140. löggjafarþing — 39. fundur.
aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins, frh. 2. umræðu.
frv. meiri hl. velfn., 355. mál (sértæk skuldaaðlögun). — Þskj. 431, nál. m. brtt. 528 og 563.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[11:48]

[11:44]
Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér greiðum við meðal annars atkvæði um að framlengja ákvæði um greiðslu atvinnuleysisbóta í fjögur ár. (Gripið fram í: Nei.) Er ég í vitlausu máli? (Gripið fram í: Já.)

Frú forseti. Ég biðst afsökunar, ég ætlaði ekki að ræða þetta mál.



[11:44]
efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Með þessu frumvarpi er tryggt að eftirlitsnefnd um sérstaka skuldaaðlögun geti starfað áfram út næsta ár. Það er mjög mikilvægt. Það hefur orðið mikill árangur í úrvinnslu skuldamála frá því að lögin um aðgerðir í þágu einstaklinga og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins voru sett haustið 2009. Það er mikilvægt að fylgja áfram eftir starfinu í fjármálafyrirtækjunum og hjá lífeyrissjóðum, Íbúðalánasjóði og öðrum sem eru að vinna að meðferð erfiðra skuldamála. Eftirlitsnefndin hefur gegnt gríðarlega mikilvægu hlutverki og það er fagnaðarefni hversu vel hefur tekist til að viðhalda þeirri þverpólitísku samstöðu sem varð um upphaf þessarar vegferðar og ég fagna því að velferðarnefnd hefur áfram unnið af heilum hug í að fylgja þessu verkefni eftir þvert á flokka.



[11:45]
Eygló Harðardóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þessi lagasetning var fyrsta tilraun stjórnvalda til að beina íslenskum heimilum í hinn sértæka farveg stjórnvalda. (Gripið fram í: Það er rangt.) Það sem eftir stendur eru þrjár skýrslur sem eru minnisvarði um það hversu illa hefur tekist til. Það er sorglegt að helsta nytsemi þessara laga, nr. 107/2009, um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins, hafi reynst vera eftirlitsnefndin sjálf en ekki lausnirnar.

Þess vegna hef ég lagt fram breytingartillögu sem mun koma til atkvæðagreiðslu og ég vonast til að menn skoði hana með mjög jákvæðum huga upp á það hvort möguleiki sé á að nýta skattkerfið til að koma til móts við ofskuldsett heimili, þau heimili sem sitja enn uppi með lánsveð og þau heimili sem hafa horft upp á eigið fé sitt hverfa í hruninu (Forseti hringir.) og eftir hrun.



[11:46]
Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um tiltölulega einfalt mál þar sem einungis stendur eftir ein grein sem gengur út á að framlengja líftíma þeirrar ágætu eftirlitsnefndar sem félags- og tryggingamálanefnd lagði til að yrði sett á til að fylgja eftir þeim úrræðum sem voru lögfest. Það var meiningin að setja fleira inn í þessi lög en síðan náðist mjög gott samkomulag milli eftirlitsnefndarinnar og fjármálafyrirtækjanna. Þá var ekki ástæða til þess þannig að þessi grein stendur ein eftir.

Mig langar til að segja um ágæta tillögu hv. þm. Eyglóar Harðardóttur, um að setja á fót starfshóp til að skoða tiltekna hugmynd, að mér finnst mjög eðlilegt að eftirlitsnefndin geti skoðað það mál sérstaklega og ástæðulaust að setja sérstakan starfshóp um það. Ég legg því til að við felum eftirlitsnefndinni enn frekara hlutverk með því að skoða þá ágætu tillögu sem hér liggur fyrir.



Brtt. í nál. 528 (1. gr. falli brott) samþ. með 38 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁRJ,  BÁ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  EKG,  GLG,  GÞÞ,  GStein,  IllG,  JóhS,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LME,  LGeir,  MSch,  OH,  ÓÞ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RM,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  TÞH*,  UBK,  VBj,  ÞrB,  ÖJ,  ÖS.
12 þm. (AtlG,  ÁsmD,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GBS,  LMós,  MT,  SIJ,  SF,  VigH,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
13 þm. (ÁJ,  GuðbH,  HHj,  HöskÞ,  JBjarn,  JónG,  KJak,  KÞJ,  MÁ,  RR,  SDG,  ÞKG,  ÞBack) fjarstaddir.

[*Þm. óskar að geta þess að hann studdi á rangan hnapp í atkvgr.; ætlaði ekki að greiða atkvæði.]

 2. gr. (verður 1. gr.) samþ. með 38 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁRJ,  BÁ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  EKG,  GLG,  GStein,  IllG,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LME,  LGeir,  MSch,  OH,  ÓÞ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  UBK,  VBj,  ÞrB,  ÖJ,  ÖS.
15 þm. (AtlG,  ÁsmD,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  LMós,  MT,  SIJ,  SF,  TÞH,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
10 þm. (ÁJ,  GuðbH,  HHj,  HöskÞ,  JónG,  KJak,  KÞJ,  MÁ,  SDG,  ÞBack) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 563 felld með 39:13 atkv. og sögðu

  já:  AtlG,  ÁsmD,  BirgJ,  BJJ,  EyH,  GStein,  GBS,  LMós,  MT,  SIJ,  SF,  VigH,  ÞSa.
nei:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁRJ,  BÁ,  BjarnB,  BjörgvS,  BVG,  EKG,  GLG,  IllG,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LME,  LGeir,  MSch,  OH,  ÓÞ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  TÞH,  UBK,  VBj,  ÞKG,  ÞrB,  ÖJ,  ÖS.
11 þm. (ÁJ,  GuðbH,  GÞÞ,  HHj,  HöskÞ,  JónG,  KJak,  KÞJ,  MÁ,  SDG,  ÞBack) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[11:49]
Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Breytingartillagan er svohljóðandi:

„Ráðherra skal við gildistöku laga þessara skipa starfshóp með fulltrúum allra þingflokka og sérfræðingum. Starfshópurinn skal skoða mögulegar útfærslur á því að tiltekinn hluti skulda heimila verði metinn sem stofn til frádráttar frá tekjuskatti. Hópurinn skal skila ráðherra fyrstu tillögum sínum og drögum að lagabreytingum eftir því sem efni standa til en þó eigi síðar en 1. mars 2012. Ráðherra skal eigi síðar en 1. apríl 2012 leggja fram frumvarp til breytinganna fyrir Alþingi.“

Ég fagna því að hv. þm. Jónína Rós Guðmundsdóttir skuli hafa tekið jákvætt í þessa hugmynd en ég tel að eftirlitsnefndin sé ekki rétti aðilinn til að koma með tillögur um breytingar á skattkerfinu.



 3. gr. (verður 2. gr.) samþ. með 36 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁRJ,  BÁ,  BjörgvS,  BVG,  EKG,  GLG,  GStein,  IllG,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LME,  LGeir,  MSch,  OH,  ÓÞ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  UBK,  VBj,  ÞrB,  ÖS.
16 þm. (AtlG,  ÁsmD,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  LMós,  MT,  SIJ,  SF,  TÞH,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
11 þm. (ÁJ,  GuðbH,  HHj,  HöskÞ,  JónG,  KJak,  KÞJ,  MÁ,  SDG,  ÞBack,  ÖJ) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.