147. löggjafarþing — 1. fundur.
afbrigði um dagskrármál.

[16:02]
Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Leita þarf afbrigða frá þingsköpum, þ.e. lokamálsgrein 3. gr. þingskapa, um hvernig hluta skal um sæti þingmanna. Samkomulag er milli forseta og formanna þingflokka um að leggja til að tekin verði frá sæti næst inngangi í salnum fyrir formennina, að þeir dragi innbyrðis um þessi sæti. Samkvæmt þessu hefur Birgir Ármannsson sæti 22, Birgitta Jónsdóttir sæti 44, Hanna Katrín Friðriksson sæti 7, Oddný G. Harðardóttir sæti 13, Svandís Svavarsdóttir sæti 23, Theodóra S. Þorsteinsdóttir sæti 45 og Þórunn Egilsdóttir sæti 8.

Skoðast þessi afbrigði samþykkt ef enginn hreyfir andmælum.