139. löggjafarþing — 50. fundur.
greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 219. mál (álagningarstofnar eftirlitsgjalds). — Þskj. 245, nál. 505.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[13:16]

 1. gr. samþ. með 44 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BirgJ,  BJJ,  BjörgvS,  BVG,  EyH,  GuðbH,  GStein,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LMós,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SDG,  SER,  SII,  SIJ,  SSS,  SF,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  VigH,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
18 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  TÞH,  UBK,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
1 þm. (HHj) fjarstaddur.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[13:15]
Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Með þessu frumvarpi erum við að koma til móts við óskir Fjármálaeftirlitsins um auknar fjárveitingar. Í skýrslu þingmannanefndarinnar sem unnin var í framhaldi af niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis kom fram skýr krafa um að það þyrfti að styrkja Fjármálaeftirlitið. Við sáum það síðan í atkvæðagreiðslunni sem fór fram um þingsályktunartillöguna að það var hreinn meiri hluti fyrir því að taka undir ályktanirnar sem þar komu fram.

Það kom líka fram að við ætluðum ekki að gera það án fyrirvara og skilyrða. Við ætlum að sjá til þess að það fari fram stjórnsýsluúttekt á Fjármálaeftirlitinu og við viljum tryggja það að Fjármálaeftirlitið muni raunverulega standa sig ólíkt því sem það gerði fyrir bankahrunið. Því segi ég já við þessari breytingartillögu en skilaboðin frá þinginu þurfa að vera skýr um að þetta er ekki án skilyrða.



Brtt. í nál. 505 samþ. með 41 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BJJ,  BVG,  EyH,  GuðbH,  GStein,  HöskÞ,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LMós,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  RM,  SDG,  SER,  SII,  SIJ,  SSS,  SF,  SJS,  SSv,  VBj,  VigH,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
13 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  EKG,  GÞÞ,  JónG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  TÞH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
9 þm. (ÁJ,  BirgJ,  BjarnB,  BjörgvS,  HHj,  KÞJ,  ÓÞ,  SkH,  UBK) fjarstaddir.

 2. gr., svo breytt, samþ. með 41 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BJJ,  BVG,  EyH,  GuðbH,  GStein,  HöskÞ,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LMós,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  RM,  SDG,  SER,  SII,  SIJ,  SSS,  SF,  SJS,  SSv,  VBj,  VigH,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
13 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  EKG,  GÞÞ,  JónG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  TÞH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
9 þm. (ÁJ,  BirgJ,  BjarnB,  BjörgvS,  HHj,  KÞJ,  ÓÞ,  SkH,  UBK) fjarstaddir.

 3.–4. gr. samþ. með 41 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BJJ,  BVG,  EyH,  GuðbH,  GStein,  HöskÞ,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LMós,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  RM,  SDG,  SER,  SII,  SIJ,  SSS,  SF,  SJS,  SSv,  VBj,  VigH,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
13 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  EKG,  GÞÞ,  JónG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  TÞH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
9 þm. (ÁJ,  BirgJ,  BjarnB,  BjörgvS,  HHj,  KÞJ,  ÓÞ,  SkH,  UBK) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

[13:18]
Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég greiði atkvæði með þessu frumvarpi. Það er nauðsynlegt að Fjármálaeftirlitið fái auknar fjárveitingar. Það stendur í miklum stórræðum þessa dagana. Eins og kom skýrt fram mun það þurfa fjárveitingarnar til skamms tíma á meðan á rannsóknarverkefnunum stendur.

Á hinn bóginn tel ég að það sé rétt að skoða heimildirnar eins og þessar þar sem gjöld eru innheimt af stofnunum og tel ég að stofnanir setji sér sín eigin fjárlög. Ég held að við þurfum að skoða það. Þó að það sé nauðsynlegt að Fjármálaeftirlitið sé sjálfstæð stofnun þá þýðir það ekki í mínum huga að efnahags- og viðskiptaráðuneytið, sem það heyrir undir, eigi ekki að hafa neina skoðun á því hve mikið umfang þess þarf að vera.



Frumvarpið gengur til 3. umr.