148. löggjafarþing — 55. fundur.
einkaleyfi, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 292. mál (EES-reglur, lyf fyrir börn o.fl.). — Þskj. 394, nál. m. brtt. 815.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[16:47]

[16:46]
Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér er um að ræða EES-mál sem kemur inn í gegnum samstarf okkar þar og er margt ágætt við það. Það gengur út á að reyna að skapa betri hvata fyrir þróun lyfja fyrir börn, sem er hið besta mál. Því miður er eitt í þessu sem er byggt á miklum misskilningi. Það er að gengið er út frá því, án þess að neinar raunverulegar sannanir séu fyrir því að það að lengja tíma einkaleyfis muni á einhvern hátt auka hvatana til að þróa lyf. Ég bað um upplýsingar um hvort einhver gæti rökstutt að það væri tryggt. Svörin sem ég fékk voru í formi rannsóknarritgerðar sem fjölluðu í rauninni um allt annað mál. Ég hef því enn ekki séð sannanir fyrir þessu. En engu að síður er þetta gott mál að öðru leyti. Við styðjum það.



Brtt. í nál. 815,1 samþ. með 51 shlj. atkv.

 1. gr., svo breytt, samþ. með 51 shlj. atkv.

Brtt. í nál. 815,2 samþ. með 51 shlj. atkv.

 2. gr., svo breytt, samþ. með 51 shlj. atkv.

 3.–4. gr. samþ. með 51 shlj. atkv.

Brtt. í nál. 815,3 samþ. með 51 shlj. atkv.

 5. gr., svo breytt, samþ. með 50 shlj. atkv.

 6.–13. gr. samþ. með 50 shlj. atkv.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr. 

Frumvarpið gengur (eftir 2. umr.) til atvinnuvn.