144. löggjafarþing — 22. fundur.
frjáls atvinnu- og búseturéttur launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins, 2. umræða.
stjfrv., 106. mál (EES-reglur). — Þskj. 106, nál. 305.

[16:58]
Frsm. velfn. (Sigríður Ingibjörg Ingadóttir) (Sf):

Herra forseti. Í þessu frumvarpi er verið að lögfesta reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins. Hún leysir af hólmi eldri reglugerð sama efnis, en henni hefur verið breytt mjög oft og var því endurútgefin og við erum nú að lögfesta endurútgefna reglugerð.

Frumvarpið felur ekki í sér breytingu á gildandi rétti. Við fellum fyrri lög úr gildi en áfram er bráðabirgðaákvæði inni sem kveður á um að lögin taki ekki gildi til ríkisborgara Króatíu fram til 1. júlí 2015.

Það er með þetta frumvarp eins og fyrri tvö sem ég hef hér farið yfir að samstaða er um málið í nefndinni og allir nefndarmenn rita undir nefndarálitið.