖS.
22 þm. (BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EKG,  GBS,  HöskÞ,  ÍR,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  SKK,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
12 þm. (ÁsbÓ,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JónG,  SII,  SF,  SJS,  ÖJ) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[15:44]
Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Hér er verið að gera breytingar á tekjugrein fjárlaga og þar sést ágætlega hvað ber í rauninni þann bata uppi sem óhjákvæmilega leiðir af þessum tillögum. Þetta eru einskiptisaðgerðir. Fyrst og fremst er hér um að ræða tvo þætti, annars vegar eignasölu á skuldabréfum í Landsbankanum í Lúxemborg og hins vegar er verið að selja sendiráðsbústaði.

Frávikin í tekjunum stafa fyrst og fremst af þessu tvennu. Við sjáum skatta á tekjur og hagnað gefa eftir frá áætlun fjárlaga og sýnir það ágætlega og staðfestir að þær skattbreytingar sem varað var við að ráðist yrði í skila ekki því sem til var ætlast. Burðurinn í tekjuþættinum hér inni varðandi skattana er í virðisaukaskatti og það stafar af því fyrst og fremst að inn á árið 2010 eru færðar tekjur af virðisaukaskatti sem urðu til á árinu 2009.



[15:45]
Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Þær tvær stærstu breytur sem koma fram í tekjugrein frumvarpsins eru annars vegar sala eigna og hins vegar skatttekjur almennt. Ég verð þó að lýsa sérstökum áhyggjum yfir því að tekjuskattur á einstaklinga dregst saman um 5,1 milljarð kr. sem undirstrikar að það er ekki hægt að skattpína þjóðina út úr þessum vanda. Ég vona að hv. stjórnarþingmenn fari nú loksins að kveikja á því. Það er alveg kristaltært. Ef þetta gefur þeim ekki algjörlega skýr skilaboð um það er lítil von um að menn opni augun og viðurkenni staðreyndir.

Í öðru lagi kemur líka fram að það sem ber uppi tekjuhlutann er annars vegar sala eigna, svokallað Avens-samkomulag á jöklabréfum við Seðlabankann í Lúxemborg, og hins vegar sala á sendiherrabústað. Ég tel mjög mikilvægt að hv. alþingismenn geri sér grein fyrir því hvað veldur þessum viðsnúningi því að ekki tóku þeir svo margir þátt í umræðunni um fjáraukalögin þegar hún fór fram.



Brtt. 295 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  JRG,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LMós,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖS.
23 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EKG,  GBS,  HöskÞ,  ÍR,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  SKK,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
10 þm. (EyH,  GÞÞ,  GStein,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JónG,  SF,  SJS,  ÖJ) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[15:46]
Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Sú breytingartillaga sem hér liggur fyrir er til viðbótar fyrri breytingartillögum sem komu fram í frumvarpinu sem lagt var fram af ríkisstjórninni. Hér er sömuleiðis um að ræða töluvert mikil frávik frá upphaflegri áætlun fjárlaga og þrátt fyrir allt tal um bætta áætlanagerð held ég að draga megi þá ályktun af þeirri niðurstöðu sem hér birtist að slembilukka ráði meiru en vönduð vinna við áætlanagerð fyrir ríkisbókhaldið.

Bótaliðir í almannatryggingum eru hér færðir til og frá eins og kom fram í máli hv. þm. Ásbjörns Óttarssonar áðan. Þegar leitað er eftir skýringum á þeim tilfærslum sem þar er verið að gera fást engin svör þannig að það má draga þá ályktun að Alþingi hafi ekki haft hugmynd um hvað það var að gera við ákvörðun fjárveitingar í fjárlögum ársins 2010 til þessara mikilvægu málaflokka. Það er mjög miður (Forseti hringir.) að vinnubrögðin séu með þeim hætti.



[15:48]
Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Í fjárlögum var gert ráð fyrir því að heildargjöld A-hluta ríkissjóðs á tímabilinu janúar til ágúst 2010 yrðu 379 milljarðar kr. Raunin varð 354 milljarðar kr. sem er 25 milljörðum kr. undir áætlun tímabilsins. Hið hagstæða frávik skýrist að verulegu leyti af lægri vaxtagjöldum en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Við erum að tala um að áætlunum ríkisstjórnarinnar skeikaði um eina 24 milljarða kr. hvað vaxtagjöld áhrærir. Það má skýra að einhverju leyti með því að gert er ráð fyrir minni lántökum frá samstarfsþjóðum í efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Framsóknarflokkurinn vill árétta að ríkisstjórnin þarf að taka sig á í áætlanagerð en fagnar um leið að minni lán séu tekin (Forseti hringir.) en áætlað var vegna þess að við erum að horfa upp á gríðarlega mikinn vaxtakostnað sem skýrir að miklum hluta þann halla sem við er að glíma.



 Liður 02-217 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  JóhS,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LMós,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SkH,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖS.
23 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EKG,  HöskÞ,  ÍR,  JRG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  SKK,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
11 þm. (EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HHj,  JBjarn,  JónG,  SII,  SF,  SJS,  ÖJ) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[15:50]
Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða fjárveitingu til Hólaskóla, Háskólans á Hólum, upp á 5,5 millj. kr. til að mæta fjárhagslegu tjóni sem skólinn varð fyrir vegna hestaveikinnar sem geisaði í fyrra eins og við munum öll. Er hið besta mál að það sé gert. Ástæðurnar sem taldar eru upp eru að aflýsa hafi þurft sumarskóla og það hafi þurft að hugsa um veik hross. Eins ég segi er það hið besta mál en ég verð að viðurkenna að ég á mjög erfitt með að greiða þessari tillögu atkvæði mitt og hef því ákveðið að sitja hjá vegna þess að hér er ríkið í samkeppnisrekstri við heila atvinnugrein sem var tekjulaus svo mánuðum skipti vegna þessarar umræddu pestar með afar takmörkuðum stuðningi. Mér finnst þetta óeðlilegt og hef því ákveðið að sitja hjá.



 Liður 07-400 samþ. með 27 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  JóhS,  JRG,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SkH,  SSv,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖS.
23 þm. (ÁsbÓ,  ÁRJ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  GBS,  HöskÞ,  ÍR,  KÞJ,  MT,  MÁ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SII,  SIJ,  SKK,  TÞH,  VBj,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
13 þm. (BÁ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  HHj,  JBjarn,  JónG,  SF,  SJS,  UBK,  VigH,  ÖJ) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[15:51]
Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég hef efasemdir um þetta undarlega og snúna mál sem snýr að Barnaverndarstofu. Það hefur ekki tekist að eyða þeim efasemdum hér við 2. umr. Ég vona að það gerist á einhvern veg við 3. umr. en kýs að sitja hjá um þetta að sinni.



[15:52]
Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég hef líka athugasemdir við hvernig þetta mál hefur verið afgreitt af framkvæmdarvaldinu. Ég tel þetta einstakt mál sem hefði verið auðvelt að gera þingheimi grein fyrir að væri í burðarliðnum þegar það var á ferðinni. Þetta eru ekki háar upphæðir en vinnubrögðin skipta máli og ég kýs þess vegna að sitja hjá.



 Sundurliðun 2, svo breytt, samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  JóhS,  JRG,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LMós,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖS.
20 þm. (ÁsbÓ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EKG,  GBS,  HöskÞ,  ÍR,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  SKK,  TÞH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
12 þm. (BÁ,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  HHj,  JBjarn,  JónG,  SF,  SJS,  UBK,  VigH,  ÖJ) fjarstaddir.

 Séryfirlit 1–5 samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  JóhS,  JRG,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LMós,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖS.
20 þm. (ÁsbÓ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EKG,  GBS,  HöskÞ,  ÍR,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  SKK,  TÞH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
12 þm. (BÁ,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  HHj,  JBjarn,  JónG,  SF,  SJS,  UBK,  VigH,  ÖJ) fjarstaddir.

 1. gr., svo breytt, samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  JóhS,  JRG,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LMós,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖS.
22 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EKG,  GBS,  HöskÞ,  ÍR,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  SKK,  TÞH,  UBK,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
10 þm. (EyH,  GÞÞ,  GStein,  HHj,  JBjarn,  JónG,  SF,  SJS,  VigH,  ÖJ) fjarstaddir.

 2.–4. gr. samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  JóhS,  JRG,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LMós,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖS.
22 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EKG,  GBS,  HöskÞ,  ÍR,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  SKK,  TÞH,  UBK,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
10 þm. (EyH,  GÞÞ,  GStein,  HHj,  JBjarn,  JónG,  SF,  SJS,  VigH,  ÖJ) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr. 

Frumvarpið gengur (eftir 2. umr.) til fjárln.