145. löggjafarþing — 45. fundur
 2. desember 2015.
Haf- og vatnarannsóknir, frh. 3. umræðu.
stjfrv., 199. mál (sameining stofnana). — Þskj. 416, nál. 534, brtt. 466 og 471.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[16:32]

[16:28]
Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér greiðum við atkvæði um sameiningu stofnananna Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar. Vinstri græn munu sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.

Við teljum hvorki hafa verið sýnt fram á faglegan né fjárhagslegan ávinning af sameiningu þessara stofnana. Ekki hefur heldur verið staðið vel að kjörum og réttindum starfsmanna, þau hafa ekki verið tryggð nægjanlega. Við teljum að ekki hafi verið nægjanlega vel staðið að þeim málum. Við vitum að mannauður þessara fyrirtækja er það sem skiptir mestu máli og hann þarf að tryggja.

Við sitjum því hjá við sameiningu þessara stofnana en ef frumvarpið verður samþykkt munum við styðja þá breytingartillögu sem verður kynnt um að stofnunin hljóti annað nafn en var lagt til (Forseti hringir.) og styðjum þá breytingartillögu um nýtt nafn stofnunarinnar.[16:29]
Kristján L. Möller (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vildi strax við upphaf atkvæðagreiðslu gera grein fyrir breytingartillögu sem ég flyt ásamt öllum öðrum nefndarmönnum í hv. atvinnuveganefnd. Eins og hér hefur komið fram styður hv. þm. Lilja Rafney Magnúsdóttir hana líka þó að hún hafi ekki verið á þingi þegar tillagan var tekin út úr nefndinni.

Breytingartillagan er við nokkrar greinar, auðvitað einhverjar lagatæknilegar breytingar, en í stuttu máli er það þannig að í stað þess að stofnunin heiti Haf- og vatnarannsóknir eins og hún átti að heita heiti hún Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna. Heiti frumvarpsins verður þá líka þetta.

Þetta vildi ég láta koma fram um leið og ég fagna því alveg sérstaklega að allir nefndarmenn atvinnuveganefndar séu flutningsmenn að þeirri breytingartillögu sem hér hefur verið kynnt.[16:30]
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að sameining þessara tveggja stofnana sé komin til lokaafgreiðslu. Hún er byggð á mjög langri undirbúningsvinnu í það minnsta tveggja ráðgjafarfyrirtækja og í það minnsta tveggja ríkisstjórna og kemur núna loks til framkvæmda. Ég gleðst yfir því.

Í vinnuplagginu var lagt til að stofnunin héti annað en hér er lagt til í breytingartillögu. Ég ítreka að hér er verið að sameina tvær jafn stæðar stofnanir. Ég mun líta svo á þó að þingheimur breyti þeirri tillögu í Hafrannsóknastofnun að það breyti því í engu að hér er um að ræða sameiningu tveggja stofnana sem standa jafnfætis. Nafnið á til lengri tíma ekki að skipta neinu máli, við horfum til áratuga. Stofnunin sem slík og mannauðurinn þar inni skiptir máli og ég treysti því að þetta verði rannsóknum á vatni og hafi til góðs til langs tíma.[16:32]
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Í máli hæstv. ráðherra kom fram að verið væri að sameina tvær jafn gildar stofnanir. Mér þykir því sérkennilegt að til komi breytingartillaga um að við sameiningu þessara jafn gildu stofnana skuli nafn annarrar stofnunarinnar eiga að ráða för. Ég hefði kosið að breytingartillagan hefði ekki komið fram. Ég áskil mér allan rétt til að sitja hjá við þessa nafnabreytingu. (Gripið fram í: Bara á móti!)Brtt. 466 samþ. með 34:1 atkv. og sögðu

  já:  ÁPÁ,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjarnB,  BP,  EKG,  ELA,  FSigurj,  HBK,  HarB,  HHj,  KG,  KJak,  KLM,  LRM,  OH,  PVB,  PJP,  RM,  SII,  SigrM,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  UBK,  VBj,  VigH,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE.
nei:  ÖS.
10 þm. (ÁstaH,  BirgJ,  BN,  ElH,  GStein,  HHG,  ÓÞ,  ÓP,  RR,  ValG) greiddu ekki atkv.
18 þm. (BjG,  BjÓ,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  HE,  HöskÞ,  IllG,  JMS,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LínS,  REÁ,  SDG,  SÁA,  VilÁ,  ÖJ) fjarstaddir.

Brtt. 471 samþ. með 39 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁPÁ,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjarnB,  BP,  BN,  EKG,  ElH,  ELA,  FSigurj,  GStein,  HBK,  HarB,  HHj,  KG,  KLM,  LínS,  OH,  ÓÞ,  ÓP,  PVB,  PJP,  RR,  RM,  SÁA,  SII,  SigrM,  SIJ,  SilG,  UBK,  VBj,  ValG,  VigH,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE,  ÖS.
8 þm. (ÁstaH,  BirgJ,  HHG,  KJak,  LRM,  SJS,  SÞÁ,  SSv) greiddu ekki atkv.
16 þm. (BjG,  BjÓ,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  HE,  HöskÞ,  IllG,  JMS,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  REÁ,  SDG,  VilÁ,  ÖJ) fjarstaddir.

Frv., svo breytt, samþ. með 39 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁPÁ,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjarnB,  BP,  BN,  EKG,  ElH,  ELA,  FSigurj,  GStein,  HBK,  HarB,  HHj,  KG,  KLM,  LínS,  OH,  ÓÞ,  ÓP,  PVB,  PJP,  RR,  RM,  SÁA,  SII,  SigrM,  SIJ,  SilG,  UBK,  VBj,  ValG,  VigH,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE,  ÖS.
8 þm. (ÁstaH,  BirgJ,  HHG,  KJak,  LRM,  SJS,  SÞÁ,  SSv) greiddu ekki atkv.
16 þm. (BjG,  BjÓ,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  HE,  HöskÞ,  IllG,  JMS,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  REÁ,  SDG,  VilÁ,  ÖJ) fjarstaddir.